Nýtt lag frá guards

 

Indie-rokk hljómsveitin Guards var að senda frá sér smáskífuna Silver Lining af væntanlegri fyrstu plötu sveitarinnar – In Guards We Trust sem kemur út 5. febrúar á næsta ári. Guards er hugarfóstur Richie Follin, bróðir Madeline Folin söngkonu hljómsveitarinnar Cults. Richie er einnig fyrrverandi gítarleikari þeirrar hljómsveitar. Árið 2010  samdi Richie sjö lög  sem hann ætlaði Cults og sendi hann þau til Madeline. Henni fannst lögin frábær en ekki henta hljómsveitinni og lét þau á netið án þess að segja Richie frá því, nokkur blogg fóru á stað og síðan hafa margir beðið spenntir eftir fyrstu stóru plötu Guards. Þessi sjö lög urðu svo Guards ep sem var ofanlega á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2010. Hlustið á nýja lagið – Silver Lining og Guards ep í heild sinni hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *