James Holden og Bonobo á Sónar

Mynd: Squarepusher á síðustu Sónar hátíð.

Í morgun var tilkynnt um fleiri listamenn sem hefur verið bætt við dagskrá Sónar hátíðarinnar í Reykjavík. Þar ber þar hæst breska pródúsantinn og plötusnúðinn James Holden, raftónlistarmanninn Bonobo frá sama landi, þýska plötusnúðinn Paul Kalkbrenner og Starwalker, samstarfsverkefni Barða Jóhannssonar og J.B. Duncel úr Air. James Holden hefur vakið mikla athygli bæði fyrir eigin tónlist og einstakar endurhljóðblandanir og varð geimdiskó endurgerð hans af The Sky is Pink að miklum danssmelli, hér heima og erlendis, fyrir um 10 árum. Þá hefur hans nýjasta plata, The Inheritors, hlotið frábærar viðtökur þar sem hann blandar súrkálsrokki, sveimhljóðum og kosmískum áhrifum saman í dáleiðandi tekknósúpu.

Bonobo hefur í yfir áratug verið á mála hjá hinni virtu Ninja Tune útgáfu og gefið út frábærar plötur af flóknu og útpældu trip hoppi og ber af óragrúa tónlistarmanna í sama geira. Paul Kalkbrenner er goðsögn í þýskri klúbbamenningu og lag hans Sky and Sand úr kvikmyndinni Berlin Calling varð stórsmellur á öllum helstu klúbbum Evrópu. Starwalker er nýstofnuð hljómsveit Barða Jóhannssonar úr Bang Gang og J.B. Duncel úr hinni frönsku Air en þeir gáfu út sitt fyrsta lag og myndband fyrir skemmstu og er stuttskífa á leiðinni. Sónar-hátíðin fer fram í Hörpu 13.-15. febrúar næstkomandi en fyrir skemstu var tilkynnt að Major Lazer yrðir aðalnúmerið á hátíðinni en lista yfir staðfesta listamenn má finna hér. Fyrsta Sónar hátíðin í Reykjavík var haldin í febrúar á þessu ári og umfjöllun straum.is um hana má lesa hér. Hlustið á fleiri tóndæmi hér fyrir neðan.



Airwaves yfirheyrslan: Snorri Helga

Snorri Helgason spilaði á Iceland Airwaves fyrst árið 2006 með hljómsveit sinni Sprengjuhöllinni en síðan þá hefur hann komið fram á hverri einustu hátíð. Snorri gaf nýlega út hina frábæru plötu Autumn Skies en hann mun flytja efni af henni á hátíðinni i ár.

 

Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?

Ég held að fyrsta og eina skiptið sem ég hafi farið á Airwaves hafi verið 2005 eða 4 þegar það var í Laugardalshöll að mestu leyti. Fatboy Slim og eitthvað sjitt (2002). Svo hef ég spilað á hverri hátíð síðan 2006.

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

Ég spilaði fyrst á Airwaves 2006 með Sprengjuhöllinni á Grand Rokk. Það var ógeðslega gaman. Þetta voru kannski okkar 7-8 tónleikar eða eitthvað svoleiðis. Við vorum bara nýbyrjaðir og sumir okkar eiginlega nýbyrjaðir að spila á hljóðfærin sín. En við höfðum hjartað á réttum stað og það skilaði sér og það var mega stemmning.


Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað?

2006-2013. Þetta verður þá mín áttunda.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

FM Belfast á gamla Gauk á Stöng líklega á Airwaves 2007. Djös stemmning.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur?

2008 spilaði Sprengjuhöllin á Lúdó sem var í kjallaranum þar sem Bónus er núna á Hallveigarstíg. Þetta var hellað venue og svona frekar mikill fermingarveislufílingur yfir öllu. Það vantaði bara heitu brauðréttina og nokkrar ömmur. Ofan á allt þetta var ég alveg fáránlega veikur þennan dag og spilaði allt giggið eiginlega í algjöru óráði. Í síðasta laginu hneig ég næstum því niður en náði að styðja mig við magnarann minn. Staulaðist heim alveg gjörsamlega búinn á því. En þetta var gott gigg.

 

Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin

Bara til hins betra. Allt skipulag og allt utanumhald er orðið miklu miklu betra. Það er bara allt annar fílingur yfir þessu núna en fyrir nokkrum árum. Miklu meira pottþétt og pro og þá er þetta allt saman miklu skemmtilegra.

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Á Íslandi er það líklega Græni Hatturinn á Akureyri og Sjóræningjahúsið á Patreksfirði. En ef ég á að velja eitthvað Airwavesvenue þá er það pottþétt Gamla Bíó.

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Passið upp á að hvíla ykkur og heilsuna. Í alvöru. Þetta er djös törn og mikið álag á líkamann. Farið í sund og reynið að borða eins vel og getið. Ekki bara pullur og börrar. En auðvitað verðiði að njóta líka. Þetta er gaman.

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Yo La Tengo. Ekki spurning.

 

Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?


Mjög mjög mikla. Þetta er algjör vítamínsprauta fyrir senuna alla.

 

 

Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig og þína hljómsveit/hljómsveitir?

Ég fann útgefanda á Winter Sun á GAS-svæðinu á hátíðinni 2011 sem gaf hana svo út ári seinna. 2012 vorum við bókuð á Eurosonic og fundum synch-agent í LA sem hefur reynst okkur vel. Svo hef ég kynnst fullt af góðu fólki sem hefur hjálpað mér í gegnum tíðina með alls konar smáatriði og tengingar og plöggerí.

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

13 stykki árið 2011. Það var assskoti mikið.

 

Uppáhalds Iceland Airwaves hátíðin þín í gegnum árin? Af hverju?

2012. Hún var bara einhvern veginn svo drullu næs. Þær verða einhvern veginn alltaf betri með hverju árinu. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig þau ætla að toppa sig í ár. Engin pressa samt.

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Yo La fökkkings Tengo baby.

 

 

Listasafnið eða Harpa?

Harpa. Alla leið í bankann.

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

Ég er bara að spila með SnoHe flokknum. Tvisvar on-venue með hljómsveitinni og svo 4 sinnum off-venue. Það er best að fylgjast með okkur á Fésinu: www.facebook.com/helgasonsnorri

 

Ljósmynd: Jónatan Grétarsson. 

Airwaves yfirheyrslan M-band

 

Hörður Már Bjarnason spilaði á 14 tónleikum á sinni fyrstu Airwaves hátíð í fyrra. Hörður kemur fram ásamt verkefni sínu M-Band í ár auk þess að spila á trommur með Nolo og ljá Tonik rödd sína. 

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

Ég spilaði fyrst í fyrra með M-Band, Tonik og RetRoBot, en það var líka í fyrsta skipti sem ég fór á Airwaves almennt. Það var allt mjög framandi og skemmtilegt. Orðið “hátíð” lýsir Airwaves mjög vel. Það verður einhver spenna og gleði í loftinu og að fá að taka þátt í þessu öllu saman er mikil gleði og heiður.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Eftirminnilegustu tónleikarnir sem ég hef farið á voru sennilega Doldrums og Dirty Projectors í fyrra. Ég hafði ekkert hlustað á eða kynnt mér þessa artista svo það kom mér sérdeilis á óvart hvað sett þeirra voru ótrúlega flott, teknísk og þétt. Atvik þegar trommari reif bassatrommuskinn á snarbrjáluðu setti. Ben Frost var líka mjög skemmtilegtilegur.

 

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur? 

Þeir hafa allir verið eiginlega alveg frábærir og eftirminnilegir. M-Band í Hressingarskálanum var eftirminnilegt útaf því hvað það var mikið af fólki sem komst í þetta tjald sem þar var, og magnað að það sé hægt að hafa útitónleika í svona vondu veðri eins og var þá. Eins með RetRoBot á smekkfullu Dillon, þar var sérlega góð stemning.

 

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Ég er ekki alveg viss. Mér þykir mjög vænt um þá flesta. Þeir eru þó misjafnir eins og þeir eru margir.

 

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Æfa vel, skipuleggja tímann vel, borða og sofa vel og svo bara njóta þess að vera til og spila! Það er kannski ekkert brjálæðislega mikið rokk í þessu en þetta heldur mér að minnsta kosti í elementinu mínu…

 

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Omar Soleyman, Jon Hopkins, Emiliana Torrini og Anna Von Hauswolf. Ég hefði mikið viljað sjá Gold Panda líka en hann skarast við Jon Hopkins.

 

 

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

Fjórtán tónleikum. Ég spila að öllum líkindum á fjórtán tónleikum í ár líka.

 

 

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Bara bæði betra..

 

Listasafnið eða Harpa?

Mér finnst báðir staðir mjög flottir. Það er þó töluvert betra hljóð í Hörpunni auk þess sem hún er fínn staður fyrir gott chill á milli tónleika. Í vonda veðrinu í fyrra var bara mest næs að vera í Hörpunni og rölta á milli sala.

 

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

Í ár spila ég með M-Band, Nolo og Tonik. M-Band verður á Harlem á föstudagskvöldinu, Tonik á Harlem á miðvikudagskvöldinu sem og Nolo en Nolo verður svo aftur í Listasafninu á laugardagskvöldinu.

 

 

Eitthvað sem þú villt koma á framfæri að lokum?

Fyrsta breiðskífa M-Band er að koma út! Fylgist með!

300 ára selló fylgir Lanegan

 

Evróputónleikaferð hins goðsagnakennda Mark Lanegan og gesta hans hófst í Vínarborg í Austurríki um síðustu helgi en eins og kunnugt er endar tónleikaferðin hér á landi með tvennum tónleikum í Fríkirkjunni dagana 30.nóvember og 1.desember nk. Tónleikaferðin fylgir eftir ábreiðuplötunni Imitations sem út kom þann 17.september sl.

Auk Mark Lanegan mun hinn breski Duke Garwood, sem sendi frá sér plötuna Black Pudding fyrr á árinu ásamt Lanegan koma fram en einnig mun belgíski tónlistarmaðurinn Lyenn leika listir sínar.

Von er á enn fleiri gestum í Fríkirkjuna en það eru Hollendingarnir Sietse Van Gorkom sem leikur á fiðlu og Jonas Pap sem leikur á yfir 300 ára gamalt selló. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir báðir verið iðnir við sígilda tónlist og popp/rokk tónlist í Evrópu um árabil. Bandaríski gítarleikarinn Jeff Fielder frá Seattle bindur þetta svo allt vel saman.

Miðar á fyrri tónleikana eru uppseldir en enn eru til miðar á aukatónleikana 1.desember nk. Miðasala fer fram á midi.is Hér er vægast sagt um að ræða eina risastóra og safaríka veislu á heimsmælikvarða í Fríkirkjunni í Reykjavík.

Airwaves Straumur 21. október 2013

Í Straumi næstu tvö mánudagskvöld munum við fara yfir það helsta á Iceland Airwaves í ár. Í þáttunum kíkjum við á nokkra af þeim erlendu listamönnum sem koma fram á hátíðinni auk þess sem við tökum nokkra þeirra tali. Airwaves Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Airwaves Straumur 21. október 2013 by Straumur on Mixcloud

1) Computer World – Kraftwerk
2) Your Drums, Your Love – AlunaGeorge
3) Attracting Flies – AlunaGeorge
4) You – Gold Panda
5) Feeling Special – Mykki Blanco
6) One Second Of Love – Nite Jewel
7) Warni Warni – Omar Souleyman
8) What Love – Jagwar Ma
9) She Will – Savages
10) Son The Father – Fucked Up
11) Ghosts – On An On
12) Pilgrim – MØ
13) XXX 88 – MØ
14) Mountains Crave – Anna Von Hausswolff
15) Can’t Get My Mind Off You – Sean Nicholas Savage
16) More Than I Love Myself – Sean Nicholas Savage

Hlustið á Afterlife með Arcade Fire

Arcade Fire frumfluttu í útvarpsþætti fyrr í dag lagið Afterlife. Það er annað lagið sem heyrist af Reflektor, fjórðu breiðskífu sveitarinnar, sem kemur út 28. október. Lagið er eins og fyrsta smáskífan og titillag plötunnar elektrónískara og undir meiri áhrifum frá danstónlist en fyrra efni sveitarinnar. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

Uppfært kl. 23:00: Nú hefur full útgáfa lagsins ásamt myndbandi verið gefin út af hljómsveitinni sjálfri.

Airwaves yfirheyrslan – Helgi Gang Related

Helgi Pétur Hannesson trommari hefur spilað með hinum ýmsu hljómsveitum á Iceland Airwaves frá árinu 2003. Í ár spilar Helgi með Gang Related og Þóri Georg. Við ræddum við Helga um reynslu hans af hátíðinni.

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

Ég spilaði fyrst árið 2003 með hljómsveitinni Dáðadrengir, það var alveg ótrúlega gaman. Ég hafði aldrei farið áður, nema bara á staka tónleika, þannig að þetta var allt saman mjög nýtt og spennandi og maður var mjög þakklátur og spenntur fyrir að fá að spila. En ég man satt að segja eftir fáu sem ég sá það árið eða hvernig tónleikar okkar dáðadrengja tókust

 

Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað? 

Ég er búinn að spila á öllum hátíðum síðan þá, þannig að þetta verður mín ellefta í ár


Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Tv on the radio á gauknum, 2003 líklega, það eru ennþá eftirminnilegustu og bestu tónleikar sem ég hef séð á airwaves. !!! voru líka veeel trylltir

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur? 

Lokatónleikar dáðadrengja á gauknum 2005. Það var mjög skrítið allt saman


Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?

Ég á erfitt með að gera mér grein fyrir hvernig hátíðin hefur breyst, aðal breytingin hefur líklega átt sér stað hjá mér sjálfum. Ég er orðinn eldri, latari og leiðinlegri og er eiginlega hættur að setja á mig pressu um að þurfa að sjá allt það sem mig langar til að sjá (nema í ár!). Ef það er löng röð á stað sem mig langar á þá fer ég yfirleitt bara á aðra staði og tjekka á random böndum. Það er alltaf næs að detta inn á einhverja góða hljómsveit sem maður hefur aldrei heyrt í áður. En auðvitað lætur maður sig hafa það að tjilla í röð fyrir einhverja snilld

 

 

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Grand Rokk/Faktorý var alltaf í miklu uppáhaldi

 

 

Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Dirty Projectors

 

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent? 

Það er alveg ótrúlega mikið að góðum böndum/tónlistarmönnum í ár. Ég er spenntastur fyrir Fucked up, Mac DeMarco, Metz og Goat

 

Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

 

Frekar mikla held ég. Airwaves er í rauninni svona árleg vítamínsprauta fyrir hljómsveitir, þeas þær hljómsveitir sem spila á hátíðinni

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

Í fyrra spilaði ég 8 eða 9 sinnum, það er mitt persónulega met. Met sem ég hyggst ekki slá neitt á næstunni

 

Uppáhalds Iceland Airwaves hátíðin þín í gegnum árin? Af hverju?

2003 og eflaust 2013

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Kraftwerk

 

Listasafnið eða Harpa?

Listasafnið

 

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

GANG RELATED: Gaukurinn, föst, kl 20.  / Amsterdam, sun, kl 21 / Bar11, fim, kl 18:30 (off-venue)

ÞÓRIR GEORG: Amsterdam, fim, kl 22:30.

MORÐINGJARNIR: bar11, lau, kl 16:30 (off-venue)

 

 

 

Eitthvað sem þú villt koma á framfæri að lokum?

*písmerki*

Airwaves Yfirheyrslan – Ási í Muck

Ási Þórðarson sem lemur húðir með groddarokksveitinni Muck var kallaður til yfirheyrslu í þetta skiptið og sagði okkur allt um reynslu sína af Airwaves.

 

Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?
Ég held að það hafi verið Airwaves 2008. Ég man samt ekkert mikið eftir henni annað en það var geggjað að sjá Crystal Castles.

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves?
Mín fyrsta upplifun  var á Airwaves 2010 þegar ég spilaði með Markúsi & The Diversion Sessions á stað sem hét Risið þá en ég held að heiti Glaumbar í dag. Timber Timbre voru á undan okkur og ég man hvað mér fannst það absúrd dót. Það var samt ekkert mikið af fólki þarna. Allir rosa pen og slakir. Gott gigg samt. Fyrsta skiptið sem Muck spilaði var á Airwaves 2011. Spiluðum á Amsterdam á sama kvöldi og Liturgy minnir mig. Það var fokkings brjálað dæmi.

 

Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað?
Síðan 2010 svo þetta er 3 hátíðin sem ég spila á.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Ætli það séu ekki Timber Timbre tónleikarnir. Þeir voru ótrúlegir. Mér fannst Iceage líka frekar nettir.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur?

Eitt eftirminnilegasta kvöldið var miðvikudagskvöld á Airwaves 2011. Þá byrjaði ég á að spila með Markúsi & The Diversion Sessions í Kaldalóni í Hörpu. Við vorum með 11 manna band, brass og allan pakkann og áttum geðveikt gigg fyrir fullum sal. Svo eftir það þá hljóp ég spretthlaup með trommudótið mitt yfir á gamla Bakkus á Tryggvagötu og spilaði alveg rosa gigg með Muck. Fólk var að brjóta glös og slamma eins og brjálæðingar. Gott kvöld!

 

Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?
Mér finnst þetta alltaf verða betra og betra. Viðmótið við listamenn, úrvalið af hljómsveitum o.s.frv. Airwaves er fyrirmyndartónlistarhátíð.

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?
Sakna Faktorý. Held að það verði alltaf uppáhalds staðurinn til að spila á.

 

Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af?
Sé eftir að hafa ekki farið á Hauschka í fríkirkjunni. Bömmerrrrr.

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?
Borða vel, reyna að sofa eitthvað, ekki vera í fýlu þó giggið sé lélegt. Reyna að njóta hátíðarinnar til hins ýtrasta.

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár?
Í ár er ég spenntastur fyrir Savages og Metz.

 

Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?
Þessi hátíð er náttúrulega ótrúlega mikilvæg fyrir íslenskt tónlistarlíf. Þessi hátíð tengir hljómsveitir við erlenda áhorfendur og bransafólk að utan. Þetta er alvöru hátíð með fagmannlegri umgjörð og ég held að það sé ótrúlega hollt fyrir hljómsveitir að komast í tæri við það.

 

Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig og þína hljómsveit/hljómsveitir?
Við höfum fengið dálítið hype og fólk er spennt að sjá okkur. Við höfum kynnst fólki sem hefur hjálpað okkur að fá umfjöllun ytra og það er bara snilld!

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?
Ætli það séu ekki svona 9.

 

Uppáhalds Iceland Airwaves hátíðin þín í gegnum árin?
Allar. Það er svo gaman að spila.

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?
Kraftwerk þegar ég er úti að hlaupa. Yo La Tengo annars alltaf.

 

Listasafnið eða Harpa?
Listasafnið fyrir nostalgíugildið.

 

Með hvaða hljómsveit ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?
Er að spila með hljómsveitinni Muck og það er hægt að sjá okkur á eftirfarandi stöðum:
Bar 11 – Miðvikudaginn 30 okt (Off venue)
Lucky Records – Fimmtudaginn 31. okt (off Venue)
Harpa – Norðurljós Fimmtudaginn 31. okt (Airwaves)
Harpa – Kolabrautin – Föstudaginn 1. okt (Off venue)
Kexp Session – Kex Hostel – Laugardaginn 2. Okt ( Off venue)
Gamli Gaukurinn – Laugardaginn 2. okt (Airwaves)

 

Eitthvað sem þú villt koma á framfæri að lokum?
Hey bara meira rokk og minna hótel skiluru. Tékkið á snillingunum í Captain Fufanu á Airwaves því þeir lofa að vera með eitthvað kreisí sett.

Ingibjörg í Boogie Trouble

Hin frámunalega fönkí Ingibjörg Elsa Turchi sem slær bassa með Boogie Trouble, Babies og Bjór var spurð spjörunum úr um Airwaves í yfirheyrslu dagsins.

 

Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?

Það var árið 2011, en það ár var ég ekki í neinum hljómsveitum sem spiluðu. Hafði samt spilað frá 2007.

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves?
Það var með hljómsveitinni Rökkurró árið 2007 í Iðnó.  Ég man eiginlega ekkert eftir tónleikunum en það hlýtur bara að hafa verið gaman. Kannski pínu stress.

Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað?
Í ár mun ég spila á minni sjöttu hátíð.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálf?

Ætli það sé ekki á Airwaves 2012 með Boogie Trouble. Við vorum með tvenna tónleika á sjálfri hátíðinni og þeir fyrri voru í Kaldalóni, sem er sitjandi salur, klukkan 19 á föstudegi. Á tónleikum með Boogie þá er það lenska að allir hafi reimað á sig dansskóna og höfðum við oftast spilað eftir miðnætti en þarna sátum við dálítið eins og fyrir dómnefnd. En svo í miðju setti stóð sem betur fer einhver upp og byrjaði að dansa sem endaði með því að næstum allir stóðu upp og dönsuðu í sætunum sínum sem var gaman og þó nokkur léttir.

 

Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?
Einfaldlega stækkað og svo er off-venue prógrammið orðið jafn viðamikið og hátíðin sjálf, sem er ágætt fyrir þá sem ná ekki að kaupa miða. Það gefur líka fleiri hljómsveitum tækifæri á að spila.

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?
Mér finnst Iðnó alltaf mjög notalegur, þegar það er þannig tónlist sem við á. Í raun er ég hrifnust af þeim stöðum þar sem nándin við hljómsveitina er sem mest og því er ég ekki hrifinn af of stórum sviðum í alltof miklu fjölmenni. Inn í spilar líka að ég er lágvaxin og þarf oft að hafa mikið við til að sjá sem best.

 

Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af?
Ekki neinum sem ég man eftir í fljótu bragði, það hefur örugglega bara leitt til þess að ég hef farið á einhverja aðra í staðinn, kannski einhverja hljómsveit sem ég þekkti ekkert.

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?
Að taka þessu með ró og hafa gaman af.

 

Hverju ertu spenntust fyrir á hátíðinni í ár?
Ég er alltaf mjög spennt fyrir íslenskum böndum og svo langar mig að ná miða á Kraftwerk. En ég hef ekki skoðað line-upið mikið.

 

Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig og þína hljómsveit/hljómsveitir?

Aðallega erlend fjölmiðlaumfjöllun. Einnig hafa KEXP-vídjóin gert góða hluti fyrir bönd sem ég hef spilað með.

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

Árið 2012 spilaði ég samtals 13 sinnum, með tveimur böndum, að off-venueum og KEXP vídjóum meðtöldum.

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?
Kraftwerk.

 

Listasafnið eða Harpa?
Listasafnið.

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?
Með Boogie Trouble verð ég on-venue á laugardeginum kl. 21.20. Svo verðum við 5 sinnum off-venue. Einnig mun ég spila tvisvar off-venue með Babies og einu sinni með rapphljómsveitinni Bjór.

Tónleikar vikunnar

Það er af nægu að taka í tónlistarlífi höfuðborgarsvæðisins þessa vikuna og hér verður farið yfir það helsta.

 

Miðvikudagur 16. október

Reggístórsveitin Ojba Rasta fagnar útgáfu annarrar plötu sinnar með hlustunarteiti á Harlem. Teitin hefst klukkan 21:00 og aðgangur er ókeypis, sem og veigar fyrir þá sem mæta snemma.

Skelkur í bringu, Godchilla og Kælan Mikla stíga á stokk á Gamla Gauknum á tónleikum sem bera yfirskriftina „Punk is not Dead“ eða „Ræflarokkið er ekki látið“ eins og það gæti útlagst á ástkæra ylhýra. Þau skilaboð er vert að minna á reglulega en ókeypis er inn á tónleikana sem hefjast klukkan 21:00

Fimmtudagur 17. október

Systrasveitin Bleached frá Los Angeles heldur tónleika á  Harlem. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og um upphitun  sér íslenska harðkjarnasveitin Muck. Bleached er ein heitasta jaðarsveit Los Angeles í dag og er skipuð systrunum Jennifer og Jessie Clavin. Þær gáfu nýverið út sína fyrstu breiðskífu, Ride Your Heart, sem hefur fengið einkar góða dóma hjá helstu tónlistarmiðlum, meðal annars 4/5 í Mojo. Tónleikar þeirra eru þeir fyrstu í langri tónleikaferð þeirra um alla Evrópu en miðasala er á midi.is og í verslunum Brim, Laugavegi og Kringlunni, miðaverð er 2000 krónur.

Harðkjarnatónleikar verða á Gamla Gauknum en þar koma fram Klikk, Trust the Lies, Mercy Buckets og Icarus. Aðgangseyrir er 1000 krónur og kjarninn byrjar að harðna klukkan 21:00.

Rafpoppsveitin Vök sem sigraði músíktilraunir fyrr á árinu fagnar útgáfu EP-plötunnar Tensions á Kex Hostel. Húsið opnar 20:30, tónleikarnir hefjast hálftíma síðar og miðaverð er 1500 krónur.

Föstudagur 18. október

Amaba Dama, Retrobot og Tuttugu efna til tónleikahalds á Gamla Gauknum. Aðgangseyrir er 1000 krónur og gleðin hefst upp úr 22:00.

Pönkhljómsveitin Slugs sem er leidd af Sindra Eldon fagnar útgáfu sinnar annarrar plötu, Þorgeirsbola, á Bar 11. Þetta verða fyrstu tónleikar sveitarinnar í 3 ár en Skelkur í Bringu koma einnig fram. Tónleikarnir hefjast klukkan 11 og kostar 500 kr inn.

Maya Postepski, trommuleikari kanadísku indie-elektró hljómsveitarinnar Austra, þeytir skífum á Harlem. Austra hefur átt mikilli velgengni að fagna beggja vegna Atlantshafs og var hljómsveitin meðal annars tilnefnd til Polaris verðlaunanna 2011 og komu fram á Iceland Airwaves sama ár. Postepski hefur leikinn á miðnætti í hliðarsal Harlem og aðgangur er ókeypis.

Laugardagur 19. október

Útgáfutónleikar Flugvélar og Geimskips verða á Kex Hostel. Sveitin gaf nýverið út plötuna Glamúr í Geimnum en á tónleikunum verða einnig í boði, kraftaverk, furðuleg kvikmynd, töfrar og ljósadýrð eins og fram kemur í tilkynningu frá sveitinni. Ævintýrið hefst 21:00 og það kostar 1000 krónur að taka þátt í því.