Straumur 14. október

Í Straumi í kvöld fáum við hljómsveitina Ojba Rasta í heimsókn til að kynna sína aðra plötu sem kemur út seinna í þessum mánuði. VIð kíkjum einnig á nýtt efni frá Cults, Albert Hammond Jr. Mutual Benefit, Gems, Star Slinger og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977!

Straumur 14. október by Straumur on Mixcloud

 

1) I Can Hardly Make You Mine – Cults
2) Ég veit ég vona – Ojba Rasta
3) Skot í myrkri – Ojba Rasta
4) Faðir og bróðir – Ojba Rasta
5) Draumadós – Ojba Rasta
6) Always Forever – Cults
7) So Far – Cults
8) Spilling Lines – Poliça
9) Matty – Poliça
10) Change (The Chainsmokers Hot & Steamy Edit) – BANKS
11) Free – Star Slinger
12) Medusa – Gems
13) Rude Customer – Albert Hammond Jr.
14) Advanced Falconry – Mutual Benefit
15) MacGyver og ég – Sveinn Guðmundsson

Airwaves yfirheyrslan – Jóhann Kristinsson

Tónlistarmaðurinn Jóhann Kristinsson gaf út sína þriðju plötu Headphones nýlega en hann mun koma fram á Iceland Airwaves í nóvember og spila lög af henni. Í Airwaves yfirheyrslu dagsins tókum við Jóhann tali.  

 

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves?

Árið 2011 spilaði ég á Airwaves í hljómsveitinni hjá Jóni Þór.

 

Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað?

Einni on-venue en kannski þremur off-venue.

 

 

 

Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?

Mér finnst eins og stærri nöfn séu að bætast við listann og meira og meira af útlendingum sem sækja hátíðina. Leiðinlegt að missa staði eins og Nasa og Faktorý en rosalega jákvætt og skemmtilegt að fá Hörpuna inn í þetta dæmi.

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Kaldalón, Þjóðleikhúskjallarinn og auðvitað Eldborg.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Patrick Watson í Þjóðleikhúskjallaranum árið 2006. Það voru magnaðir og dáleiðandi tónleikar.

Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Ég sá dálítið eftir því að hafa misst af Beach House.

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Reyna að spila nóg off-venue en passa sig samt á því að keyra sig ekki út. Þá er ekkert gaman að spila lengur.

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Yo La Tengo/Skúli Sverrisson


Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

Hátíðin hefur mjög jákvæð áhrif í för með sér. Bæði vegna þess að hingað kemur allskonar bransalið en líka bara vegna þess að listamenn æfa sig svo vel og mikið fyrir hana. Airwaves er metnaðarsprauta fyrir tónlistarlífið.

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

Ekkert gríðarlega oft. Fjórum sinnum eða eitthvað svoleiðis.

 

Listasafnið eða Harpa?

Harpa

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér? 

Ég er að spila á off-venue tónleikum á Skuggabar á fimmtudagskvöldinu kl.18.30 og on-venue kvöldið eftir í Iðnó kl.20.00. Ég er bara í einni hljómsveit sem heitir eftir mér sjálfum (sólóstöff).

Airwaves Yfirheyrslan – Þorbjörg í Retro

Mynd: Oliver James L’eroe.

Í yfirheyrsluherberginu þennan föstudag situr Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir, hljómborðsleikari Retro Stefson. Hún hefur spilað á Airwaves síðan á barnsaldri og við þjörmuðum að henni og fengum hana til að segja okkur allt sem hún veit um hátíðina.

 

Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?


Það var á Ariwaves 2006 og við spiluðum þá á Grand Rokk. Vorum svo lítil að það átti varla að hleypa okkur inn á staðinn þegar við mættum í sándtékk. Eftirminnilegast voru tónleikarnir sjálfir, var búin að vera mega spennt og hlakka til svo lengi. Ég man svo hvað ég var hissa þegar ég sá röðina fyrir utan þegar við vorum að fara að byrja. Stemmningin var rosa góð á tónleikunum og allt gekk vel. Svo er meira að segja til mega krúttlegt myndband af okkur frá þessum tónleikum, og viðtal þar sem allir eru rosa litlir og feimnir og sumir ekki einu sinni komnir í mútur. Tónleikarnir á Gauknum með Datarock og Whitest Boy Alive á eftir voru líka mjög eftirminnilegir og fáránlega góðir og skemmtilegir tónleikar. Whitest Boy Alive enduðu að mig minnir á Show Me Love með Robin S, sem var frekar gott!

 

Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað?
Þetta verður í áttunda skiptið núna í ár.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Vá, það eru svo margir. Datarock og Whitest boy alive eins og ég nefndi áðan. Svo voru líka Chromeo tónleikarnir á Gauknum 2007 klikkaðir. Trentemøller (sem ég elskaði ó svo mikið) árið 2008 í Listasafninu. Og Metronomy 2009 í Listasafninu.. Ég gæti haldið lengi áfram.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálf?


Þeir voru  á Nasa árið 2008 minnir mig. Við vorum nýbúin að gefa út fyrstu plötuna okkar og dálítið hype í gangi. Ég man bara hvað ég var glöð og stressuð í bland þegar ég sá hvað það var troðfullt á Nasa og geðveik stemmning. Tónleikarnir gengu svo fáránlega vel og allir mega glaðir.

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?
Nasa. Punktur. Annars finnst mér Iðnó komast næst Nasa í útliti á salnum sjálfum og það myndast alltaf góð stemmning þar. Mér finnst það dáldið kósý og finnst að Iðnó ætti að vera notað meira undir tónleika og fleiri skemmtanir.

 

Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af?
Ég var heví fúl að hafa misst af Robyn og líka Moderat árið 2010. Við vorum að spila á einhverju menntaskólaballi á sama tíma og Moderat áttu að vera svo ég fór ekkert. Síðan hafði dagskránni seinkað þannig að ég hefði alveg náð að sjá hluta af tónleikunum. Frekar fúlt. Svo var ég líka mjög leið að hafa misst af Tune-Yards árið 2011.

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?
Hmm bara ekki vera of stressaðir og reyna of mikið þó að það sé eitthvað mikilvægt fólk á hátíðinni og svoleiðis. Hafa frekar bara gaman og skemmtilegt að hafa tónleikana kannski pínku öðruvísi en venjulega.

 

Hverju ertu spenntust fyrir á hátíðinni í ár?
Er mjög spennt fyrir að sjá þrívíddarsjó-ið hjá Kraftwerk. Hef aldrei séð þá live heldur. Svo er ég líka spennt fyrir MØ, Jon Hopkins, Omar Souleyman og AlunaGeorge (sem ég næ reyndar ekki að sjá því við erum að spila á sama tíma).

 

 

Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?


Rosalega mikla bara. Þetta vekur svo ótrúlega mikla athygli á landinu og því sem er að gerast hér í tónlistarlífinu. Svo er hátíðin líka bara mikilvæg fyrir okkur sjálf, íslenskt tónlistarfólk og -áhugamenn, einskonar árshátíðin okkar og eitthvað til að hlakka til.

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?


Hmm ég er ekki alveg viss. Örugglega svona 7 eða 8 sinnum. Vorum eitt árið að spila þrisvar sinnum á official dagskránni og svipað oft off venue. Held þetta hafi verið 2008.

 

Uppáhalds Iceland Airwaves hátíðin þín í gegnum árin?


Ég held bara 2006. Þá var þetta allt svo nýtt og spennandi. Mig langaði svo að fara 2005 því bræður mínir voru að fara og fullt af skemmtilegum hljómsveitum eins og Architecture in Helsinki og Annie og fleiri. En ég var náttúrulega bara 15 ára og frekar fúl að fá ekki að fara. Þess vegna var ég svo þakklát og glöð að komast 2006. Var búin að kynna mér allt rosa vel og mætti snemma á alla tónleika, náði að sjá eiginlega allt sem mig langaði til. Búin að fá lánuð skilríki hjá vinkonu stóra bróður míns og leggja kennitöluna og stjörnumerki á minnið og svona.

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?


Kraftwerk klárlega.

 

Listasafnið eða Harpa?


Mér finnst meiri Airwaves stemmning í Listasafninu og ég er búin að sækja marga frábæra tónleika þar á Airwaves, en Harpan er líka mjög næs þegar það er vont veður t.d. Myndast líka minni raðir og það eru rosa flott ljós og gott hljóð þar.

 

Með hvaða hljómsveit ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?


Við í Retro erum að spila í Norðurljósum í Hörpu á miðvikudeginum kl. 23:20 og í Listasafninu á föstudeginum á miðnætti. Svo verðum við líka á off venue dagskránni, erum í Jör á fimmtudeginum kl. 17, á föstudeginum á Hotel Marina kl. 19:00 og svo í Bláa lóns partíinu á laugardeginum kl. 14:00.

Off-Venue dagskrá Airwaves kynnt

Off-Venue dagskráin á Iceland Airwaves hefur nú verið gerð opinber og hefur hún aldrei verið viðameiri. Yfir 600 tónleikar eru í boði á tæplega 50 tónleikastöðum svo þeir sem ekki náðu í miða á hátíðina sjálfa ættu ekki að örvænta, heldur reyna að upplifa Airwaves stemmninguna off-venue, alveg ókeypis. Þar má meðal annars finna stórgóða erlenda flytjendur eins og Mac DeMarco, sem þessi vefsíða mælir sérstaklega með, en dagskrána má nálgast hér.

Mynd: Alexander Matukhno.

Tónleikar helgarinnar

Fimmtudagur 10. október

Hljómsveitin Oyama snýr aftur til leiks eftir langan sumardvala með  tónleikum á Gamla Gauknum ásamt  Pétri Ben og Mammút. Staðurinn opnar kl. 21:00 og tónleikar hefjast stundvíslega kl. 22:00. Það kostar 1000 kr inn. 

Japam og Good Moon Deer koma fram á Kex Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn

Hljómsveitin Eva heldur ókeypis tónleika á Stúdentakjallaranum sem hefjast klukkan 20:00

 

Föstudagur 11. október

 

Leaves verða með hlustunarteiti á Boston fyrir plötuna “See you in the Afterglow” sem kemur út sama dag. Teitið hefst klukkan 20:00. 

Einar Lövdahl blæs til útgáfutónleika í Tjarnarbíó þar sem öll lög plötunnar “Tímar án ráða” verða flutt. Húsið opnar kl. 20:30

Tónleikar hefjast kl. 21:30 Upphitun verður í höndum tónlistarmannsins Auðuns. Miðaverð er 1.500 kr. en hægt verður að kaupa miða og geisladisk á 2.500 kr.

Mánaðarlegur reggae/dub/dancehall viðburður RVK Soundsystem verður haldinn á Kofanum. RVK Soundsystem (Gnúsi Yones, DJ Elvar, DJ Kári, Arnljótur, Teitur, Kalli Youze) Það er frítt inn og fjörið hefst um 22:00.

Gítarhetjan Steve Vai spilar á tónleikum í Silfurbergi Hörpu. Miðaverð er 8990 og hefjast tónleikarnir á slaginu 22:00.

 

Laugardagur 12. október

Hljómsveitirnar Morning After Youth og Þausk koma fram á mánaðarlegu jaðarkvöldi á Kaffi Hressó. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:30 og það er frítt inn.

 

 

James Murphy Rímixar Bowie

James Murphy, fyrrum forsprakki LCD Soundsystem, hefur nú endurhljóðblandað Love is Lost, lag aldraða kamelljónsins Davið Bowie. Lagið er af endurkomuplötu Bowie, The Next Day, sem kom út í febrúar á þessu ári og endurhljóðblöndunina verður að finna á viðhafnarútgáfu plötunnar sem kemur út 5. nóvember. Þeir kumpánar unnu síðast saman að gerð lagsins Reflektor með Arcade Fire með afar góðum árangri. Í meðförum Murphy verður Love is Lost að tíu mínútna melankólískum diskósmelli sem heldur blúsuðu píanói upprunalegu útgáfunnar en bætir við ofsafengnum klapptakti og speisuðuem hljóðgervlum ásamt fleiru. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

Airwaves yfirheyrslan – Úlfur Oyama

Tónlistarmanninum Úlfi Alexander Einarssyni er margt til lista lagt. Auk þess að spila á gítar í hinni margmennu hljómsveit Útidúr þá þenur hann einnig raddbönd og spilar á gítar fyrir hljómsveit sína Oyama. Úlfur hefur spilað á Iceland Airwaves frá árinu 2008 og mun koma fram með Útidúr og Oyama á hátíðinni í ár.

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

Ég spilaði í fyrsta skipti á Airwaves árið 2008. Þá spilaði ég á Hressó með hljómsveitunum Fist Fokkers og Swords of Chaos. Það var geggjað. Ég man að mér leið eins og ég væri algjör rokkstjarna að vera að spila á Airwaves.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Final Fantasy 2008 og Dirty Projectors 2012.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur? 

Á Nasa með tveggjamanna pönk bandinu mínu Fist Fokkers árið 2010. Okkur fannst bara svo súrt og geðveikt að vera bara eitthvað tveir að rokka jafn stórum stað og Nasa. Já og líka Fist Fokkers á Amsterdam 2011! Þar tókum 5 cover lög í bland við lögin okkar. Staðurinn alveg pakkaður og við fórum yfir tímann okkar og það átti að slökkva á okkur áður en við gætum tekið seinasta lagið okkar en áhorfendurnir voru alveg brjálaðir og ég hljóp baksvið og fann norska bandið sem var að spila á eftir okkur og fékk leyfi frá þeim til að spila lengur og já. Það var bara geðveik stemning á þeim tónleikum, allir trylltir.


 

Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?

Mér finnst hún bara alltaf næs. Alltaf misstór útlensk bönd að spila, en það skiptir ekki máli. Hátíðin er alltaf skemmtileg.

 

Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Daníel Bjarnason í Eldborg þegar hann var nýbúinn að gefa út Processions.

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Spila líka á off-venue tónleikum! Þeir geta verið alveg jafn mikilvægir og on-venue tónleikarnir.  Leggja líka  metnað í það sem þú ert að gera! Þúst. KOMA SVO! HALLÓÓÓÓ!!!

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Mér finnst Mac Demarco og Anna von Haussvolff rosa skemmtileg. Síðan er Dj. Flugvél og Geimskip að fara gefa út nýja plötu og ég hlakka rosa mikið til að tékka á því. Tónleikar með Dj. F & G eru alltaf næs.

 

Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

Airwaves heldur rosa miklu lífi í íslensku tónlistarsenunni. Líka góður stökkpallur fyrir íslensk bönd.

 

Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig og þína hljómsveit/hljómsveitir? 

Airwaves hefur hjálpað þeim hljómsveitum sem ég er í alveg gríðarlega. Við erum að fá erlenda fjölmiðlaumfjöllun sem við hefðum annars ekki verið að fá og höfum myndað sambönd sem hafa gert það að verkum að við höfum farið að spila útum allan heim. T.d. þá fór hljómsveit sem ég er í, Útudúr, í mánaðarlangt tónleikaferðalag yfir allt Kanada í fyrra með kanadíska bandinu Brasstronaut af því að við kynntumst söngvaranum þegar þeir voru að spila hérna og héldum síðan góðu sambandi eftir það.

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

2010 spilaði ég 11 tónleika með 3 mismunandi hljómsveitum.

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Kraftwerk. (en þúst ég elska líka Yo La Tengo)

 

Listasafnið eða Harpa?

Mmm.. Listasafnið af því að ég á fleirri góðar minningar þaðan.

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

Ég er að spila með Oyama og Útidúr.

https://facebook.com/oyamaband

https://facebook.com/utidurofficial

Major Lazer á Sónar í Reykjavík

Nú hafa fyrstu listamennirnir sem munu spila á næstu Sónar hátíð í Reykjavík verið tilkynntir og þar ber hæst Major Lazor hópinn sem leiddur er af Diplo. Lagið Get Free var feikivinsælt á síðasta ári og að mati þessarar síðu annað besta lag ársins, og platan Free The Universe sem kom út í byrjun þessa árs var reggískotinn partýbræðingur af bestu sort. Þá mun Daphni koma fram á hátíðinni, en það er hliðarverkefni Daniel Snaith sem er best þekktur sem Caribou, en hann sótti Ísland heim undir því nafni árið 2011 og hélt stórbrotna tónleika á Nasa. Þá hefur þýski plötusnúðurinn Kölsch verið bókaður og íslensku sveitirnar Hjaltalín, Sykur og Sometime hafa verið staðfestar. Sónar hátíðin fer fram í Hörpu dagana 13. til 15. febrúar næstkomandi en hún var fyrst haldin hér á landi í febrúar á þessu ári en umfjöllun straum.is um hátíðina má nálgast hér. Miðasala á hátíðina fer fram á midi.is og hægt er að hlusta á Major Lazer og Daphni hér fyrir neðan.

Straumur 7. október 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni með Darkside, Four Tet, Teen Daze, Destroyer, Baio og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977!

Straumur 7. október 2013 by Straumur on Mixcloud

1) The Night Comes Again – St. Lucia

2) Wait For Love – St. Lucia

3) Indian Summer – Blood Cultures

4) The Only Shrine I’ve Seen – Darkside

5) Freak, Go Home – Darkside

6) Autumnal – Teen Daze

7) Peppermint – Julio Bashmore

8) Dust in the gold sack – Swearin

9) Mean Street – Tennis

10) El Rito – Destroyer

11) Unicorn – Four Tet

12) Mira – Baio

13) Tiger Kit – Sleigh Bells

14) Baby Mae – Those Darlins

15) Western Sky – Those Darlins

Airwaves yfirheyrslan – Jón Þór Love & Fog

Tónlistarmaðurinn Jón Þór Ólafsson hefur margoft spilað á Iceland Airwaves bæði með hljómsveitum og með sólóverkefni sínu. Jón Þór kemur fram með hljómsveit sinni Love & Fog á hátíðinni í ár.

 

 

Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?

 

Airvaves árið 2003 var fyrsta hátíðin sem ég spilaði á og naut sem gestur. Ég skemmti mér vel á á Nasa. Trabant voru góðir en The Kills voru lummó. Ég spilaði í fyrsta skipti á Airwaves þá á gítar með íslenska raftónlistarmanninum Tonik. Ég man ómögulega hvar þeir voru en stemmingin var örugglega góð. Það er alltaf góð stemming á Tonik.

Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað?

Hátíðin í ár er tíunda IE hátíðin sem ég spila á. Það hlýtur að þýða að hún verði magiKul!!!

 

 

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Foreign Monkeys árið 2009 eru í fljótu bragði eftirminnilegastir. Líklega út af því að ég endaði inni í trommusettinu í lokalaginu þeirra.

 

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur? 

Það er erfitt að velja eftirminnilegustu tónleika sem ég hef spilað sjálfur á. Það var rosalega gaman að spila með Lada Sport árið 2006. Þá vorum við nýbyrjaðir að taka upp plötuna okkar Time And Time Again og blésum upp tvöhundruð hjartalaga blöðrur sem gengu á milli áhorfenda á Grand Rokk. Einnig eru off-venjú tónleikarnir Mjódd-waves á föstudeginum í fyrra frábærir. Ég var að spila órafmagnað sett af sólóskífunni minni. Óveðrið var þá sem mest, alveg brjálað rok og nötrandi kuldi. Gluggarnir sveifluðust til og kannski 15 manns að horfa á.

 

Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?

Hátíðin hefur aðallega verið að festa sig í sessi sem ein magnaðasta tónlistarhátíð í heimi. Hún hefur alltaf haldið fjölbreytileika sínum og mikið af sama fólki kemur til landsins ár eftir ár og sækir hátíðina vegna þess að andrúmsloftið í miðbænum er rafmagnað og nánast ólýsanlegt. Fólk gengur brosandi um með stjörnur í augunum.

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Nasa er besti tónleikastaður sem íslendingar hafa átt og munu nokkurn tíma eiga. Það er virkilega grátlegt að missa hann.

 

Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Ég hef, eins og væntanlega margir, misst af mörgum geðveikum tónleikum. Mest sé ég þó eftir að hafa misst af Vampire Weekend og Klaxons.

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Já, vertu þú sjálf(ur) og skemmtu þér vel.

 

Hverju ertu spenntust/spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Ég er spenntur að sjá Mac DeMarco, auk þess sem Yo La Tengo mun eiga fimmtudaginn fyrir mér. Af íslenskum böndum sé ég sjaldnast það sem ég ætla mér að sjá en oftast sé ég vini og kunningja búa til e-ð gúmmelaði.

 

 

Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

Íslenska tónlistarsenan er líklega sífellt að snúast meir og meir í kringum hátíðina í stað þess að hátíðin sé að snúast í kringum tónlistarsenuna. Það er örugglega bara kostur frekar en galli því hljómsveitir og listamenn reyna oft að koma plötum og afurðum sínum út í kringum hátíðina. Iceland Airwaves er þar af leiðandi ákveðinn hápunktur á tónlistarárinu, í senn drifkraftur og uppskeruhátíð.

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

Ég held að ég hafi spilað á níu tónleikum á hátíðinni í fyrra. Það var gaman!

 

Uppáhalds Iceland Airwaves hátíðin þín í gegnum árin? Af hverju?

Hátíðin í fyrra er í miklu uppáhaldi. Óveðrið gerði hana extra eftirminnilega.

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Bæði! En ég sá Kraftwerk 2004 í Kaplakrika þannig að í ár heyri ég Yo La Tengo hjartað slá sem eitt!

 

Listasafnið eða Harpa? 

Listasafnið

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

Ég er að spila með Love & Fog á Harlem á miðvikudagskvöldinu og á Hressó á fimmtudagskvöldinu. Off-venjú á eftir að koma í ljós.