Straumur 29. júlí 2024

FM Belfast, HASAR, Overmono, Swimming Paul, Oh Mama fleiri koma við sögu í Straumi með Óla Dóra klukkan 22:00 á X-inu 977!

1) Útihátíð – FM Belfast

2) Innipúkinn – HASAR

3) Gem Lingo (ovr now) –  Overmono, Ruthven

4) Maximum – Swimming Paul

5) Rivals (DJ Hell Mix)- GusGus

6) Polytex – Oh Mama – 

7) Gleðilegt Sumar – Oh Mama

8) CLASSIC THEME – SBTRKT

9) places to be (MESSIE Remix) – Fred Again..

10) Michael – Thoracius Appotite 

11) Blue Sunday – MUKKA

12) Bad Dope – Breazy Daze 

13) Chicago – Japandroids

14) ein i nott – Kristberg

You’re so Pretty – FM Belfast

Íslenska stuðhljómsveitin FM Belfast sendi í dag frá sér lagið You’re so Pretty. Hljómsveitin frumflutti fyrst lagið í gegnum Facebook live í hádeginu en nú er hægt að streyma laginu og kaupa á 1 $ á heimasíðu og Bandcamp síðu sveitarinnar.

Bestu íslensku lög ársins 2014

30. Hossa Hossa – Amaba Dama

 

29. Svínin þagna – Úlfur Kolka

 

28. The Music – Worm Is Green

 

27. Specters – kimono

 

26. FM Acid Lover – Futuregrapher

 

25. 100 kg – Pretty Please

 

24. I’m Leaving – Low Roar

 

23. Quiet Storm – Asonat

 

22. Circus Life – Fufanu

 

21. Held – Kiasmos

 

20. Special Place – Muted

 

19. Old Snow – Oyama

 

18. Brewed In Belgium – Hermigervill

 

17. Until We Meet Again (Applescal Remix) – Tonik Ensemble

 

16. Cut – russian.girls

 

15. Mánadans – Kælan Mikla

 

14. Vinur vina minna – Teitur Magnússon

 

13. Absolute Garbage – Singapore Sling

 

12. Strange Loop – Sykur

 

11. Venter (Evian Christ remix) – Ben Frost

 

10. Steinunn – Boogie Trouble

Diskóið er eins og rottur og kakkalakkar, það mun aldrei deyja út, en þegar erfðaefnið er eins gott og Boogie Trouble eru allar líkur á því að það auki við kyn sitt. Eftirvæntingin eftir fyrstu breiðskífu Boogie Trouble er orðin umtalsverð og ekki minnkaði hún í vor þegar lagið Steinunn kom út. Fyrstu bassanóturnar framkalla strax kippi í líkamanum sem aukast þegar wah-wah gítarinn bætist við og í viðlaginu ætti allur líkaminn að vera kominn á mikla hreyfingu. Steinunn beyglar munninn því hún er að fara beinustu leið á ball.

9. Expanding – Páll Ivan frá Eiðum

Páll Ívan frá Eiðum stimplaði sig rækilega inn á árinu með þeim drungalega rafgjörningi sem lagið Expanding er. Hikstandi bassi, stafrænir skruðningar og draugaleg röddin er uppistaðan í þessari rafrænu hryllingsvögguvísu, og myndbandið er eitt það besta sem kom á árinu.

8. Distant Lover – Myndra

Firnasterkt indípopp með óaðfinnanlegum hljómi, grípandi viðlagi, singalong-kafla og óvenjulegum ryðma.


7. Evel Knievel – Pink Street Boys

Evel Knievel er eins og tónlistarlegt ígildi ryðgaðs hnífs sem er stungið í síðuna á þér og snúið og juggað í hringi og fram og til baka. Ekki tónlist til að slást við heldur tónlist sem slæst við þig. Rokk sem veður inn á skítugum strigaskónum og sparkar í rassa, punga, píkur og bara allt sem verður á vegi þess. Ekki ferskur andblær heldur sterk andremma sem fyllir upp í vit smáborgaralegrar fagurfræði og skilur eftir sig slóð eyðileggingar, tómra ódýrra bjórdósa og sígarettustubba.

6. The End – Fm Belfast

Gleðisveit landsins kemur með enn einn elektró-smellinn sem gætti brætt hjörtu allra hörðustu bölsýnismanna. Því FM Belfast eru vinir þeirra líka.

5. Ever Ending Never – M-band

Jon Hopkins hittir Gus Gus á bar í Berlín, þeir skella sér á Berghain og enda svo í eftirpartýi hjá Caribou snemma morguns þar sem sólin skín í gegnum gluggatjöldin. Svona kvöld sem þú vildir óska að myndi aldrei enda. Fljótandi tekknó sem seytlar jafnt inn í undirmeðvitundina og blóðrásina.

4. Flýja – Grísalappalísa

Á síðari plötu Grísalappalísu, Rökréttu Framhaldi, stækkuðu þeir út hljóðheim sinn og hvergi heyrðist það betur en í því stórbrotna ferðalagi sem lagið Flýja er. Hyldjúp ballaða sem hljómar á köflum eins og Lou Reed, Bob Dylan eða Serge Gainsbourg með epískri strengjaútsetningu sem á í samtali við lagið frekar en bara að fylgja því.

3. Crossfade – Gusgus

Crossfade er það sterkt lag að við mundum eftir því eftir tónleika á Sónar í febrúar 2013, alveg þangað til það kom loksins út rúmlega ári síðar í apríl á þessu ári. En biðin var vel þess virði, hljómurinn vélrænn en samt þokkafullur og textinn ljúfsár óður til upphafsára danstónlistarinnar í bland við kynferðislega undirtóna. Dökk og kynþokkafull rödd Daníels Ágúst bergmálar út í eilífðina í versunum og bjartur barítónn Högna í viðlaginu er fullkomið mótvægi.

2. Fuck With Someone Else – Gangly

Íslenskt svar við FKA Twigs, framúrstefnulegt Trip Hop með bragðaref af stafrænum, hliðrænum og lífrænum hljóðum og röddum sem eru skældar og teigðar í ótal áttir. Algjör andstæða við fyrsta sætið á listanum, frámunalega móðins, kosmópólítan og erlendis þar sem kúlið er meitlað í stein.

1. París Norðursins – Prins Póló

Það kom aldrei neitt annað til greina. Grófur synþabassinn, dúndrandi bassatromman og textinn eins og Hrafns Gunnlaugs-leg greining á stemmningu og helstu persónum í erkitýpísku íslensku sjávarþorpi. Knappt, hnyttið, beint í mjaðmirnar og ör í hjarta þjóðarsálar. Hljómar eins og diskókúla í síldarbrennslu eða reif í frystihúsi, eins íslenskt og það gerist. Meira að segja ofspilunin hefur ekki bitið á því. Prins Póló á Bessastaði!

Bestu íslensku plötur ársins 2014

10. Asonat – Connection

Rafpoppsveitin Asonat gaf út sína aðra plötu, Connection, þann 30. september. Platan er ákaflega heilsteypt og eru hápunktar hennar gullfallega opnunarlagið Quiet Storm, hið draumkennda Rather Interesting, Before it Was og lokalagið This Is The End.

 

9. Gus Gus – Mexico

Á plötunni Mexico halda Gusgus-liðar áfram að fullkomna melódíska tekknóið sem þeir eru þekktastir fyrir með góðum árangri. Það sem stendur helst upp úr er hinar frábæru strengjaútsetningar sem binda plötuna saman.

8. Ben Frost – Aurora

A U R O R A er án efa aðgengilegasta og sterkasta verk Ben Frost hingað til. Á plötunni nær Frost að skapa einstakan hljóðheim með mögnuðu samspili hávaða og þagna.

 

7. Fm Belfast – Brighter Days

Á sinni þriðju plötu, Brighter Days, tekst FM Belfast að viðhalda þeirri gleði sem hefur einkennt þeirra fyrri verk ásamt því að sýna þroska í lagasmíðum og söngútsetningum.

6. Börn – Börn

Vandað íslenskt post-punk með skemmtilega hráum hljóðheimi og grípandi lögum.

 

 

5. Oyama – Coolboy

Fyrsta plata Oyama Cool boy er full af draumkenndu skóglápi með hljómi af bestu sort.

4. Grísalappalísa – Rökrétt framhald

Önnur plata Grísalappalísu, Rökrétt Framhald, er ekki eins rökrétt framhald og mætti skilja af titlinum. Munurinn liggur í að platan er ekki eins mikil eining og þeirra fyrsta plata. Hljómsveitin  blandar saman allskonar áhrifum án tillits til heildar og útkoman er sú að nokkur af sterkustu lögum ársins er að finna á einni og sömu plötunni.

3. Óbó – Innhverfi

Með plötunni Innhverfi hefur Ólafur Björn Ólafsson eða Óbó gefið út eina af fegurstu plötum sem komið hafa út á Íslandi síðustu ár. Platan er þó alveg laus við þær klisjur sem oft einkenna slíkar plötur og rennur látlaust í gegn. Ljúf og nær áreynslulaus túlkun Óbó er til fyrirmyndar.

 

2. Pink Street Boys – Trash from the boys

Trash From The Boys með hljómsveitinni Pink Street Boys er ein sú hressasta rokkplata sem komið hefur út á Íslandi á í langan tíma. Platan var unnið upp úr aukalögum frá bandinu og sett saman af plötufyrirtækinu Lady Boy Records sem gáfu hana svo út á kassettu. Innihaldi plötunnar mætti líkja við kalda vatnsgusu í andlitið og er hún mjög lýsandi fyrir tónleika sveitarinnar.

 

1. M-Band – Haust

Á sinni fyrstu stóru plötu, Haust, messar Hörður Már Bjarnason yfir hlustendum með drungalegu sálartekknói, sem stundum minnir á blöndu af hinum breska Jon Hopkins og Gusgus. Hápunktur plötunnar er hið stórbrotna Ever Ending Never sem er leitt áfram af hoppandi endurteknum hljóðgervli.

Straumur 28. apríl 2014

Í Straumi í kvöld flytjum við viðtal við kanadísku hljómsveitina Phédre sem kemur fram á sumarfögnuði Straums á Kex Hostel á laugardaginn. Einnig heyrum við lög af nýjum og væntanlegum plötum frá Damon Albarn, tUnE-yArDs og Fm Belfast. Straumur í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 28. apríl 2014 by Straumur on Mixcloud

1) In Decay – Phédre
2) Aphrodite – Phédre
3) Sunday Someday – Phédre
4) DinerTalk – Lee Paradise
5) Stay At Mine – Ken Park
6) 100 kg – Pretty Please
7) Girl – Jamie xx
8) Everyday Robots – Damon Albarn
9) Mr. Tembo – Damon Albarn
10) Heavy Seas Of Love – Damon Albarn
11) Find A New Way – tUnE-yArDs
12) Real Thing – tUnE-yArDs
13) Hey Life – tUnE-yArDs
14) Brighter Days – Fm Belfast
15) Holiday – Fm Belfast
16) The End – Fm Belfast
17) Photographs (You Are Taking Now) – Damon Albarn

Þriðja breiðskífa Fm Belfast fáanleg á Record Store Day

Gleðisveitin FM Belfast sendir frá sér sína þriðju breiðskífu 22. apríl næstkomandi og hefur henni verið gefið nafnið Brighter Days en það eru Record Records sem gefaf breiðskífuna út á Íslandi.

Þrátt fyrir að formlegur útgáfudagur plötunnar sé 22. apríl mun hún vera fáanleg í plötubúðum laugardaginn 19. apríl af því tilefni að þá er hinn alþjóðlegi dagur plötubúðanna (e. Record Store Day).

 

FM Belfast hefur um langt skeið verið ein líflegasta tónleikasveit landsins til þónokkurra ára og hefur henni tekist vel að koma glaðværðinni til skila á plasti og í frísklegum myndböndum sínum.   Fjórða smáskífan af plötunni, „Everything“, er komin í spilun á öldum ljósvaka og er einnig hægt að ljá hana eyrum inná öllum helstu tónlistarveitum.  Áður hafa komið út smáskífurnar „Delorean“,„We Are Faster Than You“ og er lagið „The End“ endurgerð á laginu „Öll í kór“ sem FM Belfast samdi sérstaklega fyrir Unicef á Degi rauða nefsins.

Meðlimir FM Belfast eru sem áður Árni Rúnar Hlöðversson, Lóa Hjálmtýrsdóttir, Árni Vilhjálmsson og Örvar Smárason Þóreyjarson.

Brighter Days verður fáanleg á geisladisk, vínyl og á stafrænum tónlistarveitum.

Lagalisti Brighter Days:
1. Brighter Days
2. Everything
3. Ears
4. DeLorean
5. Holiday
6. Non Believer
7. We Are Faster Than You
8. Gold
9. Ariel
10. The End

Bestu íslensku lög ársins 2013

 

30) Before – Vök

29) Maelstrom – Útidúr

 

 

28) Á Hvítum Hesti – Skúli mennski

      1. 07 Á hvítum hesti

 

 

 

 

27) MacGyver og ég – Sveinn Guðmundsson

 

 

26) Hve Ótt ég ber á – VAR

 

 

25) Autumn Skies #2 – Snorri Helgason   
      2. 01 Autumn Skies #2

 

 

 

24) Blóðberg – Mammút

 

 

 

23) All Is Love – M-band

 

 

 

22) Restless (ft. Unnsteinn) – Sisy Ey

 

 

 

21) Again – Good Moon Deer

 

 

 

20) Cheater – Love & Fog

 

 

19) Release Me (ft. DJ YAMAHO) – Intro Beats

 

 

 

18) Harlem Reykjavík – Hermigervill

 

 

 

17) 1922 – Kristján Hrannar

 

 

 

16) Aheybaró – Kött Grá Pjé & Nolem

 

Lög í 15. – 1. sæti

 

 

 

Trentemøller og Diplo á Sónar

Rétt í þessu var tilkynnt að danska raftónlistarmanninum Trentemøller og hinum bandaríska Diplo hafi verið bætt við dagskrá Sónar hátíðarinnar sem fram fer í febrúar. Trentemøller er sannkallaður íslandsvinur en hann kom fram á hátíðinni í fyrra sem plötusnúður og lék fyrir pakkfullum Norðurljósasal. Í þetta skipti kemur hann hins vegar fram með live hljómsveit en hann sendi frá sér fyrr á árinu hina frábæru breiðskífu Lost. Diplo er forsprakki Major Lazer hópsins sem er eitt aðalnúmer hátíðarinnar í ár en hann mun einnig koma fram sem plötusnúður í bílakjallara Hörpunnar.

Þá hefur í íslensku deildinni verið bætt við FM Belfast, Tonik, Cell 7 og Gluteus Maximus auk þess sem Högni Egilsson úr Hjaltalín og Gus Gus mun heimsfrumflytja sóló verkefni sitt, HE. Aðrir flytjendur á hátíðinni eru meðal annars Bonobo, James Holden, Paul Kalkenbrenner og Jon Hopkins sem gaf út eina bestu plötu ársins, Immunity, og stóð sig feikna vel á nýyfirstaðinni Airwaves hátíð. Miðasala á hátíðina er í fullum gangi en hægt er að kaupa miða hér og skoða dagskrána hér. Enn á eftir að tilkynna um fleiri listamenn sem koma munu fram. Hlustið á tóndæmi hér fyrir neðan.


Ljúft á LungA

Mynd: Gunnar Ragnarsson úr Grísalappalísu skvettir úr klaufunum á sviði hjá FM Belfast á lokatónleikum LungA í ár. Mynd í eigu: Tóta Van Helzing

LungA (Listhátíð unga fólksins Austurlandi) hefur verið haldin seinustu tólf ár í hinum ægifagra Seyðisfirði. Þar safnast saman myndlistamenn, tónlistarmenn, listnemar, listunnendur og tónlistarelskendur frá öllum landhlutum og utan að. Dagana 14. – 21. júlí var hátíðin haldin í tólfta sinn. Mikið líf, fjör, ást og samvinna einkenndi þessa viku. Eins og árin áður voru í kringum hundrað þátttakendur á LungA sem tóku þátt í svo kölluðum listasmiðjum. Þar gafst þeim tækifæri að læra nýja hluti og spreyta sig undir handleiðslu reyndra listamanna. Til að mynda var hægt að skrá sig í spuna-, vídjóverka-, dans-, og hljóðfæragerðarsmiðju.

Hugarró í bláu kirkjunni

Úlfur Hanson, einnig þekktur sem Klive, opnaði hátíðina með tónleikum í Seyðisfjarðarkirkju sem oft er kölluð Bláa kirkjan sökum útlits síns og samnefndrar sumartónleikaseríu sem var stofnsett þar árið 1998. Um var að ræða tilraunakennt hljóðverk með elektrónískum áhrifum sem hann flutti ásamt hjálp fleiri tónlistarmanna. Meðal annars voru það Tumi Árnason á píanó og saxafón, Ingólfur Arnar Ingólfsson á gítar, Jófríður Ákadóttir með söng og Arnljótur Sigurðsson á tréblásturshljóðfæri sem öll eru þekkt í íslensku tónlistarlífi. Úlfur drottnaði sjálfur á svölum kirkjunnar með orgelleik sínum. Tónleikagestir lokuðu margir augunum í algerri hugarró á meðan aðrir fylgdust agndofa með einbeittum tónlistarmönnunum spila. Bláa kirkjan, friðsæl og krúttleg, jók mjög við skemmtilegt andrúmsloft tónleikanna. Hálftíma langt hljóðverkið var draumkennt með ákveðinni áherslu sem hélt áhuga mínum og athygli allan tíman.

Lokatónleikarnir í ár voru haldnir laugardaginn 20. júlí úti við hjá gömlu síldarverksmiðjunni Norðursíld á Seyðisfirði. Það hafði verið mjög sólríkt þennan dag en um kvöldið læddist austfjarðaþokan yfir fjörðinn sem skapaði dulúðugt andrúmsloft. Gul strætóbifreið, sem sá til þess að tónleikagestir kæmust klakklaust á staðinn, fór ótal margar ferðir troðfull af brosandi andlitum. Ég mætti á svæðið þegar dúóið Vök, sem fór með sigur af hólmi í Músíktilraunum í ár, hafði hitað ærlega upp í hjörtum áheyrenda með hljómfögrum og rafmögnuðum tónum sínum.

Hressir, öruggir og ljóðrænir

Á minna sviðið (tvö svið voru notuð til þess að draga úr biðtíma milli hljómsveita) steig næst hin marg umtalaða hljómsveit Grísalappalísa. Hún samanstendur af sjö Reykvískum tónlistarmönnum sem allir hafa sína forsögu. Meðlimir hennar hafa verið duglegir að fylgja eftir nýútgefnum frumburði sínum, ALI, með tónleikum, hlustunarteiti og tónlistarmyndbandi. Lísa var þess vegna mjög samstillt og framkoma þeirra hress og sjálfsörugg. Á þriðja lagi hafði dansglaður hópur safnast saman fremst við sviðið og voru áheyrendur dáleiddir af ljóðrænum og frumsömdum textum Gunnar Ragnarssonar og Baldurs Baldurssonar. Viðfangsefni þeirra voru ástin, næturlífið og daglegt líf ungs fólks. Mannlegur raunveruleiki á léttum en svölum nótum.

Þéttur bassi ómaði og rímur fóru á flug. Á sviðið höfðu stigið kapparnir í Úlfur Úlfur sem hrærðu ærlega upp í stemmningunni. Ég fékk það strax á tilfinninguna að margir yngri tónleikagestir kynnu að meta þá betur en þeir eldri. Textum sveitarinnar, sem fjalla oftar en ekki um það að vera ungur og frjáls, voru gefin ágæt skil af skoppandi og hressum meðlimum Úlfs Úlfs. Þótt bassinn yfirgnæfði heldur mikið á köflum var boðskapur sveitarinnar nokkuð skýr. Við vorum öll saman komin til þess að djamma.

Næsta band á svið var hin sífallega og ávallt þétta hljómsveit Mammút. Hún spilaði af krafti og kom einkar vel fram. Tilfinningin sem þessir 5 einstaklingar skapa er nefnilega einstök. Aðspurður var ungi maðurinn, sem dansaði við hlið mér, mjög ánægður með framkomu Mammút þar sem ,,bæði tónlistin og fólkið í henni er alltaf sexý”. Eftir þetta hljóp hann fremst er sviðið fylltist af appelsínugulum reyk. Þegar leið á enda settsins fékk nýlegt lag sveitarinnar, Salt, að óma. Rúm 5 ár eru liðin frá útgáfu annarar breiskífu sveitarinnar og er sú þriðja á leiðinni.

Taktfastur og tilfinningaþrunginn heimur

Þegar Mammút hafði lokið sér af tók Ghostigital tvíeykið við. Er ég gekk nær sviðinu varð mér ljóst að þeir væru, að vana, með gesti í heimsókn. Með þeim á sviði voru engir aðrir en Úlfur Hanson á gítar og Tumi Árnason, úr Grísalappalísu og The Heavy Experience, á saxófón. Það tók tónleikagesti smá stund að átta sig á aðstæðum. Eftir andartak var fólk farið að dansa af krafti við takfastann og tilfinningaþrunginn heim Ghostigital. Að sjá borgarfulltrúann og listamanninn sem er nefndur eftir plastframleiðslufyrirtæki spila er einstök upplifun. Curver, sem stjórnar alfarið taktinum, lék sér með rödd Einars í bland við hljóðfæraleik Tuma og Úlfs. Útkoman var algerlega einstök og eftirminnileg.

Næst á dagskrá var hinn danski Esben Nørskov Andersen sem gengur undir tónlistarnafninu Rangleklods. Söngur Esben, sem minnir örlítið á stíl Ian Curtis úr Joy Division, fjallaði um ungdóm og mannleg samskipti. Honum til halds og trausts var stúlka sem söng bakrödd og spilaði á hljóðgervil. Tónleikar Rangleklods vöktu mikla lukku á Iceland Airwaves hátíðinni í fyrra. Þá spilaði hann á Faktorý og í Norðurljósasal Hörpu. Tölvu trommurnar og hljóðgervlarnir minntu einna helst á nýbylgjutónlist 9. áratugarins sem skeytt var við nýrri blæ raftónlistar. Á hápunkti tónleikanna náði Esben hylli tónleikagesta með því að stjórna hluta tónlistarinnar með leysirgeisla. Það var svipað bragð og hann nýtti á Airwaves í fyrra.

Dansandi buxnalaus

FM Belfast mættu til leiks þegar Rangleklods steig af sviði. Hópurinn er þekktur fyrir hressleika, lífsgleði og fagmannlegan tónlistarflutning. Þetta kvöldið var engin undantekning. Slagverkseikararnir tveir stóðu sig sérstaklega vel og voru samstíga allan tímann í því að fylgja eftir tölvutaktinum sem hefur einkennt FM Belfast frá upphafi. Það vantaði ekki að dansandi áhorfendurnir fækkuðu margir flíkum þegar lagið ‘Underwear’ hljómaði. Það er ekki að undra þar sem það er eitt af vinsælustu lögum hópsins. FM Belfast hafa spilað mikið á erlendri grundu seinustu ár og vakið mikla athygli víðsvegar. Það sást þó ekki á þeim að þau hefðu gleymt því hvernig ætti að skemmta Íslendingum. Dansinn er jú tungumál sem allir skilja. Eftirminnilegt var þegar Gunnar í Grísalappalísu steig upp á svið með hestagrímu og plakat framan á sér merkt sveit sinni. FM Belfast tóku honum fagnandi þegar hann byrjaði að dansa á meðan loka lagið hljómaði.

FM Belfast luku tónleikunum með miklu látum og þéttum danstónum sem allir þekktu. Þetta voru fjölbreyttir tónleikar sem stigmögnuðust vel. Tónleikagestirnir voru vingjarnlegir og samstíga í gleðinni frá byrjun til enda. Það var frábært að fá að heyra samspil yngri og eldri tónlistarmanna. Sumt hefði líklega hljómað betur í tónleikasal en útitónleikar eru sjaldgjæf upplifun á Íslandi svo að hún gengur fyrir. Listahátíð unga fólksins Austurlandi býr yfir einstökum eiginleikum. Þar er frelsandi, friðsælt og skemmtilegt að vera. Fólkið á bak við þessa hátíð á hrós skilið fyrir að halda vel heppnaða hátíð sem endaði á vel heppnuðum tónleikum.

Alexander Jean Edvard Le Sage de Fontenay