Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Wet Leg, Seabear, Toro y Moi, Channel Tres, Peggy Gou, Miss Kittin & The Hacker og mörgum fleirum. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 22:00.
1) Ur Mum – Wet Leg
2) Make It All Up – Seabear
3) Déjà Vu – Toro y Moi
4) Acid in My Blood – Channel Tres
5) I Go (Soulwax Remix) – Peggy Gou
6) Purist – Miss Kittin & The Hacker
7) Sirens (feat. Caroline Polachek) – Flume
8) Things will be fine (Bratty remix) – Metronomy
9) 3210 (ross from friends remix) – Jeshi –
10) Multi-Game Arcade Cabinet (ft. R.A.P. Ferreira) – Open Mike Eagle
11) II – Oren Ambarchi, Johan Berthling, Andreas Werliin
Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni Wet Leg, Kurt Vile, Le Pain, Seabear, Charlotte Adigéry og mörgum fleirum. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 22:00.
Í Straumi í kvöld kíkir Sindri Már Sigfússon úr Sin Fang og Seabear í heimsókn, auk þess sem farið verður yfir nýtt efni frá Grísalappalísu, Sykur, Kanye West, Teebs, Sassy 009 og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00
1) Selah – Kanye West
2) Use This Gospel – Kanye West
3) Þurz2 – Grísalappalísa
4) I Might Be Time – Tame Impala
5) Constellations – Sin Fang
6) Waterphone – Seabear
7) Happiness – Sin Fang
8) Maybe In The Summer – Sassy 009
9) Svefneyjar – Sykur
10) Kókídós – Sykur
11) Something Awaits – Árni Vil & Teitur Magnússon
Íslenska raftónlistar dúóið Spítali sem samanstendur af tónlistar- og myndlistarmönnunum Halldóri Ragnarssyni og Sindra Má Sigfússyni, sem áður voru saman í hljómsveitinni Seabear, sendi í dag frá sér glænýtt lag sem nefnist Schaffhausen. Félagarnir byrjuðu að eigin sögn að krukka í hústónlist saman seinasta vetur og var lagið You sem kom út í mars á þessu ári fyrsti afraksturinn af því samstarfi. Dúóið stefnir á að gefa út fjögra laga plötu í framtíðinni á vínyl og verða bæði lögin á henni. Eins og You var Schaffhausen hljóðblandað af Friðfinni Oculus ásamt hljómsveitarmeðlimum og masterað af Friðfinni. Straumur frumsýnir hér myndbandið við lagið sem gert var af Mána M. Sigfússyni.
Tónlistarmennirnir Halldór Ragnarsson og Sindri Már Sigfússon, sem áður voru saman í hljómsveitinni Seabear, voru að senda frá glænýtt lag í dag að nafninu You og koma þar með nýju verkefni á laggirnar sem nefnist Spítali. Félagarnir byrjuðu að eigin sögn að krukka í hústónlist saman í vetur og er lagið You fyrsti afraksturinn af því samstarfi. Lagið var hljóðblandað af Friðfinni Oculus ásamt hljómsveitarmeðlimum og masterað af Friðfinni. Straumur frumsýnir hér myndbandið við lagið sem gert var af Mána M. Sigfússyni. Um er að ræða einstaklega vandað húslag með rómantískum blæ og er myndbandið til fyrirmyndar. Það verður áhugavert að fylgast framtíð Spítalans.
Airwaves yfirheyrslan er nýr liður á síðunni til að kynna Iceland Airwaves hátíðina og nokkra af þeim íslensku listamönnum sem koma fram á hátíðinni í ár. Fyrstur til yfirheyrslu er Sindri Már Sigfússon sem flestir íslenskir tónlistaráhugamenn ættu að kannast við. Hann er forsprakki tveggja hljómsveita sem hafa spilað oft á Iceland Airwaves á síðustu árum – Seabear og Sin Fang en Sindri mun koma fram með þeirri seinni í Gamla Bió föstudaginn 2. nóvember klukkan 0:50.
Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?
Ég held að það hafi verið 2001. man ekkert hvað ég sá.
Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?
Það eru nokkrir. Á seinustu árum var ég mjög hrifinn af Dirty Projectors og Haushka með samuli í fríkirkjunni var klikkað. Shins (2004) og Rapture (2002) tónleikarnir standa líka uppúr.
Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves?
2004 minnir mig áður en við gáfum út fyrstu seabear plötuna. Það var mjög skemmtilegt og kom skemmtilega á óvart hvað það mætti mikið af fólki. Hef spilað á 8 eða 9 hátíðum í það heila en þetta eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem ég hef spilað á. Þetta var í fyrsta sinn sem við spiluðum með fullri hljómsveit og ég var bara mjög ánægður með að vera að spila yfirhöfuð.
Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?
Mér finnst hún vera orðin meira pro. Vel farið með mann og svona. Mér finnst þetta ein skemmtilegasta vika ársins.
Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?
Ég er mjög hrifinn af Iðnó. Mér fannst líka mjög gaman að spila á Nasa á Airwaves því að það var eiginlega eina skiptið sem maður gat fengið alveg fullt af fólki á Nasa. Svo er ég mjög ánægður með að óperan sé komin inní þetta.
Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?
Vorum að spila á sama tíma og Beach House eitt árið, það var leiðinlegt að missa af þeim. Eitt árið þá fórum við á Bandaríkjatúr á fimmtudeginum þannig að við misstum af öllu festivalinu.
Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár?
Við vorum að spila með Anna Von Hausswolff um daginn og það var rosalegt. Svo langar mig að sjá Goat, Jon Hopkins, Mariam The Believer og Mykki Blanco. Svo finnst mér fínt að labba bara um og sjá eitthvað sem ég hef ekki hugmynd um hvað er.
Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig og þínar hljómsveitir?
Hef alveg kynnst einhverju bransafólki í gegnum þessa hátíð og spilað á öðrum hátíðum eftir að einhver sá okkur þarna.
Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?
7-8 sinnum held ég. Ekkert miðað við Magga trommara (Magnús Tryggvason Eliassen trommara Sin Fang)
Kraftwerk eða Yo La Tengo?
Yo La Tengo.
Listasafnið eða Harpa?
Bæði.
Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?
Bara skemmta sér og vera ekki að stressa sig of mikið á því að það séu einhverjir útlenskir blaðamenn í krádinu.
Sindri Már Sigfússon er skrambi afkastamikill náungi. Ekki aðeins tekst honum að gleðja fólk reglulega með hljómsveitinni Seabear, heldur gefur hann líka út plötur og kemur fram undir nafninu Sin Fang, sem er einskonar sóló-hliðarverkefni Sindra (skemmtileg staðreynd: Seabear var einusinni sólóverkefni líka, en svo breyttist Seabear í hljómsveit). Svo tekur hann stundum líka upp plötur með öðrum tónlistarmönnum og aðstoðar þá í hvívetna (hann vann t.d. að síðustu plötu öðlingsins Snorra Helgasonar, hinni stórgóðu Winter Sun).
Nema hvað, það eru alltaf að koma út plötur með Sindra og nú er ný slík á leiðinni undir merkjum Sin Fang. Heitir sú Flowers og er alveg bráðskemmtileg. Sindri ætlar að fagna útgáfu plötunnar á skemmtistaðnum Harlem í kvöld (fimmtudag, sko) og lofar í viðburðarsíðu partýsins að hann ætli að spila fullt af kræsilegri hip hop músík. Þetta er auðvitað mikið gleðiefni, enda platan stórkostleg áhlustunar og svo er líka alltaf gaman að drekka bjór og hlusta á næs hip hop. Af því tilefni sendum við Sindra tölvupóst og báðum hann að segja okkur aðeins frá hip hopinu í lífi sínu.
Sæll Sindri, til hamingju með nýju Sin Fang plötuna!
Halló! Takk!
Ég er búinn að hlusta aðeins á hana. Þetta er gæða gripur! En það er helst til lítið rappað á henni. Af hverju er það?
Takk! Við klipptum út allt rappið á seinustu stundu í mixinu.
[Look at the Light af breiðskífunni Flowers. Rappleysi lagsins er tiltölulega áberandi]
Gætirðu hugsað þér að gera einhverntíman rapp plötu?
Nei ég held að ég leyfi ekta röppurum að sjá um það. Ég held að ég myndi ekki vera neitt rosalega sannfærandi rappari. því miður.
En að búa til takta fyrir einhvern annan sem rappar?
Já, það gæti verið gaman að prófa.
Að öllu gamni slepptu, þá hefur ekki farið fram hjá neinum að þú ert mikill hiphop aðdáandi, eins og sjá má ef maður eltir þig á Twitter og viðlíkasamskiptamiðlum. Af hverju höfðar hip hop tónlist svona sterklega til þín? Hvað er það við hip hop músík sem gerir hana ómótstæðilega í þínum eyrum?
Ég veit það ekki alveg. stundum finnst mér lögin bara vera fyndinn en stundum finnst mér eins og maður sé að fá að kíkja inní einhvern heim sem er frekar langt frá mínum veruleika. Og stundum eru þetta bara svo skemmtileg lög.
Hverjar eru helstur rapp-hetjurnar sem þú hlustar á? Aðhyllistu einhvern sérstakan skóla hip hops (suðurríkjaskólann, gangsta rabb, old skool, etc)?
Ég hlustaði eiginlega bara á hip hop og rapp þegar að ég var unglingur. Þá var það Wu Tang, Smiff n Wessun, Black Moon, Outkast, Redman, Roots osfv. Svo tók ég reglulega upp Kronik þáttinn sem Robbi Rapp stýrði á kassettu. Hlusta á það í bland við nýtt svo að ég myndi bara segja að ég hlusti á ’90s rapp í bland við svona nýtt hóstasafts pillu rapp.
Hvað finnst þér um svona bakpokarapp, eins og Sole og allt Anticon gengið. Og Slug og þá.
Kveikti eiginlega aldrei á þeirri bylgju.
Hverjir finnst þér svona bestir allra tíma? Og af hverju?
Wu Tang? Enter the 36 Chambers?
Hver er besta hip hop plata allra tíma að þínum dómi og af hverju?
Þær plötur sem ég hef örugglega hlustað á mest eru Doggystyle með Snoop og Ready to Die með Biggie. Hlusta ennþá á þær.
En hverju hefurðu verið að veita athygli svona upp á síðkastið? Hvaða nýja gengi ertu að fíla?
A$AP Rocky finnst mér vera mjög skemmtilegt. veit ekki hvort að R. Kelly falli undir hip hop en ég hlusta mikið á hann. Sérstaklega ef að ég er að fá mér.
Talandi um A$AP Rocky, hvað finnst þér um það gengi allt? Er eitthvað varið í þetta?
Mér finnst A$AP Rocky sjálfur allavegana mjög skemmtilegur. Hef ekki tékkað á miklu frá hinum röppurunum í þessu gengi. Peso, Purple Swag, Fucking Problems eru allt æðisleg lög.
En Odd Future krakkana. Eru textarnir of hómófóbískir/kvenfyrirlitaðir til að maður geti haft gaman af þessu með góðri samvisku?
Ég er ekki ennþá búinn að kveikja á þessu. Fíla samt Frank Ocean plötuna mjög vel. Held að þessir krakkar séu samt að reyna að sjokkera frekar en að vera einhverjir homophobes eða kvennhatarar.
Hvaðan færðu þínar upplýsingar um rabbmúsík? Það er ekki mikið fjallað um hana í íslenskum fjölmiðlum, ef frá er talinn frábær þáttur Danna Delúx á Rás 2. Ertu að sækja þessa músík mest erlendis frá?
Bara frá vinum og blogg síðum. Hef ekki tékkað nógu oft á þættinum hans Danna Delúx en ætla að bæta úr því.
Hefurðu veitt íslensku hip hopi sérstaka athygli? Hverja fílarðu þar, og hvers vegna?
Hef ekki fylgst neitt sérstaklega vel með því seinustu ár. Fíla Gísla Pálma mjög vel þessa dagana.
Hvað finnst þér um Afkvæmi Guðanna?
Eru þeir ekki hættir? Hættu að hringja í mig hættu að senda mér smsss.
Tókstu afstöðu með Móra eða Poetrix í bífinu þeirra?
Haha nei.
En Móra eða Erpi?
Neibb.
En Erp eða Subta krewinu?
Nei ég vil ekki vera drepinn. Er samt til í að dissa eitthvað indie band sko.
Hver er frægasti rappari sem þú hefur hitt?
Hitaði einusinni upp fyrir Ghostface Killah. Held að ég hafi ekki heilsað honum samt.
Hver er flottasta ríma sem þú hefur heyrt?
“You say no to drugs / Juicy J can’t”
Ef þú mættir gera lag með einum rappara, hver yrði það?
Ol’ Dirty Bastard.
Hvort finnst þér mikilvægara upp á gott hip hop lag, takturinn (músíkin) eða textinn?
Bara misjafnt. Textinn þarf nú ekki að vera merkilegur. Held að þetta ég hafi spilað þetta lag oftast í fyrra, þar sem textinn er aðalega um að hann búi við hliðina á kobe bryant.
Hvor finnst þér betri, 50 Cent eða Eminem?
Eminem finnst mér skárri.
Hvað verðurðu svona helst að spinna í Sin Fang partýinu á fimmtudagskvöld? Hvað verður mikið af fríbjór?
Bara eitthvað nýtt í bland við gamalt. Það verður vonandi bara nóg af bjór. Annars kaupi ég kannski bara kassa af Hennesy.
Viðtal og myndvinnsla: Haukur S. Magnússon. Haukur er á Twitter. Það var og.
Tónlistarmaðurinn Sindri Már Sigfússon sem hefur verið fremstur í flokki í hljómsveitunum Seabear og Sing Fang hefur nú komið þriðja verkefni sínu á stað sem nefnist Pojke. Sindri gaf í dag út lagið She Move Through Air sem er eitt af ferskari íslensku efni sem greinarhöfundur hefur heyrt á þessu ári. Myndband við lagið sem leikstýrt er af Mána M. Sigfússyni er hægt að horfa á hér fyrir neðan. Einnig er hægt að hlaða niður laginu frítt af Soundcloud síðu Pojke.