Bestu íslensku plötur ársins 2016

25. Cyber – Cyber is Crap

24. Indriði – Makril

23. EVA808 – Psycho Sushi

22. Ruxpin – We Became Ravens

21. Kef LAVÍK – Vesæl í kuldanum

20. Stroff – Stroff

19. Wesen – Wall Of Pain

18. asdfhg – Kliður

17. Pascal Pinon – Sundur

16. Sindri 7000 – Tónlist fyrir kafara

15.  Hexagon Eye – Virtual

14. Alvia Islandia- Bubblegum Bitch

13. Mugison – Enjoy

12. Suð – Meira Suð

11. Davíð & Hjalti – RVK Moods EP

10. Amiina – Fantomas

9. TSS – Glimpse Of Everything

8. Snorri Helgason – Vittu Til

7. Jón Þór – Frúin í Hamborg 

6. Páll Ivan frá Eiðum – This Is My Shit

5. Black Lights – Samaris

Á sinni þriðju og bestu plötu tekst Samaris að skila af sér beinskeyttu og hnitmiðuðu verki sem heldur manni frá fyrstu nótu.   

4. Aron Can – Þekkir Stráginn

Hinn 16 ára gamli Aron Can kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf með sinni fyrstu ep plötu í vor. Hægt er að þekkja stráginn á taktföstum bassa og söng-rappi sem er í senn áreynslulaust og sjarmerandi.

3. Kælan Mikla – Kælan Mikla

Ískalt ljóðapönk Kælunar rammað inn í átta laga heildsteypta plötu sem rennur í gegn eins og þytur í laufi.

2. Andi – Andi

Tónlistarmaðurinn Andri Eyjólfsson sem gengur undir listamannsnafninu Andi gaf út samnefnda plötu hjá Lady boy records í sumar. Léttleikandi og stórskemmtilegt rafpopp með sterkum italo-disco áhrifum. Andi tekur arfleið Giorgio Moroder og fær sér sundsprett í henni.

1. GKR – GKR EP

Á sinni fyrstu Ep plötu hefur Gauki Grétusyni eða GKR tekist að fara úr því að verða einn efnilegasti rappari Reykjavíkur í að verða einn sá besti. Á plötunni er vandað til verks og hefur Gaukur fengið aðstoð frá hæfileikaríkum taktsmiðum bæði hér heima og erlendis.

30 atriði tilkynnt á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 30 listamenn og hljómsveitir sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári.  Listamennirnir eru: Midlake (US), Emiliana Torrini, FM Belfast, Girls In Hawaii (BE), Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Amiina, Moses Hightower, Sarah MacDougall (CA), Apparat Organ Quartet, Árstíðir, Royal Canoe (CA), Kiriyama Family, Skúli Sverrisson, Hermigervill, Sun Glitters (LU), Captain Fufanu, Sign, Stafrænn Hákon, Tempel (SE), Leaves, Endless Dark, Nóra, 1860, Dimma, Auxpan, Þórir Georg, Emmsjé Gauti, Kjurr og Nini Wilson!

Nick Cave and the Bad Seeds aðalnúmerið á All tomorrow’s parties

Nick Cave mun verða aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni All Tomorrows Parties sem verður haldin á varnarliðssvæðinu í Reykjanesbæ þann 28. og 29. júní næstkomandi. Nick Cave spilaði síðast á Íslandi árið 2006 en hljómsveitin hans, The Bad Seeds, kom síðast fram á Íslandi árið 1986 þegar Nick Cave heimsótti Ísland í fyrsta sinn.

Tónlistardagskrá hátíðarinnar verður ekki af verri endanum en auk Nick Cave & The Bad Seeds munu eftirtaldar hljómsveitir koma fram:

CHELSEA LIGHT MOVING (með forsprakka Sonic Youth, Thurston Moore í fararbroddi)
THE FALL
THE NOTWIST
THEE OH SEES
DEERHOOF
MÚM
HAM
DEAD SKELETONS
MUGISON
SQÜRL (með leikstjórann Jim Jarmusch fremstan í flokki)
AMIINA
VALGEIR SIGURÐSSON
GHOSTIGITAL
PUZZLE MUTESON
ÆLA
KIMONO
APPARAT ORGAN QUARTET
HJALTALÍN
SNORRI HELGASON

Auk tónlistardagskrár verður í boði kvikmyndadagskrá í Andrews Theather sem Jim Jarmusch mun meðal annarra sjá um og Popppunktur í boði Dr. Gunna.

Hátíðin var fyrst haldin árið 2000 í Bretlandi en hefur síðan fært út í kvíarnar undanfarin ár og meðal annars átt útibú á Spáni, Ástralíu, Japan og Bandaríkjunum og ávallt lagt áherslu á óháða og framsækna tónlistarmenn. Íslenska hátíðin mun fara fram í fyrrum herstöð Bandaríkjamanna, Ásbrú, en þar verða tvö svið þar sem hljómsveitir koma fram og eitt kvikmyndahús sem mun sýna tónlistartengdar myndir meðan á hátíðinni stendur. Nánari upplýsingar og miðasölu má finna á heimasíðu hátíðarinnar.

Tónleikar um helgina: 1.- 2. mars 2013

 

 

Af nóg er að taka fyrir  tónleikaþyrsta um helgina:

 

Föstudagur 1. mars: 

 

– Hljómsveitirnar Babies, Boogie Trouble og Nolo leiða saman hesta sína á tónleikastaðnum Faktorý. Öllum þeim sem vilja virkilega dansa sig af stað inn í helgina og óminnishegran er bent á að mæta stundvíslega og greiða aðgangseyri kr. 1000 við hurðina. Þeim sem mæta er lofað rúmum helgarskammti af gleði, dansi og glaumi. Efri hæðin á Fakotrý opnar kl. 22:00 og tónleikar byrja klukkan 23:00.

– Hin mannmarga reggísveit Ojba Rasta mun halda ókeypis tónleika á Hressó en sveitin mun stíga á svið um 23:00.

– Hljómsveitin Oyama heldur einnig ókeypis tónleika á Bar 11. Húsið opnar 21:00 og tónleikarnir hefjast 22:30

– Útgáfutónleikar Péturs Ben fara fram í Bæjarbíó Hafnafirði.  Miðaverð er 2500 krónur og hefjast tónleikar stundvíslega kl 21.00. Pétur Ben gaf á dögunum út sína aðra sóló plötu God’s lonely man og hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnenda auk þess sem hún var hlaut verðlaun Kraums og var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna.  Strengjakvartettinn Amiina leikur með þeim á þessum einu tónleikum og hljómsveitin The Heavy Experience leikur á undan en þeir gáfu einmitt út plötuna Slowscope á síðasta ári. 

– Skúli Mennski ásamt hljómsveitinni Þungri Byrði mun halda tónleika á  Dillon og taka nokkur vel valin lög. Þeir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.

– Fyrsta útgáfan frá nýju plötufyrirtæki, Lady Boy Records, leit nýverið dagsins ljós, en hana er hægt að fá í afar sérstöku formi – sem gamaldags kassettu. Forsprakkar útgáfunnar fagna áfanganum með veglegri tónlistarveislu á Volta, þar sem fram koma margir af fremstu raftónlistarmönnum þjóðarinnar, þar á meðal Futuregrapher, Quadruplos, Bix, Krummi, ThizOne og margir fleiri. 500 kr. inn. Hefst kl. 21.

Laugardagur 2. mars

 

– Kviksynði #5

Kviksynði kvöldin hafa undanfarin misseri fest sig í sessi sem helstu techno-tónlistar kvöld Reykjavíkur. Fram koma að þessu sinni Captain Fufanu, Bypass, Ewok og Árni Vector. Hefst kl. 23. 500 kr. inn fyrir kl. 1 og 1000 kr. eftir það.

– Hljómsveitin Bloodgroup mun spila á tónleikum á Bar 11 og frumflytja efni af sinni þriðju plötu Tracing Echoes. Húsið opnar klukkan 21:00 og aðgangur er ókeypis.

– Bræðrabandið NOISE er nú að leggja lokahönd á upptökur og hljóðblöndun af fjórðu  plötu bandsins sem lítur dagsins ljós í sumar og ætla af því tilefni að frumflytja nokkur lög af nýju plötunni á Dillon kl.23:00