Airwaves Þáttur 4 – 24/10/2012

Fjórði Iceland Airwaves sérþáttur Straums var á dagskrá á X-inu 977 í gærkvöldi. Hljómsveitirnar Sykur og Captain Fufanu kíktu í heimsókn, auk Sindra Eldons. Hlustið á viðtölin hér fyrir neðan.

1. hluti: viðtal við Sykur  

      1. airw 4 1

2. hluti: viðtal við Sindra Eldon  

      2. Airw 4 2

3. hluti: viðtal við Captain Fufanu og miði gefin 

      3. Air 4 3

Hér er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni!

 

 

Dirty Projectors minnast bassaleikara TV On The Radio

Hljómsveitin Dirty Projectors sem kemur fram á Iceland Airwaves um þar næstu helgi mun gefa út ep plötuna About to Die  þann 6. nóvember næstkomandi. Á plötunni er að finna lagið While You’re Here sem var samið til minningar um Gerard Smith fyrrum bassaleikara hljómsveitarinnar TV on the radio sem lést úr lungnakrabbameini á síðasta ári. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

Lagalisti vikunnar – Straumur 224

1. hluti

      1. 224 1

2. hluti

      2. 224 2

3. hluti

      3. 224 3

1) Breakers – Local Natives
2) Jah No Partial (ft. Flux Pavilion) – Major Lazer
3) Sun Goes Down (ft. The Knocks & St. Lucia) – Icona Pop
4) Release Me (DJ-Kicks) – Hercules and Love Affair
5) Flau Pappadans 1 – Prins Thomas
6) Billboard – S-Type
7) Would That Not Be Nice (RJD2 remix) – Divine Fits
8) Sexy, But Sparkly – Deerhoof
9) Twin City – Alan Watts
10) She Lives In An Airport – Guided By Voices
11) Looking For Love – Chromatics
12) So Many Details – Toro Y Moi

 

Airwaves þáttur 3 – 17/10/2012

Þriðji Iceland Airwaves sérþáttur Straums var á dagskrá á X-inu 977 í gærkvöldi. Hljómsveitirnar Retro Stefson og Mammút kíktu í heimsókn auk tónlistarmannsins Snorra Helgasonar. Einnig var leikið viðtal við I Break Horses og miði gefin á hátíðina.

1. hluti: viðtal við Retro Stefson  

      1. airwaves 3 1

2. hluti: viðtal við I Break Horses 

      2. Airwaves 3 2

3. hluti: viðtal við Mammút 

      3. Airwaves 3 3

4. hluti: viðtal við Snorra Helgason og miði gefin 

      4. airwaves 3 4

 

 

 

Nýtt lag og myndband frá Lay Low

Söngkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir sem er best þekkt undir listamannsnafninu Lay Low sendi í dag frá sér tveggja laga vinyl plötu í takmörkuðu og númeruðu upplagi. Lögin á plötunni heita The Backbone og Rearrangement. Fyrra lagið er nýtt en seinna kom út á plötunni Brostinn strengur í fyrra undir nafninu Gleym mér ei. Lay Low sendi einnig frá sér myndband við lagið The Backbone sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan.

Bedroom Community bæta við sig listamanni

Hin íslenska útgáfa Bedroom Community hefur nú samið við bandaríkjamanninn Paul Corley um útgáfu á hans fyrstu plötu. Corley hefur unnið náið með meðlimum útgáfunnar í fjölmörg ár, en hann kom til að mynda að plötum á borð við SÓLARIS eftir þá Ben Frost og Daníel Bjarnason, By The Throat eftir Ben Frost, Draumalandið eftir Valgeir Sigurðsson auk Ravedeath 1972 eftir Tim Hecker o.fl.

Plata Paul Corley – Disquiet- kemur út þann 5. nóvember á heimsvísu, en sérstök forsala verður á bandcamp síðu hans sem og í völdum búðum hér á landi fyrir Iceland Airwaves, en þar kemur Corley einmitt fram í fyrsta sinn. Hlustið á tóndæmi hér fyrir neðan.