Öll í kór með FM Belfast

Hljómsveitin FM Belfast frumflutti fyrr í dag nýtt lag í tilefni af degi rauða nefsins hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Fjórtán manns syngja með hljómsveitinni í laginu sem nefnist Öll í kór. Þau sem syngja eru: Ásgeir Trausti, Diddú, Helga Möller, Hugleikur Dagsson, Jóhann Helgason, Lay Low, Ólöf Arnalds, Sigríður Thorlacius,Snorri Helgason, Sóley, Steindi Jr,  Steini í Hjálmum, Prinspóló og Valdimar. Örvar Þóreyjarson Smárason samdi textann við lagið. Myndband við lagið verður frumsýnt á degi rauða nefsins 7. desember.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *