Í Straumi í kvöld verða flutt lög frá Confidence Man, Joy Orbison, Bonobo, Kött Grá Pjé , Peggy Gou, A Place To Bury Strangers, Dora Jar, Kela, Christopher Owens, Japandroids og fleirum. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 22:00.
flex.fm (freddit) – Joy OrbisonLil YachtyFuturePlayboi Carti
Let Them Bells Ring (Original Mix) – Confidence Man
SBTRKT, JPEGMAIFA, Kött Grá Pjé, Villi Neto, Washed Out, BADBADNOTGOOD, MJ Lenderman og fleiri koma við sögu í Straumi með Óla Dóra klukkan 22:00 á X-inu 977!
BACK ON – SBTRKT
Mike (desert island duvet) – Fred again.. x The Streets x Dermot Kennedy
Foam (Sam Alfred Remix) – Royel Otis
don’t rely on other men (feat. Freaky) – JPEGMAFIA
Lokalag ep plötunnar We Came As We Left sem kom út 25. mars. Líkt og bandaríski fóstbróðir hans Com Truise tekur Buspin Jieber það besta úr raftónlist 9. áratugarins og blandar því saman við nýrri áherslur.
9) Enginn Þríkantur hér – Elli Grill og Leoncie
Maður mynd halda að það fá Leoncie til að syngja með sér lag væri ávísun á grínflipp sem endist ekki lengi. En þetta lag, sem er í raun endurgerð á lagi Leoncie, er alveg stórgott þó það sé líka dálítið fyndið. Takturinn er eins og fljótandi kódín og Elli Grill og Leoncie skiptast á súrrealískum línum og það er mikil kemistría á milli þeirra.
8) Endurminning (Lauren Auder) – Lord Pusswhip
Á fyrstu plötu Pusswhip úir og grúir af tilraunakenndu, lyfjuðu og pönkuðu hipp hoppi en lagið sem greip okkur mest var hið ljúfsára Endurminning þar sem hann fær söngvaranna Lauren Auder til liðs við sig. Ægifagurt í einfaldleika sínum og minnir nokkuð á skjannahvíta soul söngvarann Spooky Black.
7) Kalt – Kælan Mikla
Kalt ber svo sannarlega nafn með rentu því trommuheila og hljómborðshljómurinn er svalur virðingarvottur við drungalegt síðpönk fyrri hluta 9. áratugarins og hrá ljóðræna textans er ískaldari en sjálfur Gísli Pálmi.
6) So In Love With U – MSTRO
Reykvíski tónlistarmaðurinn Stefán Páll Ívarsson sem gengur undir listamannsnafninu MSTRO gaf út þetta stórkostlega lag í upphafi árs. Stöðugur taktur, drungaleg söngrödd og skýr skilaboð.
5) Love Love Love Love – Helgi Valur
Meistaraverk Helga Vals af plötu hans Notes from the Underground. Samið inn á geðdeild í miðju geðrofi. Stórbrotið og epískt lag um ástina.
4) We Live For Ages – Hjaltalín
Fyrsta lagið sem Hjaltalín sendir frá sér frá því að platan Enter IV kom út árið 2012. Ef þetta lag er forsmekkurinn af því sem koma skal er ekki annað hægt en að vera spenntur fyrir framtíð hljómsveitarinnar. Ferskt, kærulaust og jákvætt.
3) Stelpur – Jón Þór
Í Stelpur fangar Jón Þór kjarna þess að vera ungur, örvæntingarfullur og ástsjúkur í miðri hringiðu reykvísks næturlífs. Passlega hrátt sándið og fáránlega grípandi viðlagið klístrast við heilabörkinn í marga daga eftir hlustun.
2) Morgunmatur – GKR
GKR skapaði sér heldur betur nafn í sterkri hip hop senu á árinu með lofsöng um mikilvægustu máltíð dagsins, morgunmatinn. Þegar aðrir rapparar rappa um hvað þeir eru harðir hefur GKR ótrúlega næmt auga fyrir amstri hversdagslífsins.
1) Elskan Af Því Bara – Vaginaboys
Þessi angurværi R’n’B slagari kom eins og þruma úr heiðskýru lofti í vor. 808 trommuheili, 80’s synþar og átótúnaður söngur skapa seiðandi ástaróð sem er sexí og sorglegur í hnífjöfnum hlutföllum.
1) Over and Over – Hot Chip
2) Aheybaro – Kött Grá Pjé
3) Koddíkossaslag – Kött Grá Pjé
4) Your Collection (Nick Zinner remix) – Fufanu
5) Take it In – Hot Chip
6) Boy From School – Hot Chip
7) VYZEE – SOPHIE
8) Vincent Price (ft. DJ. Flugvél og Geimskip – Lord Pusswhip
9) Endurminning (ft. Lauren Auder) – Lord Pusswhip
10) All The Colours Of The Night – Justman
11) For You – Justman
12) You’re Out Wasting – Andy Shauf
13) Are You Ready – Mercury Rev
14) Love Love Love Love – Helgi Valur
15) Notes From The Underground – Helgi Valur
16) Toro de Lidia – Pink Street Boys
17) Room 302 (ft. Tink) – Future Brown
18) Face To Face – Sleaford Mods
19) Bright Lit Blue Skies – Ariel Pink’s Haunted Graffiti
Fjórði og síðasti þátturinn þar sem Straumur hitar upp fyrir Airwaves verður á dagskrá á X-inu 977 í kvöld frá 22:00 – 0:00. Birt verður viðtal við Hot Chip, Justman, Kött Grá Pjé og Lord Pusswhip kíkja í heimsókn, auk þess sem gefinn verður miði á hátíðina. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra mun fjalla um alla þá helstu listamenn og hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni í ár.
Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 50 listamenn og hljómsveitir sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári.
Þau eru: sóley, Savages (UK), Jon Hopkins (UK), John Grant (US), Mykki Blanco (US), Mac DeMarco (CA), Lay Low, Villagers (IE), PAPA (US), Empress Of (US), Lescop (FR), Agent Fresco, Young Fathers (SCO), For a Minor Reflection, Slow Magic (US), kimono, We Are Wolves (CA), Ghostigital, Dikta, San Fermin (US), Berndsen, Baby in Vain (DK), Sean Nicholas Savage (CA), Cousins (CA), Úlfur Úlfur, Aaron and the Sea (US), Biggi Hilmars, Kithkin (US), Eldar, Epic Rain, The Balconies (CA), Futuregrapher, Nordic Affect, Ylja, Wistaria, Tonik, Sindri Eldon and the Ways, Good Moon Deer, Rökkurró, Kött Grá Pjé, Jóhann Kristinsson, Kajak, Sometime, Saktmóðigur, Hudson Wayne, Boogie Trouble, Tanya & Marlon, M-Band, Original Melody og Nolem!