Myndbands frumsýning: You – Spítali

Tónlistarmennirnir Halldór Ragnarsson og Sindri Már Sigfússon, sem áður voru saman í hljómsveitinni Seabear, voru að senda frá glænýtt lag í dag að nafninu You og koma þar með nýju verkefni á laggirnar sem nefnist Spítali. Félagarnir byrjuðu að eigin sögn að krukka í hústónlist saman í vetur og er lagið You fyrsti afraksturinn af því samstarfi. Lagið var hljóðblandað af Friðfinni Oculus ásamt hljómsveitarmeðlimum og masterað af Friðfinni. Straumur frumsýnir hér myndbandið við lagið sem gert var af Mána M. Sigfússyni. Um er að ræða einstaklega vandað húslag með rómantískum blæ og er myndbandið til fyrirmyndar. Það verður áhugavert að fylgast framtíð Spítalans.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *