James Murphy Rímixar Bowie

James Murphy, fyrrum forsprakki LCD Soundsystem, hefur nú endurhljóðblandað Love is Lost, lag aldraða kamelljónsins Davið Bowie. Lagið er af endurkomuplötu Bowie, The Next Day, sem kom út í febrúar á þessu ári og endurhljóðblöndunina verður að finna á viðhafnarútgáfu plötunnar sem kemur út 5. nóvember. Þeir kumpánar unnu síðast saman að gerð lagsins Reflektor með Arcade Fire með afar góðum árangri. Í meðförum Murphy verður Love is Lost að tíu mínútna melankólískum diskósmelli sem heldur blúsuðu píanói upprunalegu útgáfunnar en bætir við ofsafengnum klapptakti og speisuðuem hljóðgervlum ásamt fleiru. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *