Hlustið á Afterlife með Arcade Fire

Arcade Fire frumfluttu í útvarpsþætti fyrr í dag lagið Afterlife. Það er annað lagið sem heyrist af Reflektor, fjórðu breiðskífu sveitarinnar, sem kemur út 28. október. Lagið er eins og fyrsta smáskífan og titillag plötunnar elektrónískara og undir meiri áhrifum frá danstónlist en fyrra efni sveitarinnar. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

Uppfært kl. 23:00: Nú hefur full útgáfa lagsins ásamt myndbandi verið gefin út af hljómsveitinni sjálfri.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *