Tónlistarmennirnir Halldór Ragnarsson og Sindri Már Sigfússon, sem áður voru saman í hljómsveitinni Seabear, voru að senda frá glænýtt lag í dag að nafninu You og koma þar með nýju verkefni á laggirnar sem nefnist Spítali. Félagarnir byrjuðu að eigin sögn að krukka í hústónlist saman í vetur og er lagið You fyrsti afraksturinn af því samstarfi. Lagið var hljóðblandað af Friðfinni Oculus ásamt hljómsveitarmeðlimum og masterað af Friðfinni. Straumur frumsýnir hér myndbandið við lagið sem gert var af Mána M. Sigfússyni. Um er að ræða einstaklega vandað húslag með rómantískum blæ og er myndbandið til fyrirmyndar. Það verður áhugavert að fylgast framtíð Spítalans.
Tag: Sin Fang
Dagskráin á Sónar Reykjavík klár
Dagskráin fyrir tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík er nú tilbúin. Hægt er að skoða hana í heild sinni hér. Alls munu 64 atriði vera á dagskrá á hátíðinni sem fram fer 12. – 14. febrúar í Hörpu. Meðal þeirra eru: Skrillex, Paul Kalkbrenner, SBTRKT, Jamie xx, Todd Terje, TV On the Radio, Kindness, Nina Kraviz, Jimmy Edgar, Elliphant, Ryan Hemsworth, Sophie, Samaris, Mugison, Prins Póló og Sin Fang.
Meðal þeirra sem bætt var við dagskrána í dag eru: Tonik Ensemble, M-Band, Thor, Valgeir Sigurðsson, DJ Flugvél og Geimskip, Lily the Kid, Lord Pusswhip og Hekla Magnúsdóttir.
Hægt er að kaupa miða á hátíðina http://sonarreykjavik.com/en/pg/tickets.
TV On The Radio á Sónar í Reykjavík
New York hljómsveitin TV On The Radio mun koma fram á Sónar Reykjavík í febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni frá því í morgun. Hljómsveitin vakti mikla lukku þegar hún spilaði á Iceland Airwaves árið 2003 og er frábær viðbót við glæsilega dagskrá hátíðarinnar en sveitin gefur út sína fimmtu plötu Seeds þann 18. nóvember.
Breski raftónlistarmaður Kindness mun einnig spila á hátíðinni, auk Elliphant og hins einstaka Sophie sem spilar raftónlist sem hefur verið kennd við PC Music. Hinn áhrifamikli plötusnúður Daniel Miller sem stofnaði Mute útgáfuna spilar líka á Sónar auk hins breska Randomer.
Íslensku tónlistarmennirnir DJ Margeir, Ghostigital, Fufanu, DJ Yamaho, Sin Fang, Exos, Gervisykur og Sean Danke voru einnig tilkynntir í morgun.
Sónar Reykjavik fer fram dagana 12, 13 og 14. febrúar 2015 í Hörpu.
Lokatónleikar Lunga á laugardaginn
Retro Stefson, Hermigervill, Sin Fang, Moses Hightower, Prins Póló og Cell 7 koma fram á lokatónleikum Lunga sem fara fram á laugardaginn. Forsala miða fer fram á midi.is á 3.900 kr til miðnættis þann 18. júlí. Miðasala fer svo fram í Herðubreið á Seyðisfirði á föstudeginum kl 12:00-20:00 og á laugardeginum frá 11:00 – 21:00, eftir það er hægt að kaupa miða við inngang fram eftir kvöldið. Lokatónleikar LungA hafa fest sig í sessi sem gleðilegur viðburður á laugardagskvöldinu; uppskeruhátíð og tónlistarveisla.
Sin Fang hitar upp fyrir Neutral Milk Hotel í Hörpu
Bandaríska hljómsveitin Neutral Milk Hotel mun koma fram á tónleikum í Norðurljósum í Hörpu þann 20. ágúst næstkomandi. Liðsmenn Neutral Milk Hotel kusu að fá Sin Fang til að hita upp fyrir tónleikana. Miðasala er á vefjunum www.harpa.is og www.midi.is og í afgreiðslu Hörpu.
Tónleikar vikunnar 27. febrúar – 2. mars
Miðvikudagur 26. febrúar
Sin Fang og Hudson Wayne koma fram á Harlem Bar. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 1500 kr í reiðufé inn.
Fimmtudagur 27. febrúar
Hljómsveitin “Skuggamyndir frá Býsans” heldur tónleika í Mengi á Óðinsgötu 2. Efnisskráin er samsett af þjóðlegri tónlist frá Búlgaríu, Tyrklandi, Makedóníu og Grikklandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Brilliantinus, Gunnar Jónsson Collider, EINAR INDRA og russians.girls (live) koma fram á Heiladans 32 á Bravó. Heiladansinn byrjar kl. 21 en DJ Dorrit sér um að koma fólkinu í gírinn.
Hljómsveitin Kiss the Coyote heldur tónleika Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.
Emmsjé Gauti heldur frumsýningarparty fyrir nýtt myndband á Prikinu. Partýið er frá 8-10 en eftir það taka YOUNG ONES við spilurunum.
Tónleikur heldur sína 7. tónleikaröð á Stúdentakjallaranum. Eftirfarandi listamenn munu koma fram: Tinna Katrín, Stefán Atli, Unnur Sara, Silja Rós, Tré og Slowsteps. Það er ókeypis inn og byrja tónleikarnir klukkan 21:00
Loji kemur fram á Hlemmur Square. Loji er hljómsveit sem spilar indí skotið pop. Hljómsveitin samanstendur af Grími Erni Grímssyni, Jóni Þorsteinssyni og Loji Höskuldsson. Loji er búin að gefa út tvær plötur Skyndiskissur og Samansafn en sú síðarnefnda kom út í októbermánuði 2013. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er ókeypis inn.
Föstudagur 28. febrúar
Kristín Þóra heldur tónleika í Mengi. Kristín spinnur víólu- og hljóðvef um eigin lagasmíðar og fær til liðs við sig góða gesti. Kristín er víóluleikari með meiru og hefur starfað með fjölda hljómsveita og listamanna undanfarin ár. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Laugardagur 1. mars
Blacklisted, kimona, Grísalappalísa, Klikk, Kælan Mikla og Ofvitarnir koma fram í Hellingum í TÞM. Tónleikarnir eru fyrir alla aldurshópa og hefjast klukkan 18:00. Það kostar 1000 krónur inn.
Low Roar blæs til tónleika í Mengi. Sveitin er stofnuð af Ryan Karazija sem fluttist til Íslands frá San Francisco. Tónleikarnir í Mengi marka þá fyrstu í tónleikaferð Low Roar til kynningar á nýrri breiðskífu þar sem sveitin spilar t.a.m. 9 sinnum í Póllandi næstu 9 daga eftir tónleikana í Mengi.Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Sunnudagur 2. mars
KÍTÓN kynnir TÓNAR OG FLÆÐI í opnum rýmum Hörpu frá kl. 13.00 – 17.00. Fram koma í hornum Hörpu tónlistarkonur úr öllum áttum. Ókeypis aðgangur!
MUNNHARPAN
13.00 – 13.20 – Kristjana Arngrímsdóttir
14.00 – 14.20 – Brother Grass
15.00 – 15.20 – Rósa Guðrún Sveinsdóttir
16.00 – 16.20 – Magnetosphere
YOKO – HORNIÐ
13.20 – 13.40 – Adda
14.20 – 14.40 – Guðrún Árný
15.20 – 15.40 – Mamiko Dís,
16.20 – 16.40 – Nína Margrét Grímsdóttir,
NORÐURBRYGGJA
13.40 – 14.00 – Íris
14.40 – 15.00 – Bláskjár
15.40 – 16.00 – Brynhildur Oddsdóttir
16.40 – 17.00 – Una Stef
Bestu íslensku lög ársins 2013
30) Before – Vök
29) Maelstrom – Útidúr
28) Á Hvítum Hesti – Skúli mennski
27) MacGyver og ég – Sveinn Guðmundsson
26) Hve Ótt ég ber á – VAR
25) Autumn Skies #2 – Snorri Helgason 2. 01 Autumn Skies #2
24) Blóðberg – Mammút
23) All Is Love – M-band
22) Restless (ft. Unnsteinn) – Sisy Ey
21) Again – Good Moon Deer
20) Cheater – Love & Fog
19) Release Me (ft. DJ YAMAHO) – Intro Beats
18) Harlem Reykjavík – Hermigervill
17) 1922 – Kristján Hrannar
16) Aheybaró – Kött Grá Pjé & Nolem
Lög í 15. – 1. sæti
Bestu íslensku plötur ársins 2013
20) Þórir Georg – Ælulykt
19) Tilbury – Northern Comfort
18) Útidúr – Detour
17) Oyama – I Wanna
16) Ojba Rasta – Friður
15) Nolo – Human
14) Sigur Rós – Kveikur
13) Emiliana Torrini – Tookah
12) Ólöf Arnalds – Sudden Elevation
11) Per: Segulsvið – Tónlist fyrir Hana
Gasvinur:
10) Tonmo – 1
Hinn 19 ára gamli reykvíkingur Tómas Davíð sem gengur undir listamannsnafninu Tonmo gaf út sína fyrstu ep plötu á árinu. Platan sem nefnist 1 er 8 laga raftónlistarplata undir áhrifum hip-hop og chillwave sem rennur ljúft í gegn. Tómas samdi og tók upp plötuna þegar hann bjó í Huntington Beach í Kaliforníu fyrr á árinu.
9) Cell7 – Cellf
Tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir úr hinni sálugu hip-hop hljómsveit Subterranean snéri til baka á árinu með sína fyrstu sólóplötu, Cellf. Á plötunni nýtur Ragna aðstoðar þeirra Introbeats og Earmax við taktsmíðar á frábærri hip hop plötu sem inniheldur jafnt grípandi partýslagara og pólitískar bollaleggingar. Ragna hefur engu gleymt í rappinu þrátt fyrir langa pásu og flæðir eins og jökulá í leysingum.
8) Snorri Helgason – Autumn Skies
Þriðja plata Snorra Helgasonar, Autumn Skies, gefur fyrri verkum Snorra ekkert eftir og minnir á köflum talsvert á Dylan á Nashville Skyline. Kántrískotið þjóðlagapoppið umvefur mann eins mjúkt teppi og er tilvalið til að orna sér við á köldum vetrarnóttum. Án efa notalegasta plata ársins.
7) Jóhann Kristinsson – Headphones
Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, er heilsteypt og persónulegt verk þar sem tónlistarmaðurinn sýnir mikil þroskamerki í lagasmíðum. Upptökur og hljómur eru fádæma fullorðins og þó lítið hafi farið fyrir plötunni er hún ákaflega stór í sniðum. Jóhann klífur í hæstu hæðir mikilfengleika og dramatíkur í mörgum epískum lögum og framkallar gæsahúðir á gæsahúðir ofan.
6) Mammút – Komdu til mín svarta systir
Þriðja plata Mammút var lengi í smíðum en fimm ár eru liðin frá því að sveitin sendi frá sér plötuna Karkari. Útkoman er þyngri hljómur og þéttari lagasmíðar án þess að tapa neinu af ungæðislegum kraftinum sem einkenndi fyrri verk sveitarinnar.
5) Ruxpin – This Time We Go Together
Það fer ekki mikið fyrir Ruxpin í íslenskri tónlistarsenu en hann lætur verkin tala. Platan This Time We Go Together er feikilega áferðarfalleg og hugvitssamleg raftónlistarplata, sem minnir um margt á Boards of Canada og aðgengilegri hliðar Aphex Twin og Autechre.
4) Just Another Snake Cult – Cupid Makes A Fool of Me
Lo-Fi skrýtipoppsveitin Just Another Snake Cult er einstaklingsverkefni Þóris Heydal en hann gaf út hina frábæru og fjölbreyttu plötu Dionysian Season árið 2010. Í haust gaf Þórir út plötuna Cupid Makes A Fool of Me sem hefur að geyma draumkennt hljóðgerflapopp að bestu gerð. Það eru fleiri hugmyndir í einu lagi á Cupid en finnast á breiðskífum flestra tónlistarmanna og mikið um vinstri beygjur og óvæntar stefnubreytingar. Það mætti segja að platan sé losaraleg í besta skilningi þess orðs, alls konar mismunandi hugmyndir sem hanga rétt svo saman, en samt á akkúrat réttan hátt. Plata sem hljómar ekki eins og neitt annað í íslenskri tónlistarsenu.
3) Múm – Smilewound
Hljómsveitin múm gaf út sína sjöttu breiðskífu fyrr á þessu ári. Plötunnar sem ber nafnið Smilewound hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún markaði endurkomu Gyðu Valtýsdóttur, söngkonu og sellóleikara, sem hætti í sveitinni fyrir meira en áratug síðan. Útkoman er aðgengilegasta plata hljómsveitarinnar til þessa.
2) Grísalappalísa – Ali
Hljómsveitin Grísalappalísa var stofnuð árið 2012 af Gunnari Ragnarssyni og Sigurði Möller Sívertsen úr hinni sálugu Jakobínurínu, Bergi Thomas Anderson úr Oyama, Alberti Finnbogasyni og Tuma Árnasyni úr The Heavy Experience ásamt Baldri Baldurssyni. Platan Ali er einn sterkasti frumburður íslenskrar rokksveitar sem litið hefur ljós í langan tíma. Á henni blandast groddaleg nýbylgja við súrkálsrokk og sækadelíu með íslenskum textum sem eiga meira skylt við framsækna ljóðlist en hefðbundna rokktexta.
1) Sin Fang – Flowers
Sindri Már Sigfússon er einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um þessar mundir en gæðastandarinn á efninu er þó alltaf jafn hár. Hann er stöðugt að þróast sem lagasmiður og Young Boys og What’s wrong with your eyes eru með allra bestu lögum ársins. Platan er tekin upp af Alex Somers sem galdrar fram ævintýralega hljóm þar sem fyllt er upp í hverja einustu glufu með áhugaverðum hljóðum án þess þó að verða nokkurn tímann ofhlaðinn.
Airwaves yfirheyrslan – Sindri Sin Fang
Airwaves yfirheyrslan er nýr liður á síðunni til að kynna Iceland Airwaves hátíðina og nokkra af þeim íslensku listamönnum sem koma fram á hátíðinni í ár. Fyrstur til yfirheyrslu er Sindri Már Sigfússon sem flestir íslenskir tónlistaráhugamenn ættu að kannast við. Hann er forsprakki tveggja hljómsveita sem hafa spilað oft á Iceland Airwaves á síðustu árum – Seabear og Sin Fang en Sindri mun koma fram með þeirri seinni í Gamla Bió föstudaginn 2. nóvember klukkan 0:50.
Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?
Ég held að það hafi verið 2001. man ekkert hvað ég sá.
Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?
Það eru nokkrir. Á seinustu árum var ég mjög hrifinn af Dirty Projectors og Haushka með samuli í fríkirkjunni var klikkað. Shins (2004) og Rapture (2002) tónleikarnir standa líka uppúr.
Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves?
2004 minnir mig áður en við gáfum út fyrstu seabear plötuna. Það var mjög skemmtilegt og kom skemmtilega á óvart hvað það mætti mikið af fólki. Hef spilað á 8 eða 9 hátíðum í það heila en þetta eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem ég hef spilað á. Þetta var í fyrsta sinn sem við spiluðum með fullri hljómsveit og ég var bara mjög ánægður með að vera að spila yfirhöfuð.
Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?
Mér finnst hún vera orðin meira pro. Vel farið með mann og svona. Mér finnst þetta ein skemmtilegasta vika ársins.
Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?
Ég er mjög hrifinn af Iðnó. Mér fannst líka mjög gaman að spila á Nasa á Airwaves því að það var eiginlega eina skiptið sem maður gat fengið alveg fullt af fólki á Nasa. Svo er ég mjög ánægður með að óperan sé komin inní þetta.
Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?
Vorum að spila á sama tíma og Beach House eitt árið, það var leiðinlegt að missa af þeim. Eitt árið þá fórum við á Bandaríkjatúr á fimmtudeginum þannig að við misstum af öllu festivalinu.
Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár?
Við vorum að spila með Anna Von Hausswolff um daginn og það var rosalegt. Svo langar mig að sjá Goat, Jon Hopkins, Mariam The Believer og Mykki Blanco. Svo finnst mér fínt að labba bara um og sjá eitthvað sem ég hef ekki hugmynd um hvað er.
Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig og þínar hljómsveitir?
Hef alveg kynnst einhverju bransafólki í gegnum þessa hátíð og spilað á öðrum hátíðum eftir að einhver sá okkur þarna.
Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?
7-8 sinnum held ég. Ekkert miðað við Magga trommara (Magnús Tryggvason Eliassen trommara Sin Fang)
Kraftwerk eða Yo La Tengo?
Yo La Tengo.
Listasafnið eða Harpa?
Bæði.
Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?
Bara skemmta sér og vera ekki að stressa sig of mikið á því að það séu einhverjir útlenskir blaðamenn í krádinu.
Straumur 23. september 2013
Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Phédre, Azealia Banks, Sin Fang, Movements, Darkside, Ducktails, Swearin, Tonmo, Tourist og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!
Straumur 23. september 2013 by Straumur on Mixcloud
1) Gimme – Beck
2) Together – Tourist
3) Paper Trails – Darkside
4) Ancient Nouveau – Phédre
5) Sunday Someday – Phédre
6) Flyway – Keep Shelly In Athens
7) Nave Music – Ducktails
8) Young Boys (Jónsi remix) – Sin Fang
9) Look at the light (Sin Fang remix) – Sin Fang
10) Watered Down – Swearin’
11) Ocean – Leaves
12) Intro – Tonmo
13) Javana – Tonmo
14) Spirit – Delorean
15) Us – Movement
16) Distant Relative Salute – White Denim
17) Count Contessa – Azealia Banks
18) You For Me – Frankie Rose
19) Question Reason – Frankie Rose
20) Nellie – Dr. Dog