Árni Rúnar Hlöðversson úr hljómsveitinni FM Belfast sendi í dag frá sér lag undir listamannsnafninu Plúseinn. Lagið heitir Empire og var hljóðritað, mixað, masterað og flutt af Árna sjálfum. Hlustið hér fyrir neðan
Tag: Fm Belfast
30 atriði tilkynnt á Iceland Airwaves
Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 30 listamenn og hljómsveitir sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári. Listamennirnir eru: Midlake (US), Emiliana Torrini, FM Belfast, Girls In Hawaii (BE), Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Amiina, Moses Hightower, Sarah MacDougall (CA), Apparat Organ Quartet, Árstíðir, Royal Canoe (CA), Kiriyama Family, Skúli Sverrisson, Hermigervill, Sun Glitters (LU), Captain Fufanu, Sign, Stafrænn Hákon, Tempel (SE), Leaves, Endless Dark, Nóra, 1860, Dimma, Auxpan, Þórir Georg, Emmsjé Gauti, Kjurr og Nini Wilson!
Straumur 27. maí 2013
Í Straumi í kvöld förum við yfir væntanlegar plötur frá Disclosure og Mount Kimbie, auk þess sem við skoðum nýtt efni frá Boards Of Canada, Smith Westerns, Say Lou Lou og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.
Straumur 27. maí 2013 by Olidori on Mixcloud
1) We are faster than you – Fm Belfast
2) Reach For The Dead – Boards of Canada
3) When a Fire Starts to Burn – Disclosure
4) Stimulation – Disclosure
5) Grab Her! – Disclosure
6) Julian (The Chainsmokers remix) – Say Lou Lou
7) Doin’ Right (The Goden Pony remix) – Daft Punk
8) Blood and Form – Mount Kimbie
9) Slow – Mount Kimbie
10) Meter, Pale, Tone (ft. King Krule) – Mount Kimbie
11) All These Things (ft. Holly Mirranda) – MMoths
12) She Burns (ft. Mara Carlyle) – Joe Goddard
13) Swimming Pools (Jesse Rose remix) – Kendrick Lamar
14) Sleep (LAWD PUSSWHIP remix) – OYAMA
15) 3am Spiritual – Smith Westerns
Tónleikar helgarinnar 8. -12. maí
Miðvikudagur 8. maí
Mosi Frændi, Fræbblarnir, Hellvar, Saktmóðgur og Skelkur í bringu spila á Gamla Gauknum, tónleikarnir hefjast klukkan 22 og það er ókeypis inn.
Á Volta koma fram hljómsveitirnar Ojba Rasta, Mammút og Geimfarar. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og það kostar 1500 kr inn.
Fimmtudagur 9. maí
Á Loft Hostel verða ókeypis tónleikar með Útidúr sem hefjast klukkan 21.
Birgir Örn Steinarsson sem var áður í hljómsveitinni Maus og Hjalti Jón Sverrisson úr Miri munu halda tónleika á Hemma á Valda. Frítt inn og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 22.
Shadez of Reykjavík kynna new school djöflashit ásamt Freskimos og GERViSYKUR. Húsið opnar 22 og það kostar 1000 kr inn.
Föstudagur 10. maí
Hljómsveitin Sykur fagnar próflokum með ókeypis tónleikum á Bar 11. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.
Dikta, Friðrik Dór og 1860 koma fram á próflokadjammi Faktory. Armband fyrir föstudag og laugardag kostar 3000 kr. Stakir miðar á 2.000 kr við inngang á tónleikadag ef húsrúm leyfir.
Laugardagur 11. maí
Vínylmarkaðurinn mætir aftur til leiks á Kex Hostel næstkomandi laugardag. Þar verður hægt að kaupa íslenskar vínylplötur.Markaðurinn hefst kl. 13 og stendur til kl. 20. Hljómsveitir koma fram og leika listir sínar af útgefnum vínylplötum!
15:00 Kippi Kaninus
16:00 Low Roar
17:00 Valdimar
18:00 Hjaltalín
FM Belfast og Vök koma fram á próflokadjammi Faktory. Armband fyrir föstudag og laugardag kostar 3000 kr. Stakir miðar á 2.000 kr við inngang á tónleikadag ef húsrúm leyfir.
Langi Seli og Skuggarnir koma fram á tónleikum á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og það er frítt inn.
Mynd: Elín Lóa
Loft Hostel nýr tónleikastaður í miðbænum
Í gærkvöldi opnaði formlega nýr tónleikastaður í miðbænum. Um er að ræða hostel að nafninu Loft sem staðsett er á efstu hæð á Bankastræti 7. Á opnunarkvöldinu komu fram hljómsveitirnar Boogie Trouble, Prins Póló og Fm Belfast og var stemmingin í salnum rafmögnuð. Boogie Trouble hófu tónleikana rétt um hálf tíu og sönnuðu það að diskóið lifir enn góðu lífi. Prinsinn tók við af þeim og sá um að hver einasta hræða í salnum væri á hreyfingu og Fm Belfast slógu svo botninn í frábært kvöld með einstökum tónleikum þar sem þau spiluðu nokkur ný lög í bland við gömul.
Loft Hostel líkt og Volta sem opnaði í febrúar henta vel fyrir minni og millistóra tónleika en þannig aðstöðu hefur sárvantað síðustu misseri í Reykjavík. Straum.is tekur þessum stöðum fagnandi.
Tónleikadagskráin 11.-13. apríl
Helgin hefst snemma að venju á straum.is sem af einskærri góðmennsku og útsjónarsemi leiðbeinir lesendum sínum um það helsta í tónleikalandslagi helgarinnar.
Fimmtudagur 11. apríl
Grísalappalísa, Oyama og Nolo boða til hljómleika á skemmtistaðnum Volta. Grísalappalísa er ný viðbót í tónlistarflóru höfuðborgarsvæðisins en forsprakki hennar, Gunnar Ragnarsson, var áður söngvari Jakobínurínu. Sveitin gaf út sitt fyrsta lag, Lóan er komin, á dögunum sem er ólgandi pönkfönkaður nýbylgjusmellur af bestu gerð. Fyrsta breiðskífa þeirra kemur út von bráðar á vegum 12 tóna og lofar sveitin því að hún muni valda miklum usla í tilfinningalífi landans. Tilraunapoppsveitin Nolo gaf nýverið frá sér EP plötuna Human á bandcamp og ómstríðu óhljóðabelgirnir í Oyama hafa verið iðnir við kolann í tónleikahaldi undanfarið. Þá lofa tónleikahaldarar að leynigestur muni koma fram og eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að skýra frá því hver hann er. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og kostar einn þúsara inn.
Ólöf Arnalds ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og heldur útgáfutónleika fyrir sína nýjustu plötu, Sudden Elevation, í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Platan var tekin upp á tveimur vikum haustið 2011 í sumarbústað í Hvalfirðinum en Skúli Sverrisson stjórnaði upptökum. Húsið opnar klukkan 21:00, tónleikarnir hefjast 21:30 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Wireless tónleikasería tónlistarveitunnar Gogoyoko heldur áfram í kvöld þegar Borko stígur á stokk á Kex Hostel. Hann kemur fram ásamt einvalaliði hljóðfæraleikara en á næstunni heldur hann í tónleikaferð um Evrópu og ætti því að vera í keppnisformi á kexinu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og 1500 krónur veita aðgöngu að gleðinni.
Snorri Helgason hefur undanfarin tvö ár komið fram með Mr. Sillu, Guðmundi Óskari úr Hjaltalín og Magnúsi Elíasen trommara (sem er í of mörgum hljómsveitum til að ég muni þær) á tónleikum en þau hafa nú stigið skrefið til fulls og stofnað The Snorri Helgason Band. Þau eru nú að vinna í sinni fyrstu plötu undir því nafni og ætla að prufukeyra nýja efnið á Faktorý. Einnig koma fram Mr Silla og Pétur Ben sem hlaut einróma lof fyrir sína nýjustu plötu, God’s Lonely Man. Tónleikarnir hefjast 22:00 og það kostar 1000 krónur inn.
Föstudagur 12. apríl
Á Kex Hostel verður slegið upp tónleikum í tilefni af því að 83 dagar eru til festivalsins á Rauðasandi. Fjórar hljómsveitir sem munu spila á hátíðinni ætla að taka forskot á sæluna en þær eru: Boogie Trouble, Nolo, Hljómsveitt og Hymnalaya. Aðgangur er ókeypis og jafnframt munu þeir fyrstu þyrstu til að mæta fá ókeypis glaðning í gleri en herlegheitin hefjast 20:30. Þá munu aðstandendur Rauðsandsfestivalsins kynna fyrirkomulag hátíðarinnar og miðasölu.
Undiraldan heldur sínu striki í Hörpunni en á föstudaginn koma fram Vök, sigursveit músíktilrauna, og tónlistar- og myndlistarkonan Berglind Ágústsdóttir. Tónleikarnir hefjast stundvíslega 17:30 og aðgangur er sem fyrr ókeypis en vakin skal athygli á því að í þetta skiptið eru tónleikarnir haldnir á Kolabrautinni á fjórðu hæð hússins, en ekki í Kaldalónssalnum.
Leaves, Stafrænn Hákon og Monotown slá upp tónleikaveislu á Volta en í tilkynningu frá þeim kemur fram að á viðburðinum verði kafað djúpt ofan í hyldýpi og áður óþekktar tíðnir kannaðar. Þá séu Leaves með nýtt efni í bígerð og að nýjasta plata Stafræns Hákons hafi verið tekin upp með höfuðið í hanskahólfi Massey Ferguson gröfu. Hvort að grafan verði með á sviðinu á Volta kemur ekki fram en þetta hljómar óneitanlega spennandi. Húsið opnar 21:00 og miðaverð er 1500 krónur.
Rvk Soundsystem láta engan bilbug á sér finna og halda áfram með fastakvöld sín á Faktorý þar sem þeir leika reggí, dancehall og dub fyrir dansþyrsta eyjarskeggja. Gestasnúður kvöldsins er Dj Cyppie og gestir eru hvattir til að brenna niður Babýlon og dansa af sér skónna. Að venju er senan í hliðarsal Faktorý, plötusnúðarnir hefja gleðina rétt fyrir miðnætti og aðgangseyrir er ekki til staðar.
Á efri hæð Faktorý verða tónleikar til styrktar Regnbogabörnum, samtökum sem berjast gegn einelti. Fram koma Fm Belfast, Prins Póló, Úlfur Úlfur, Kjurr og sigursveit músíktilrauna, Vök. Aðgangseyrir er 1500 krónur og rennur óskiptur til Regnbogabarna.
Laugardagur 13. apríl
Á Bar 11 verður haldið ROKKFEST 2013 þar sem sex þekktar og minna þekktar rokksveitir koma fram. Á fb-síðu viðburðarins kemur fram að nóg sé komið af poppi og metal og Rokkfestið sé fyrsta skrefið í yfirvofandi upprisu rokksins. Þær sveitir sem hafa boðað koma sína eru Mammút, Sindri Eldon & The Ways, Japanese Super Shift and the Future Band, Dorian Gray, Treisí og Casio Fatso. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.
Hljómsveitirnar Knife Fights og Spy Kids 3D munu koma og spila tryllt indí pönk fyrir rokkþyrsta geðsjúklinga á Dillon.
Það verður þungur laugardagur í Lucky Records plötubúðinni á Rauðarárstígnum en þar munu harðkjarnasveitirnar Muck, In The Company of Men og Klikk leika fyrir slammi en hljómleikarnir hefjast klukkan 15:00. Aðgangur er ókeypis en straumur mælir með því að fólk styrki þessa stórgóðu plötubúð með vínilkaupum.
Á Rósenberg verða tónleikar með Krístjáni Hrannari, Smára Tarf og Þoku. Kristján mun spila lög af fyrstu sólóplötu sinni sem kemur út í sumar. Leikar hefjast kl 21:00 og það kostar 1500 krónur inn
Á Gamla Gauknum munu leiða saman hesta sína hljómsveitirnar Momentum og Kontinuum. Sérstakir gestir verður hljómsveitin We Made God. Tónleikarnir hefjast kl 23:00 en húsið opnar 21:00. Aðgangseyrir eru 1500 kr.
Öll í kór með FM Belfast
Hljómsveitin FM Belfast frumflutti fyrr í dag nýtt lag í tilefni af degi rauða nefsins hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Fjórtán manns syngja með hljómsveitinni í laginu sem nefnist Öll í kór. Þau sem syngja eru: Ásgeir Trausti, Diddú, Helga Möller, Hugleikur Dagsson, Jóhann Helgason, Lay Low, Ólöf Arnalds, Sigríður Thorlacius,Snorri Helgason, Sóley, Steindi Jr, Steini í Hjálmum, Prinspóló og Valdimar. Örvar Þóreyjarson Smárason samdi textann við lagið. Myndband við lagið verður frumsýnt á degi rauða nefsins 7. desember.
Föstudagskvöldið á Airwaves
Mynd: Sigurður Ástgeirsson
Á þriðja í Airwaves er hátíðin og veðrið farið að taka sinn toll. Ég reif mig þó upp úr sófanum til að sjá Útidúr spila í Hafnarhúsinu klukkan níu. Þar voru fáir mættir en dramatíkin var engu að síður keyrð í botn og kammerpoppið fór vel í þá sem voru farnir á stað. Apparat Organ Quartet voru í orgasmísku orgelstuði í Silfurbergssal Hörpu og höfðu með sér fjórar stelpur í 80’s fötum með gosbrunna í hárinu sem að sungu í nokkrum lögum og lífguðu upp á tónleikana. Á eftir þeim spilaði kanadíska indíbandið Half Moon Run fyrir meðalfullum sal og tónlistin var vönduð en afar venjuleg. Indípopp eins og það gerist mest óspennandi og meðalmennskan var í hávegum höfð.
Dómsdagsdöbb
Næstir á svið í Silfurbergi voru Hjálmar ásamt finnska gúrúinum Jimi Tenor. Ég hef séð Hjálma spila hundrað sinnum áður en þetta var eitthvað annað. Jimi Tenor var klæddur í pallíettuslopp og með Prins Valíant hárgreiðslu og var dáleiðandi sem frontmaður. Hann söng, spilaði á saxafón og hljóðgervil og var yfirgengilega svalur. Tónlistin var reggí og döbb en talsvert dekkri en maður á að venjast frá Hjálmum. „Dat was Doom,“ sagði Tenórinn eftir eitt lagið og hafði mikið til síns máls, þetta var nokkurs konar drungalegt dómsdagsdöbb. Hjálmarnir voru líka í yfirstærð og höfðu með sér fimm blásturshljóðfæraleikara og Sigtrygg Baldursson á áslætti sem beitti stálkeðjum á bongótrommurnar sínar. Það verður svo sannarlega spennandi að heyra plötuna sem er væntanleg frá þessum áhugaverðu listamönnum og þetta var skemmtilegasta atriðið sem ég hef orðið vitni að á Airwaves hingað til.
Reykjavíkurnætur
Næst á svið í Silfurbergi voru Fm Belfast sem ég náði þremur og hálfu lagi með. Þau hafa engu gleymt og keyrðu stemmninguna í Silfurbergi upp í hæstu hæðir. Tónlistin er svo sem ekki flókin en þau kunna upp á hár að spila á áhorfendur og rafræna gleðipoppið þeirra kveikti svo sannarlega í þeim þetta kvöld. Þvínæst hélt ég á Þýska Barinn til að sjá Reykjavík! og fékk næstum því Bóas, söngvara sveitarinnar, í hausinn þegar ég var nýkominn inn. Hann stagedive-aði eins og óður maður og eyddi meiri tíma út í salnum meðal fólksins en uppi á sviðinu og Reykjavíkurrokkið æsti mig upp fyrir ævintýri næturinnar.
Tunnur af töffaraskap
Eftir að hafa hlaðið nikótíni og áfengi í blóðrásina fór ég aftur inn á Þýska Barinn og varð vitni að rokksveitinni Dream Central Station. Hún er hugafóstur Hallbergs Daða Hallbergssonar og í þetta skipti naut hann aðstoðar Henriks úr Singapore Sling á gítar og plötusnúðsins Kristins Gunnars Blöndals á hljómborði. Þrátt fyrir að það hafi verið farið að síga á seinni hluta kvöldsins og ekkert sérstaklega margir í salnum náðu þau að heilla mig með unaðslegum samsöng, rifnum rafmagnsgítarriffum og tunnum af töffaraskap.
Davíð Roach Gunnarsson
Airwaves þáttur 1 – 3/10/2012
Fyrsti Iceland Airwaves sérþáttur Straums á X-inu 977 var á dagskrá í gær. Hljómsveitirnar FM Belfast, Nolo og Japanese Super Shift and the Future Band komu í viðtal. Hlustið hér fyrir neðan.
1. hluti: Viðtal við FM Belfast
2. hluti:
3. hluti: Viðtal við Nolo
4. hluti: Viðtal við Japanese Super Shift and the Future Band