Tónleikar helgarinnar

Fimmtudagur 10. október

Hljómsveitin Oyama snýr aftur til leiks eftir langan sumardvala með  tónleikum á Gamla Gauknum ásamt  Pétri Ben og Mammút. Staðurinn opnar kl. 21:00 og tónleikar hefjast stundvíslega kl. 22:00. Það kostar 1000 kr inn. 

Japam og Good Moon Deer koma fram á Kex Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn

Hljómsveitin Eva heldur ókeypis tónleika á Stúdentakjallaranum sem hefjast klukkan 20:00

 

Föstudagur 11. október

 

Leaves verða með hlustunarteiti á Boston fyrir plötuna “See you in the Afterglow” sem kemur út sama dag. Teitið hefst klukkan 20:00. 

Einar Lövdahl blæs til útgáfutónleika í Tjarnarbíó þar sem öll lög plötunnar “Tímar án ráða” verða flutt. Húsið opnar kl. 20:30

Tónleikar hefjast kl. 21:30 Upphitun verður í höndum tónlistarmannsins Auðuns. Miðaverð er 1.500 kr. en hægt verður að kaupa miða og geisladisk á 2.500 kr.

Mánaðarlegur reggae/dub/dancehall viðburður RVK Soundsystem verður haldinn á Kofanum. RVK Soundsystem (Gnúsi Yones, DJ Elvar, DJ Kári, Arnljótur, Teitur, Kalli Youze) Það er frítt inn og fjörið hefst um 22:00.

Gítarhetjan Steve Vai spilar á tónleikum í Silfurbergi Hörpu. Miðaverð er 8990 og hefjast tónleikarnir á slaginu 22:00.

 

Laugardagur 12. október

Hljómsveitirnar Morning After Youth og Þausk koma fram á mánaðarlegu jaðarkvöldi á Kaffi Hressó. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:30 og það er frítt inn.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *