Cults snúa aftur

New York hljómsveitin Cults var að senda frá sér fyrstu smáskífuna I Can Hardly Make You Mine af væntanlegri annari plötu sveitarinnar Static sem kemur út 15. október. Cults er hugarfóstur þeirra Brian Oblivion gítarleikara og Madeline Follin söngkonu en hún er systir Richie Folin forsprakka hljómsveitarinnar Guards sem gáfu út sína fyrstu plötu fyrr á þessu ári. Cults vöktu fyrst athygli árið 2010 fyrir lagið Go Outside en fyrsta plata þeirra sem var samnefnd bandinu kom út árið 2011 við góðar viðtökur gagnrýnenda.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *