Fyrsti safndiskur Myrkfælni

Fyrsti safndiskur Myrkfælni sem verður blað tileinkað jaðartónlist kom út á dögunum. Stofnendur blaðsins eru þær Kinnat Sóley Lydon og Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir, fyrsta tímaritið er væntanlegt innan skamms.  Á safndisknum eru lög með Kvöl, Kælunni Miklu, Godchilla, madonna + child, Dead Herring PV, Kuldabola, Rex Pistols, Countess Malaise, DÖPUR, Anda, Dauðyflinum, 「Húni, aska, Lord Pusswhip, Sólveigu Matthildi, ROHT, Dulvitund, SKRÖTTUM, Harry Knuckles og AAIIEENN. Hlusta má á plötuna hér fyrir neðan.

 

Bestu íslensku plötur ársins 2016

25. Cyber – Cyber is Crap

24. Indriði – Makril

23. EVA808 – Psycho Sushi

22. Ruxpin – We Became Ravens

21. Kef LAVÍK – Vesæl í kuldanum

20. Stroff – Stroff

19. Wesen – Wall Of Pain

18. asdfhg – Kliður

17. Pascal Pinon – Sundur

16. Sindri 7000 – Tónlist fyrir kafara

15.  Hexagon Eye – Virtual

14. Alvia Islandia- Bubblegum Bitch

13. Mugison – Enjoy

12. Suð – Meira Suð

11. Davíð & Hjalti – RVK Moods EP

10. Amiina – Fantomas

9. TSS – Glimpse Of Everything

8. Snorri Helgason – Vittu Til

7. Jón Þór – Frúin í Hamborg 

6. Páll Ivan frá Eiðum – This Is My Shit

5. Black Lights – Samaris

Á sinni þriðju og bestu plötu tekst Samaris að skila af sér beinskeyttu og hnitmiðuðu verki sem heldur manni frá fyrstu nótu.   

4. Aron Can – Þekkir Stráginn

Hinn 16 ára gamli Aron Can kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf með sinni fyrstu ep plötu í vor. Hægt er að þekkja stráginn á taktföstum bassa og söng-rappi sem er í senn áreynslulaust og sjarmerandi.

3. Kælan Mikla – Kælan Mikla

Ískalt ljóðapönk Kælunar rammað inn í átta laga heildsteypta plötu sem rennur í gegn eins og þytur í laufi.

2. Andi – Andi

Tónlistarmaðurinn Andri Eyjólfsson sem gengur undir listamannsnafninu Andi gaf út samnefnda plötu hjá Lady boy records í sumar. Léttleikandi og stórskemmtilegt rafpopp með sterkum italo-disco áhrifum. Andi tekur arfleið Giorgio Moroder og fær sér sundsprett í henni.

1. GKR – GKR EP

Á sinni fyrstu Ep plötu hefur Gauki Grétusyni eða GKR tekist að fara úr því að verða einn efnilegasti rappari Reykjavíkur í að verða einn sá besti. Á plötunni er vandað til verks og hefur Gaukur fengið aðstoð frá hæfileikaríkum taktsmiðum bæði hér heima og erlendis.

Bestu íslensku lög ársins 2015

Bestu íslensku lögin 2015 by Straumur on Mixcloud

25) Nissan Sunny – Laser Life

 

24) Roska – Gímaldin

 

23) Girlfriend For The Summer – Sumar Stelpur

 

22) Í næsta lífi – xxx Rottweiler hundar

 

21) 2AM – Japanese Super Shift

 

20) Desert – H.dór

 

19) Harmala – Gunnar Jónsson Collider

 

18) SU10 – Daveeth

 

17) Koddíkossaslag – Kött Grá Pjé

 

16) Low Road – Wesen

 

15) Draumalandið – Gísli Pálmi

 

14) Your Collection (Nick Zinner remix) – Fufanu

 

13) Special Places (ft. Jófríður) – Muted

 

12) Quicksand – Björk

 

11) ÆJL -Singapore Sling

 

10) The Dream – Buspin Jieber

Lokalag ep plötunnar We Came As We Left sem kom út 25. mars. Líkt og bandaríski fóstbróðir hans Com Truise tekur Buspin Jieber það besta úr raftónlist 9. áratugarins og blandar því saman við nýrri áherslur.

9) Enginn  Þríkantur hér – Elli Grill og Leoncie

Maður mynd halda að það fá Leoncie til að syngja með sér lag væri ávísun á grínflipp sem endist ekki lengi. En þetta lag, sem er í raun endurgerð á lagi Leoncie, er alveg stórgott þó það sé líka dálítið fyndið. Takturinn er eins og fljótandi kódín og Elli Grill og Leoncie skiptast á súrrealískum línum og það er mikil kemistría á milli þeirra.

8) Endurminning (Lauren Auder) – Lord Pusswhip

Á fyrstu plötu Pusswhip úir og grúir af tilraunakenndu, lyfjuðu og pönkuðu hipp hoppi en lagið sem greip okkur mest var hið ljúfsára Endurminning þar sem hann fær söngvaranna Lauren Auder til liðs við sig. Ægifagurt í einfaldleika sínum og minnir nokkuð á skjannahvíta soul söngvarann Spooky Black.

7) Kalt – Kælan Mikla

Kalt ber svo sannarlega nafn með rentu því trommuheila og hljómborðshljómurinn er svalur virðingarvottur við drungalegt síðpönk fyrri hluta 9. áratugarins og hrá ljóðræna textans er ískaldari en sjálfur Gísli Pálmi.

6) So In Love With U – MSTRO

Reykvíski tónlistarmaðurinn Stefán Páll Ívarsson sem gengur undir listamannsnafninu MSTRO gaf út þetta stórkostlega lag í upphafi árs. Stöðugur taktur, drungaleg söngrödd og skýr skilaboð.

5) Love Love Love Love – Helgi Valur

Meistaraverk Helga Vals af plötu hans Notes from the Underground. Samið inn á geðdeild í miðju geðrofi. Stórbrotið og epískt lag um ástina.

4) We Live For Ages – Hjaltalín

Fyrsta lagið sem Hjaltalín sendir frá sér frá því að platan Enter IV kom út árið 2012. Ef þetta lag er forsmekkurinn af því sem koma skal er ekki annað hægt en að vera spenntur fyrir framtíð hljómsveitarinnar. Ferskt, kærulaust og jákvætt.

3) Stelpur – Jón Þór

Í Stelpur fangar Jón Þór kjarna þess að vera ungur, örvæntingarfullur og ástsjúkur í miðri hringiðu reykvísks næturlífs. Passlega hrátt sándið og fáránlega grípandi viðlagið klístrast við heilabörkinn í marga daga eftir hlustun.

2) Morgunmatur – GKR

GKR skapaði sér heldur betur nafn í sterkri hip hop senu á árinu með lofsöng um mikilvægustu máltíð dagsins, morgunmatinn. Þegar aðrir rapparar rappa um hvað þeir eru harðir hefur GKR ótrúlega næmt auga fyrir amstri hversdagslífsins.

1) Elskan Af Því Bara – Vaginaboys

Þessi angurværi R’n’B slagari kom eins og þruma úr heiðskýru lofti í vor. 808 trommuheili, 80’s synþar og átótúnaður söngur skapa seiðandi ástaróð sem er sexí og sorglegur í hnífjöfnum hlutföllum.

KEXPort 2015

Tónleikahátíðin KEXPort verður haldin í fjórða skiptið í portinu fyrir aftan KEX Hostel laugardaginn 18. júlí næstkomandi frá tólf á hádegi til miðnættis. Tónleikarnir eru haldnir til heiðurs KEXP í Seattle og munu koma fram tólf tónlistaratriði á jafn mörgum klukkustundum. KEXP er útvarpsstöð sem sótt hefur Ísland árlega allt frá árinu 2009 og hefur unnið óeigingjarnt starf til kynningar íslenskrar tónlistar í Bandaríkjunum og víðar í heiminum.

Hátíðin er haldin í portinu fyrir aftan Kex Hostel og eru þeir opnir almenningi á meðan rúm leyfir. Mikill stemmning er fyrir KEXPort í ár og er óhætt að segja að segja að fjölbreytni tónlistaratriða sé með besta móti.
Myndbandstöku af tónleikunum í ár verður streymt beint í gegnum KEXP.ORG, Kexland.is og MusicReach.tv og er það í fyrsta skiptið sem það verður gert.

Dagskrá tónlistaratriða er efirfarandi:

12:00 Sóley

13:00 Teitur Magnússon

14:00 Kælan Mikla

15:00 Futuregrapher

16:00 Markús and the Diversion Sessions

17:00 Valdimar

18:00 Rökkurró

19:00 Muck

20:00 Gísli Pálmi

21:00 DJ Yamaho

22:00 Agent Fresco

23:00 Emmsje Gauti

Meðal þeirra sem hafa komið fram á KEXPort eru Samúel Jón Samúelsson Big Band, Kiriyama Family, Ghostigital, Low Roar, Sóley, Tilbury, Snorri Helgason, Úlfur Úlfur, Mr. Silla, Sykur, Dimma, Reykjavíkurdætur, Sometime, Kött Grá Pje, MUCK, Kippi Kanínus og Moses Hightower.

Bestu íslensku lög ársins 2014

30. Hossa Hossa – Amaba Dama

 

29. Svínin þagna – Úlfur Kolka

 

28. The Music – Worm Is Green

 

27. Specters – kimono

 

26. FM Acid Lover – Futuregrapher

 

25. 100 kg – Pretty Please

 

24. I’m Leaving – Low Roar

 

23. Quiet Storm – Asonat

 

22. Circus Life – Fufanu

 

21. Held – Kiasmos

 

20. Special Place – Muted

 

19. Old Snow – Oyama

 

18. Brewed In Belgium – Hermigervill

 

17. Until We Meet Again (Applescal Remix) – Tonik Ensemble

 

16. Cut – russian.girls

 

15. Mánadans – Kælan Mikla

 

14. Vinur vina minna – Teitur Magnússon

 

13. Absolute Garbage – Singapore Sling

 

12. Strange Loop – Sykur

 

11. Venter (Evian Christ remix) – Ben Frost

 

10. Steinunn – Boogie Trouble

Diskóið er eins og rottur og kakkalakkar, það mun aldrei deyja út, en þegar erfðaefnið er eins gott og Boogie Trouble eru allar líkur á því að það auki við kyn sitt. Eftirvæntingin eftir fyrstu breiðskífu Boogie Trouble er orðin umtalsverð og ekki minnkaði hún í vor þegar lagið Steinunn kom út. Fyrstu bassanóturnar framkalla strax kippi í líkamanum sem aukast þegar wah-wah gítarinn bætist við og í viðlaginu ætti allur líkaminn að vera kominn á mikla hreyfingu. Steinunn beyglar munninn því hún er að fara beinustu leið á ball.

9. Expanding – Páll Ivan frá Eiðum

Páll Ívan frá Eiðum stimplaði sig rækilega inn á árinu með þeim drungalega rafgjörningi sem lagið Expanding er. Hikstandi bassi, stafrænir skruðningar og draugaleg röddin er uppistaðan í þessari rafrænu hryllingsvögguvísu, og myndbandið er eitt það besta sem kom á árinu.

8. Distant Lover – Myndra

Firnasterkt indípopp með óaðfinnanlegum hljómi, grípandi viðlagi, singalong-kafla og óvenjulegum ryðma.


7. Evel Knievel – Pink Street Boys

Evel Knievel er eins og tónlistarlegt ígildi ryðgaðs hnífs sem er stungið í síðuna á þér og snúið og juggað í hringi og fram og til baka. Ekki tónlist til að slást við heldur tónlist sem slæst við þig. Rokk sem veður inn á skítugum strigaskónum og sparkar í rassa, punga, píkur og bara allt sem verður á vegi þess. Ekki ferskur andblær heldur sterk andremma sem fyllir upp í vit smáborgaralegrar fagurfræði og skilur eftir sig slóð eyðileggingar, tómra ódýrra bjórdósa og sígarettustubba.

6. The End – Fm Belfast

Gleðisveit landsins kemur með enn einn elektró-smellinn sem gætti brætt hjörtu allra hörðustu bölsýnismanna. Því FM Belfast eru vinir þeirra líka.

5. Ever Ending Never – M-band

Jon Hopkins hittir Gus Gus á bar í Berlín, þeir skella sér á Berghain og enda svo í eftirpartýi hjá Caribou snemma morguns þar sem sólin skín í gegnum gluggatjöldin. Svona kvöld sem þú vildir óska að myndi aldrei enda. Fljótandi tekknó sem seytlar jafnt inn í undirmeðvitundina og blóðrásina.

4. Flýja – Grísalappalísa

Á síðari plötu Grísalappalísu, Rökréttu Framhaldi, stækkuðu þeir út hljóðheim sinn og hvergi heyrðist það betur en í því stórbrotna ferðalagi sem lagið Flýja er. Hyldjúp ballaða sem hljómar á köflum eins og Lou Reed, Bob Dylan eða Serge Gainsbourg með epískri strengjaútsetningu sem á í samtali við lagið frekar en bara að fylgja því.

3. Crossfade – Gusgus

Crossfade er það sterkt lag að við mundum eftir því eftir tónleika á Sónar í febrúar 2013, alveg þangað til það kom loksins út rúmlega ári síðar í apríl á þessu ári. En biðin var vel þess virði, hljómurinn vélrænn en samt þokkafullur og textinn ljúfsár óður til upphafsára danstónlistarinnar í bland við kynferðislega undirtóna. Dökk og kynþokkafull rödd Daníels Ágúst bergmálar út í eilífðina í versunum og bjartur barítónn Högna í viðlaginu er fullkomið mótvægi.

2. Fuck With Someone Else – Gangly

Íslenskt svar við FKA Twigs, framúrstefnulegt Trip Hop með bragðaref af stafrænum, hliðrænum og lífrænum hljóðum og röddum sem eru skældar og teigðar í ótal áttir. Algjör andstæða við fyrsta sætið á listanum, frámunalega móðins, kosmópólítan og erlendis þar sem kúlið er meitlað í stein.

1. París Norðursins – Prins Póló

Það kom aldrei neitt annað til greina. Grófur synþabassinn, dúndrandi bassatromman og textinn eins og Hrafns Gunnlaugs-leg greining á stemmningu og helstu persónum í erkitýpísku íslensku sjávarþorpi. Knappt, hnyttið, beint í mjaðmirnar og ör í hjarta þjóðarsálar. Hljómar eins og diskókúla í síldarbrennslu eða reif í frystihúsi, eins íslenskt og það gerist. Meira að segja ofspilunin hefur ekki bitið á því. Prins Póló á Bessastaði!

Tónleikar vikunnar 27. febrúar – 2. mars

Miðvikudagur 26. febrúar

Sin Fang og Hudson Wayne koma fram á Harlem Bar. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 1500 kr í reiðufé inn.

Fimmtudagur 27. febrúar

Hljómsveitin “Skuggamyndir frá Býsans”  heldur tónleika í Mengi á Óðinsgötu 2. Efnisskráin er samsett af þjóðlegri tónlist frá Búlgaríu, Tyrklandi, Makedóníu og Grikklandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Brilliantinus, Gunnar Jónsson Collider, EINAR INDRA  og russians.girls (live) koma fram á Heiladans 32 á Bravó. Heiladansinn byrjar kl. 21 en DJ Dorrit sér um að koma fólkinu í gírinn.

Hljómsveitin Kiss the Coyote heldur tónleika Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt  inn.

Emmsjé Gauti heldur frumsýningarparty fyrir nýtt myndband á Prikinu. Partýið er frá 8-10 en eftir það taka YOUNG ONES við spilurunum.

Tónleikur heldur sína 7. tónleikaröð á Stúdentakjallaranum. Eftirfarandi listamenn munu koma fram: Tinna Katrín, Stefán Atli, Unnur Sara, Silja Rós, Tré og Slowsteps. Það er ókeypis inn og byrja tónleikarnir klukkan 21:00

Loji kemur fram á Hlemmur Square. Loji er hljómsveit sem spilar indí skotið pop. Hljómsveitin samanstendur af Grími Erni Grímssyni, Jóni Þorsteinssyni og Loji Höskuldsson. Loji er búin að gefa út tvær plötur Skyndiskissur og Samansafn en sú síðarnefnda kom út í októbermánuði 2013. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er ókeypis inn.

Föstudagur 28. febrúar 

 

Kristín Þóra heldur tónleika í Mengi. Kristín spinnur víólu- og hljóðvef um eigin lagasmíðar og fær til liðs við sig góða gesti. Kristín er víóluleikari með meiru og hefur starfað með fjölda hljómsveita og listamanna undanfarin ár. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Laugardagur 1. mars

Blacklisted, kimona, Grísalappalísa, Klikk, Kælan Mikla og Ofvitarnir koma fram í Hellingum í TÞM. Tónleikarnir eru fyrir alla aldurshópa og hefjast klukkan 18:00. Það kostar 1000 krónur inn.

Low Roar blæs til tónleika í Mengi. Sveitin er stofnuð af Ryan Karazija sem fluttist til Íslands frá San Francisco. Tónleikarnir í Mengi marka þá fyrstu í tónleikaferð Low Roar til kynningar á nýrri breiðskífu þar sem sveitin spilar t.a.m. 9 sinnum í Póllandi næstu 9 daga eftir tónleikana í Mengi.Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Sunnudagur 2. mars

KÍTÓN kynnir TÓNAR OG FLÆÐI í opnum rýmum Hörpu frá kl. 13.00 – 17.00. Fram koma í hornum Hörpu tónlistarkonur úr öllum áttum. Ókeypis aðgangur!

MUNNHARPAN

13.00 – 13.20 – Kristjana Arngrímsdóttir

14.00 – 14.20 – Brother Grass

15.00 – 15.20 – Rósa Guðrún Sveinsdóttir

16.00 – 16.20 – Magnetosphere

 

YOKO – HORNIÐ

13.20 – 13.40 – Adda

14.20 – 14.40 – Guðrún Árný

15.20 – 15.40 – Mamiko Dís,

16.20 – 16.40 – Nína Margrét Grímsdóttir,

 

NORÐURBRYGGJA

13.40 – 14.00 – Íris

14.40 – 15.00 – Bláskjár

15.40 – 16.00 – Brynhildur Oddsdóttir

16.40 – 17.00 – Una Stef

Tónleikahelgin 28/11 – 1/12

Fimmtudagur 28. nóvember

Pink Street Boys, Kælan Mikla og Þórir Georg koma fram á ókeypis tónleikum á Dillon klukkan 22:00. 

Hljómsveitin Tilbury fagnar útgáfu plötunnar Northern Comfort með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu. Snorri Helgason og hljómsveit hans sjá um upphitun og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00 en miðaverð er 2500 kr.

Tónlistarmaðurinn Loji með tónleika á Kex Hostel sem hefjast klukkan 20:30. 

Hljómsveitirnar Grísalappalísa og Logn koma fram á Harlem. Miðaverð er 1000 kr og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00.

 

Föstudagur 29. nóvember 

Marcos Cabral, annar helmingur dúósins Runaway mun þeyta skífum á Harlem Bar um upphitun sjá Fknhndsm og Steindor Jonsson

 

Laugardagur 30. nóvember 

Hljómsveitin Sudden Weather Change mun spila í hinsta sinn og fagna lífi sínu, starfi og tímum á Gamla Gauk. Markús & The Diversion Sessions sér um upphitun og það kostar 1000 kr inn. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00. 

Bandaríski söngvarinn Mark Lanegan kemur fram á tónleikum í Fríkirkjunni klukkan 19:45. 

 

Sunnudagur 1. desember

Stórsveit Reykjavíkur heldur árlega jólatónleika sína í Silfurbergi, Hörpu kl. 17. Einsöngvari verður hinn dularfulli og ástæli Bogomil Font en stjórnandi verður Samúel J. Samúelsson. Flutt verður öll tónlistin af hinum vinsæla geisladiski Majonesjól sem kom út 2006 auk nokkurra annarra skemmtilegra jólalaga.

 

Aukatónleikar með Mark Lanegan í Fríkirkjunni sem hefjast klukkan 19:45.