Útidúr senda frá sér Detour

Indípoppsveitin Útidúr gefur út sína aðra plötu, Detour, næstkomandi mánudag en í vikunni var gripurinn settur í forspilun á Gogoyoko. Platan er nokkur viðbrigði frá þeirra fyrstu plötu sem innhélt að mestu leiti akústískt kammerpopp en á Detour róa þau á öllu rafrænni og stuðsæknari mið. Platan var tekin upp á síðustu tveimur árum í hinum ýmsu stofum, svefnherbergjum og kjöllurum af Kára Einarssyni, bassaleikara sveitarinnar. Sveitin skrifaði nýverið undir samning við þýskt útgáfufyrirtæki sem mun dreifa Detour og This Mess We’ve Made, fyrstu plötu Útidúrs, þar í landi. Í sumar mun sveitin svo leggja land undir fót með heljarinnar tónleikaferð um Þýskaland. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lögin Maelstrom og Vultures af plötunni Detour.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *