BESTU ÍSLENSKU LÖG ÁRSINS 2017

25) Þú munt elska mig þá – Vaginaboys
24) Vopanafjörður – Bárujárn
23) Random Haiku Generator – Sin Fang, Sóley og Örvar Smárason
22) Sætari Sætari – Smjörvi
21) Blastoff – Pink Street Boys
20) 444-DSB – Andartak
19) B.O.B.A – Jóipé X Króli
18) Tail – Balagan
17) Unexplained Miseries II – Sólveig Matthildur
16) Kontrast – Án
15) Moon Pitcher – Högni
14) Solitaire – Hermigervill
13) Joey Cypher (feat. Herra Hnetusmjör, Birnir & Aron Can) – Joey Christ
12) Arabíska Vor – kef LAVÍK
11) Featherlight – GusGus
10) One Take Frímann – Rattofer
9) Upp – GKR
8) Fullir Vasar – Aron Can
7) Blurred (Bonobo remix) – Kiasmos
6) Lónólongó – Andi

5) Evil Angel – Singapore Sling

4) Ruins – aYia

3) Sama Tíma – Birnir

2) Airborne – JFDR

1) Hvað með það? – Daði Freyr

 

Straumur 16. október 2017

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjar plötur frá Courtney Barnett & Kurt Vile og St. Vincent auk þess sem tekið verður fyrir nýtt efni frá John Maus, Sassy 009, Vaginaboys, No Age og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Blue Cheese – Courtney Barnett & Kurt Vile
2) Peepin’ Tom – Courtney Barnett & Kurt Vile
3) Untogether – Courtney Barnett & Kurt Vile
4) Teenage Witch – John Maus
5) Are You Leaving – Sassy 009
6) Ratio – Floating Points
7) All The Way Home – Delsbo Beach Club
8) Young Lover – St. Vincent
9) Hang On Me – St. Vincent
10) Þú Munt Elska Mig Þá – Vaginaboys
11) Stolen Car – Forever
12) Soft Collar Fad – No Age
13) Search. Reveal – M.E.S.H
14) Country – Porches

Bestu íslensku lög ársins 2016

30. Morning – Hexagon Eye

29. Malbik – asdfhg

28. Feeling – Vaginaboys

27. Place Your Bets – Knife Fights

26. Dream Is Sometimes The Right Thing To Do – Ruxpin

25. FucktUP – Alvia Islandia

24. Oddaflug – Julian Civilian

23. Dreamcat – Indriði

22. Sound Asleep – Halldór Eldjárn

21. Water Plant – aYia

20. It’s All Round – TSS

19. Tipzy King – Mugison

18. Still Easy – Stroff

17. 53 – Pascal Pinon

16. Taktu Lyf – Páll Ivan frá Eiðum

15. Tónlist fyrir ála – Sindri7000

14. Engar Myndir – Smjörvi, Hrnnr

13. Moods – Davíð & Hjalti

12. Vittu til – Snorri Helgason

11. Wanted 2 Say – Samaris

10. Læda slæda – Prins Póló

9. Á Flótta – Suð

8. Við notum Eiturlyf – kef LAVÍK

7. Enginn Mórall – Aron Can

6. Írena Sírena – Andy Svarthol

 

5. Frúin í Hamborg – Jón Þór

Grallaralegt indie-rokk að hætti Pavement. „Er á meðan á meðan er“ er ein skemmtilegasta lína þessa árs

4. Erfitt – GKR

Erfitt hljómar ekki eins og neitt einasta hip-hop lag sem komið hefur út á íslensku. Í laginu syngur GKR með sterkri tilfinningu og er erfitt að tengja ekki við það.

3. You – Spítali

Tónlistarmennirnir Halldór Ragnarsson og Sindri Már Sigfússon, sem áður voru saman í hljómsveitinni Seabear komu nýju verkefni á laggirnar fyrr á þessu ári þegar þeir gáfu út lagið You undir nafninu Spítali. Einstaklega vandað húslag með rómantískum blæ.

2. Góðkynja – Andi

Plata Anda er léttleikandi og full af stórskemmtilegu rafpoppi með sterkum italo-disco áhrifum og er Góðkynja hápunktur hennar. Bjart og ótrúlega grípandi.

1. Sports – Fufanu

Reykvíska hljómsveitin Fufanu gaf okkur forsmekkinn af plötu númer tvö með laginu Sports núna í haust. Stórbrotið lag með sterkum krautrock-áhrifum. Sports kom út ásamt myndbandi sem er í senn glæsilegt og frumlegt.

Myndband frá Vaginaboys

Hin dularfulla rafpopp-hljómsveit Vaginboys gaf út lagið Feeling þann 1. febrúar. Lagið er angurvært, kynþokkafullt og grípandi í meira lagi. Hljómsveitin sem kemur fram á Sónar á næstu helgi sendi rétt í þessu frá sér myndband við lagið sem sýnir meðal annars hvernig best er að leika sér með dót. Sjón er sögu ríkari.

 

Straumur 1. febrúar 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með School Of Seven Bells, Vaginaboys, Frankie Cosmos, Porches, Animal Collective, M.Ward og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

Því miður er ekki upptaka af þættinum þessa viku.

1) Open Your Eyes – School Of Seven Bells
2) A Thousand Times More – School Of Seven Bells
3) Feeling – Vaginaboys
4) Ballerina In The Rain (Damon Albarn remix) – Fufanu
5) Sinister – Frankie Cosmos
6) Car – Porches
7) Lying In The Grass – Animal Collective
8) Pirate Dial – M. Ward
9) Confession – M. Ward
10) Arthropoda – Kaitlyn Aurelia Smith
11) Not My Market – Littler
12) Walk To The One You Love – Twin Peaks
13) Flip Side – Champion + Four Tet
14) Disparate – Champion + Four Tet

Straumur 25. janúar 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýja tónlist með listamönnum á borð við Tourist, The Range, Vaginaboys, Eleanor Friedberger, Ty Segall og fleirum. Straumur með Óla Dóra milli 23:00 og 0:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 25. janúar 2016 by Straumur on Mixcloud

1) I Dig You – Beat Happening
2) Monkey Trail Treehouse – Sammy Seizure
3) To Have You Back – Tourist
4) Florida – The Range
5) Girl – Vaginaboys
6) LINKSYS – Deborah Arenas
7) Diamond Girls – Guerrilla Toss
8) Frau – Lane 8
9) Your Word – Eleanor Friedberger
10) Sweetest Girl – Eleanor Friedberger
11) Squealer – Ty Segall
12) In Heaven – Japanese Breakfast
13) Sad Person – Savages
14) Surrender – Savages
15) Hungry Like The Wolf – Shamir

Bestu íslensku lög ársins 2015

Bestu íslensku lögin 2015 by Straumur on Mixcloud

25) Nissan Sunny – Laser Life

 

24) Roska – Gímaldin

 

23) Girlfriend For The Summer – Sumar Stelpur

 

22) Í næsta lífi – xxx Rottweiler hundar

 

21) 2AM – Japanese Super Shift

 

20) Desert – H.dór

 

19) Harmala – Gunnar Jónsson Collider

 

18) SU10 – Daveeth

 

17) Koddíkossaslag – Kött Grá Pjé

 

16) Low Road – Wesen

 

15) Draumalandið – Gísli Pálmi

 

14) Your Collection (Nick Zinner remix) – Fufanu

 

13) Special Places (ft. Jófríður) – Muted

 

12) Quicksand – Björk

 

11) ÆJL -Singapore Sling

 

10) The Dream – Buspin Jieber

Lokalag ep plötunnar We Came As We Left sem kom út 25. mars. Líkt og bandaríski fóstbróðir hans Com Truise tekur Buspin Jieber það besta úr raftónlist 9. áratugarins og blandar því saman við nýrri áherslur.

9) Enginn  Þríkantur hér – Elli Grill og Leoncie

Maður mynd halda að það fá Leoncie til að syngja með sér lag væri ávísun á grínflipp sem endist ekki lengi. En þetta lag, sem er í raun endurgerð á lagi Leoncie, er alveg stórgott þó það sé líka dálítið fyndið. Takturinn er eins og fljótandi kódín og Elli Grill og Leoncie skiptast á súrrealískum línum og það er mikil kemistría á milli þeirra.

8) Endurminning (Lauren Auder) – Lord Pusswhip

Á fyrstu plötu Pusswhip úir og grúir af tilraunakenndu, lyfjuðu og pönkuðu hipp hoppi en lagið sem greip okkur mest var hið ljúfsára Endurminning þar sem hann fær söngvaranna Lauren Auder til liðs við sig. Ægifagurt í einfaldleika sínum og minnir nokkuð á skjannahvíta soul söngvarann Spooky Black.

7) Kalt – Kælan Mikla

Kalt ber svo sannarlega nafn með rentu því trommuheila og hljómborðshljómurinn er svalur virðingarvottur við drungalegt síðpönk fyrri hluta 9. áratugarins og hrá ljóðræna textans er ískaldari en sjálfur Gísli Pálmi.

6) So In Love With U – MSTRO

Reykvíski tónlistarmaðurinn Stefán Páll Ívarsson sem gengur undir listamannsnafninu MSTRO gaf út þetta stórkostlega lag í upphafi árs. Stöðugur taktur, drungaleg söngrödd og skýr skilaboð.

5) Love Love Love Love – Helgi Valur

Meistaraverk Helga Vals af plötu hans Notes from the Underground. Samið inn á geðdeild í miðju geðrofi. Stórbrotið og epískt lag um ástina.

4) We Live For Ages – Hjaltalín

Fyrsta lagið sem Hjaltalín sendir frá sér frá því að platan Enter IV kom út árið 2012. Ef þetta lag er forsmekkurinn af því sem koma skal er ekki annað hægt en að vera spenntur fyrir framtíð hljómsveitarinnar. Ferskt, kærulaust og jákvætt.

3) Stelpur – Jón Þór

Í Stelpur fangar Jón Þór kjarna þess að vera ungur, örvæntingarfullur og ástsjúkur í miðri hringiðu reykvísks næturlífs. Passlega hrátt sándið og fáránlega grípandi viðlagið klístrast við heilabörkinn í marga daga eftir hlustun.

2) Morgunmatur – GKR

GKR skapaði sér heldur betur nafn í sterkri hip hop senu á árinu með lofsöng um mikilvægustu máltíð dagsins, morgunmatinn. Þegar aðrir rapparar rappa um hvað þeir eru harðir hefur GKR ótrúlega næmt auga fyrir amstri hversdagslífsins.

1) Elskan Af Því Bara – Vaginaboys

Þessi angurværi R’n’B slagari kom eins og þruma úr heiðskýru lofti í vor. 808 trommuheili, 80’s synþar og átótúnaður söngur skapa seiðandi ástaróð sem er sexí og sorglegur í hnífjöfnum hlutföllum.

Bestu íslensku plötur ársins 2015

10) Good Moon Deer – Dot

Austfyrski raftónlistarmaðurinn Good Moon Deer gaf sína fyrstu breiðskífu út ókeypis á netinu fyrri part árs. En platan er langt frá því að vera verðlaus, heldur mjög hugvitsamlega gert bútasaumsteppi sampla úr ýmsum áttum. Tempóið er flöktandi og síbreytilegt, hljóðbútar eru klipptir í agnarsmáar agnir og endurraðað, og þegar best lætur minnir Dot á taktmeistara á borð við Prefuse 73.

9) Lord Pusswhip – Lord Pusswhip Is Wack

Beitt og beinskeytt breiðskífa Lord Pusswhip. Pönkað hip-hop þar sem Lordarinn leiðir saman fjöldan allan af hæfileikafólki og útkoman er eins og ekkert annað sem er að gerast í íslenskri tónlist í auknablikinu.

8) Helgi Valur – Notes from the Underground

Notes from the Underground er ferðalag Helga Vals Ásgeirssonar til heljar og til baka. Platan sem var samin í geðrofi – niðurtúr í Berlín og í bata í Reykjavík fangar orku manns sem er á krossgötum. Falleg breiðskífa sem nær hápunkti sínum í hinu epíska lagi Love, Love, Love, Love.

7) Singapore Sling – Psych fuck

Sling hafa alltaf verið fánaberar íslensks innisólgleraugnarokks og ákveðinn fasti í tónlistarsenunni. Sama hvort að krútt eða rapp eru helsta trendið þá stundina standa Singapore Sling alltaf til hliðar og halda sínu striki í níhílísku töffararokkinu. Psych Fuck er þó jafnvel harðari og myrkari heldur en þeirra fyrri verk og er þá mikið sagt. Stundum er söngurinn hlaðinn svo mikilli bjögun að það hljómar eins og Henrik leigi stúdíótíma af satan.

6) Markús & The Diversion Sessions – The Truth the Love the Life

Biðin eftir þessari breiðskífu hefur verið löng og ströng en útkoman svíkur ekki neinn. Sterkir og skemmtilegir textar, létt kærulaus Pavement flutningur með smá Megas inn á milli.

5) Mr Silla – Mr Silla

Fyrsta plata tónlistarkonunar Sigurlaugar Gísladóttur eða Mr.Silla kom út í október 2015. Þrátt fyrir það hefur Sigurlaug verið áberandi í íslenskri tónlist í rúman áratug m.a. sem meðlimur hljómsveitarinnar múm. Platan sem heitir einfaldlega Mr.Silla er í senn einstök og angurvær sem oft fer ekki saman.

4)  Gísli Pálmi – Gísli Pálmi

Gísli Pálmi sprakk í loft upp í vor þegar hans fyrsta breiðskífa sem er samnefnd honum kom loksins út. Allir hip hop unnendur landsins og unglingar í efra Breiðholti misstu líkamsvessa af gleði og heyrst hefur að vinna hafi lagst af í Plain Vanilla í þrjá daga eftir útkomu gripsins. Og skyldi engan undra því hér er um að ræða einu bestu hip hop plötu sem komið hefur út á Íslandi. Bara bítin eru hátækni framtíðarmúsík í efsta klassa og Gísli Pálmi er frábær rappari sem hefur byggt upp karakter og söguheim sem eru algjörlega hans eigin. Hækkum bassann og gefum í botn.

3) Vaginaboys – Icelandick

Vaginaboys eru óvæntasta uppgötvun ársins í íslensku tónlistarlífi. 80’s elektró R’n’B með átótúnuðum söng og íslenskum textum sem þræða einstigi milli væmni og klámfengni. Þeirra bestu hliðar skína í gegn á stuttskífunni Icelandick sem kom út í lok árs. Við kaupum þetta í heildsölu og fáum ekki nóg!

2) Pink Street Boys – Hits#1

Annað árið í röð eiga Pink Street Boys næst bestu plötu ársins hjá Straumi. Allir þeir sem hafa séð bandið á tónleikum vita hversu krafturinn er mikill hjá þessu einstaka bandi. Á plötunni ná þeir að fanga þennan kraft og gott betur.

1) Tonik Ensemble – Snapshots

Snapshots er geysilega metnaðarfullt verk þar sem nostrað er við hvert einasta smáatriði. Hér er allt útpælt: frá uppbyggingu laga og plötunnar sem heild niður í smáhljóð sem heyrist í byrjun eins lags og svo aldrei aftur. Það er þykkt og sterkt heildarsánd yfir plötunni sem er bæði angurvært og melankólískt á sama tíma. Tonik Ensemble er kominn í fremstu röð íslenskra raftónlistarsveita og Snapshots er fagleg og fullorðins en samt með risastóra sál sem skín í gegnum alla plötuna.

Tonik Ensemble – Until We Meet Again (ft. Shipsea) from Sigrún Hreins on Vimeo.

Úrvalslisti Kraums 2015

Öldungaráð Kraums hefur tilnefnt 21 plötur á Úrvalslista Kraums en þann 11. desember næstkomandi verður tilkynnt hvaða 5-6 plötur af þessum tuttugu koma til með að skipa Kraumslistann 2015. Markmið Kraumslistans er að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með sérstöku tilliti til þeirra sem yngri eru. Viðurkenna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Úrvalslisti Kraum­sverðlaun­anna er val­in af fimmtán manna dóm­nefnd, svo­kölluðu öld­ung­ar­ráði. Ráðið skipa Árni Matth­ías­son (formaður), Al­ex­andra Kj­eld, Arn­dís Björk Ásgeirs­dótt­ir, Arn­ar Eggert Thorodd­sen, Andrea Jóns­dótt­ir, Bene­dikt Reyn­is­son, Elísa­bet Indra Ragn­ars­dótt­ir, Heiða Ei­ríks­dótt­ir, Helga Þórey Jóns­dótt­ir, Hild­ur Maral Hamíðsdótt­ir, Jó­hann Ágúst Jó­hanns­son, María Lilja Þrast­ar­dótt­ir, Matth­ías Már Magnús­son, Óli Dóri og Trausti Júlí­us­son.

Ráðið fór yfir á þriðja hundrað hljóm­platna sem komið hafa út á ár­inu, en þar af voru 170 ra­f­ræn­ar út­gáf­ur. Stærri dóm­nefnd hef­ur nú hafið störf og sér um að velja 6 plöt­ur af Kraum­slist­an­um sem hljóta munu Kraum­sverðlaun­in.

 

Úrvalslisti Kraums 2015 – Listinn er birtur í stafrófsröð

as­dfgh – Stein­gerv­ing­ur
Dj flug­vél og geim­skip – Nótt á hafs­botni
Dul­vit­und – Lífs­ins þungu spor
Fuf­anu – Few More Days To Go
Gísli Pálmi – Gísli Pálmi
Gunn­ar Jóns­son Colli­der – Apes­hedder
Jón Ólafs­son & Fut­ur­egrap­her – Eitt
Krist­ín Anna Val­týs­dótt­ir – Howl
Lord Pusswhip – … is Wack
Misþyrm­ing – Söngv­ar elds og óreiðu
Mr Silla – Mr Silla
Muck – Your Joyous Fut­ure
Myrra Rós – One Among­st Ot­h­ers
Nordic Af­fect – Clockwork­ing
Ozy – Dist­ant Present
Presi­dent Bongo – Serengeti
Sól­ey – Ask The Deep
Teit­ur Magnús­son – 27
Tonik En­semble – Snaps­hots
TSS – Me­an­ing­less Songs
Vag­ina­boys – Icelandick

Jólastraumur 30. nóvember 2015

Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld – Þar sem áhersla verður lögð á jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með Vaginaboys, Run The Jewels, Dum Dum Girls, YACHT, Walkmen og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Jólastraumur 2015 by Straumur on Mixcloud

1) White Christmas (Kaskade remix) – Bing Crosby
2) Jólalag – Vaginaboys
3) Christmas Alone – YACHT
4) What Begins On New Years Day – Robert Pollard
5) Christmas 2014 – Will Butler
6) On Christmas – Dum Dum Girls
7) Merry Xmas, Baby (Please Don’t Die) – Crocodiles & Dum Dum Girls
8) A Christmas Fucking Miracle – Run The Jewels
9) Put The lights on the tree – Sufjan Stevens
10) Is This Christmas? – Applennium
11) We Met Bernard Sumner At A Christmas Party Last Night – Marsheaux
12) Christmas (I Want a new Sheel) – The Snails
13) I Believe In Father Christmas – Mark Kozelek
14) Wonderful Christmas Time – CowTown
15) Christmas, Baby Please Come Home – Hellbirds
16) Holiday Road – The Walkmen
17) Christmas Party – The Walkmen

undirspil: Hark! The Herald Angels Sing! – Sufjan Stevens