Straumur 31. ágúst 2020

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjar plötur frá Disclosure, Kelly Lee Owens, Skurken og Les Sins & AceMo auk þess sem flutt verða lög frá Holdgervlum, Babes of Darkness, Salóme Katrínu, Cults og fleirum. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 23:00. 

1) Lavender (ft. Channel Tres) – Disclosure

2) Birthday (ft. Kehlani & Syd) – Disclosure

3) Tondo (ft. Eko Roosevelt) – Disclosure

4) Holy Cow – Les Sins & AceMo

5) Arpeggi – Kelly Lee Owens 

6) Jeanette – Kelly Lee Owens

7) Felt – Skurken

8) Solstice Izo – Hudson Mohawke

9) Sweet Silverskin – Hudson Mohawke

10) Skýjagljúfur – Holdgervlar

11) Join Our Cult – Babes Of  Darkness

12) Elsewhere – Salóme Katrín 

13) Summerlovin – K.óla

14) el cielo no es de nadie – Ela Minus 

15) Monolithic – Cults 

Straumur 18. september 2017

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýjar plötur frá Rostam, Arial Pink og Cut Copy auk þess sem spilað verður nýtt efni frá Burial, The xx, Cults og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Dedicated to Bobby Jameson – Ariel Pink
2) Bubblegum Dreams – Ariel Pink
3) I Took Your Picture With My Eyes Closed – Cults
4) On Hold (Jamie xx remix) – The xx
5) Rodent – Burial
6) No Fixed Destination – Cut Copy
7) Versus Game – Blue Hawaii
8) Sumer – Rostam
9) Half Light – Rostam
10) Don’t Let It Get To You (reprise) – Rostam
11) Emotion – Curls
12) 28 (Prod. KAYTRANADA & BADBADNOTGOOD) – Matt Martians
13) 4Real – Steve Lacy
14) Do Yourself a Favor – Ariel Pink

Straumur 14. október

Í Straumi í kvöld fáum við hljómsveitina Ojba Rasta í heimsókn til að kynna sína aðra plötu sem kemur út seinna í þessum mánuði. VIð kíkjum einnig á nýtt efni frá Cults, Albert Hammond Jr. Mutual Benefit, Gems, Star Slinger og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977!

Straumur 14. október by Straumur on Mixcloud

 

1) I Can Hardly Make You Mine – Cults
2) Ég veit ég vona – Ojba Rasta
3) Skot í myrkri – Ojba Rasta
4) Faðir og bróðir – Ojba Rasta
5) Draumadós – Ojba Rasta
6) Always Forever – Cults
7) So Far – Cults
8) Spilling Lines – Poliça
9) Matty – Poliça
10) Change (The Chainsmokers Hot & Steamy Edit) – BANKS
11) Free – Star Slinger
12) Medusa – Gems
13) Rude Customer – Albert Hammond Jr.
14) Advanced Falconry – Mutual Benefit
15) MacGyver og ég – Sveinn Guðmundsson

Cults – “High Road”

 

Indíbandið Cults tilkynnti nýlega útgáfu breiðskífunnar Static sem mun koma út 15. Október. Í kjölfarið fylgdi smáskífan „I Can Hardly Make You Mine“  og hefur sveitin nú deilt laginu „High Road“.
Nýja efnið er myrkrara en áður hefur heyrst frá bandinu, þó ljúft og fylgir vel á eftir sjálftitluðum frumburði Cults sem kom út árið 2011.

Cults snúa aftur

New York hljómsveitin Cults var að senda frá sér fyrstu smáskífuna I Can Hardly Make You Mine af væntanlegri annari plötu sveitarinnar Static sem kemur út 15. október. Cults er hugarfóstur þeirra Brian Oblivion gítarleikara og Madeline Follin söngkonu en hún er systir Richie Folin forsprakka hljómsveitarinnar Guards sem gáfu út sína fyrstu plötu fyrr á þessu ári. Cults vöktu fyrst athygli árið 2010 fyrir lagið Go Outside en fyrsta plata þeirra sem var samnefnd bandinu kom út árið 2011 við góðar viðtökur gagnrýnenda.

 

Coming True með Guards

New York hljómsveitin Guards var að senda frá sér aðra smáskífuna af væntanlegri fyrstu plötu sveitarinnar  In Guards We Trust sem kemur út 5. febrúar á næsta ári. Guards er hugarfóstur Richie Follin, bróðir Madeline Folin söngkonu hljómsveitarinnar Cults. Richie er einnig fyrrverandi gítarleikari þeirrar hljómsveitar. Hlustið á lagið Coming True hér fyrir neðan.

Coming True

      1. mp3

hlaða niður 

      2. mp3

 

Nýtt lag frá guards

 

Indie-rokk hljómsveitin Guards var að senda frá sér smáskífuna Silver Lining af væntanlegri fyrstu plötu sveitarinnar – In Guards We Trust sem kemur út 5. febrúar á næsta ári. Guards er hugarfóstur Richie Follin, bróðir Madeline Folin söngkonu hljómsveitarinnar Cults. Richie er einnig fyrrverandi gítarleikari þeirrar hljómsveitar. Árið 2010  samdi Richie sjö lög  sem hann ætlaði Cults og sendi hann þau til Madeline. Henni fannst lögin frábær en ekki henta hljómsveitinni og lét þau á netið án þess að segja Richie frá því, nokkur blogg fóru á stað og síðan hafa margir beðið spenntir eftir fyrstu stóru plötu Guards. Þessi sjö lög urðu svo Guards ep sem var ofanlega á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2010. Hlustið á nýja lagið – Silver Lining og Guards ep í heild sinni hér fyrir neðan.