Straumur 14. október 2024

Remix plata frá Charli XCX, Sykur, CYBER, Biig Piig, Caroline Says, Pearson Sound, Chinese American Bear, Daryl Johns og fleira kemur við sögu í Straumi með Óla Dóra á slaginu 22:00 á X-inu 977!

1) Club Classics (ft. Bb trickz) – Charli XCX

2) Mean Girls (ft. Julian Casablancas) – Charli XCX

3) Pláneta Y – SYKUR

4) Arena – CYBER

5) Which Way Is Up  – Pearson Sound 

6) Plot Twist – CCL

7) 4AM – Biig Piig

8) Kids Go Down 孩子们的时光 – Chinese American Bear

9) Im So Serious – Daryl Johns

10) Painted Image – Oyama 

11) Dust – Caroline Says

12) A Fragile Thing – The Cure 

Bestu íslensku plötur ársins 2019

20) Kuldaboli – Stilleben 053

19) sideproject  – sandinista release party / ætla fara godmode

18) Sad Party – Sin Fang

17) Ásta Pjétursdóttir – Sykurbað

16) TSS – Rhino

15) kef LAVÍK – Blautt heitt langt vont sumar

14) Korter í flog – Anna & Bernhard Blume (drepa alla fasista)

13) Andy Svarthol – Mörur

12) Konsulat – …og rósir

11) Rauður – Semilunar

10) Markús – Counting Sad Songs

9) Gróa – Í glimmerheimi

8) Felix Leifur – Brot 1

7) Sykur – Já takk!

6) Skoffín – Skoffín bjargar heiminum

5) Pink Street Boys – Heiglar

4) Bjarki – Happy earthday

3) Sunna Margrét – Art Of History

2) K.óla – Allt Verður alltílæ

1) Grísalappalísa – Týnda rásin

Bestu íslensku lög ársins 2019

25) Heyri Ekki (ft. Don Tox) – Daði Freyr

24) Silki – Ari Árelíus

23) No Summer – Sin Fang

22) Oculi Cordis – Andy Svarthol

21) Brot 5 – Felix Leifur

20) Art Of History – Sunna Margrét

19) Rússíbani – Kraftgalli

18)Love From 99 (Hermigervill remix) – Hjaltalín

17) Eitt Krækiber Í Helvíti – kef LAVÍK

16) Glamra á minn gítar – Pink Street Boys

15) deux – ROKKY

14) Skoffín flytur í borgina – Skoffín 

13) Taking a Part of Me – JFDR

12) Semilunar – Rauður

11) Smoking – TSS

10) The Mandarin – Wanton Boys Club

9) Enn að læra – GKR

8) Svefneyjar – Sykur

7) Bungee Gum (ft. GRÓA) – Korter í flog

6) Súsí Lizt  – Jón Þór

5)Plastprinsessan vaknar – K.óla

4)Þrjúhundruðsextíuogfimmdagablús (sjáðu hjónin) – Grísalappalísa

3) Falskar Ástir – Floni

2) Hollustufjarki – Konsulat

1) Er ekki á leið – Markús

Listi á Spotify með öllum lögunum:

Straumur 28. október

Í Straumi í kvöld kíkir Sindri Már Sigfússon úr Sin Fang og Seabear í heimsókn, auk þess sem farið verður yfir nýtt efni frá Grísalappalísu, Sykur, Kanye West, Teebs, Sassy 009 og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00

1) Selah – Kanye West

2) Use This Gospel – Kanye West

3) Þurz2 – Grísalappalísa

4) I Might Be Time – Tame Impala

5) Constellations – Sin Fang

6) Waterphone – Seabear

7) Happiness – Sin Fang

8) Maybe In The Summer – Sassy 009

9) Svefneyjar – Sykur

10) Kókídós – Sykur

11) Something Awaits – Árni Vil & Teitur Magnússon

12) Atoms Song (ft. Thomas Stankiewicz) – Teebs

Bestu íslensku lög ársins 2018

30) Bíóbabb – Russian Girls & Kraftgalli

29) Í átt að tunglinu – JóiPé og Króli

28) Tvöfalt glas – Yung Nigo Drippin

27) Liar – Brynja

26) Forever Love – Kristín Anna

25) Ég er kominn og farinn – Jón Þór

24) Stimpla mig út – Valdimar

23) Skiptir ekki máli – Daði Freyr

22) Önnur tilfinning – Rari Boys

21) Líf ertu ekki að grínast – Prins Póló

20) Labels – Fufanu

19) Amma – Sunna

18) ( . )_( . ) – Bjarki

17) Ellismellur – Moses Hightower

16) Skuggadans – Kælan Mikla

15) Sometimes – TSS

14) Heimskur og breyskur (ft. Birnir) – Auður

13) Undir Trjánum – K.óla

12) Fánablár himinn – Andi

11) My Lips – Rokky

10) Vegkantur 2 (ft. Salka Valsdóttir) – Johnny Blaze & Hakki Brakes

9) Bína Bína – Soffín

8) New Moon – aYia

7) Sublime – Munstur

6) Disco Borealis – Hermigervill

5) Lífspeki (ft. dj flugvél og geimskip) – Teitur Magnússon

4) Loving None – Sykur

3) Seinasta tegundin – Markús og Alkemistarnir

2) Malar í kassanum – Bagdad Brothers

1) Dúfan Mín (ft. Birnir) – Logi Pedro

Fyrstu listamennirnir tilkynntir á Airwaves 2018

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 27 listamenn sem munu koma fram á hátíðinni dagana 7. til 10. nóvember á þessu ári. Þeir erlendu listamenn sem tilkynntir voru eru; Fontaines D.C, Girl Ray, Girlhood, Jade Bird, Jockstrap, Mavi Phoenix, Naaz, Sassy 009, Scarlet Pleasure, Soccer Mommy, Superorganism, The Orielles og Tommy Cash.


Hátíðin tilkynnti einnig um 14 íslenska listamenn; Agent Fresco, Auður, Between Mountains, Bríet, Cyber, Hugar, Júníus Meyvant, Kiryama Family, Rytmatik, Snorri Helgason, Sykur, Úlfur Úlfur, Una Stef og Valdimar,

 

Stórskotahríð á skilningarvitin á seinna kvöldi Sónar

Ég byrjaði seinna kvöldið á Sónar með tónleikum Sykurs í Norðurljósasalnum. Dúndrandi elektró-poppið sem pumpaðist út úr hljóðkerfinu kikkstartaði blóðrásinni í gang og útlimirnir byrjuðu ósjálfrátt að kippast til, stundum kallað að dansa. Agnes söngkona sveitarinnar er síðan náttúrafl út af fyrir sig og ein allra kraftmesta rödd og frontkona landsins. Hún er jafnvíg á söng og rapp og með sjarma og sviðsframkomu í gámavís. Það sem hún leggur svo í hárgreiðslu og föt er síðan listaverk út af fyrir sig. Það er meira skúlptúr heldur en outfit, í anda dívna eins Grace Jones og Lady Gaga. Þegar þau enduðu á Reykjavík og allur salurinn söng með og hoppaði í takt.

 Armageddon fyrir flogaveika

Næst á dagskrá voru gömlu tekknóbrýnin í Underworld. Þrátt fyrir að vera orðnir í kringum sextugt var engin ellimerki að sjá á sviðinu í Silfurbergi þetta kvöld. Það er ástæða fyrir því að þeir fylla fótboltaleikvanga af fólki, raftónlistin þeirra er kraftmikil, lífræn og full af orku. Sjóið þeirra er svo á einhverju allt öðru leveli. Þetta var eins og armageddon fyrir flogaveika, heimsstyrjöld háð með leysibyssum, snjóflóð af strobeljósum, sannkölluð stórskotahríð á skilningarvitum úr öllum áttum.

 

Það var erfitt að fylgja eftir Underworld en bresku rappynnjunni Nadiu Rosa fórst það mjög vel úr hendi. Hún hristi fram úr erminni hvern grime-bangerinn á fætur öðrum og fór svaðilförum á sviðinu í dansi, töffaratöktum og almennri útgeislun. Með henni í för voru þrjár hype-píur skástrik dansarar skátrik plötusnældur þannig það var allftaf hreyfing og flæði í atriðinu. Það var ungæðislegur kraftur sem flæddi í stríðum straumum um Norðurljósasalinn og orkan var áþreyfanleg í slögurum eins og Skwod.

 

Eftir Nadiu hélt ég aftur í Silfurberg að sjá Bjarka. Nafnið lætur ekki mikið yfir sér og hann er mun þekktari á heimsmælikvarða en heimavelli, er gefinn út af tekknótæfunni Ninu Kravitz og mjög alþjóðlega þekktur í þeirri kreðsu. Hann hefur undanfarið troðfyllt tónlistarhús, næturklúbba og hátíðarsvið um heim allan, þar á meðal tekknókirkjuna Berghain í Berlín. Þetta eru fyrstu stóru tónleikarnir hans á Íslandi og það var öllu til tjaldað.

Gúrkutekknó

Ef það væru gefin Eddu og/eða íslensku tónlistarverðlaun fyrir leikmynd á tónleikum þá ætti sá sem ber ábyrgðina á sviðnu hans Bjarka þau fyllilega skilið. Það voru þrjár gínur með sjónvarpsskjái í hausastað, reykur, leiserar og rúmlega tveggja metra hár maður í algalla sem væflaðist og ráfdansaði um sviðið. Annar maður í algalla tók myndbönd, kastaði gúrkum af sviðinu og hljóp hringi í kringum salinn. Tónlistin var grjótljónhart tekknó þar sem hver einasta bassatromma nísti inn að beini. Ég hafði bara hlustað á eitt lag með Bjarka áður en starði og hlustaði heillaður allan tímann. Þetta var besta atriði hátíðarinnar og skyldi mig eftir með öll skynfærin gapandi af lotningu.

 

Ég þurfti 15 mínútur af fersku lofti og sígarettureyk til að jafna mig eftir helgeggjunina sem var Bjarki, en síðan var Sónarferðalaginu haldið áfram niður í bílakjallarann þar sem Yamaho og Cassie spiluðu back to back sett. Það byggðist upp með stigmagnaðri sturlun og villtum dansi og setti fullkominn lokapunkt á hátíðina. Ég hlakka til á næsta ári.

 

Davíð Roach Gunnarsson

H.dór – Sound Asleep

Halldór Eldjárn meðlimur hljómsveitarinnar Sykur gaf á dögunum út sína aðra smáskífu undir nafninu H.dór sem er sólóverkefni hans en sú fyrsta Desert kom út í haust. Halldór ákvað fyrir tveimur árum síðan að byrja að safna í sarpinn fyrir sólóverkefnið og er plata væntanleg.
Nýja lagið heitir Sound Asleep og er kröftugt sumarlag og er jafnframt fyrsta lagið sem hann þenur eigin raddbönd í. Þó nýtur hann aðstoðar duglegra söngvélmenna. Það eru meðal annars vócóderar, talkbox og önnur söngelsk vélmenni.

Fleiri bætast við á Aldrei fór ég suður

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður tilkynntu í dag um fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en hún fer fram á Ísafirði um páskana eins og venja er og stendur því yfir 24. – 27. mars.

Þeir sem bætast við listann í dag eru: Emiliana TorriniGlowieSykur,  GKR og Tonik Ensemble. Áður hefur verið sagt frá því að hljómsveitin Risaeðlan komi fram á hátíðinni, sem hljóta að teljast stórtíðindi að auki sem Úlfur Úlfur, Agent FrescoMamma Hestur og Strigaskór nr. 42 skemmta getum AFÉS í ár.

Lokatónleikar á Lunga laugardaginn 18. júlí

SYKUR, Grísalappalísa, Gangly, Reykjavíkurdætur, Sturla Atlas og dj. flugvél og geimskip koma fram á lokatónleikum Lunga sem fara fram á  laugardaginn. LungA fagnar 15 ára afmæli sínu í sumar og munu þessir stórtónleikar setja lokapunktinn á þessa frábæru hátíð. Tónleikasvæðið við gömlu fiskvinnsluna verður ævintýraleg upplifun í sjálfu sér og á sérsmíðuðu sviði LungA munu hljómsveitirnar koma fram

Athugið að miðinn kostar 5.900 kr á tix.is til miðnættis 17. júlí. Eftir að miðasölu lokar á netinu verður einungis hægt að versla miða við hurð á tónleikdardaginn, kostar þá miðinn 6.900 kr.