Bestu íslensku lög ársins 2013

 

30) Before – Vök

29) Maelstrom – Útidúr

 

 

28) Á Hvítum Hesti – Skúli mennski

      1. 07 Á hvítum hesti

 

 

 

 

27) MacGyver og ég – Sveinn Guðmundsson

 

 

26) Hve Ótt ég ber á – VAR

 

 

25) Autumn Skies #2 – Snorri Helgason   
      2. 01 Autumn Skies #2

 

 

 

24) Blóðberg – Mammút

 

 

 

23) All Is Love – M-band

 

 

 

22) Restless (ft. Unnsteinn) – Sisy Ey

 

 

 

21) Again – Good Moon Deer

 

 

 

20) Cheater – Love & Fog

 

 

19) Release Me (ft. DJ YAMAHO) – Intro Beats

 

 

 

18) Harlem Reykjavík – Hermigervill

 

 

 

17) 1922 – Kristján Hrannar

 

 

 

16) Aheybaró – Kött Grá Pjé & Nolem

 

Lög í 15. – 1. sæti

 

 

 

Fyrsta kvöldið á Airwaves

Mynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Iceland Airwaves hátíðin var sett í gær með pompi og prakt og fréttaritari straums fór á stúfana og reyndi að sjá eins marga tónleika og unnt var. Dagurinn var tekinn snemma og fyrst var haldið í fatabúðina JÖR til að sjá rafpoppsveitina Sykur off-venue. Þau komu fram í nokkurs konar órafmagnaðri útgáfu, eða öllu heldur minna rafmögnuð en þau eru venjulega, einn meðlimur spilaði á gítar, annar á hljómborð og sá þriðji á trommur. Þessi uppsetning var ákaflega skemmtileg og dró fram nýjar víddir í gömlum lögum auk þess sem tilþrifamiklir raddfimleikar söngkonunnar Agnesar nutu sín vel.

 

Þvínæst var haldið á Loft Hostel þar sem skóáhugamennirnir í Oyama voru að koma sér fyrir á sviðinu. Þeir hófu tónleikana á nýju efni sem lofar mjög góðu. Mónótónísk rödd söngkonunnar Júlíu, sem minnir mig nokkuð á söngkonu Stereolab, skar í gegnum ómstríða hávaðaveggi gítarleikaranna eins og steikarhnífur á smjörstykki.

 

Harður, hrár og pönkaður kjarni

 

Ég náði þó einungis þremur lögum því ég var búinn að lofa sjálfum mér að sjá kanadíska bandið Metz og hljóp beinustu leið niður í kjallara á 11-unni. Talsvert suð hefur verið í kringum sveitina en kjarni hennar er harður og pönkaður til hins ýtrasta. Þeir voru þrír á sviðinu í sveittum og skítugum kjallaranum en hljóðstyrkurinn var skrúfaður í botn og þyngslin talin í tonnum. Þrátt fyrir að hafa litla þekkingu á öfgarokki af þessum skóla þá var ekki hægt annað en að hrífast með óbeislaðri spilagleðinni og hráum einfaldleikanum. Fremst við sviðið myndaðist flösuþeytandi pyttur og undir lok tónleikana voru menn farnir að hlaupa upp á svið og krádsörfa villt og galið.

 

Þvínæst hélt ég á Dillon að sjá lo-fi popparana í Nolo. Síðan ég sá þá síðast hafa þeir breyst þó nokkuð, hafa bætt við sig trommara, spila á fleiri hljóðfæri en áður og notast í mörgum lögum við raddbreytandi hljóðeffekta. Það kemur alveg frábærlega út og sum af þeirra bestu lögum, eins og Fondu og Skelin Mín, sem ég hef heyrt ótalmörgum sinnum fengu nýtt líf og aukinn kraft í þessum útsetningum. Alveg stórgóðir tónleikar og fyrsti hápunktur kvöldsins.

 

Skrýtin birta og sálardjúpt tekknó

 

Á þessum tímapunkti var ég búinn að sjá fjóra tónleika en samt var opinber dagskrá hátíðarinnar sjálfrar ekki hafin. Ég hóf hana á nýbylgjusveitinni Grísalappalísu en Gunnar annar söngvari hennar var valhoppandi um allt sviðið í laginu Lóan er komin ég mætti á svæðið. Þeir léku tvö ný lög ásamt því að taka ábreiðu af Megasi, sem óneitanlega virðist mikill áhrifavaldur á sveitina. Þeir voru þrumuþéttir eins og venjulega og léku á alls oddi í lokalaginu Skrýtin Birta. Það eina sem skyggði á performansinn er að lítið af fólki var komið í risastóra rýmið í Hafnarhúsinu svona snemma og sveitin nýtur sín kannski betur í minna rými þar sem hún er í meira návígi við áhorfendur.

 

Ég hafði heyrt góða hluti um raftónlistarmanninn Tonik en honum tókst að fram úr eftirvæntingum á tónleikum sínum á Harlem. Hann kom fram með Herði úr M-Band, sem djöflaðist í tækjum og tólum ásamt því að syngja í nokkrum lögum, auk sellóleikara. Grunnurinn var tekknó, en anguvær söngur Harðar og smekklegt sellóið umbreyttu tónlistinni í einhvers konar melankólískt sálar-tekknó. Það var markviss uppbygging í tónleikunum og engar pásur á milli laga sem einungis jók á draumkennda upplifunina.

 

Hámörkuð gleði

 

Á eftir Tonik kom rafpoppsveitin Love & Fog sér fyrir á sviðinu og framreiddu grípandi rafpopp sem innihélt í það minnsta tvo upprennandi slagara. Hljóðheimurinn þeirra er smekklegur og þungur á botninum og ólíkar raddir Jóns og Axels harmóneruðu vel. Það verður gaman að fylgjast með hvað þau afreka í náinni framtíð.

 

Þegar þarna var komið við sögu voru batteríin nánast ofhlaðin af mikilli tónlistarinntöku og farið að kenna á bakeymslum eftir standslaust tónleikastand frá því fimm um daginn en ég ákvað að enda þetta í Hörpu. Þar sá ég fyrst Retro Stefson í Norðurljósasalnum og það var greinilega engin þreyta í áhorfendunum sem hreinlega átu stemmninguna úr lófa sveitarinnar. Þau tóku nýtt lag sem hljómaði mjög vel og skreyttu önnur lög með alls konar útúrdúrum og bútum úr öðrum lögum til að hámarka gleðina.

 

Emiliana á heimavelli

 

Að lokum fór ég á Emiliönu Torrini en tækifæri til að sjá hana á tónleikum gefst ekki á hverjum degi. Hún tók aðallega efni af sinni nýjustu plötu sem ég hef því miður kynnt mér lítið, en það kom ekki að sök því flutningurinn og lögin voru framúrskarandi. Það er smátt svæði á milli þess að vera óþolandi væminn og einlægt krúttlegur, en Emiliana dansaði alltaf réttu megin línunnar og hún virtist ánægð með að halda tónleika á heimavelli og talaði við salinn á íslensku. Eftir uppklapp tók hún síðan Sunny Road af plötunni Fisherman’s Woman og endaði svo á útjaskaða slagaranum Jungle Drum, sem ég held þó að flestir nema mest harðbrjósta hipsterar fíli smávægis undir niðri.

Allt í allt var fyrsta kvöldið vel heppnað og ég náði að sjá rjómann af íslensku böndunum sem komu fram, þó maður missi alltaf af einhverju. Hápunktarnir í þetta skipti voru Nolo, Tonik og Emiliana Torrini. Í kvöld er það svo Yo La Tenga og heill hellingur af öðru, en fylgist vel með á straum.is því við höldum áfram með daglega umfjöllun um hátíðina næstu daga.

Davíð Roach Gunnarsson

Airwaves yfirheyrslan – Jón Þór Love & Fog

Tónlistarmaðurinn Jón Þór Ólafsson hefur margoft spilað á Iceland Airwaves bæði með hljómsveitum og með sólóverkefni sínu. Jón Þór kemur fram með hljómsveit sinni Love & Fog á hátíðinni í ár.

 

 

Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?

 

Airvaves árið 2003 var fyrsta hátíðin sem ég spilaði á og naut sem gestur. Ég skemmti mér vel á á Nasa. Trabant voru góðir en The Kills voru lummó. Ég spilaði í fyrsta skipti á Airwaves þá á gítar með íslenska raftónlistarmanninum Tonik. Ég man ómögulega hvar þeir voru en stemmingin var örugglega góð. Það er alltaf góð stemming á Tonik.

Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað?

Hátíðin í ár er tíunda IE hátíðin sem ég spila á. Það hlýtur að þýða að hún verði magiKul!!!

 

 

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Foreign Monkeys árið 2009 eru í fljótu bragði eftirminnilegastir. Líklega út af því að ég endaði inni í trommusettinu í lokalaginu þeirra.

 

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur? 

Það er erfitt að velja eftirminnilegustu tónleika sem ég hef spilað sjálfur á. Það var rosalega gaman að spila með Lada Sport árið 2006. Þá vorum við nýbyrjaðir að taka upp plötuna okkar Time And Time Again og blésum upp tvöhundruð hjartalaga blöðrur sem gengu á milli áhorfenda á Grand Rokk. Einnig eru off-venjú tónleikarnir Mjódd-waves á föstudeginum í fyrra frábærir. Ég var að spila órafmagnað sett af sólóskífunni minni. Óveðrið var þá sem mest, alveg brjálað rok og nötrandi kuldi. Gluggarnir sveifluðust til og kannski 15 manns að horfa á.

 

Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?

Hátíðin hefur aðallega verið að festa sig í sessi sem ein magnaðasta tónlistarhátíð í heimi. Hún hefur alltaf haldið fjölbreytileika sínum og mikið af sama fólki kemur til landsins ár eftir ár og sækir hátíðina vegna þess að andrúmsloftið í miðbænum er rafmagnað og nánast ólýsanlegt. Fólk gengur brosandi um með stjörnur í augunum.

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Nasa er besti tónleikastaður sem íslendingar hafa átt og munu nokkurn tíma eiga. Það er virkilega grátlegt að missa hann.

 

Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Ég hef, eins og væntanlega margir, misst af mörgum geðveikum tónleikum. Mest sé ég þó eftir að hafa misst af Vampire Weekend og Klaxons.

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Já, vertu þú sjálf(ur) og skemmtu þér vel.

 

Hverju ertu spenntust/spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Ég er spenntur að sjá Mac DeMarco, auk þess sem Yo La Tengo mun eiga fimmtudaginn fyrir mér. Af íslenskum böndum sé ég sjaldnast það sem ég ætla mér að sjá en oftast sé ég vini og kunningja búa til e-ð gúmmelaði.

 

 

Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

Íslenska tónlistarsenan er líklega sífellt að snúast meir og meir í kringum hátíðina í stað þess að hátíðin sé að snúast í kringum tónlistarsenuna. Það er örugglega bara kostur frekar en galli því hljómsveitir og listamenn reyna oft að koma plötum og afurðum sínum út í kringum hátíðina. Iceland Airwaves er þar af leiðandi ákveðinn hápunktur á tónlistarárinu, í senn drifkraftur og uppskeruhátíð.

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

Ég held að ég hafi spilað á níu tónleikum á hátíðinni í fyrra. Það var gaman!

 

Uppáhalds Iceland Airwaves hátíðin þín í gegnum árin? Af hverju?

Hátíðin í fyrra er í miklu uppáhaldi. Óveðrið gerði hana extra eftirminnilega.

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Bæði! En ég sá Kraftwerk 2004 í Kaplakrika þannig að í ár heyri ég Yo La Tengo hjartað slá sem eitt!

 

Listasafnið eða Harpa? 

Listasafnið

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

Ég er að spila með Love & Fog á Harlem á miðvikudagskvöldinu og á Hressó á fimmtudagskvöldinu. Off-venjú á eftir að koma í ljós.

 

 

Straumur 7. janúar 2013

Í fyrsta Straumi ársins verður fyrsta sólóplata Christopher Owens sem áður var í hljómsveitinni Girls tekin fyrir. Einnig verður fjallað um nýtt efni frá AlunaGeorge, Active Child, Factory Floor, Pulp og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 klukkan 23:00 í kvöld.

1. hluti:

      1. 233 1

2. hluti:

      2. 233 2

3. hluti:

      3. 233 3

1) After You – Pulp
2) Diver – AlunaGeorge
3) Lysandre – Christopher Owens
4) New York City – Christopher Owens
5) Riviera Rock – Christopher Owens
6) Fall Back – Factory Floor
7) On The Edge – Angel Haze
8) No Problems – Azealia Banks
9) Say That – Toro Y Moi
10) Never Matter – Toro Y Moi
11) Cheater – Love & Fog
12) Girls Want Rock – Free Energy
13) Honey – Torres
14) His Eye Is On The Sparrow