Kraumslistinn 2018 – Verðlaunaplötur

Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, voru afhent í ellefta sinn í dag. Líkt og undanfarin ár voru sex plötur sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri plötuútgáfu á árinu verðlaunaðar.

Kraumsverðlaununum og Kraumslistanum, 21 platna úrvalslista verðlaunanna sem þeim fylgja, er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.

Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu heldur að verðlauna þær sex hljómplötur sem hljóta verðlaunin – og jafnframt að beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild sinni. Kraumslistinn er 21 platna úrvalslisti verðlaunanna sem birtur er í byrjun desember. Dómnefnd Kraumsverðlaunanna velur síðan og verðlaunar sérstaklega sex hljómplötur af þeim lista er hljóta sjálf Kraumsverðlaunin.

Kraumsverðlaunin 2018 hljóta 

  • Auður –  Afsakanir
  • Bagdad Brothers – Jæja
  • Elli Grill – Pottþétt Elli Grill
  • GDRN – Hvað ef
  • Kælan Mikla – Nótt eftir Nótt
  • Roht – Iðnsamfélagið og framtíð þess

DÓMNEFND

Kraumslistinn og Kraumsverðlaunin eru valin af tólf manna dómnefnd sem skipuð er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Andrea Jónsdóttir, Anna Ásthildur Thorsteinsson, Alexandra Kjeld, Arnar Eggert Thoroddsen, Benedikt Reynisson, Birna María Másdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Jóhann Ágúst Jóhannsson, Sandra Barilli, Trausti Júlíusson og Óli Dóri.

Kraumslistinn 2017 – Verðlaunaplötur

Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, voru afhent í tíunda sinn í dag. Líkt og undanfarin ár voru sex plötur sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri plötuútgáfu á árinu verðlaunaðar.

Kraumsverðlaununum og Kraumslistanum, 25 platna úrvalslista verðlaunanna sem þeim fylgja, er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.

Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu heldur að verðlauna þær sex hljómplötur sem hljóta verðlaunin – og jafnframt að beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild sinni. Kraumslistinn er 25 platna úrvalslisti verðlaunanna sem birtur er í byrjun desember. Dómnefnd Kraumsverðlaunanna velur síðan og verðlaunar sérstaklega sex hljómplötur af þeim lista er hljóta sjálf Kraumsverðlaunin.

Kraumsverðlaunin 2017 hljóta 

  •  Sólveig Mathildur –  Unexplained miseries
  • Cyber – Horror
  •  Sigrún Jónsdóttir – Smitari
  • GlerAkur – The Mountains Are Beautiful Now
  • JFDR – Brazil
  • Hafdís Bjarnadóttir – Já

DÓMNEFND

Kraumslistinn og Kraumsverðlaunin eru valin af fjórtán manna dómnefnd sem skipað er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum, á vegum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (IMX) og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Andrea Jónsdóttir, Anna Ásthildur Thorsteinsson, Alexandra Kjeld, Arnar Eggert Thoroddsen, Benedikt Reynisson, Berglind Sunna Stefánsdóttir, Heiða Eiríksdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Jóhann Ágúst Jóhannsson, Tanya Pollock, Trausti Júlíusson og Óli Dóri.

TILNEFNINGAR TIL KRAUMSVERÐLAUNANNA 2017

Í dag föstudaginn 1. desember er tilkynnt um tilnefningar til Kraumsverðlaunanna i ár með birtingu Kraumslistans 2017.

Þetta er í tíunda sinn sem Kraumur birtir Kraumslistann yfir þær íslensku hljómplöturnar sem þykja að mati dómnefndar skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika.

Kraumslistinn 2017 iðar af fjölbreytni. Hip hop og rapptónlist er vissulega áberandi (Alvia islandia, Elli Grill & Dr. Phil, Joey Christ) en litrófið spannar hinar ýmsu tónlistarstefnur og strauma, má þar nefna jazz, popp, teknó og öfgarokk. Enda Kraumsverðlaunin ekki bundinn ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.

Einnig vekur athygli að breiðskífa meistara Biogen er á Krumslistanum í ár. Platan kom út á alþjóðavettvangi í sumar og inniheldur óutgefið efni frá tónlistarmanninum Sigurbirni Þorgrímssyni sem lést árið 2011, en íslenskir sem erlendir listamenn halda afram að sækja innblástu í framsæknar hugmyndir hans í tónlist.

