Airwaves yfirheyrslan – Úlfur Oyama

Tónlistarmanninum Úlfi Alexander Einarssyni er margt til lista lagt. Auk þess að spila á gítar í hinni margmennu hljómsveit Útidúr þá þenur hann einnig raddbönd og spilar á gítar fyrir hljómsveit sína Oyama. Úlfur hefur spilað á Iceland Airwaves frá árinu 2008 og mun koma fram með Útidúr og Oyama á hátíðinni í ár.

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

Ég spilaði í fyrsta skipti á Airwaves árið 2008. Þá spilaði ég á Hressó með hljómsveitunum Fist Fokkers og Swords of Chaos. Það var geggjað. Ég man að mér leið eins og ég væri algjör rokkstjarna að vera að spila á Airwaves.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Final Fantasy 2008 og Dirty Projectors 2012.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur? 

Á Nasa með tveggjamanna pönk bandinu mínu Fist Fokkers árið 2010. Okkur fannst bara svo súrt og geðveikt að vera bara eitthvað tveir að rokka jafn stórum stað og Nasa. Já og líka Fist Fokkers á Amsterdam 2011! Þar tókum 5 cover lög í bland við lögin okkar. Staðurinn alveg pakkaður og við fórum yfir tímann okkar og það átti að slökkva á okkur áður en við gætum tekið seinasta lagið okkar en áhorfendurnir voru alveg brjálaðir og ég hljóp baksvið og fann norska bandið sem var að spila á eftir okkur og fékk leyfi frá þeim til að spila lengur og já. Það var bara geðveik stemning á þeim tónleikum, allir trylltir.


 

Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?

Mér finnst hún bara alltaf næs. Alltaf misstór útlensk bönd að spila, en það skiptir ekki máli. Hátíðin er alltaf skemmtileg.

 

Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Daníel Bjarnason í Eldborg þegar hann var nýbúinn að gefa út Processions.

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Spila líka á off-venue tónleikum! Þeir geta verið alveg jafn mikilvægir og on-venue tónleikarnir.  Leggja líka  metnað í það sem þú ert að gera! Þúst. KOMA SVO! HALLÓÓÓÓ!!!

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Mér finnst Mac Demarco og Anna von Haussvolff rosa skemmtileg. Síðan er Dj. Flugvél og Geimskip að fara gefa út nýja plötu og ég hlakka rosa mikið til að tékka á því. Tónleikar með Dj. F & G eru alltaf næs.

 

Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

Airwaves heldur rosa miklu lífi í íslensku tónlistarsenunni. Líka góður stökkpallur fyrir íslensk bönd.

 

Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig og þína hljómsveit/hljómsveitir? 

Airwaves hefur hjálpað þeim hljómsveitum sem ég er í alveg gríðarlega. Við erum að fá erlenda fjölmiðlaumfjöllun sem við hefðum annars ekki verið að fá og höfum myndað sambönd sem hafa gert það að verkum að við höfum farið að spila útum allan heim. T.d. þá fór hljómsveit sem ég er í, Útudúr, í mánaðarlangt tónleikaferðalag yfir allt Kanada í fyrra með kanadíska bandinu Brasstronaut af því að við kynntumst söngvaranum þegar þeir voru að spila hérna og héldum síðan góðu sambandi eftir það.

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

2010 spilaði ég 11 tónleika með 3 mismunandi hljómsveitum.

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Kraftwerk. (en þúst ég elska líka Yo La Tengo)

 

Listasafnið eða Harpa?

Mmm.. Listasafnið af því að ég á fleirri góðar minningar þaðan.

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

Ég er að spila með Oyama og Útidúr.

https://facebook.com/oyamaband

https://facebook.com/utidurofficial

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *