Hérna & hérna
Góða skemmtun!
Fimmtudagur 24. október
Ultra Mega Technobandið Stefán halda hlustunarpartí fyrir plötuna ! á skemmtistaðnum Harlem. Platan verður spiluð frá klukkan 9-10 á skemmtistaðnum Harlem og mun Thule sjá til þess að allir fái fríar drykkjarveigar á meðan birgðir endast.
Kristján Hrannar og Jakobsson koma fram í Stúdentakjallaranum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er frítt inn.
Útgáfutónleikar HEK vegna plötunnar Please tease me á Gamla Gauk kl 22. Um upphitun sjá Gímaldin, Hr.Halli og María Viktoría. Húsið opnar kl 21 og verður nýi diskurinn til sölu á staðnum á sérstöku tilboði. Miðaverð er 1000 kr.
Föstudagur 25. október
Skúli mennski og hljómsveit fagna heimsókn Þorleifs Gauks Davíðssonar til landsins með því að spila bullandi blús og búgítóna á Ob La Di, Frakkastíg 8. Gleðin hefst kl 23:00 og það kostar ekki nema smápeninga inn. Það er að segja þúsund krónur. Ekki missa af Rónablúsnum, Skjálvandi skilvitablúsnum og tregablöndnum Tilvistarspekiblúsnum.
The Wicked Strangers, Dorian Gray, RetRoBot og Caterpillar Man koma fram á Bar 11. Húsið opnar klukkan 21:00 og það er ókeypis aðgangur.
Laugardagur 26. október
Bresku böndin THE ACTIVATORS og KILL PRETTY spila á Gamla Gauknum ásamt Caterpillar Man, Fivebellies og Dýrðinni. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 1500 kr inn.
Hljómsveitin Brain Police verða með tónleika á Bar 11 í beinni útsendingu á Rás 2 í þættinum Luftgítar. Útsendingin byrjar klukkan 19:30 og stendur til 22:00. Hægt að fá boðsmiða með því að hlusta á Rás 2.
Fimmtudagur 10. október
Hljómsveitin Oyama snýr aftur til leiks eftir langan sumardvala með tónleikum á Gamla Gauknum ásamt Pétri Ben og Mammút. Staðurinn opnar kl. 21:00 og tónleikar hefjast stundvíslega kl. 22:00. Það kostar 1000 kr inn.
Japam og Good Moon Deer koma fram á Kex Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn
Hljómsveitin Eva heldur ókeypis tónleika á Stúdentakjallaranum sem hefjast klukkan 20:00
Föstudagur 11. október
Leaves verða með hlustunarteiti á Boston fyrir plötuna “See you in the Afterglow” sem kemur út sama dag. Teitið hefst klukkan 20:00.
Einar Lövdahl blæs til útgáfutónleika í Tjarnarbíó þar sem öll lög plötunnar “Tímar án ráða” verða flutt. Húsið opnar kl. 20:30
Tónleikar hefjast kl. 21:30 Upphitun verður í höndum tónlistarmannsins Auðuns. Miðaverð er 1.500 kr. en hægt verður að kaupa miða og geisladisk á 2.500 kr.
Mánaðarlegur reggae/dub/dancehall viðburður RVK Soundsystem verður haldinn á Kofanum. RVK Soundsystem (Gnúsi Yones, DJ Elvar, DJ Kári, Arnljótur, Teitur, Kalli Youze) Það er frítt inn og fjörið hefst um 22:00.
Gítarhetjan Steve Vai spilar á tónleikum í Silfurbergi Hörpu. Miðaverð er 8990 og hefjast tónleikarnir á slaginu 22:00.
Laugardagur 12. október
Hljómsveitirnar Morning After Youth og Þausk koma fram á mánaðarlegu jaðarkvöldi á Kaffi Hressó. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:30 og það er frítt inn.
Systrasveitin Bleached frá Los Angeles mun halda tónleika á Harlem Bar þann 17. október næstkomandi. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og um upphitun sér íslenska harðkjarnasveitin Muck. Bleached er ein heitasta jaðarsveit Los Angeles í dag og er skipuð systrunum Jennifer og Jessie Clavin. Hljómsveitin spilar hrátt og hátt rokk og ról. Hljómsveitin gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, en hún nefnist Ride Your Heart. Platan hefur fengið góða meðal annars 4/5 í breska tónlistarritinu Mojo. Tónleikar þeirra eru þeir fyrstu í langri tónleikaferð þeirra um alla Evrópu.Miðasala er hafin á midi.is og í verslunum Brim, Laugavegi og Kringlunni.
Miðvikudagur 14. ágúst
Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson munu leika á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Kirkjan opnar fyrir gesti kl. 20 og tónleikar hefjast svo á slaginu 20:30. Hljómsveitin Vök mun einnig koma fram, en hún gaf nýverið út sína fyrstu plötu, EP plötuna Tension.
Fimmtudagur 15. ágúst
Markús & The Diversion Sessions halda tónleika í Lucky Records klukkan 17:00
Jazz dúettinn Singimar spilar á ókeypis Pikknikk tónleikum 15. ágúst kl. 17:00 í gróðurhúsi Norræna hússins. Singimar er samstarfsverkefni Inga Bjarna Skúlasonar á píanó og Sigmars Þórs Matthíassonar á kontrabassa.
Hljómsveitin Markús & The Diversion Sessions efnir til stórtónleika í Gym & Tonic sal Kex Hostel, Tónleikarnir verða kveðjutónleikar fyrir bassaleikara hljómsveitarinnar Georg Kára Hilmarsson en hann heldur út í masters nám í tónsmíðum í lok ágúst. Hljómsveitin The Diversion Sessions tók upp stutt skífu árið 2012 og mun hún vera gefin út í takmörkuðu upplagi á tónleikunum. Um upphitun sjá hljómsveitirnar Hymnalaya og Nini Wilson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og kostar 1000kr inn.
Tónleikar á Café Flóru með Skúli mennska og fleiri listamönnum.
Tónleikarnir byrja kl 20 og það er ókeypis inn.
Two Step Horror og Rafsteinn spila á tónleikaröð Hressingarskálans. Enginn aðgangseyrir og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.
Hljómsveitirnar Godchilla og Klikk troða upp á Dillon fimmtudaginn. Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.
Föstudagur 16. ágúst
BJÚDDARINN 2013, árlegt skemmtikvöld knattspyrnufélagsins Mjöðm Gallerý Knattspyrna (ef.), fer fram á skemmtistaðnum Harlem
Prógram:
Kippi Kaninus
Markús & the diversion sessions
DJ Margeir & Högni Egilsson
Mið-Íslands grínistarnir Bergur Ebbi & Jóhann Alfreð
Málverkauppboð
Hús opnar 22:00
Miðaverð: 1.000 kr.
Laugardagur 17. ágúst
Kveðjutónleikar Boogie Trouble á Gamla Gauknum. Ásamt Boogie verða þarna Bárujárn, Bjór og Babies.
Hús opnar 21:00 – Tónleikar hefjast 22:00 og Aðgangseyrir er 1500 krónur en ágóði rennur óskiptur í að fjármagna væntanlega plötu hljómsveitarinnar sem mun líta dagsins ljós í vetur.
KVIKSYNÐI #6 í hliðarsal Harlem
|
Sunnudagur 18. ágúst
Tónleikar með sjálfum David Byrne og St. Vincent í Háskólabíó klukkan 20:00. Miðar eru til sölu á midi.is og það kostar 8990 í svæði B og 10999 í svæði A. Það þarf vart að kynna David Byrne eða St. Vincent (aka Annie Clark) fyrir tónlistaráhugafólki. Ferill þeirra er mislangur en afar farsæll. Þau leiddu saman hesta sína fyrir nokkrum misserum og tóku upp plötu. Afraksturinn leit dagsins ljós á síðasta ári og platan Love this Giant var af mörgum talin plata ársins 2012.
Miðvikudagur 31. 7
Hljómsveitin Grísalappalísa ætlar að blása til veislu á tónleikastaðnum Faktorý vegna nýútkominnar plötu sinnar, ALI. Með Grísalappalísu verða Ojba Rasta og DJ Flugvél og Geimskip. Húsið opnar 21:00. Það kostar 1000 krónur inn, eða 3000 krónur og fyrsta plata Grísalappalísu, ALI, fylgir með.
Fimmtudagur 1. 8
Frumsýninga á heimildamyndinni um kvennapönkhljómsveitina Pussy Riot kl 19:30. Kvennapönkhljómsveitin Viðurstyggð mun hita allhressilega upp og léttar veitingar verða í boði frá kl 19:30, en myndin hefst á slaginu kl 20:00. Hægt er að tryggja sér miða á midi.is en einnig er hægt að kaupa miða á frumsýninguna í miðasölu Bíó Paradís en hún er opin daglega frá kl 17.
Í tilefni útgáfu stuttskífunnar Aquarium með kimono verður boðað til tónleika á Faktorý. Bandarísk-íslenski dúettinn Low Roar ætlar einnig að koma fram. Miðasala opnar kl 21:00 og hefjast tónleikarnir svo stundvíslega kl 22:00.
Miðaverð er 1500 kr.
Upphitun fyrir Innipúkann á Kex klukkan 21:00. Samaris leika fyrir gesti og hægt verður að kaupa armbönd á hátíðina sjálfa.
Myrra Rós og Elín Ey spila á tónleikum á Café Rósenberg klukkan 21. 1000 krónur inn.
Hljómsveitirnar Knife Fights og Treisí spila á Dillon klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.
Bíó Paradís heldur áfram að bjóða upp á sumartónleika, en þetta verða þeir síðustu í bili og verða þeir því í stóra sal hússins og hefst tónlistin klukkan 22:00. Samaris og Arnljótur koma fram.
Föstudagur 2. 8
Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í tólfta skipti í Reykjavík um Verslunarmannahelgina. Innipúkinn 2013 teygir sig yfir tvo daga og fer fram föstudags- og laugardagskvöld, dagana 2. og 3. ágúst. Hátíðin í ár fer fram á Faktorý. það kostar 3000 fyrir eitt kvöld en 4900 fyrir bæði kvöldin.
Föstudagur:
Gísli Pálmi
Valdimar
Steed Lord
Prins Póló
Skelkur í bringu
Thule kynnir útihátíð í bakgarðinum á Dillon um Verslunarmannahelgina. Verð fyrir eitt kvöld 2500 en 4500 fyrir þrjú kvöld. Dagskrá föstudags:
Dagskrá föstudags
21:00-22:00 Botnleðja
20:00-20:45 Leaves
19:15-19:45 Johnny And The Rest
18:30-19:00 Thingtak
17:45-18:15 Alchemia
17:00-17:30 Jósef “Elvis” Ólason/Grillveisla
Laugardagur 3. 8
Tónlistarhátíðin Innipúkinn heldur áfram á Faktory.
Laugardagur:
Botnleðja
Geiri Sæm
Ylja
Agent Fresco
Grísalappalísa
Rykkrokk hátíð í Fellagörðum verður sérstakt off venue á Innipúkanum í ár. Rykkrokk var síðast haldið 1995 og verður dagskráin klæðskerasniðin nútímanum með nostalgísku ívafi. Allir sem koma fram hafa sterka tengingu við Breiðholtið:
-Langi Seli og Skuggarnir
-Prins Póló
-Gríspalappalísa
-Tanya & Marlon
-Samaris
Frítt inn! og innipúkar úr öllum hverfum Reykjavíkur hvattir til að koma uppí Fellagarða.Thule útihátíð í bakgarðinum á Dillon heldur áfram
21:00-22:00 Blaz Roca
20:00-20:45 Vintage Caravan
19:15-19:45 Sindri Eldon & The Ways
18:30-19:00 The Wicked Strangers
17:45-18:15 Rekkverk
17:00-17:30 Grillveisla
Sunnudagur 4. 8
Thule útihátíð í bakgarðinum á Dillon heldur áfram
21:00-22:00 Brain Police
20:00-20:45 Dimma
19:15-19:45 Esja
18:30-19:00 TBA
17:45-18:15 Herbert Guðmundsson
17:00-17:30 Grillveisla
Miðvikudagur 3. júlí
Hljómsveitirnar Nóra, Boogie Trouble og dj. flugvél og geimskip spila á Faktorý. Efri hæð opnar kl. 21:00, tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og það kostar litlar 1000 kr. inn.
Birgir Örn Steinarsson eða Biggi í Maus flytur safn laga af væntanlegri breiðskífu sinni á Loft Hostel. Auk þeirra verða leikin eldri lög úr höfundaverki Maus, Krónu og fleira í nýjum útsetningum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.
Fimmtudagur 4. júlí
Hin árlega götuhátíð Jafningjafræðslunnar verður haldin á Austurvelli frá 14:00 til 16:00. Á meðal tónlistarmanna sem koma fram eru Elín Ey, 12:00, Haffi Haff og Kjurr.
Hljómsveitin Blágresi ásamt Einari Má Guðmundssyni halda tónleika á Café Flóru í Grasagarðinum. Tónleikarnir hefjast kl 20:00. Ragnar Árni og val kyrja munu hita upp.
Bandaríska skógláps bandið Mice Parade spilar á Faktory. Um upphitun sjá Nini Wilson, Kría, Bob Justman og Snorri Helgason. Miðaverð eru 1500 kr. og fer miðasalan fram við hurð. Húsið opnar 21.00 og fjörið byrjar einhvern tíma eftir það.
Tónleikar á café haiti með The Bangoura Band kl: 21.00 kostar 1.000 kr inn.
KRAKKBOT og ENKÍDÚ spila á sumartónleikaröð Bíós Paradísar í anddyri bíósins kl. 22:00 og það er ókeypis aðgangur!
Rauðhærði rafgeggjarinn Hermigervill spilar á Boston í kvöld í boði Funkþáttarins. Það er orðið langt um liðið síðan gervillinn spilaði síðast á landinu þannig enginn ætti að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. Tónleikarnir hefjast á slaginu 23:00 og aðgangseyrir er enginn. Fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verða tónleikarnir í beinni útsendingu funkþáttarins á X-inu 977.
Danska kráin stendur fyrir tónleikahátíð til heiðurs Hróaskelduhátíðinni 4-7 júlí og er FRÍTT inn alla helgina. Í kvöld er dagskráin á þessa leið:
18:00 White Signal
19:15 Ferja
20:30 Yellow void
21:45 Kjurr
KEX Hostel stendur fyrir hátíðinni KEX Köntrí alla helgina þar sem bandarískri menningu verður fagnað með mat og tónlist frá Tennessee og Kentucky. Í kvöld er dagskráin þessi:
20:00 – Ryan MacGrath (CA)
21:00 – Brother Grass (IS)
Föstudagur 5. júlí
Tónleikar til heiðurs minningu og lífs Björns Kolbeinssonar, hann var einnig þekktur sem Bjössi Skáti og stundum sem El Buerno. Hann spilaði á bassa og gítar í hljómsveitunum Skátar, Petrograd og Boltrope og þótti oft fara framar öðrum í óbeislaðri sviðsframkomu og spilagleði. Aðgangseyrir er 1000 kr. og rennur ágóðinn til Kvennaathvarfsins. Fram koma:
Bloodgroup
Grísalappalísa
Jan Mayen
Sigtryggur Berg Sigmarsson
Skátar & vinir Bjössa úr kimono & Bloodgroup
Hróaskelduhátíðin á Dönsku kránni heldur áfram. Í kvöld er dagskráin á þessa leið:
19:00 Lame Dudes
20:15 Brimlarnir
21:30 Distort City
22:45 Stafrænn Hákon
KEX Köntrí heldur áfram á KEX Hostel. Í kvöld er dagskráin þessi:
20:00 – Hudson Wayne (IS)
21:00 – Blágresi (IS)
Laugardagur 6. júlí
Hróaskelduhátíðin á Dönsku kránni heldur áfram. Í kvöld er dagskráin á þessa leið:
20:15 Momentum
21:30 We made god
22:45 Mammút
KEX Köntrí heldur áfram á KEX Hostel. Í kvöld er dagskráin þessi:
20:00 – Illgresi (IS)
21:00 – Lambchop (US)
Sunnudagur 7. júlí
Bandaríska jaðarkántrísveitin Lambchop mun enda Evróputónleikaferð sína með tónleikum í Iðnó. Lay Low mun einnig koma fram á tónleikunum. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og standa til miðnættis. Miðasala fer fram á www.midi.is og kostar 3990 kr inn.
Hróaskelduhátíðin á Dönsku kránni heldur áfram. Í kvöld er dagskráin á þessa leið:
18:00 Hjalti Þorkelsson
19:15 Trausti Laufdal
20:30 Myrra Rós
21:45 Bellstop
Föstudagur 7. júní
Á Kaffistofunni á Hverfisgötu munu ólíkir tónlistarmenn úr jaðri íslensks tónlistarlífs, ásamt vídjólistamönnum, framkalla einstakan bræðing bjagaðra tóna og sjónræns áreitis með það að markmiði að skapa upplifun ólíka þeirri sem íslenskir tónleikagestir eiga að venjast. Fram koma Pink Street Boys, Knife Fights, Lord Pusswhip (feat. $ardu aka Svarti Laxness & DJ vRONG), $H∆MAN $H∆WARMA og Gervisykur.
Sykur spilar á The Icelandic Tattoo Convention á Bar 11 um miðnætti.
Laugardagur 8. júní
Noise spilar á The Icelandic Tattoo Convention á Bar 11 um miðnætti.
Ungir umhverfissinnar standa fyrir tónleikum á Loft Hostel með hljómsveitunum Axel Flóvent, Hljómsveitt, Macaya og Nolo. Það kostar ekkert inn, en tekið verður á móti frjálsum framlögum á staðnum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30.
Í hinu vikulega helgaryfirliti straum.is er stiklað á stóru og smáu í tónleikahaldi á höfuðborgarsvæðinu.
Fimmtudagur 30. maí
Þjóðlagasveitin Ylja sem hefur verið að gera það gott á rás 2 undanfarnar vikur með ábreiðu af Daft Punk smellinum Get Lucky leikur á tónleikum í Loft-hostel í Bankastræti. Bandið hefur leik klukkan 21:00 og aðgangur er ókeypis.
Á Volta verða ókeypis hljómleikar með Dj. Flugvél og Geimskip, Knife Fights, Kælunni miklu og Spy Kids 3D. Gleðin hefst klukkan 21:00.
Nýaldarsveitin Per:Segulsvið mun leika næfurþunnar zumba möntrur fyrir gesti á Bunk Bar. Per er að eigin sögn eitt stórkostlegasta tónleikaband íslandssögunnar og vísar í tónleika í Reiðhöllinni fyrir einhverjum árum máli sínu til stuðnings. Þar hafi þakið sprungið af höllini og 6 hrossum verið fórnað í þágu listsköpunar. Um sannleiksgildi sögunnar mun straum.is ekki dæma en tónleikarnir á Bunk Bar hefjast klukkan 21:00.
Á Dillon verður haldið fjórða kvöldið í Desibil tónleikaröðinni þar sem lögð er áhersla á noise, drone, industrial, crust, hardcore punk og dark ambient tónlist. Fyrir óinnvígða mætti segja að tónlistin einblíni á hljóðtíðnir, hávaða, bjögun og öfgakennda nálgun á tónlist. Að þessu sinni munu Harry Knuckles og Godchilla stíga á stokk og sjá um óhljóðasköpun. Kvöldin eru hugsuð fyrir fólk með opna huga og ævintýragjarnar hljóðhimnur og eru haldin síðasta fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Hljómleikurinn hefst klukkan 9 og aðgangur er ókeypis.
Plötusnúðasamsteypan RVK Soundsystem stendur fyrir dansiballi á Dollý þar sem reggí, döbb og dancehall verður í hávegum haft. Það stendur yfir frá 21:00 til lokunar og aðgangur ókeypis.
Föstudagur 31. maí
Dj Flugvél og Geimskip verður aftur á ferðinni á föstudagskvöldinu en í þetta skipti á Hemma og Valda ásamt Helga Mortal Kombat og Krakkbot. Tónleikarnir hefjast 22:00 og aðstandendur þeirra lofa gestum tónlist fyrir alla, tölvuhljóðum, hlýju veðri, nýjum heimi og ókeypis aðgangi.
Laugardagur 1. júní
Í tilefni af 70 ára opnunarafmæli Sundhallar Hafnarfjarðar og hafnfirsku menningarhátíðinni Bjartir Dagar verður slegið upp tónleikum á pottasvæði sundlaugarinnar. Þeir hefjast klukkan 14:00 og aðgangur er ókeypis en eftirfarandi hljómsveitir koma fram:
Vök
Margrét Rán Magnúsdóttir og Andri Már Enoksson skipa Dúettinn Vök sem er sigurvegari nýliðinna Músíktilrauna. Tónlist þeirra er best lýst sem eiturljúfri raftónlist með melódískum söng.
Fox Train Safari
Fox Train Safari, sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu með haustinu. Þar verður að finna funk, soul og R&B. Hljómsveitin ætlar að spila tónlist í takt við veðurblíðuna sem lofað er á laugardaginn.
Magnús Leifur
Magnús sem var áður í Hafnfirsku hljómsveitinni Úlpu vinnur nú að sinni fyrstu plötu sem einyrki en áætluð útgáfa á henni er nú í sumar. Á tónleikunum í sundhöllinni mun hann koma fram ásamt hljómsveit.
Sveinn Guðmundsson
Sveinn hefur nýlokið upptökum á sinni fyrstu plötu “Fyrir herra Spock, MacGyver og mig” sem kemur út í sumar. Þetta verður í fyrsta sinn sem Sveinn leikur lög af plötunni sem er rólyndis gítarmúsík með póstmódernískum og sjálfspeglandi textum.
Sólbjört leikur á Gong
Sólbjört Guðmundsdóttir er kundalini jógakennari eftir forskrift Yogi Bhajan. Sérstakt áhugsvið hennar innan þess er jóga hljóðs og samskipta (Naad jóga). Gong hefur verið notað í árþúsundir við andlega iðkun en hlustun róar og styrkir taugakerfi manneskjunnar og veitir djúpa slökun og frið.
Föstudagur 24. maí
Tónlistarhátíðin Reykjavík Music Mess hefst. Hátíðin er haldin á KEX Hostel og Volta og koma 17 hljómsveitir fram á hátíðinni. Þrjár hljómsveitir koma frá Ástralíu og Skotlandi og svo 14 frá Íslandi.
Kex Hostel:
20:00: Þórir Georg
20:45: Withered Hand
Volta:
21:15: Tonik
22:00: Good Moon Deer
22:50: Bloodgroup
23:40: PVT
00:40: Sykur
Laugardagur 25. maí
MC Bjór og Bland spilar sína fyrstu tónleika í verslun Lucky Records, Rauðarárstíg 6 klukkan 17:00.
Reykjavík Music Mess heldur áfram:
Kex Hostel:
20:00: Good Moon Deer
20:45: Stafrænn Hákon
Volta:
21:15: Just Another Snake Cult
22:00: OYAMA
22:50: Muck
23:40: DZ Deathrays
00:40: Mammút
Ofvitarnir, Sayatan og Skerðing koma fram á Dillon. Ókeypis inn og tónleikarnir hefjast á slaginu 22:00.
Sunnudagur 27. maí
Síðasti dagur Reykjavík Music Mess:
Kex Hostel:
20:00: Just Another Snake Cult
20:45: MMC
Volta:
21:15: Loji
22:00: Stafrænn Hákon
22:50: Withered Hand
23:40: Monotown