Greinilegt er að mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi hvað útgáfurstarfsemi varðar, enda fór dómnefndin í gegnum 374 útgáfur í vinnu sinni. Hún mun nú velja 6 breiðskífur af Kraumslistanum sem hljóta munu Kraumsverðlaunin 2017.

Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun tónlistarsjóðsins Kraums sem starfræktur er á vegum Auroru velgerðasjóðs, verða afhent venju samkvæmt síðar desember yfir þær plötur sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri tónlist á árinu. Verður þetta í tíunda sinn sem verðlaunin verða afhent. Alls hafa 45 hljómsveitir og listamenn hlotið Kraumsverðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008.

KRAUMSLISTINN 2017 – ÚRVALSLISTI KRAUMSVERÐLAUNANNA:
Alvia Islandia – Elegant Hoe
Baldvin Snær Hlynsson – Renewal
Bára Gísladóttir – Mass for Some
Biogen – Halogen Continues
Bjarki – THIS 5321
Cyber – Horror
Dodda Maggý – C series
Elli Grill & Dr. Phil – Þykk Fitan Vol. 5
Eva808 – Prrr
GlerAkur – The Mountains Are Beautiful Now
Godchilla – Hypnopolis
Fersteinn – Lárviður
Hafdís Bjarnadóttir – Já
Hatari – Neysluvara EP
JFDR – Brazil
Joey Christ – Joey
kef LAVÍK – Ágæt ein: Lög um að ríða og / eða nota fíkniefni
Legend – Midnight Champion
Nordic Affect – Raindamage
Pink Street Boys – Smells like boys
SiGRÚN – Smitari
Sólveig Matthildur – Unexplained miseries & the acceptance of sorrow
Úlfur – Arborescence
Volruptus – Hessdalen
World Narcosis – Lyruljóra

Kraumslistinn 2016 – Verðlaunaplötur

Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, voru afhent í níunda sinn í dag. Líkt og undanfarin ár voru sex plötur sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri plötuútgáfu á árinu verðlaunaðar.

Kraumsverðlaununum og Kraumslistanum, 25 platna úrvalslista verðlaunanna sem þeim fylgja, er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.

Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu heldur að verðlauna þær sex hljómplötur sem hljóta verðlaunin – og jafnframt að beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild sinni. Kraumslistinn er 25 platna úrvalslisti verðlaunanna sem birtur er í byrjun desember. Dómnefnd Kraumsverðlaunanna velur síðan og verðlaunar sérstaklega sex hljómplötur af þeim lista er hljóta sjálf Kraumsverðlaunin.

Kraumsverðlaunin 2016 hljóta 

· Alvia Islandia – Bubblegum Bitch

· Amiina – Fantomas

· GKR – GKR

· Gyða Valtýsdóttir – Epicycle

· Kælan mikla – Kælan mikla

· Páll Ívan frá Eiðum – This is my shit


DÓMNEFND

Kraumsverðlaunin eru valin af fjórtán manna dómnefnd sem skipað er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Andrea Jónsdóttir, Anna Ásthildur Thorsteinsson, Alexandra Kjeld, Arnar Eggert Thoroddsen, Benedikt Reynisson, Berglind Sunna Stefánsdóttir, Heiða Eiríksdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Jóhann Ágúst Jóhannsson, Tanya Pollock, Trausti Júlíusson og Óli Dóri.

TILNEFNINGAR TIL KRAUMSVERÐLAUNANNA 2016

Í dag fimmtudaginn 8. desember er tilkynnt um tilefningar til Kraumsverðlaunanna í ár með birtingu Kraumlistans 2016.
 
Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun tónlistarsjóðsins Kraums sem starfræktur er á vegum Auroru velgerðarsjóðs, verða afhent í níunda sinn í ár. Venju samkvæmt þá birtir Kraumur úrvalslista verðlaunanna, Kraumslistann, nú í byrjun desember yfir þau verk sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri tónlist á árinu. Kraumsverðlaunin sjálf verða svo afhent síðar í mánuðinum.
 
Kraumslistanum og Kraumsverðlaununum er ætlað að kynna og styðja við útgáfustarfsemi íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðummetnaði og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundinn ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.
 
Allar íslenskar plötur sem komið hafa út á árinu eiga möguleika á að komast á Kraumslistann og hreppa þar með Kraumsverðlaunin. Bæði plötur sem eru gefnar út á geisladisk og vínyl, sem og útgáfur á netinu. Útgáfustarfsemi á netinu hefur færst mikið í vöxt síðustu ár og er stór hluti þeirra verka sem íslenskir listamenn og hljómsveitir hafa gefið út það sem af eru ári aðeins fáanleg með þeim hætti. Stór hluti verka Kraumslistans eru þó einnig fáanleg á geisladisk og/eða vinyl , eða í formi morgunkornspakka eins og plata GKR – og vill dómnefnd Kraumverðlaunanna minna á að íslensk tónlist er fyrirtaks jólagjöf.
 
Það er von aðstandenda Kraumsverðlaunanna að Kraumslistinn og verðlaunin sjálf veki athygli á þeirri grósku og fjölbreytni sem einkennir íslenskt tónlistarlíf og plötuútgáfu. Alls voru 176 hljómplötur til hlustunar og umfjöllunar hjá dómnefnd og því ljóst að mikið er að gerast í útgáfustarsemi íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita. Kraumslistinn 2016 iðar af fjölbreytni þar sem má finna verk af ýmsum toga, en hip hop og rapp tónlist er óvenju áberandi á listanum í ár með verkum Alvia Islandia, Aron Can, Cyber is Crab og Reykjavíkurdætra.
 
Kraumslistinn 2016, úrvalslisti Kraumsverðlaunanna, er eftirfarandi:
 
·         Alvia Islandia – Bubblegum Bitch
·         Amiina – Fantomas
·         Andi – Andi
·         Aron Can – Þekkir stráginn
·         Arve Henriksen, Hilmar Jensson, Skúli Sverrisson – Saumur
·         asdfhg – Kliður
·         Bára Gísla – Brimslóð
·         CYBER is CRAP EP
·         EVA808 Psycho Sushi
·         GKR – GKR
·         Glerakur Can’t You Wait
·         Gyða Valtýsdóttir – Epicycle
·         Indriði – Makril
·         Kef LAVÍK – Vesæl í kuldanum
·         Kuldaboli – Vafasamur lífstíll
·         Kælan mikla – Kælan mikla
·         Naðra – Allir vegir til glötunar
·         Pascal Pinon – Sundur
·         Páll Ívan frá Eiðum – This is my shit
·         Reykjavíkurdætur – RVK DTR
·         Samaris – Black Lights
·         Sigrún Jónsdóttir – Hringsjá
·         Snorri Helgason – Vittu til
·         Suð – Meira Suð
·         Tófa – Teeth Richards
 
—————————————————————————-

DÓMNEFND
 
Kraumslistinn og Kraumsverðlaunin eru valin af fjórtán manna dómnefnd sem skipað er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Andrea Jónsdóttir, Anna Ásthildur Thorsteinsson, Alexandra Kjeld, Arnar Eggert Thoroddsen, Benedikt Reynisson, Berglind Sunna Stefánsdóttir, Heiða Eiríksdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Jóhann Ágúst Jóhannsson, Tanya Pollock, Trausti Júlíusson og Óli Dóri.

Dómnefndin hefur hlustað á og tekið til umfjöllunar 176 hljómplötur og útgáfur íslenskra listamanna og hljómsveita sem komu út á árinu við val sitt á Kraumslistanum 2016. Nefndin vinnur nú að því að velja sex hljómplötur sem hljóta munu Kraumsverðlaunin 2016.
 
—————————————————————————-
 
UM KRAUMSVERÐLAUNIN

Kraumsverðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 2008 og hafa alls 39 íslenskar hljómsveitir og listamenn hlotið þau fyrir verk sín. Má þar nefna; Ásgeir, Mammút, Anna Þorvaldsdóttir, Hjaltalín, Retro Stefson, Hildur Guðnadóttir, Daníel Bjarnason, Cell 7, Sóley, Lay Low, ADHD, Ojba Rasta, FM Belfast, Hugi Guðmundsson, Agent Fresco, Samaris, Moses Hightower, Grísalappalísa, Helgi Hrafn Jónsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Andreas Kristinsson, Sin Fang, Ísafold kammersveit og Ólöf Arnalds. Í fyrra hlutu Teitur Magnússon (27), Misþyrming (Söngvar elds og óreiðu), Mr. Silla (Mr. Silla), asdfhg (Steingervingur), Tonik Ensamble (Snapshots) og Dj Flugvél og geimskip (Nótt á hafsbotni) verðlaunin.

Kraumsverðlaununum og úrvalslista þeirra, Kraumslistanum, er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.
 Allar íslenskar plötur sem koma út á hvert eiga möguleika á að komast á Kraumslistann og hreppa Kraumsverðlaunin. Bæði plötur sem eru gefnar út á geisladisk og/eða vínyl, sem og útgáfur á netinu. 
 
Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu heldur að beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild og síðan að velja og verðlauna sérstaklega sex hljómplötur sem hljóta Kraumsverðlaunin. Tímasetning tilnefninga og úthlutunar Kraumsverðlaunanna er miðuð við jólagjafaflóðið, þegar tónistarlistamenn reiða sig hvað mest á plötusölu og ætla má að sóknarfæri séu fyrir íslenska tónlist að rata í fleiri jólapakka enda er tónlist góð og sígild jólagjöf.

Kraumslistinn 2015 – Verðlaunaplötur

Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, voru afhent í áttunda sinn í dag. Líkt og undanfarin ár voru sex plötur sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri plötuútgáfu á árinu verðlaunaðar.

Kraumsverðlaununum og Kraumslistanum, 21 platna úrvalslista verðlaunanna sem þeim fylgja, er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.

Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu heldur að verðlauna þær sex hljómplötur sem hljóta verðlaunin – og jafnframt að beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild sinni. Kraumslistinn er 20 platna úrvalslisti verðlaunanna sem birtur er í byrjun desember. Dómnefnd Kraumsverðlaunanna velur síðan og verðlaunar sérstaklega sex hljómplötur af þeim lista er hljóta sjálf Kraumsverðlaunin.

Kraumsverðlaunin 2015 hljóta 

asdfhg fyrir Steingervingur
Dj flugvél og geimskip fyrir Nótt á hafsbotni
Mr Silla fyrir Mr Silla
Misþyrming fyrir Söngvar elds og óreiðu
Teitur Magnússon fyrir 27
Tonik Ensemble fyrir Snapshots
KRAUMSLISTINN – ÚRVALSLISTI KRAUMSVERÐLAUNANNA
 
Þegar hefur verið tilkynnt um úrvalslista Kraumsverðlaunanna í ár, Kraumslistann, en það var gert á degi íslenskrar tónlistar þann 1. desember:


asdfgh – Steingervingur
Dj flugvél og geimskip – Nótt á hafsbotni
Dulvitund – Lífsins þungu spor
Fufanu – A Few More Days To Go
Gísli Pálmi – Gísli Pálmi
Gunnar Jónsson Collider – Apeshedder
Jón Ólafsson & Futuregrapher – Eitt
Kristín Anna Valtýsdóttir – Howl
Lord Pusswhip – Lord Pusswhip is wack
Misþyrming – Söngvar elds og óreiðu
Mr Silla – Mr Silla
Muck – Your Joyous Future
Myrra Rós – One Amongst Others
Nordic Affect – Clockworking
Ozy – Distant Present
President Bongo – Serengeti
Sóley – Ask The Deep
Teitur Magnússon – 27
Tonik Ensemble – Snapshots
TSS – Meaningless Songs
Vaginaboys – Icelandick
—————————————————————————-UM KRAUMSVERÐLAUNIN

Kraumslistanum og Kraumsverðlaununum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Allar íslenskar plötur sem komið hafa út á árinu eiga möguleika á að komast á Kraumslistann og hreppa Kraumsverðlaunin. Bæði plötur sem eru gefnar út á geisladisk og/eða vínyl, sem og útgáfur á netinu. Tímasetning tilnefninga og úthlutunar Kraumsverðlaunanna er miðuð við jólagjafaflóðið, þegar tónistarlistamenn reiða sig hvað mest á plötusölu og ætla má að sóknarfæri séu fyrir íslenska tónlist að rata í fleiri jólapakka enda er tónlist góð og sígild jólagjöf.

 
Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu heldur að beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild og síðan að velja og verðlauna sérstaklega sex hljómplötur sem hljóta Kraumsverðlaunin. Kraumur mun styðja við verðlaunaplöturnar og reyna auka möguleika listamannanna bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri erlendis með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum af tónlistarfólkinu eða útgefendum þeirra og dreifa til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans, m.a. í samstarfi við aðila og tengiliði hérlendis.

—————————————————————————-

DÓMNEFND

Kraumsverðlaunin eru valin af sextán manna dómnefnd sem skipað er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist. Dómnefndina skipa: Árni Matthíasson (formaður), Alexandra Kjeld, Arndís Björk Ásgeirsdóttir, Arnar Eggert Thoroddsen, Andrea Jónsdóttir, Benedikt Reynisson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Heiða Eiríksdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Jóhann Ágúst Jóhannsson, María Lilja Þrastardóttir, Matthías Már Magnússon, Ólafur Páll Gunnarsson, Óli Dóri og Trausti Júlíusson. Dómnefnd Kraumsverðlaunanna hefur hlustað á hátt í annað hundrað hljómplatna við val sitt á Kraumslistanum og Kraumsverðlaununum 2015.

Úrvalslisti Kraums 2015

Öldungaráð Kraums hefur tilnefnt 21 plötur á Úrvalslista Kraums en þann 11. desember næstkomandi verður tilkynnt hvaða 5-6 plötur af þessum tuttugu koma til með að skipa Kraumslistann 2015. Markmið Kraumslistans er að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með sérstöku tilliti til þeirra sem yngri eru. Viðurkenna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Úrvalslisti Kraum­sverðlaun­anna er val­in af fimmtán manna dóm­nefnd, svo­kölluðu öld­ung­ar­ráði. Ráðið skipa Árni Matth­ías­son (formaður), Al­ex­andra Kj­eld, Arn­dís Björk Ásgeirs­dótt­ir, Arn­ar Eggert Thorodd­sen, Andrea Jóns­dótt­ir, Bene­dikt Reyn­is­son, Elísa­bet Indra Ragn­ars­dótt­ir, Heiða Ei­ríks­dótt­ir, Helga Þórey Jóns­dótt­ir, Hild­ur Maral Hamíðsdótt­ir, Jó­hann Ágúst Jó­hanns­son, María Lilja Þrast­ar­dótt­ir, Matth­ías Már Magnús­son, Óli Dóri og Trausti Júlí­us­son.

Ráðið fór yfir á þriðja hundrað hljóm­platna sem komið hafa út á ár­inu, en þar af voru 170 ra­f­ræn­ar út­gáf­ur. Stærri dóm­nefnd hef­ur nú hafið störf og sér um að velja 6 plöt­ur af Kraum­slist­an­um sem hljóta munu Kraum­sverðlaun­in.

 

Úrvalslisti Kraums 2015 – Listinn er birtur í stafrófsröð

as­dfgh – Stein­gerv­ing­ur
Dj flug­vél og geim­skip – Nótt á hafs­botni
Dul­vit­und – Lífs­ins þungu spor
Fuf­anu – Few More Days To Go
Gísli Pálmi – Gísli Pálmi
Gunn­ar Jóns­son Colli­der – Apes­hedder
Jón Ólafs­son & Fut­ur­egrap­her – Eitt
Krist­ín Anna Val­týs­dótt­ir – Howl
Lord Pusswhip – … is Wack
Misþyrm­ing – Söngv­ar elds og óreiðu
Mr Silla – Mr Silla
Muck – Your Joyous Fut­ure
Myrra Rós – One Among­st Ot­h­ers
Nordic Af­fect – Clockwork­ing
Ozy – Dist­ant Present
Presi­dent Bongo – Serengeti
Sól­ey – Ask The Deep
Teit­ur Magnús­son – 27
Tonik En­semble – Snaps­hots
TSS – Me­an­ing­less Songs
Vag­ina­boys – Icelandick

Úrvalslisti Kraums 2014

Kraumsverðlaunin, plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, verða afhent í sjöunda sinn í ár. Venju samkvæmt þá birtir Kraumur 20 platna úrvalslista verðlaunanna, Kraumslistann, í byrjun desember yfir þau verk sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri tónlist á árinu. Kraumsverðlaunin sjálf verða svo afhent síðar á mánuðinum.

Kraumslistinn, úrvalslisti Kraumsverðlaunanna, er valin af  tíu manna dómnefnd, svokölluðu öldungaráði, sem skipað er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að hlusta á, vinna með og fjalla um íslenska tónlist. Ráðið skipa Árni Matthíasson (formaður dómnefndar), Benedikt Reynisson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Ólafur Halldór Ólafsson, Ragnheiður Eiríksdóttir, Trausti Júlíusson, Valdís Thor og Þórunn Edda Magnúsdóttir. Stærri dómnefnd hefur nú hafið störf og sér um að velja 6 plötur af Kraumslistanum sem verðlauna skal sérstaklega og hljóta munu Kraumsverðlaunin.

Síðasti fundur öldungarráðs Kraumsverðlaunanna var í gærkvöldi og niðurstaðan er komin. Eftir að hafa hlusta á hátt í annað hundrað hljómplatna sem komið hafa út á árinu þá eru það 20 verk sem þykja skara framúr þegar það kemur að því að velja og vekja athygli á því sem er nýtt og spennandi í íslenskri tónlist á árinu 2014 á sviði plötuútgáfu.

 

Kraumslistinn 2014, úrvalslisti Kraumsverðlaunanna, er eftirfarandi:

 

  • ·         AdHd – AdHd 5
  • ·         Anna Þorvaldsdóttir – Aerial
  • ·         Ben Frost – Aurora
  • ·         Börn – Börn
  • ·         Grísalappalísa – Rökrétt framhald
  • ·         Hekla Magnúsdóttir – Hekla
  • ·         Kippi Kaninus – Temperaments
  • ·         Low Roar – O
  • ·         M-Band – Haust
  • ·         Oyama – Coolboy
  • ·         Óbó – Innhverfi
  • ·         Ólöf Arnalds – Palme
  • ·         Pink Street Boys – Trash From the Boys
  • ·         Russian Girls – Old Stories 2
  • ·         Sindri Eldon – Bitter & Resentful
  • ·         Singapore Sling – The Tower of Foronicity
  • ·         Skakkamanage – Sounds of Merry Making
  • ·         Skúli Sverris, Anthony Burr & Yungchen Lhamo – They Hold it For Certain
  • ·         Úlfur Kolka – Borgaraleg óhlýðni
  • ·         Þórir Georg – Ræfill

 


Kraumslistinn og Kraumsverðlaunin

Kraumslistanum og Kraumsverðlaununum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðummetnaði og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.

 

Það er von aðstandenda Kraumsverðlaunanna að Kraumslistinn og verðlaunin veki athygli á þeirri grósku og fjölbreytni sem einkennir íslenskt tónlistarlíf og plötuútgáfu. Tímasetning tilnefninga og úthlutunar Kraumsverðlaunanna er miðuð við jólagjafaflóðið, þegar tónistarlistamenn reiða sig hvað mest á plötusölu og ætla má að sóknarfæri séu fyrir íslenska tónlist að rata í fleiri jólapakka enda er tónlist góð og sígild jólagjöf.

 

Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu heldur aðreyna  beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild sinni og síðan að velja og verðlauna sérstaklega sex hljómplötur sem hljóta Kraumsverðlaunin. Nú hefur níu manna öldungarráð verðlaunanna lokið störfum og valið 20 plötur Kraumslistans, úrvalslista Kraumsverðlaunanna. Stærri dómnefnd tekur nú við velur svo af þeim lista sex verðlaunaplötur ársins.

Kraumur mun styðja við verðlaunaplöturnar og reyna auka möguleika listamannanna bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri erlendis með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum af tónlistarfólkinu eða útgefendum þeirra og dreifa þeim til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir,útgáfur, umboðsskrifstofur, fjölmiðlar o.s.frv.), m.a. í samstarfi við aðila og tengiliði hérlendis.

Verðlaunahafar frá árinu 2008

Meðal þeirra sem hlotið hafa Kraumsverðlaun fyrir verk sín frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 eru; Mammút, Cell 7, Sin Fang, Grísalappalísa, Gunnar Andreas Kristinsson, Just Another Snake Cult, DJ flugvél og geimskip, Ásgeir Trausti, Hjaltalín, Retro Stefson, Samaris, Sóley, Lay Low, Daníel Bjarnason, Ólöf Arnalds, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Hildur Guðnadóttir, Agent Fresco, Hugi Guðmundsson, Ísafold kammersveit og FM Belfast.

Kraumslistinn 2013 – Verðlaunaplötur

 

Kraumslistinn 2013, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, var kynntur í sjötta sinn í dag.

Á Kraumslistanum í ár er að finna sjö framúrskarandi plötur frá metnaðarfullu tónlistarfólki. Tónlistarárið 2013 var fjölbreytt og spennandi og allar þær útgáfur sem fengu tilnefningu á Úrvalslista Kraums bera þess merki að unnið hefur verið að þeim af alúð og mikið verið í þær lagt. Hér er að finna vönduð verk eftir hugmyndaríkt, áræðið og umfram allt framúrskarandi listamenn.

Það var ekki auðvelt verkefni að gera upp á milli allra þeirra góðu platna sem skipuðu Úrvalslistann og komu út á árinu enda enginn vafi á því að tónlistarárið 2013 var gott og mikill kraftur í íslensku tónlistarfólki. Plöturnar sjö sem skáru framúr og skipa Kraumslistann eiga það sameiginlegt að vera frumlegar, spennandi og fjölbreyttar en Kraumur mun leggja sitt af mörkum á komandi ári við að kynna þessi verk fyrir erlendum fjölmiðlum og fólki sem starfar innan tónlistargeirans.

Árni Matthíasson, formaður dómnefndar, tilkynnti niðurstöðu um val verðlaunaplatna sem eru í ár sjö talsins. Afhending verðlaunanna fór fram í húsnæði Kraums tónlistarsjóðs að Vonarstræti 4b að viðstöddum hópi gesta.

Kraumslistinn 2013 – Verðlaunaplötur (listinn er birtur í stafrófsröð)

  • Cell7 – Cellf       
  • Dj. flugvél og geimskip – Glamúr í geimnum
  • Grísalappalísa – Ali         
  • Gunnar Andreas Kristinsson – Patterns
  • Just Another Snake Cult – Cupid Makes A Fool of Me   
  • Mammút – Komdu til mín svarta systir 
  • Sin Fang – Flowers         

______

Kraumslistinn haldinn í sjötta skiptið

Kraumslistanum er ætlað að styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – með því að styðja og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar. Það er von aðstandenda Kraumslistans að valið veki athygli á flottri og fjölbreyttri íslenskri plötuútgáfu, þegar jólagjafaflóðið er við það að skella á, og listamenn reiða sig hvað mest á plötusölu.

Verðlaun

Kraumur leggur upp með að styðja alla þá titla sem valdir eru á Kraumslistann og vekja á þeim jafna athygli frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu.  Sjóðurinn mun styðja við Kraumslistaplöturnar og jafnframt auka við möguleika listamannanna á bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri erlendis með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa þeim til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir, plötuútgáfur, umboðsskrifstofur, fjölmiðla o.s.frv.).

Tuttugu manns áttu sæti í dómnefnd Kraumslistans 2013:

Andrea Jónsdóttir, Anna Andersen, Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Benedikt Reynisson, Bob Cluness, Egill Harðarson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Guðni Tómasson, Haukur Viðar Alfreðsson, Helena Þrastardóttir, Helga Vala Helgadóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Höskuldur Daði Magnússon, María Lilja Þrastardóttir, Ólafur Halldór Ólafsson (Óli Dóri), Ragnheiður Eiríksdóttir, Trausti Júlíusson, Valdís Thor og Þórunn Edda Magnúsdóttir.

Markmið Kraumslistans

Kraumslistinn var settur á fót í þeim tilgangi að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – Markmið Kraumslistans:

  • Að kynna og styðja við íslenska plötuútgáfu, þá sérstaklega verk ungra listamanna og hljómsveita.
  • Verðlauna og vekja athygli á því sem er nýtt og spennandi í íslenskri tónlist ár hvert á sviði plötuútgáfu.
  • Verðlauna og vekja athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.
  • Kraumslistinn hefur ekkert aldurstakmark, en markmið hans er engu að síður að einbeita sér að verkum yngri kynslóðar íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita sem eru að ryðja sér til rúms.
  • Stefna Kraumslistans er að leggja áherslu á alla þá titla sem dómnefndin velur, frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu.
  • Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar.

 

Kraumslistinn 2012 – Verðlaunaplötur

  • Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn
  • Hjaltalín – Enter 4
  • Moses Hightower – Önnur Mósebók
  • Ojba Rasta – Ojba Rasta
  • Pétur Ben – God’s Lonely Man
  • Retro Stefson – Retro Stefson

 

Kraumslistinn 2011 – Verðlaunaplötur

  • ADHD – ADHD2
  • Lay Low – Brostinn Strengur
  • Reykjavík! – Locust Sounds
  • Samaris – Hljóma Þú (ep)
  • Sin Fang – Summer Echoes
  • Sóley – We Sink

 

Kraumslistinn 2010 – Verðlaunaplötur

  • Apparat Organ Quartet – Pólyfónía
  • Daníel Bjarnason – Processions
  • Ég – Lúxus upplifun
  • Jónas Sigurðsson – Allt er eitthvað
  • Nolo – No-Lo-Fi
  • Ólöf Arnalds – Innundir skinni

 

Kraumslistinn 2009 – Verðlaunaplötur

  • Anna Guðný Guðmundsdóttir – Vingt regards sur l’enfant-Jésus
  • Bloodgroup – Dry Land
  • Helgi Hrafn Jónsson – For the Rest of my Childhood
  • Hildur Guðnadóttir – Without Sinking
  • Hjaltalin – Terminal
  • Morðingjarnir – Flóttinn mikli

 

Kraumslistinn 2008 – Verðlaunaplötur

  • Agent Fresco – Lightbulb Universe·
  • FM Belfast – How to Make Friends
  • Hugi Guðmundsson – Apocrypha
  • Ísafold – All Sounds to Silence Come
  • Mammút – Karkari
  • Retro Stefson – Montaña

 

 

 

 

 

Úrvalslisti Kraums 2013 tilkynntur

Öldungaráð Kraums hefur tilnefnt 20 plötur á Úrvalslista Kraums en þann 18. desember næstkomandi verður tilkynnt hvaða 6 plötur af þessum tuttugu koma til með að skipa Kraumslistann 2013. Öldungaráðið vann mikið og gott starf en yfir 170 nýjar íslenskar útgáfur voru teknar fyrir. Markmið Kraumslistans er að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með sérstöku tilliti til þeirra sem yngri eru. Viðurkenna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Framkvæmd Kraumslistans 2013 er með þeim hætti að níu manna dómnefnd útnefnir 20 plötur á Úrvalslista Kraums en við honum tekur svo 20 manna dómnefnd og velur bestu plöturnar þannig að eftir standa 5 til 6 verðlaunaplötur.

Dómnefnd Kraumsverðlaunanna er skipuð fólki sem hefur mikla reynslu af því að hlusta á og fjalla um íslenska tónlist á ýmsum sviðum. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson.

Í Öldungaráði sem vann að forvalinu áttu sæti ásamt  Árna Matthíassyni:

Benedikt Reynisson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Ólafur Halldór Ólafsson (Óli Dóri), Ragnheiður Eiríksdóttir, Trausti Júlíusson, Valdís Thor og Þórunn Edda Magnúsdóttir.

 

 

Úrvalslisti Kraums 2013 – Listinn er birtur í stafrófsröð

 

·         Benni Hemm Hemm – Eliminate Evil, Revive Good Times

·         Cell7 – Cellf

·         Daníel Bjarnason – Over Light Earth

·         Dj. flugvél og geimskip – Glamúr í geimnum

·         Futuregrapher, Gallery Six & Veronique – Crystal Lagoon (EP)

·         Grísalappalísa – Ali

·         Gunnar Andreas Kristinsson – Patterns

·         Jóhann Kristinsson – Headphones

·         Just Another Snake Cult – Cupid Makes A Fool of Me

·         Lay Low – Talking About The Weather

·         Mammút – Komdu til mín svarta systir

·         Múm – Smilewound

·         Per:Segulsvið – Tónlist fyrir Hana

·         Ruxpin – This Time We Go Together

·         Samúel J. Samúelsson Big Band – 4 hliðar

·         Sin Fang – Flowers

·         Strigaskór nr. 42 – Armadillo

·         Tilbury – Northern Comfort

·         Úlfur – White Mountain

·         Þórir Georg – Ælulykt