Straumur off-venue í Bíó Paradís

Straumur verður með öfluga off-venue dagskrá í samstarfi við Bíó Paradís yfir Iceland Airwaves. Tónleikarnir sem fara fram í Bíó Paradís og hefjast á slaginu 13:00 miðvikudaginn 2. nóvember. Meðal þeirra sem spila eru Frankie Cosmos (US), Beliefs (CA), Skrattar, Snorri Helgason og Just Another Snake Cult.

 

Dagskrána má sjá hér fyrir neðan:

 

 

Miðvikudagur: 2. nóvember

13:00 Svavar Knútur

14:00 Birth Ctrl

15:00 Andy Svarthol

16:00 Andi

17:00 Stafrænn Hákon 

18:00 Rythmatik

Fimmtudagur 3. nóvember

13:00 Skrattar

14:00 Mikael Lind

15:00 Ragnar Ólafs

16:00 Wesen 

17:00 Beliefs (CA)

18:00 Frankie Cosmos (US)

Föstudagur 4. nóvember

13:00 VAR

14:00 Just Another Snake Cult

15:00 Snorri Helgason

16:00 Jón Þór

17:00 Suð

18:00 Kiriyama Family

Laugardagur 5. nóvember

14:00 Sveinn Guðmundsson

15:00  Vil

16:00  Par-Ðar

17:00  Puffin Island

Straumur 31. október 2016 – seinni Airwaves þáttur

Í Straumi í kvöld verður haldið áfram að fara yfir það helsta á Iceland Airwaves í ár.  Airwaves Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

1) It’s Your Love – Hannah Lou Clark
2) Tipzy King – mugison
3) Minds (Ark Patrol remix) – Chinah
4) We Die – Kate Tempest
5) FUU (ft. Fever Dream) – Dream Wife
6) Frúin í Hamborg – Jón Þór
7) Moonshiner – Kevin Morby
8) Feel You – Julia Holter
9) Crazy About Me – Delores Haze
10) Dark Creedence – Nap Eyes
11) Ran Ran Run – Pavo Pavo
12) Bad Rockets – Fufanu
13) Australia – Conner Youngerblood
14) Thinking of You – Mabel
15) Girl (ft. Kaytranada – The Internet
16) Good Fortune – PJ Harvey

Jón Þór – Frúin í Hamborg (2mf021)

Íslenski tónlistarmaðurinn og lagahöfundurinn Jón Þór sem áður gerði garðinn frægan í hljómsveitum á borð við Isidor, Lödu Sport og Dynamo Fogmun mun senda frá sér stuttskífuna “Frúin í Hamborg” (2mf021) þann 10. nóvember 2016, undir merkjum skosk/pólsku plötuútgáfunnar Too Many Fireworks. Þessi fjögurra laga stuttskífa mun bæði verða fáanleg á 180g vínylplötu og í formi niðurhals og streymis á hinum helstu tónlistarveitum.

Á væntanlegri plötu er Jón Þór á heimaslóðum, í gítardrifnu og glymjandi indípoppi með viðlögum sem límast við heilabörkinn. Líkt og á frumraun Jóns Þórs leiða opinskáir íslenskir textar hlustandann á viðkvæmar slóðir.

Hægt er að streyma plötunni af soundcloud hér fyrir neðan:

Straumur 24. október 2016 – fyrri Airwaves þáttur

Í Straumi næstu tvö mánudagskvöld munum við fara yfir það helsta á Iceland Airwaves í ár.  Airwaves Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

1) Psycho – The Sonics
2) Disparate Youth – Santigold
3) Big Boss Big Time Business – Santigold
4) Jus’ a Rascal – Dizzee Rascal
5) Birthday Song – Frankie Cosmos
6) Sinister – Frankie Cosmos
7) Sax In The city – Let’s Eat Grandma
8) 1992 – Beliefs
9) Suburban Suicide (demo) – Birth Ctrl
10) Rebirth Of Slick (Cool like dat) – Digable Planets
11) Whiteout – Warpaint
12) Billie Holiday – Warpaint

 

 

Tónleikahelgin 14.-15. október

 

Föstudagur 14. október

 

Hin virta bandaríska indísveit Jeff The Brotherhood spilar á Húrra. Tónlist Jeff the Brotherhood mætti lýsa sem blöndu af bílskúrsrokki, sýrurokki, pönki og indie poppi og hafa þeir gefið út fimm stórar plötur sem hlotið hafa mikið lof gagnrýnenda. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur á tix.is eða við hurð.

 

Laugardagur 15. október

 

FM Belfast og Kött Grá Pje sameina krafta sína á Húrra. Tónleikarnir byrja 21:00 og miðaverð er 2500 krónur.

 

Hljómsveitin Rythmatík heldur útgáfutónleika á Loft Hostel. Þeir hefjast 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Þungarokkssveitin Skálmöld spilar tvo tónleika á Gauknum, þeir fyrri eru klukkan 17:00 og þeir seinni 22:00. Uppselt er í forsölu en eitthvað af miðum verður selt við hurð, miðaverð er 2000 krónur á fyrri tónleikana en 3900 á þá síðari.

JEFF the Brotherhood spilar á Húrra 14. október

Bandaríska hljómsveitin JEFF the Brotherhood spilar á skemmtistaðnum Húrra föstudaginn 14. október. Sveitin sem hefur verið starfandi frá árinu 2001 samanstendur af bræðrunum Jake og Jamin Orrall frá Nashville í Tennessee. Jamin er fyrrverandi meðlimur í hljómsveitinni Be Your Own Pet sem gerði garðinn frægan um miðjan síðasta áratug og bræðurnir eru synir tónlistarmannsins Robert Ellis Orrall sem á seinni árum hefur verið þekktastur fyrir að semja lög og vinna plötur fyrir Taylor Swift og Lindsay Lohan.

Tónlist Jeff the Brotherhood mætti lýsa sem blöndu af bílskúrsrokki, sýrurokki, pönki og indie poppi og hafa þeir gefið út fimm stórar plötur, en sú síðasta kom út núna í haust og nefnist Zone. Þar að auki gaf sveitin út tónleikaplötu hjá plötufyrirtæki Jack White – Third man Records árið 2011 sem nefnist einfaldlega Live at Third Man. Flestar plötur þeirra hafa fengið góða dóma gagnrýnenda.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 föstudaginn 14. október og ætti enginn tónlistaráhugamaður að láta þá fram hjá sér fara en það kostar aðeins 2000 kr inn á þá og hægt er að kaupa miða hér.

 

Straumur 10. október 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Amber Coffman, Pond, Blank Banshee, Julian Civilian, D∆WN og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Boo Hoo (Cole M.G.N remix) – Nite Jewel
2) White Ferrari (Jacques Greene) – Frank Ocean
3) All To Myself – Amber Coffman
4) Sweep Me Off My Feet – Pond
5) Slow D’s – Lully
6) Renegades – D∆WN
7) Engar Myndir – Smjörvi
8) Ecco Chamber – Blank Banshee
9) Juno – Blank Banshee
10) Eating Hooks (Siriusmo Remix / Solomun Edit) – Moderat
11) Go (Animal Collective/Deakin remix) – M83
12) Oddaflug – Julian Civilian

Berndsen – Shaping The Grey

Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen sendi í dag frá sér myndband við nýtt lag að nafninu Shaping The Grey. Með honum í laginu eru þau Elín Ey og Högn Egilsson en það verður að finna á plötunni Alter Ego… sem er væntanleg. Í myndbandinu má sjá þau Davíð Berndsen og Elínu Ey keyra um landið á Porsche bifreið.