Airwaves yfirheyrslan M-band

 

Hörður Már Bjarnason spilaði á 14 tónleikum á sinni fyrstu Airwaves hátíð í fyrra. Hörður kemur fram ásamt verkefni sínu M-Band í ár auk þess að spila á trommur með Nolo og ljá Tonik rödd sína. 

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

Ég spilaði fyrst í fyrra með M-Band, Tonik og RetRoBot, en það var líka í fyrsta skipti sem ég fór á Airwaves almennt. Það var allt mjög framandi og skemmtilegt. Orðið “hátíð” lýsir Airwaves mjög vel. Það verður einhver spenna og gleði í loftinu og að fá að taka þátt í þessu öllu saman er mikil gleði og heiður.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Eftirminnilegustu tónleikarnir sem ég hef farið á voru sennilega Doldrums og Dirty Projectors í fyrra. Ég hafði ekkert hlustað á eða kynnt mér þessa artista svo það kom mér sérdeilis á óvart hvað sett þeirra voru ótrúlega flott, teknísk og þétt. Atvik þegar trommari reif bassatrommuskinn á snarbrjáluðu setti. Ben Frost var líka mjög skemmtilegtilegur.

 

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur? 

Þeir hafa allir verið eiginlega alveg frábærir og eftirminnilegir. M-Band í Hressingarskálanum var eftirminnilegt útaf því hvað það var mikið af fólki sem komst í þetta tjald sem þar var, og magnað að það sé hægt að hafa útitónleika í svona vondu veðri eins og var þá. Eins með RetRoBot á smekkfullu Dillon, þar var sérlega góð stemning.

 

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Ég er ekki alveg viss. Mér þykir mjög vænt um þá flesta. Þeir eru þó misjafnir eins og þeir eru margir.

 

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Æfa vel, skipuleggja tímann vel, borða og sofa vel og svo bara njóta þess að vera til og spila! Það er kannski ekkert brjálæðislega mikið rokk í þessu en þetta heldur mér að minnsta kosti í elementinu mínu…

 

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Omar Soleyman, Jon Hopkins, Emiliana Torrini og Anna Von Hauswolf. Ég hefði mikið viljað sjá Gold Panda líka en hann skarast við Jon Hopkins.

 

 

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

Fjórtán tónleikum. Ég spila að öllum líkindum á fjórtán tónleikum í ár líka.

 

 

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Bara bæði betra..

 

Listasafnið eða Harpa?

Mér finnst báðir staðir mjög flottir. Það er þó töluvert betra hljóð í Hörpunni auk þess sem hún er fínn staður fyrir gott chill á milli tónleika. Í vonda veðrinu í fyrra var bara mest næs að vera í Hörpunni og rölta á milli sala.

 

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

Í ár spila ég með M-Band, Nolo og Tonik. M-Band verður á Harlem á föstudagskvöldinu, Tonik á Harlem á miðvikudagskvöldinu sem og Nolo en Nolo verður svo aftur í Listasafninu á laugardagskvöldinu.

 

 

Eitthvað sem þú villt koma á framfæri að lokum?

Fyrsta breiðskífa M-Band er að koma út! Fylgist með!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *