Bestu íslensku plötur ársins 2013

 

 

 

 

20) Þórir Georg – Ælulykt

 

19) Tilbury – Northern Comfort

 

18) Útidúr – Detour

 

17) Oyama – I Wanna

 

16) Ojba Rasta – Friður

15) Nolo – Human

 

14) Sigur Rós – Kveikur

 

 

13) Emiliana Torrini – Tookah

 

12)  Ólöf Arnalds – Sudden Elevation

 

11) Per: Segulsvið – Tónlist fyrir Hana

Gasvinur:

      1. gasvinurmaster

 

10) Tonmo – 1

Hinn 19 ára gamli reykvíkingur Tómas Davíð sem gengur undir listamannsnafninu Tonmo gaf  út sína fyrstu ep plötu á árinu. Platan sem nefnist 1 er 8 laga raftónlistarplata undir áhrifum hip-hop og chillwave sem rennur ljúft í gegn. Tómas samdi og tók upp plötuna þegar hann bjó í Huntington Beach í Kaliforníu fyrr á árinu.

 

 

 

 

9) Cell7 – Cellf

Tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir úr hinni sálugu hip-hop hljómsveit Subterranean snéri til baka á árinu með sína fyrstu sólóplötu, Cellf. Á plötunni nýtur Ragna aðstoðar þeirra Introbeats og Earmax við taktsmíðar á frábærri hip hop plötu sem inniheldur jafnt grípandi partýslagara og pólitískar bollaleggingar. Ragna hefur engu gleymt í rappinu þrátt fyrir langa pásu og flæðir eins og jökulá í leysingum.

 

 

 

 

8) Snorri Helgason – Autumn Skies

Þriðja plata Snorra Helgasonar, Autumn Skies, gefur fyrri verkum Snorra ekkert eftir og minnir á köflum talsvert á Dylan á Nashville Skyline. Kántrískotið þjóðlagapoppið umvefur mann eins mjúkt teppi og er tilvalið til að orna sér við á köldum vetrarnóttum. Án efa notalegasta plata ársins.

 

 

 

 

 

7) Jóhann Kristinsson – Headphones

Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, er heilsteypt og persónulegt verk þar sem tónlistarmaðurinn sýnir mikil þroskamerki í lagasmíðum. Upptökur og hljómur eru fádæma fullorðins og þó lítið hafi farið fyrir plötunni er hún ákaflega stór í sniðum. Jóhann klífur í hæstu hæðir mikilfengleika og dramatíkur í mörgum epískum lögum og framkallar gæsahúðir á gæsahúðir ofan.

 

 

 

 

6) Mammút – Komdu til mín svarta systir

Þriðja plata Mammút var lengi í smíðum en fimm ár eru liðin frá því að sveitin sendi frá sér plötuna Karkari.  Útkoman er  þyngri hljómur og þéttari lagasmíðar án þess að tapa neinu af ungæðislegum kraftinum sem einkenndi fyrri verk sveitarinnar.

 

 

 

5) Ruxpin – This Time We Go Together

Það fer ekki mikið fyrir Ruxpin í íslenskri tónlistarsenu en hann lætur verkin tala. Platan This Time We Go Together er feikilega áferðarfalleg og hugvitssamleg raftónlistarplata, sem minnir um margt á Boards of Canada og aðgengilegri hliðar Aphex Twin og Autechre.

 

 

 

4) Just Another Snake Cult – Cupid Makes A Fool of Me

Lo-Fi skrýtipoppsveitin Just Another Snake Cult er einstaklingsverkefni Þóris Heydal en hann gaf út hina frábæru og fjölbreyttu plötu Dionysian Season árið 2010. Í haust gaf Þórir út plötuna  Cupid Makes A Fool of Me sem hefur að geyma draumkennt hljóðgerflapopp að bestu gerð. Það eru fleiri hugmyndir í einu lagi á Cupid en finnast á breiðskífum flestra tónlistarmanna og mikið um vinstri beygjur og óvæntar stefnubreytingar. Það mætti segja að platan sé losaraleg í besta skilningi þess orðs, alls konar mismunandi hugmyndir sem hanga rétt svo saman, en samt á akkúrat réttan hátt. Plata sem hljómar ekki eins og neitt annað í íslenskri tónlistarsenu.

 

 

 

3) Múm –  Smilewound

Hljómsveitin múm gaf út sína sjöttu breiðskífu fyrr á þessu ári. Plötunnar sem ber nafnið Smilewound hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún markaði endurkomu Gyðu Valtýsdóttur, söngkonu og sellóleikara, sem hætti í sveitinni fyrir meira en áratug síðan. Útkoman er aðgengilegasta plata hljómsveitarinnar til þessa.

 

 

 

2) Grísalappalísa – Ali

Hljómsveitin Grísalappalísa var stofnuð árið 2012 af Gunnari Ragnarssyni og Sigurði Möller Sívertsen úr hinni sálugu Jakobínurínu, Bergi Thomas Anderson úr Oyama, Alberti Finnbogasyni og Tuma Árnasyni úr The Heavy Experience ásamt Baldri Baldurssyni. Platan Ali er einn sterkasti frumburður íslenskrar rokksveitar sem litið hefur ljós í langan tíma. Á henni blandast groddaleg nýbylgja við súrkálsrokk og sækadelíu með íslenskum textum sem eiga meira skylt við framsækna ljóðlist en hefðbundna rokktexta.

 

 

 

 

1) Sin Fang – Flowers

Sindri Már Sigfússon er einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um þessar mundir en gæðastandarinn á efninu er þó alltaf jafn hár. Hann er stöðugt að þróast sem lagasmiður og Young Boys og What’s wrong with your eyes eru með allra bestu lögum ársins. Platan er tekin upp af Alex Somers sem galdrar fram ævintýralega hljóm þar sem fyllt er upp í hverja einustu glufu með áhugaverðum hljóðum án þess þó að verða nokkurn tímann ofhlaðinn.

Lög ársins 2013

50) Love Is Lost (Hello Steve Reich Mix by James Murphy for the DFA) – David Bowie

 

 

49) Bipp – Sophie

 

 

 

48) Blurred Lines (ft. T.I. & Pharrell) – Robin Thicke

 

 

 

 

47) She Will – Savages

 

 

 

 

46) Hive (ft. Vince Staples and Casey Veggies) – Earl Sweatshirt

 

 

 

 

45) Introspection – MGMT

 

 

 

44) RIse – Du Tonc

 

 

 

 

43) Royals – Lorde

 

 

 

 

42) Sacrilege – Yeah Yeah Yeahs

 

 

 

41) Lariat – Stephen Malkmus & The Jicks

 

 Lög í 40.-31. sæti

 

Árslisti Straums 2013

Hér má hlusta á fyrri árslistaþátt Straums yfir 30 bestu plötur ársins. Talið niður frá 30. sæti í það 16.

 

Hér má svo hlusta á seinni  árslistaþátt Straums yfir 30 bestu plötur ársins. Talið niður frá 15. sæti í það 1.

 

 

30) Roosevelt – Elliot EP

Hinn þýski Roosevelt býður hér upp á fjögur stórskemmtileg danslög með hinum samnefnda Elliot fremstum í flokki.

 

 

29) Mazzy Star – Season Of Your Day

Það tók Mazzy Star 15 ár að klára sína fjórðu plötu Season Of Your Day sem er vel biðarinnar virði.

 

 

28) Factory Floor – Factory Floor

Breska raftríóið Factory Floor sem er eitt af aðalsmerkjum DFA útgáfunnar um þessar mundir sýnir fram á taktfastan trylling á sinni fyrstu plötu.

 

 

 

27) Autre Ne Veut – Anxiety

Draumkennd og silkimjúk plata úr smiðjum bandaríska tónlistarmannsins Arthur Ashin.

 

 

26) Swearin’ – Surfing Strange

Philadelphia hljómsveitin Swearin’ sem inniheldur m.a. tvíburasystur tónlistarkonunnar Waxahatchee sannar að lo-fi rokk lifir enn góðu lífi á Austurströnd Bandaríkjanna.

 

 

25) Janelle Monáe – The Electric Lady

Janelle Monáe fylgdi á eftir sinni fyrstu plötu The ArchAndroid frá árinu 2010 með öðru stórvirki þar sem má finna áhrif allt frá sálartónlist, gospeli, Jazz, hip-hopi og rokki.

 

 

24) Darkside – Psychic

Nicolas Jaar tók höndum saman við gítarleikarann Dave Harrington á þessari heilsteyptu og fögru plötu.

 

 

23) Torres – Torres

Hin 22 ára Mackenzie Scott frá Nashville í Tennessee gengur undir listamannsnafninu Torres. Torres sendi frá sér samnefnda plötu í janúar sem er uppfull af trega, sorg og sannfæringu. Ein af heiðarlegri plötum þessa árs.

 

 

22) Earl Sweatshirt – Doris

Thebe Neruda Kgositsile, betur þekktur undir listamannsnafninu Earl Sweatshirt, gaf út sitt fyrsta mixtape árið 2010 þá aðeins 16 ára gamall. Eftir að hafa verið sendur í heimavistarskóla fljótlega eftir útgáfu þess hafa margir tónlistarspekingar beðið eftir hans  fyrstu stóru plötu sem kom út í ár og olli engum vonbrigðum.

 

 

21) Blondes – Swisher

Rafdúóið Blondes frá New York gáfu út sína aðra plötu á árinu sem á ekki eingöngu heima á dansgólfinu.

 

Plötur í 20. – 11. sæti

 

 

 

Árslisti Straums: 30. – 16. sæti

Fyrri árslistaþáttur Straums yfir 30 bestu plötur ársins. Talið niður frá 30. sæti í það 16.

Straumur fyrri árslistaþáttur: plötur í 30.- 16. sæti 2013 by Straumur on Mixcloud

 

30) Roosevelt – Elliot EP

29) Mazzy Star – Season Of Your Day

28) Factory Floor – Factory Floor

27) Autre Ne Veut – Anxiety

26) Swearin’ – Surfing Strange

25) Janelle Monáe – The Electric Lady

24) Darkside – Psychic

23) Torres – Torres

22) Earl Sweatshirt – Doris

21) Blondes – Swisher

20) Forest Swords – Engravings

19) Mutual Benefit – Love’s Crushing Diamond

18) Boards Of Canada – Tomorrow’s Harvest

17) My Bloody Valentine – m b v

16) King Krule – 6 Feet Beneath the Moon

Ástarsöngur sem varð að mat

Flestir kannast við lagið Ue o muite arukou eða Sukiyaki frá árinu 1961. Lagið hefur ósjaldan heyrst í kvikmyndum og sjónvarspsþáttum.


Margir í dag vita hins vegar ekki hver röddin á bak við þetta einstaka lag er.


Söngvarinn Kyu Sakamoto fæddist þann 10. desember   1941 í borginni Kawasaki í Japan. Hann var yngstur níu systkina og fékk nafnið Kyu sem þýðir níu. Hann hóf tónlistarferil sinn sem söngvari japönsku hljómsveitarinnar The Drifters árið 1958 og náði fljótlega miklum vinsældum í heimalandi sínu. Lagið Ue o Muite Arukou varð strax mjög vinsælt þegar það kom út í Japan árið 1961 sem varð til þess að Captol records vildu ólmir gefa það út í Bandaríkjunum. Titill lagsins þótti ekki nógu þjáll og lagið var endurskýrt þegar það kom út þar í landi árið 1963 eftir vinsælasta japanska réttinum  á þeim tíma Sukiyaki. Japanski titill lagsins þýðir: “Ég horfi upp meðan ég geng” og vísar til þess í textanum að horfa til himins til að tárin falli ekki til jarðar. Ástæðan er ástarsorg en kemur mat ekkert við. Vinsældir lagsins urðu strax miklar í Bandaríkjum og lagið náði að komast í fyrsta sæti vinsældalistans þar í landi.  Ue o Muite Arukou er eina  lagið sem  náð hefur vinsældum á vesturlöndum sem sungið er á japönsku. Lagið er eitt mest selda lag allra tíma. Ábreiður af laginu hafa verið gerðar á hinum ýmsu tungumálum:


Hér er það sungið á sjö mismunandi tungumálum.

 

Þegar Kyu kom til Bandríkjanna árið 1963kom hann fram í Steve Allen show og var kynntur þar sem hinn japanski Elvis.


Kyu Sakomoto lést í einu mannskæðasta flugslysi sögunnar þann 12. Ágúst 1985. 521 manns létust þegar að flugvél brotlenti nálægt Tokyo Í Japan. Vélin var í lausu lofti í 20 mínútur áður en hún hrapaði og náði Kyu að skrifa niður sína hinstu kveðju til konu sinnar rétt áður en hann lést.

      1. Ue O Muite Arukou (Stereo)

Óli Dóri 

Svalasta þemalag allra tíma – You’re So Cool

Flestir sem séð hafa bandarísku kvikmyndina True Romance ættu að þekkja stefið sem er út alla myndina. Stefið heitir Your So Cool eftir hið fræga þýska kvikmyndatónskáld Hanz Zimmer. Hann byggir reyndar stefið á laglínu landa síns, Carl Orfs, úr kvikmyndinni Badlands eftir Terrence Malick frá árinu 1973. Sá byggir hins vegar á laginu Gassenhauer eftir enn eldri þjóðverja, lútuleikarinn Hans Neusiedler, og er frá árinu 1536. Hér fyrir neðan má heyra allar útgáfur af stefinu.

11 Lou Reed ábreiður

 

Lewis Allan Reed kvaddi þennan heim sunnudaginn fyrir viku 71. árs að aldri. Áhrif hans á tónlistarsögu og poppkúltur síðustu aldar verða seint vanmetin. Ritstjórar þessarar síðu hafa ósjaldan  yljað sér við verk Reed í gegnum tíðina. Við minnumst þessa áhrifamikla tónlistarmanns með 11 frábærum ábreiðum af lögum hans sem sýna kannski best þau áhrif sem hann hafði á aðra listamenn á ferli sínum – Satellite’s gone up to the skies!

 

 

Morrisey -Satellite of love

Morrisey hefur aldrei farið leynt með hrifningu sína á Reed. Fyrir tveim árum breiddi hann yfir þetta einstaka lag sem kom út á  Transformer árið 1972, á tónleikum sínum á Glastonbury hátíðinni..

 

 

Cowboy Junkies – Sweet Jane

Lou Reed lagði blessun sína yfir þessa mögnuðu útgáfu kanadísku hljómsveitarinnar Cowboy Junkies af laginu Sweet Jane sem upprunalega kom út á síðustu plötu Velvet Underground, Loaded, árið 1970. Útgáfan vakti mikla athygli árið 1995 í kvikmynd Oliver Stone, Natural Born Killers, í eftirminnilegri senu.

 

David Bowie & The Riot Squat – Waiting For The Man

Útgáfu fyrstu plötu Velvet Underground var seinkað vegna dómsmáls sem snerti umslag plötunnar. David Bowie fékk eintak gefins frá umboðsmanni sínum áður en það gerðist en sá hafði fengið plötuna afhenta í ferð sinni til New York árið 1966. Bowie var svo hrifinn af því sem hann heyrði að hann gaf út lagið Waiting For The Man af plötunni með hljómsveit sinni The Riot Squat áður en Velvet höfðu náð að leysa úr lagaflækju sinni sem gerðist ári seinna.

 

Nirvana – Here She Comes Now

Velvet Underground platan White light/White heat var ein af uppáhalds plötum Kurt Cobain. Árið 1991 gaf hljómsveit hans Nirvana út sameiginlega 7 tommu með Melvins  þar sem þeir breiddu yfir Here She Comes Now af plötunni og Melvins – Venus In Furs.

 

Big Star – Femme Fatale

Hljómsveitin Big Star með Alex Chilton í broddi fylkingar tók lagið Femme Fatale á sinni fyrstu plötu Third/Sister Lovers árið 1978.

 

The Runaways – Rock ‘N Roll

Eitt af þekktari lögum stúlkna bandsins The Runaways var ábreiða þeirra af Velvet Underground laginu Rock ‘N Roll sem þær gerðu svo sannarlega að sínu.

 

The Strokes – Walk On The Wild Side

Áhrif Lou Reed á New York hljómsveitina The Strokes á þeirra fyrstu plötu Is This It? eru augljós. Það kom þvi kannski fáum á óvart þegar að hljómsveitin sýndi fyrirmynd sinni þann heiður að breiða yfir lag hans Walk On The Wild Side á tónleikum árið 2006 með afslöppuðum og skemmtilegum hætti.

 

Twin Shaddow – Perfect Day

Fljótlega eftir að fréttir þess efnis að Lou Reed væri allur tóku að berast fóru tónlistarmenn útum víða veröld að sýna honum virðingu sína með ábreiðum af lögum hans. Twin Shaddow sendi frá sér þessa drungalegu útgáfu af heróín laginu Perfect í byrjun síðustu viku.

 

The Kills – Pale Blue Eyes

Fyrir tveim árum gáfu breska tvíeykið The Kills út þessa frábæru útgáfu af laginu Pale Blue Eyes af samnefndir plötu Velvet Underground frá árinu 1969. 

 

Rainy Day – I’ll Be Your Mirror

Hljómsveitin Rainy Day var einhverskonar stjörnuband meðlima hljómsveita úr Paisley Underground senunni í Kaliforníu um miðjan 9. áratuginn. Hljómsveitin gaf út eina plötu sem var safn laga hljómsveita sem höfu haft áhrif á senuna. Þar á meðal var þessi yndislega útgáfa þeirra af laginu I’ll Be Your Mirror af fyrstu plötu Velvet.

Emiliana Torrini – Stephanie Says

Þessi magnaða útgáfa Emiliönu af Stephanie Says kom út á plötu hennar Merman frá árinu 1996. Þó hún vilji ekki mikið kannast við þessa plötu í dag (hún hefur aldrei endurútgefið hana fyrir erlendan markað) þá er þessi ábreiða nóg til að réttlæta tilveru hennar.

Óli Dóri

Laugardagskvöldið á Airwaves

Hypemaður Mykki Blanco í miklu stuði. Mynd: Óli Dóri.

Eftir þriggja daga tónleikastand er maður orðinn pínu lúinn en ég náði þó að koma mér út úr húsi til að sjá kanadíska gítarpopparann Mac DeMarco í Stúdentakjallaranum klukkan 18:30. Tónleikarnir voru hreinlega frábær skemmtun og skrifast það ekki síst á einstaka útgeislun og persónutöfra listamannsins. Tónlistin er undir talsverðum áhrifum frá svokölluðu pabbarokki úr ýmsum áttum, smá Springsteen og Fleetwood Mac, með háum og tærum gítarhljóm sem minnir talsvert á Dire Straits. Það eru samt fullt af vinstri beygjum í tónlistinni og Mac tók sig alls ekki alvarlega, tók oft örstuttar kover útgáfur af lögum eins og Cocain með Clapton og Du Hast með Rammstein. Frábær byrjun á kvöldinu.

 

Pabbarokk og Lion King

 

Ég sá Nolo í annað skiptið á hátíðinni í Listasafninu og þeir eru líklega með skemmtilegri live böndum á Íslandi í dag. Eins og ég sagði í fyrri umfjöllun þá kemur nýja tónleikauppsetningin þeirra með trommara og fleiri hljóðfærum mjög vel út og ljær eldri lögum þeirra ferskan blæ. Mér fannst Mac DeMarco svo góður í stúdentakjallaranum að ég sá hann svo aftur í Hörpunni þar sem hann fór á kostum í galsafengnum flutningi. Í síðasta laginu sem er rólega ástarballaða, þar sem viðlagið er stolið úr Lion King laginu, tók hann skyndilega óvænt tilhlaup og stökk út í salinn til að sörfa áhorfendur.

 

Kynhlutverkum rústað með rappi

 

Þvínæst var haldið yfir í Hafnarhúsið til að sjá transrappgelluna Mykki Blanco sem var pönkaðasta og skrýtnasta atriðið sem ég sá á þessari hátíð. Á undan henni kom hypemaður á sviðið sem tók hlutverk sitt mjög alvarlega. Hann rappaði yfir rokkuð bít í nokkur lög og hljóp og hoppaði villt og galið út í sal og kom öllum í mikið stuð. Síðan steig Mykki á svið og framkoman braut öll viðmið um kynhlutverk, rappmenningu og transfólk. Hún var ber að ofan í rifnum gallabuxum með skraut á geirvörtunum og hárkollu. Þá hafði hún með sér ladyboy plötusnúð í magabol sem dansaði skemmtilega. Hún er frábær rappari og lögin voru mjög fjölbreytt, allt frá hörðum töktum og macho rappi yfir í persónuleg slam ljóð án undirspils. Hún fór fram yfir tímann sinn og undir lokin var köttað á hljóðið en hún lét það ekki stoppa sig ég hélt áfram að rappa a capella og hoppaði síðan út í sal við dúndrandi lófaklappa áhorfenda. Þetta var upplifun ólík nokkru öðru á hátíðinni og flutningur á heimsmælikvarða.

 

Dúndrandi klúbbastemmning í Silfurbergi

 

Eftir transrappið var förinni heitið í Hörpu þar sem breski raftónlistarmaðurinn Jon Hopkins var að koma sér fyrir í Silfurbergi. Það var mesta klúbbastemmning hátíðarinnar og dúndrandi tekknóið hafði líkamleg áhrif á áhorfendur. Bassinn var svo djúpur að þú fannst fyrir honum innvortis og settið var fullt af útpældum uppbyggingum og vel tímasettum taktsprengingum. Silfurberg umbreyttist í risastóran næturklúbb og þó að flutningurinn væri kannski ekki mikið fyrir augað – Hopkins var bara einn á bakvið tölvu og tæki – þá heyrðirðu að það var greinilega mannshönd sem stýrði þessu og fokkaði í hljóðunum live.

 

Töffaralegt tæknirokk

 

Næst náði ég nokkrum lögum með Hermigervli á troðpökkuðum Harlem og salurinn ætlaði að tryllast í grýluslagaranum Sísí og Yamaha Yoga. Síðasta atriði sem ég sá var svo Captain Fufanu í Þjóðleikhúskjallaranum. Síðast þegar ég sá þá voru þeir bara tveir að fikta í hljómborðum og græjum en nú hafa þeir bætt við sig trommara, Gísla Galdri sem sá um raftól, og svo spila þeir sjálfir á gítar, trompet og syngja. Þetta kom mér skemmtilega á óvart og fyrrum tekknónördarnir umbreyttust í hálfgerðar rokkstjörnur með frábærum gítarstælum og töffaralegri sviðsframkomu.

 

Laugardagskvöldið toppaði fyrri daga hátíðarinnar og að sjá Mac DeMarco, Mykki Blanco og Jon Hopkins í röð var hápunktur hátíðarinnar fyrir mig. Að vera svo á leiðinni á Kraftwerk í kvöld er bara rjómi.

Davíð Roach Gunnarsson

Föstudagskvöldið á Airwaves

Mynd: siggi

Ég hóf leikinn á föstudeginum með því að sjá eins manns sveitina M-Band á Skuggabarnum við Hótel Borg. Ég hafði þó séð hann áður á hátíðinni því þessi fjölhæfi tónlistarmaður kom einnig fram með Nolo og Tonik. Hann leikur framsækið rafpopp og kemur fram með risastórt hlaðborð af alls konar tækjum og tólum og gaman að segja frá því að engin tölva var þar á meðal. Mér finnst eins og það sé langt síðan ég sá síðast performans hjá raftónlistarmanni þar sem engin Apple tölva er í augsýn. Hann var líflegur á sviðinu þar sem hann djöflaðist í græjum og söng og settið var skemmtilegt en þó stutt, og það hefði verið gaman að sjá fleiri í salnum.

 

Ferðinni var svo haldið í Hörpu þar sem ég hafði heyrt góða hluti um norsku sveitina Electric Eye. Þeir léku sýrulegna sækadelíu, mestmegnis án söngs, og náðu góðu flugi í löngum spunaköflum og framsæknum hljóðpælingum. Ég sótti síðan tónleika múm í Fríkirkjunni en þar náði röðin heilan hring í kringum bygginguna. Mikilfengleg kirkjan rammaði inn frábæra frammistöðu og lágstemmt rafpoppið töfraði safnaðarmeðlimi upp úr spariskónum.

 

Hugvíkkandi Hljóðsúpa

 

Úr Fríkirkjunni hjólaði ég beinustu leið yfir í Hörpu þar sem John Grant kom fram ásamt hljómsveit sinni. Ég hafði verið i mikilli varnarstöðu gagnvart honum sem tónlistarmanni vegna þrálátrar mótþróaröskunar og yfirgengilegrar ástar alls landsins á þessum mesta íslandsvini síðari tíma. En hann náði að vinna mig á sitt band með frábærum tónleikum í sumar og hann sveik engan í Silfurbergi þetta kvöld. Hljómsveitin er þrusuþétt og hann er einstaklega karismatískur frontmaður. Nýja efnið hans er þó er sérstöku uppáhaldi hjá mér, enda pródúserað af Bigga Veiru úr Gus Gus og hljómurinn minnir um margt á þá frábæru sveit.

 

Eftir það hélt ég yfir í Norðurljósasalinn þar sem sænska sækadelik-hljómsveitin Goat kom fram. Þau voru eitt af þeim böndum sem ég var hvað spenntastur fyrir og stóðu undir öllum mínum væntingum. Þau blanda alls kyns afrískum áhrifum og rokki í hugvíkkandi hljóðsúpu og koma fram með grímur í einhvers konar töfralæknabúningum. Söngkonurnar tvær frömdu magnaðan galdur og dönsuðu um allt sviðið auk þess sem lyfjuðu myndbandi var varpað á vegginn fyrir aftan þau. Þetta minnti helst á einhvers konar trúarathöfn hjá frumstæðum ættbálki og var feikilega fínt heppnað.

 

Besti söngvarinn á ballinu

 

Eftir frábæra tónleika Goat kom síðan annar hápunktur strax á eftir í formi kanadíska söngvarans Sean Nicholas Savage. Hann kom fram ásamt einum hljómborðsleikara og spilaði lo-fi popp í anda 9. áratugarins, mörg lögin voru í grunninn hálfgerðar “prom” ballöður. Hann er hreint út sagt frábær söngvari og nánast reif út eigið hjarta og matreiddi fyrir áhorfendur, svo tilfinningaþrunginn var flutningurinn.

 

Eftir þessa tvo framúrskarandi tónleika náði ég í skottið á harðkjarnabandinu Fucked Up sem voru afskaplega líflegir á sviði en aðallega utan þess. Söngvari sveitarinnar var greinilega með mjög langa míkrafónsnúru því hann hljóp salinn á enda og dansaði við áhorfendur og krádsörfaði af miklum móð. Tónlistin þeirra er ekki alveg mín ella en spilagleðin og krafturinn voru smitandi. Til að loka kvöldinu sótti ég svo tónleika Sykurs í þjóðleikhúskjallaranum sem settu allt í botn og keyrðu á trylltum dansi inn í nóttina.

 

Þriðja kvöldið á Airwaves var það besta hingað til og Goat og Sean Nicholas Savage eru toppar hátíðarinnar hjá undirrituðum. Umfjöllun straums um fyrstu tvö kvöldin má lesa hér og hér.

Davíð Roach Gunnarsson

Annað kvöldið á Airwaves

Mynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Eftir að hafa skilað af mér airwaves-grein gærdagsins hjólaði ég beinustu leið í Norræna húsið til að sjá kammerpoppsveitin Útidúr. Þau voru í feiknaformi í sal sem að hæfði þeim vel og hljómmikill flygill hússins kom sterkur inn. Þau léku aðallega nýlegt efni af væntanlegri plötu og lögin eru stór og metnaðarfull með flóknum útsetningum og kaflaskiptingum.

 

Næst sá ég Grísalappalísu sem ég sá einnig kvöldið áður í Hafnarhúsinu en í þetta skiptið léku þeir í plötubúðinni 12 tónum á Skólavörðustíg. Hljómsveitin stóð sig vel í Hafnarhúsinu en það var samt ennþá skemmtilegra að sjá þá í þessu agnarsmáa rými þar sem hljómsveitin var nánast ofan í áhorfendum. Söngvarinn Gunnar Ragnarsson var sem andsetinn í framkomu, eldrauður í framan öskrandi af lífs og sálarkröftum og nýbylgjudansaði fram og aftur eins og flogaveikur hani.

 

Þá var leiðinni haldið í kjallara 11-unnar en þegar ég mætti voru brimrokkararnir í Gang Related að hamra úr sér hjörtun í kröftugum gítarkafla. Þeir hafa bætt við sig nýjum meðlimum og skarta nú þremur gítarleikurum sem mynduðu kröftugan vegg í mestu rokkköflunum og spilagleðin lak af hverri einustu nótu.

Hellismannarokk og naumhyggjudraumur

Fyrsta hljómsveitin sem ég sá á opinberu dagskránni var bandaríska indíbandið Caveman sem góður rómur hafði verið gerður að fyrir hátíðina. Þeir voru smekklega klæddir og spiluðu einstaklega vandað og grípandi indírokk, sveifluðust frá angurværum ballöðum yfir í rokkaða slagara án þess að missa takt á milli.

 

Þvínæst sá ég Hjaltalín í Silfurbergssal Hörpu fremja kynngimagnaðan seið. Sveitin nánast enduruppgvötaði sig á sinni síðustu plötu, Enter 4, og tóku aðallega efni af henni. Þau hentu út hálfu sinfóníuhljómsveitinni sem hafði spilað á síðustu plötu og gerðu eins og margir aðrir á undan þeim, meira úr minna. Sá hljóðheimur skilaði sér frábærlega í Silfurbergi á þessum tónleikum, meiri botn en toppur, nýklassík en kammer, mínímalismi þar sem hvert hljóð fær nægilegt rými til að anda. Söngvararnir Högni og Sigríður stóðu sig með mikilli prýði og samsöngur þeirra var sérstaklega draumkenndur og dáleiðandi í laginu Letter To[…].

Andhetjugítarsóló

Síðasta atriði kvöldsins var svo goðsagnakennda indíbandið Yo La Tengo. Þau voru þrjú og róteruðu reglulega milli hljóðfæra og skiptust einnig á að syngja. Í settinu var talsvert um róleg og þjóðlagaskotin lög, oft án tromma, þar sem raddir voru meira hvíslaðar en sungnar. Þess á milli brast svo á með reffilegu rokki og surgandi rafmagnsgítarfimleikum sem voru skemmtilega óhefðbundnir, eins konar andhetjusóló í anda Sonic Youth. Þá voru einstaka lög fönkí á lágstemmdan hátt, með skoppandi hljómborðum og falsettusöng. Sumt var frábært en annað ekki jafn gott, og ég get ekki neitað því að það hefði verið gaman að heyra aðeins meira efni af plötunum I Can Hear the Heart Beating as One og And Then Nothing Turned Itself Inside-Out sem eru í miklu uppáhaldi hjá undirrituðum.

 

Eftir Yo La Tengo var haldið beinustu leið í háttinn þar sem allir þurftu að vakna snemma til að fara í Kraftwerk-röð í dag. Heilt yfir var annað kvöldið á Airwaves stórvel heppnað og ég er búinn að sjá fullt af frábærum tónleikum þrátt fyrir að að hátíðin sé bara tæplega hálfnuð.

Davíð Roach Gunnarsson