Sindri Már Sigfússon með nýtt verkefni

 

Tónlistarmaðurinn Sindri Már Sigfússon sem hefur verið fremstur í flokki í hljómsveitunum Seabear og Sing Fang hefur nú komið þriðja verkefni sínu á stað sem nefnist Pojke. Sindri gaf í dag út lagið She Move Through Air sem er eitt af ferskari íslensku efni sem greinarhöfundur hefur heyrt á þessu ári. Myndband við lagið sem leikstýrt er af Mána M. Sigfússyni er hægt að horfa á hér fyrir neðan. Einnig er hægt að hlaða niður laginu frítt af Soundcloud síðu Pojke.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *