Nýtt lag með Beck

Hinn fjölhæfi tónlistarmaður Beck Hansen gaf út lagið Blue Moon í dag, en það er hið fyrsta til að heyrast af væntanlegri breiðskífu, Morning Phase, sem kemur út síðar á árinu. Lagið er ljúfsár ballaða sem minnir nokkuð á plötu Beck frá 2002, Sea Change. Heil sex ár eru liðin frá síðustu hljóðversplötu Beck, Modern Guilt, sem hann vann í samstarfi við upptökustjórann Dangermouse árið 2008. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *