Airwaves yfirheyrslan – Jóhann Kristinsson

Tónlistarmaðurinn Jóhann Kristinsson gaf út sína þriðju plötu Headphones nýlega en hann mun koma fram á Iceland Airwaves í nóvember og spila lög af henni. Í Airwaves yfirheyrslu dagsins tókum við Jóhann tali.  

 

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves?

Árið 2011 spilaði ég á Airwaves í hljómsveitinni hjá Jóni Þór.

 

Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað?

Einni on-venue en kannski þremur off-venue.

 

 

 

Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?

Mér finnst eins og stærri nöfn séu að bætast við listann og meira og meira af útlendingum sem sækja hátíðina. Leiðinlegt að missa staði eins og Nasa og Faktorý en rosalega jákvætt og skemmtilegt að fá Hörpuna inn í þetta dæmi.

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Kaldalón, Þjóðleikhúskjallarinn og auðvitað Eldborg.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Patrick Watson í Þjóðleikhúskjallaranum árið 2006. Það voru magnaðir og dáleiðandi tónleikar.

Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Ég sá dálítið eftir því að hafa misst af Beach House.

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Reyna að spila nóg off-venue en passa sig samt á því að keyra sig ekki út. Þá er ekkert gaman að spila lengur.

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Yo La Tengo/Skúli Sverrisson


Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

Hátíðin hefur mjög jákvæð áhrif í för með sér. Bæði vegna þess að hingað kemur allskonar bransalið en líka bara vegna þess að listamenn æfa sig svo vel og mikið fyrir hana. Airwaves er metnaðarsprauta fyrir tónlistarlífið.

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

Ekkert gríðarlega oft. Fjórum sinnum eða eitthvað svoleiðis.

 

Listasafnið eða Harpa?

Harpa

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér? 

Ég er að spila á off-venue tónleikum á Skuggabar á fimmtudagskvöldinu kl.18.30 og on-venue kvöldið eftir í Iðnó kl.20.00. Ég er bara í einni hljómsveit sem heitir eftir mér sjálfum (sólóstöff).

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *