Útidúr gefa út Bila-St.Æðin

Hljómsveitin Útidúr fagnar útgáfu á sinni þriðju breiðskífu, Bila-St.Æðin, í Bíó Paradís klukkan 17:00 í dag. Platan hefur verið í vinnslu síðustu þrjú ár og tekin upp að hluta til í Sundlauginni en mestmegnis af hljómsveitinni sjálfri ásamt Kára Einarssyni í hljóðveri hans. Tónlist plötunnar fer út um víðan völl og blandar saman áhrifum allt frá klassískri yfir í indverska og austur-evrópska tónlist. Útkoman er blanda af taktdrifnum lögum með melódíum sem fljóta yfir íburðarmikinn hljóm alls kyns strengja- og blásturshljóðfæra.

 

Útgáfan er með óhefðbundnu sniði en í stað geisladisks hefur hljómsveitin útbúið bókverk sem inniheldur niðurhalskóða með plötunni, hannað af Gunnari Erni Egilssyni. Platan verður spiluð í heild sinni í bíósal á slaginu 17:00 en í Bíó Paradís verður einnig boðið upp á léttar veitingar og platan/bókverið verður til sölu á tilboðsverði.

Hér að neðan má horfa á glænýtt myndband við Ennio, eitt laga plötunnar.

Nýtt lag með Útidúr

 

Hljómsveitin Útidúr var að senda frá sér lagið Morbid Pleasure (Train part II) sem verður á þeirra þriðju breiðskífu sem sveitin er að leggja lokahönd á um þessar mundir. Í laginu er sungið um sveigjanleika tímans og hvernig skal umgangast hann án þess að brjóta tennurnar af stressi. Grunnur lagsins er hröð og nokkuð stressandi bassalína sem ofan á koma ákaflega smekklegar útsetningar fyrir strengi og blástur eins og Útidúrs er vona og vísa.

 

Lagið var tekið upp af Kára Einarssyni úr Oyama og hljóðblandað af honum og sveitinni. Von er á enn ónefndri þriðju breiðskífu Útidúrs snemma á næsta ári en sveitin hóf upptökur á henni fyrir um þremur árum síðan. Útidúr munu svo spila á tónleikum á Húrra þann 3. Janúar næstkomandi ásamt Orphic Oxtra og Miri. Hlustið á Morbid Pleasure (Train part II) hér fyrir neðan.

Straumur 30. júní 2014

Í Straumi í kvöld fáum við hana Steinunni úr Amba Dama í heimsókn til að fræða okkur um Rauðasand hátíðina sem fram fer um næstu helgi, auk þess sem við heyrum nýtt efni frá  Tycho, FKA twigs, Útidúr, Grimes og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 30. júní 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Tough Love – Jessie Ware

2) Go – Grimes

3) Hossa Hossa – Amaba Dama

–  Viðtal Steinunn úr Amaba Dama

4) Aftansöngur – Amaba Dama

5) Awake (Com Truise remix) – Tycho

6) Two Weeks – FKA twigs

7) OctaHate – Ryn Weaver

8) Þín augu mig dreymir – Útidúr

9) Artforms – Matthewdavid

10) Singing Flats – Matthewdavid

11) Raptor – Rustie

12) Pumpkin – Karen O

Útidúr gefa út nýtt lag

Kammerpoppsveitin Útidúr gaf í dag út lagið „Þín augu mig dreymir“ sem er fyrsta smáskífan af nýrri breiðskífu sem er væntanleg í haust. Lagið er hádramatískur óður til indverskrar kvikmyndatónlistar sem kennd er við Bollywood. Það mætti segja að útgáfa þess á föstu formi sé langþráð, því lagið hefur verið mótað og þróað á tónleikum Útidúrs í yfir þrjú ár.

Hljómsveitin lagði einnig á stað í tónleikaferð um Þýskaland í dag þar sem þau munu spila á átta tónleikum á tíu dögum. Bókunarskrifstofan Prime Tours skipuleggur tónleikaferðalög Útidúrs en á mála hjá þeim eru meðal annars malíski dúettinn Amadou & Miriam sem komu fram á Listahátíð í Reykjavík 2010. Þetta mun verða fimmti túr sveitarinnar um Þýskaland en í sjöunda sinn sem bandið stekkur út fyrir landssteinanna. Ferðalagið samanstendur af fjórum skemmtistaðatónleikum og fjórum tónlistarhátíðum meðal annars í Stuttgart, Nuremberg og Hamburg.

Bestu íslensku lög ársins 2013

 

30) Before – Vök

29) Maelstrom – Útidúr

 

 

28) Á Hvítum Hesti – Skúli mennski

      1. 07 Á hvítum hesti

 

 

 

 

27) MacGyver og ég – Sveinn Guðmundsson

 

 

26) Hve Ótt ég ber á – VAR

 

 

25) Autumn Skies #2 – Snorri Helgason   
      2. 01 Autumn Skies #2

 

 

 

24) Blóðberg – Mammút

 

 

 

23) All Is Love – M-band

 

 

 

22) Restless (ft. Unnsteinn) – Sisy Ey

 

 

 

21) Again – Good Moon Deer

 

 

 

20) Cheater – Love & Fog

 

 

19) Release Me (ft. DJ YAMAHO) – Intro Beats

 

 

 

18) Harlem Reykjavík – Hermigervill

 

 

 

17) 1922 – Kristján Hrannar

 

 

 

16) Aheybaró – Kött Grá Pjé & Nolem

 

Lög í 15. – 1. sæti

 

 

 

Bestu íslensku plötur ársins 2013

 

 

 

 

20) Þórir Georg – Ælulykt

 

19) Tilbury – Northern Comfort

 

18) Útidúr – Detour

 

17) Oyama – I Wanna

 

16) Ojba Rasta – Friður

15) Nolo – Human

 

14) Sigur Rós – Kveikur

 

 

13) Emiliana Torrini – Tookah

 

12)  Ólöf Arnalds – Sudden Elevation

 

11) Per: Segulsvið – Tónlist fyrir Hana

Gasvinur:

      1. gasvinurmaster

 

10) Tonmo – 1

Hinn 19 ára gamli reykvíkingur Tómas Davíð sem gengur undir listamannsnafninu Tonmo gaf  út sína fyrstu ep plötu á árinu. Platan sem nefnist 1 er 8 laga raftónlistarplata undir áhrifum hip-hop og chillwave sem rennur ljúft í gegn. Tómas samdi og tók upp plötuna þegar hann bjó í Huntington Beach í Kaliforníu fyrr á árinu.

 

 

 

 

9) Cell7 – Cellf

Tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir úr hinni sálugu hip-hop hljómsveit Subterranean snéri til baka á árinu með sína fyrstu sólóplötu, Cellf. Á plötunni nýtur Ragna aðstoðar þeirra Introbeats og Earmax við taktsmíðar á frábærri hip hop plötu sem inniheldur jafnt grípandi partýslagara og pólitískar bollaleggingar. Ragna hefur engu gleymt í rappinu þrátt fyrir langa pásu og flæðir eins og jökulá í leysingum.

 

 

 

 

8) Snorri Helgason – Autumn Skies

Þriðja plata Snorra Helgasonar, Autumn Skies, gefur fyrri verkum Snorra ekkert eftir og minnir á köflum talsvert á Dylan á Nashville Skyline. Kántrískotið þjóðlagapoppið umvefur mann eins mjúkt teppi og er tilvalið til að orna sér við á köldum vetrarnóttum. Án efa notalegasta plata ársins.

 

 

 

 

 

7) Jóhann Kristinsson – Headphones

Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, er heilsteypt og persónulegt verk þar sem tónlistarmaðurinn sýnir mikil þroskamerki í lagasmíðum. Upptökur og hljómur eru fádæma fullorðins og þó lítið hafi farið fyrir plötunni er hún ákaflega stór í sniðum. Jóhann klífur í hæstu hæðir mikilfengleika og dramatíkur í mörgum epískum lögum og framkallar gæsahúðir á gæsahúðir ofan.

 

 

 

 

6) Mammút – Komdu til mín svarta systir

Þriðja plata Mammút var lengi í smíðum en fimm ár eru liðin frá því að sveitin sendi frá sér plötuna Karkari.  Útkoman er  þyngri hljómur og þéttari lagasmíðar án þess að tapa neinu af ungæðislegum kraftinum sem einkenndi fyrri verk sveitarinnar.

 

 

 

5) Ruxpin – This Time We Go Together

Það fer ekki mikið fyrir Ruxpin í íslenskri tónlistarsenu en hann lætur verkin tala. Platan This Time We Go Together er feikilega áferðarfalleg og hugvitssamleg raftónlistarplata, sem minnir um margt á Boards of Canada og aðgengilegri hliðar Aphex Twin og Autechre.

 

 

 

4) Just Another Snake Cult – Cupid Makes A Fool of Me

Lo-Fi skrýtipoppsveitin Just Another Snake Cult er einstaklingsverkefni Þóris Heydal en hann gaf út hina frábæru og fjölbreyttu plötu Dionysian Season árið 2010. Í haust gaf Þórir út plötuna  Cupid Makes A Fool of Me sem hefur að geyma draumkennt hljóðgerflapopp að bestu gerð. Það eru fleiri hugmyndir í einu lagi á Cupid en finnast á breiðskífum flestra tónlistarmanna og mikið um vinstri beygjur og óvæntar stefnubreytingar. Það mætti segja að platan sé losaraleg í besta skilningi þess orðs, alls konar mismunandi hugmyndir sem hanga rétt svo saman, en samt á akkúrat réttan hátt. Plata sem hljómar ekki eins og neitt annað í íslenskri tónlistarsenu.

 

 

 

3) Múm –  Smilewound

Hljómsveitin múm gaf út sína sjöttu breiðskífu fyrr á þessu ári. Plötunnar sem ber nafnið Smilewound hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún markaði endurkomu Gyðu Valtýsdóttur, söngkonu og sellóleikara, sem hætti í sveitinni fyrir meira en áratug síðan. Útkoman er aðgengilegasta plata hljómsveitarinnar til þessa.

 

 

 

2) Grísalappalísa – Ali

Hljómsveitin Grísalappalísa var stofnuð árið 2012 af Gunnari Ragnarssyni og Sigurði Möller Sívertsen úr hinni sálugu Jakobínurínu, Bergi Thomas Anderson úr Oyama, Alberti Finnbogasyni og Tuma Árnasyni úr The Heavy Experience ásamt Baldri Baldurssyni. Platan Ali er einn sterkasti frumburður íslenskrar rokksveitar sem litið hefur ljós í langan tíma. Á henni blandast groddaleg nýbylgja við súrkálsrokk og sækadelíu með íslenskum textum sem eiga meira skylt við framsækna ljóðlist en hefðbundna rokktexta.

 

 

 

 

1) Sin Fang – Flowers

Sindri Már Sigfússon er einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um þessar mundir en gæðastandarinn á efninu er þó alltaf jafn hár. Hann er stöðugt að þróast sem lagasmiður og Young Boys og What’s wrong with your eyes eru með allra bestu lögum ársins. Platan er tekin upp af Alex Somers sem galdrar fram ævintýralega hljóm þar sem fyllt er upp í hverja einustu glufu með áhugaverðum hljóðum án þess þó að verða nokkurn tímann ofhlaðinn.

Airwaves yfirheyrslan – Úlfur Oyama

Tónlistarmanninum Úlfi Alexander Einarssyni er margt til lista lagt. Auk þess að spila á gítar í hinni margmennu hljómsveit Útidúr þá þenur hann einnig raddbönd og spilar á gítar fyrir hljómsveit sína Oyama. Úlfur hefur spilað á Iceland Airwaves frá árinu 2008 og mun koma fram með Útidúr og Oyama á hátíðinni í ár.

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

Ég spilaði í fyrsta skipti á Airwaves árið 2008. Þá spilaði ég á Hressó með hljómsveitunum Fist Fokkers og Swords of Chaos. Það var geggjað. Ég man að mér leið eins og ég væri algjör rokkstjarna að vera að spila á Airwaves.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Final Fantasy 2008 og Dirty Projectors 2012.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur? 

Á Nasa með tveggjamanna pönk bandinu mínu Fist Fokkers árið 2010. Okkur fannst bara svo súrt og geðveikt að vera bara eitthvað tveir að rokka jafn stórum stað og Nasa. Já og líka Fist Fokkers á Amsterdam 2011! Þar tókum 5 cover lög í bland við lögin okkar. Staðurinn alveg pakkaður og við fórum yfir tímann okkar og það átti að slökkva á okkur áður en við gætum tekið seinasta lagið okkar en áhorfendurnir voru alveg brjálaðir og ég hljóp baksvið og fann norska bandið sem var að spila á eftir okkur og fékk leyfi frá þeim til að spila lengur og já. Það var bara geðveik stemning á þeim tónleikum, allir trylltir.


 

Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?

Mér finnst hún bara alltaf næs. Alltaf misstór útlensk bönd að spila, en það skiptir ekki máli. Hátíðin er alltaf skemmtileg.

 

Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Daníel Bjarnason í Eldborg þegar hann var nýbúinn að gefa út Processions.

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Spila líka á off-venue tónleikum! Þeir geta verið alveg jafn mikilvægir og on-venue tónleikarnir.  Leggja líka  metnað í það sem þú ert að gera! Þúst. KOMA SVO! HALLÓÓÓÓ!!!

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Mér finnst Mac Demarco og Anna von Haussvolff rosa skemmtileg. Síðan er Dj. Flugvél og Geimskip að fara gefa út nýja plötu og ég hlakka rosa mikið til að tékka á því. Tónleikar með Dj. F & G eru alltaf næs.

 

Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

Airwaves heldur rosa miklu lífi í íslensku tónlistarsenunni. Líka góður stökkpallur fyrir íslensk bönd.

 

Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig og þína hljómsveit/hljómsveitir? 

Airwaves hefur hjálpað þeim hljómsveitum sem ég er í alveg gríðarlega. Við erum að fá erlenda fjölmiðlaumfjöllun sem við hefðum annars ekki verið að fá og höfum myndað sambönd sem hafa gert það að verkum að við höfum farið að spila útum allan heim. T.d. þá fór hljómsveit sem ég er í, Útudúr, í mánaðarlangt tónleikaferðalag yfir allt Kanada í fyrra með kanadíska bandinu Brasstronaut af því að við kynntumst söngvaranum þegar þeir voru að spila hérna og héldum síðan góðu sambandi eftir það.

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

2010 spilaði ég 11 tónleika með 3 mismunandi hljómsveitum.

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Kraftwerk. (en þúst ég elska líka Yo La Tengo)

 

Listasafnið eða Harpa?

Mmm.. Listasafnið af því að ég á fleirri góðar minningar þaðan.

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

Ég er að spila með Oyama og Útidúr.

https://facebook.com/oyamaband

https://facebook.com/utidurofficial

1 árs afmæli straum.is

Mynd: Alexander Matukhno

Síðasta sumar höfðu undirritaðir fengið sig fullsadda af skorti á tónlistarumfjöllun á hinum íslenska hluta alnetsins og tóku höndum saman um stofnun nýrrar síðu, þeirrar sem þú ert að lesa núna. Undanfarið ár höfum við haldið úti reglulegri umfjöllun um nýja og ferska tónlist, íslenska sem erlenda, og höfum í því skyni birt yfir 400 fréttir á vefnum. Á liðnu ári höfum við einnig bætt við okkur pennum og hafið samstarf við tímaritið Grapevine þar sem við erum með dálk og förum yfir helstu fréttir úr íslenskri tónlist. Þann 21. júlí síðast liðinn var eins árs afmæli síðunnar og það kom svo flatt upp á okkur að við höfðum ekki tíma til að skipuleggja hátíðarhöld, fyrr en nú. Í dag á  vefritið eins árs, eins mánaðar og eins dags afmæli og í tilefni af því sláum við upp veislu á skemmtistaðnum Harlem. Kammerpoppsveitin Útidúr og Lo-fi tilraunabandið Just Another Snake Cult munu stíga á stokk og leika listir sínar en báðar komu við sögu á árslista vefritsins fyrir síðasta ár. Ritstjórnarfulltrúar straum.is munu þeyta skífum fyrir dansi í hliðarsal og eftir tónleikana og eitthvað af ókeypis bjór verður í boði fyrir stundvísa gesti, en hátíðarhöldin hefjast klukkan 21:00. Við bjóðum alla lesendur og ömmur þeirra hjartanlega velkomna til að fagna með okkur og lofum að láta ekki deigan síga heldur bæta bara í á næsta starfsári síðunnar.

Óli Dóri og Davíð Roach

Tónleikar helgarinnar 8. -12. maí

Miðvikudagur 8. maí

Mosi Frændi, Fræbblarnir, Hellvar, Saktmóðgur og Skelkur í bringu spila á Gamla Gauknum, tónleikarnir hefjast klukkan 22 og það er ókeypis inn.

Á Volta koma fram hljómsveitirnar Ojba Rasta, Mammút og Geimfarar. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og það kostar 1500 kr inn.

 

 

Fimmtudagur 9. maí

Á Loft Hostel verða ókeypis tónleikar með Útidúr sem hefjast klukkan 21.

Birgir Örn Steinarsson sem var áður í hljómsveitinni Maus og Hjalti Jón Sverrisson úr Miri munu halda tónleika á Hemma á Valda. Frítt inn og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 22.

Shadez of Reykjavík kynna new school djöflashit ásamt Freskimos og GERViSYKUR. Húsið opnar 22 og það kostar 1000 kr inn.

 

 

Föstudagur 10. maí

Hljómsveitin Sykur fagnar próflokum með ókeypis tónleikum á Bar 11. Tónleikarnir hefjast   klukkan 22.

Dikta, Friðrik Dór og 1860 koma fram á próflokadjammi Faktory. Armband fyrir föstudag og laugardag  kostar 3000 kr. Stakir miðar á 2.000 kr  við inngang á tónleikadag ef húsrúm leyfir.

 

 

Laugardagur 11. maí

Vínylmarkaðurinn mætir aftur til leiks á Kex Hostel næstkomandi laugardag. Þar verður hægt að kaupa íslenskar vínylplötur.Markaðurinn hefst kl. 13 og stendur til kl. 20. Hljómsveitir koma fram og leika listir sínar af útgefnum vínylplötum!

15:00 Kippi Kaninus
16:00 Low Roar
17:00 Valdimar
18:00 Hjaltalín

FM Belfast og Vök koma fram á próflokadjammi Faktory. Armband fyrir föstudag og laugardag  kostar 3000 kr. Stakir miðar á 2.000 kr  við inngang á tónleikadag ef húsrúm leyfir.

Langi Seli og Skuggarnir koma fram á tónleikum á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og það er frítt inn.

 

 

Mynd: Elín Lóa

Útidúr senda frá sér Detour

Indípoppsveitin Útidúr gefur út sína aðra plötu, Detour, næstkomandi mánudag en í vikunni var gripurinn settur í forspilun á Gogoyoko. Platan er nokkur viðbrigði frá þeirra fyrstu plötu sem innhélt að mestu leiti akústískt kammerpopp en á Detour róa þau á öllu rafrænni og stuðsæknari mið. Platan var tekin upp á síðustu tveimur árum í hinum ýmsu stofum, svefnherbergjum og kjöllurum af Kára Einarssyni, bassaleikara sveitarinnar. Sveitin skrifaði nýverið undir samning við þýskt útgáfufyrirtæki sem mun dreifa Detour og This Mess We’ve Made, fyrstu plötu Útidúrs, þar í landi. Í sumar mun sveitin svo leggja land undir fót með heljarinnar tónleikaferð um Þýskaland. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lögin Maelstrom og Vultures af plötunni Detour.