Foo Fighters og The Prodigy á Secret Solstice

Fyrstu nöfn tónlistaratriða á Secret Solstice sem haldin verður í Laugardalnum 16.-18.júní næsta sumar, voru tilkynnt fyrr í kvöld. Hljómsveitirnar Foo Fighters og The Prodigy sem báðar hafa áður spilað á Íslandi munu koma fram á hátíðinni auk Richard Ashcroft söngvara The Verve. Hér er hægt að kaupa miða í forsölu á tix.is.

Hér má sjá fyrstu nöfn listamanna: 


Foo Fighters
The Prodigy
Richard Ashcroft
Dubfire
Pharoahe Monch
Foreign Beggars
Dusky
Kerri Chandler
Rhye
Högni
Kiasmos
Úlfur Úlfur
Soul Clap
John Acquaviva
Wolf + Lamb
Amabadama
Emmsjé Gauti
Tania Vulcano
Droog
Yotto
Novelist
Soffía Björg
Artwork
Klose One
Tiny
BenSol
Shades of Reykjavík
GKR
Aron Can
Dave
Lord Pusswhip
Krysko & Greg Lord [UK]
Hildur
KSF
Alvia Islandia
SXSXSX
Fox Train Safari
Kilo
Captain Syrup
Marteinn

Stiklað á stóru á Secret Solstice

Þriðja Secret Solstice hátíðin var sett í dag og býður upp á drekkfullt hlaðborð tónlistaratriða næstu fjóra daga. Hér verður stiklað á því allra stærsta af því sem Straumi þykir mest spennandi í erlendu deildinni.

 

Flatbush Zombies

Grjóthart rapptríó frá Flatbush í Brooklyn. Áhrif kannabisreykinga og rappsveita á borð við Gravediggaz áberandi.

 

St Germain

Franskur plötusnúður og pródúsant sem var mjög áhrifamikill í trip hop lounge senu 10. áratugarins. Platan hans Tourist er algjör klassík í þeirri deild.

 

Radiohead

Þarfnast í raun ekki kynningar. En við sáum þá á Primavera fyrir tveimur vikum og þeir léku á alls oddi. Slagarar á færibandi og almenn hressheit.

 

Die Antwoord

Suður-afrískur fjöllistahópur sem er tónlist og myndlistargjörningur í jöfnum hlutföllum. Algjörlega einstakt fenómen og dauðasök að missa af þeim.

 

Roisin Murphy

Hetja, díva, gyðja. Fyrrverandi söngkona hinnar frábæru Moloko hefur haldið áfram að færa út landhelgi diskótónlistar með stanslausri tilraunagleði og sköpunarkrafti.

 

Kelela

Frábær söngkona sem færir R’n’B yfir í 21. öldina með frumlegri raddbeitingu og töktum frá ekki ómerkari mönnum en Arca.

 

M.O.P.

Ante up. Nuff said.

 

Straumur 13. júní 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um tónlistarhátíðina Primavera Sound sem fram fór í Barcelona fyrr í þessum mánuði, hitað verður upp fyrir Secret Solstice sem fram fer í Laugardalnum um næstu helgi og spilað verður nýtt efni frá listamönnum á borð við Metronomy, D∆WN, Samaris og Roosevelt. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Timing, forget the timing – Black Devil Disco Club
2) La féte sauvage (Prins Thomas remix) – Todd Terje & The Olsens
3) Colours (Prins Thomas remix) – Roosevelt
4) Old School (Fatima Yamaha remix) – Metronomy
5) Lemonade Lakes – Oshi x D∆WN
6) Crybaby – Abra
7) In My Car – Gold Panda
8) Gradient Sky – Samaris
9) T3mp0 – Samaris
10) Lone – Rival Consoles
11) Rewind – Kelela
12) Easy Rider – Action Branson
13) Corvette Cassette – Slow Magic
14) Idioteque (live at Primavera Sound 2016) – Radiohead

Radiohead á Secret Solstice

Núna rétt í þessu var verið að tilkynna að breska hljómsveitin The Radiohead  verði á meðal listamanna sem spila á Secret Solstice hátíðinni sem haldin verður í Laugardaglnum 17.-19. júní í sumar.

Hljómsveitin bætist í hóp listamanna á borð við Of Monsters And Men, Jamie Jones, Deftones, Deetron, Goldi og margra annarra sem spila á hátíðinni. Hér er hægt að kaupa miða á hátíðina!

Einnig var tilkynnt um að eftirfarandi listamann muni spila á hátíðinni í sumar: Afrika Bambaata, Kelela, Róisín Murphy, Action Bronson og fleiri.