Neutral Milk Hotel í Hörpu í kvöld

Bandaríska indísveitin Neutral Milk Hotel kemur fram í kvöld í Norðurljósasal Hörpu. Sin Fang sjá um upphitun en tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og ennþá eru lausir miðar sem hægt er að nálgast hér. Neutral Milk Hotel gáfu út hina goðsagnakenndu plötu In The Aeroplane Over the Sea árið 1998 og lögðu upp laupanna ári síðar en komu aftur saman til tónleikahalds á síðasta ári. In The Aeroplane Over the Sea nýtur mikillar aðdáunar í kreðsum óháðra tónlistarspekúlanta og var meðal annars valin fjórða besta plata tíunda áratugarins af indíbiblíunni Pitchfork. Þá hefur sveitin haft ómæld áhrif á seinni tíma indísveitir á borð við Arcade Fire og Beirut.

Straumur 18. ágúst 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Tonik Ensemble, Floating Points, Caribou, Pink Street boys auk þess sem gefnir verða miðar á tónleika Neutral Milk Hotel sem vera núna á miðvikudaginn. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23 á X-inu 977.

Straumur 18. ágúst 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Break the rules – Charli XCX
2) Our Love – Caribou
3) Holland, 1945 – Neutral Milk Hotel
4) Landscapes – Tonik Ensemble
5) Sparkling Controversy – Floating Points
6) Too Soon – Darkside
7) Blue Suede – Vince Staples
8) Chained Together – Mozart’s Sister
9) Bow A Kiss – Mozart’s Sister
10) Up In Air – Pink Street Boys
11) Drullusama – Pink Street Boys
12) Every Morning – J Mascis
13) Clay Pigeons (Blaze Foley cover) – Michael Cera
14) Say You Love Me – Jessie Ware

Straumur 11. ágúst 2014

Í Straumi í kvöld munum við kíkja á nýtt efni frá Ty Segall, Spoon, Foxygen, Sophie, Ólöfu Arnalds, Cymbals Eat Guitars og fleirum. Auk þess sem gefnir verða tveir miðar á tónleika hinnar goðsagnakenndu indie sveitar Neutral Milk Hotel í Hörpu 20. ágúst. Straumur með Óla Dóra í boði Húrra og Joe & the Juice á slaginu 23:00 á X-inu 977. 

Straumur 11. ágúst 2014 by Straumur on Mixcloud

 

1) How Can You Really – Foxygen
2) Manipulator – Ty Segall
3) Tall Man Skinny Lady – Ty Segall
4) Mister Main – Ty Segall
5) Games For Girls – Say Lou Lou X LINDSTRØM
6) Hard – Sophie
7) Afterlife (Flume remix) – Arcade Fire
8) Clarke’s Dream – Gold Panda
9) Warning – Cymbals Eat Guitars
10) XR – Cymbals Eat Guitars
11) Child Bride – Cymbals Eat Guitars
12) Inside Out – Spoon
13) Promises – Ryn Weaver
14) King Of Carrot Flowers, Pt 1 – Neutral Milk Hotel
15) Teenager (demo) – Black Honey
16) Holy Soul – Salt Cathedral

Sin Fang hitar upp fyrir Neutral Milk Hotel í Hörpu

Bandaríska hljómsveitin Neutral Milk Hotel mun koma fram á tónleikum í Norðurljósum í Hörpu þann 20. ágúst næstkomandi. Liðsmenn Neutral Milk Hotel kusu að fá Sin Fang til að hita upp fyrir tónleikana. Miðasala er á vefjunum www.harpa.is og www.midi.is og í afgreiðslu Hörpu.

Neutral Milk Hotel spila í Hörpu

Hin goðsagnakennda bandaríska indísveit Neutral Milk Hotel er væntanleg til landsins í sumar og mun leika á tónleikum í Silfurbergssal Hörpu þann 20. ágúst. Hljómsveitin er frægust fyrir plötuna In an Aeroplane over the Sea sem kom út árið 1998 en stuttu eftir úgáfu hennar lagðist hún í langan dvala og er fyrst núna að koma saman aftur. Miðasala á tónleikana hefst 5. apríl á harpa.is en upphitun verður tilkynnt þegar nær dregur. Hlustið á upphafslag In an Aeroplane over the Sea hér fyrir neðan.