Seinni árslistaþáttur Straums í kvöld

Seinni árslistaþáttur Straums yfir 30 bestu plötur ársins er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 23:00 í kvöld. Farið verður yfir plöturnar sem setja í 15. til 1. sæti í ár. Listinn birtist svo hér í heild sinni strax og þættinum líkur. Hér fyrir neðan má sjá fyrri hluta listans sem farið var yfir í síðustu viku.

30) tUnE-yArDs – Nikki Nack

29) Mourn – Mourn

28) Arca – Xen

27) Little Dragon – Nabuma Rubberband

26) Damon Albarn – Everyday Robots

25) Cashmere Cat – Wedding Bells EP

24) Metronomy – Love Letters

23) Yumi Zouma – Yumi Zouma EP

22) FKA twigs – LP1

21) Shamir – Northtown EP

20) Ben Khan – 1992 EP

19) Giraffage – No Reason

18) Mac DeMarco – Salad Days

17) Real Estate – Atlas

16) Stephen Malkmus & The Jicks – Wig Out at Jagbags

 

14. desember: Wonderful Christmastime – The Shins

Bandaríska hljómsveitin The Shins sendi frá sér ábreiðu af jólalagi Paul McCartney frá árinu 1979 Wonderful Christmastime fyrir jólin 2012. Lagið er að finna á safnplötunni Holidays Rule.

MP3

      1. Wonderful Christmastime

13. desember – Christmas Is A Coming – Leadbelly

Jólalag dagsins er Christmas Is A Coming af barnaplötu hins frábæra Huddie Leadbelly – Lead Belly Sings for Children. Myndbandið sem fylgir laginu  er  tekið úr jólamynd að nafninu Santa Claus frá árinu 1898. Þess má geta að Leadbelly var dæmdur í fangelsi fyrir morð og seinna fyrir morðtiltraun og lét Bob Dylan eitt sinn hafa það eftir sér að Leadbelly væri líklega eini fyrrverandi tugthúslimurinn sem sent hefði frá sér vinsæla barnaplötu.

 

12. desember: Santa Claus – The Sonics

Bandaríska bílskúrsrokk hljómsveitin The Sonics gaf út sína fyrstu plötu  Here Are The Sonics árið 1965 sem átti eftir að verða gríðarlega áhrifamikil í gegnum tíðina. Þegar platan var endurútgefin árið 1999 var þremur jólalögum bætt við plötuna sem tekin voru upp um svipað leyti. Þar á meðal var lagið Santa Claus sem byggt er á laginu Father John eftir hljómsveitina The Premiers.

11. desember: We Wish You a Merry Christmas – Jacob Miller

Reggae-tónlistarmaðurinn Jacob Miller sem fór fyrir hljómsveitinni Inner Circle gaf út jólaplötuna Natty Christmas tveim árum áður en hann lést árið 1978. Platan er oft nefnd þegar öðruvísi jólaplötur ber á góma en á henni er Miller í feikna raggae fíling. Jólalag dagsins er skemmtileg reggae útgáfa af We Wish You a Merry Christmas með Miller og félögum.

 

Kraumslistinn 2014 – Verðlaunaplötur

 

Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, voru afhent í sjöunda sinn í dag. Líkt og undanfarin ár voru sex plötur sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri plötuútgáfu á árinu verðlaunaðar.

Kraumsverðlaununum og Kraumslistanum, 20 platna úrvalslista verðlaunanna sem þeim fylgja, er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.

Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu heldur að verðlauna þær sex hljómplötur sem hljóta verðlaunin – og jafnframt að beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild sinni. Kraumslistinn er 20 platna úrvalslisti verðlaunanna sem birtur er í byrjun desember. Dómnefnd Kraumsverðlaunanna velur síðan og verðlaunar sérstaklega sex hljómplötur af þeim lista er hljóta sjálf Kraumsverðlaunin.

Kraumsverðlaunin 2014 hljóta 

  • ·        Anna Þorvaldsdóttir – Aerial
  • ·         Börn – Börn
  • ·         Hekla Magnúsdóttir – Hekla
  • ·         Kippi Kanínus – Temperaments
  • ·         Óbó – Innhverfi
  • ·         Pink Street Boys – Trash From The Boys

Kraumslistinn 2014, úrvalslisti Kraumsverðlaunanna, sem þegar hefur verið tilkynntur er eftirfarandi:

 

·         AdHd – AdHd 5

·         Anna Þorvaldsdóttir – Aerial

·         Ben Frost – Aurora

·         Börn – Börn

·         Grísalappalísa – Rökrétt framhald

·         Hekla Magnúsdóttir – Hekla

·         Kippi Kaninus – Temperaments

·         Low Roar – O

·         M-Band – Haust

·         Oyama – Coolboy

·         Óbó – Innhverfi

·         Ólöf Arnalds – Palme

·         Pink Street Boys – Trash From the Boys

·         Russian Girls – Old Stories

·         Sindri Eldon – Bitter & Resentful

·         Singapore Sling – The Tower of Foronicity

·         Skakkamanage – Sounds of Merry Making

·         Skúli Sverris, Anthony Burr & Yungchen Lhamo – They Hold it For Certain

·         Úlfur Kolka – Borgaraleg óhlýðni

·         Þórir Georg – Ræfill

 

 

Meðal þeirra sem hlotið hafa Kraumsverðlaun fyrir verk sín frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 eru; Mammút, Cell 7, Sin Fang, Grísalappalísa, Gunnar Andreas Kristinsson, Just Another Snake Cult, DJ flugvél og geimskip, Ásgeir Trausti, Hjaltalín, Sóley, Moses Hightower, Retro Stefson, Samaris, Lay Low, Daníel Bjarnason, Ólöf Arnalds, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Hildur Guðnadóttir, Agent Fresco, Hugi Guðmundsson, Ísafold kammersveit og FM Belfast. (sjá lista allra Kraumsverðlaunahafa hér að neðan)

 

Kraumslistinn, úrvalslisti Kraumsverðlaunanna, var valin af  tíu manna dómnefnd, svokölluðu öldungaráði verðlaunanna, sem skipað er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að hlusta á, vinna með og fjalla um íslenska tónlist. Ráðið skipa Árni Matthíasson (formaður dómnefndar), Benedikt Reynisson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Ólafur Halldór Ólafsson, Ragnheiður Eiríksdóttir, Trausti Júlíusson, Valdís Thor og Þórunn Edda Magnúsdóttir. Stærri 20 manna dómnefnd skipað ofangreindum aðilum og fleirum sá síðan um að velja 6 plötur af Kraumslistanum sem hlutu Kraumsverðlaunin.

Dómnefnd Kraumsverðlaunanna hefur hlustað á hátt í annað hundrað hljómplatna við val sitt á Kraumslistanum og Kraumsverðlaununum 2014.

Tónleikar helgarinnar 11. – 13. desember

Fimmtudagur 11. desember

Hljómsveitin Árstíðir kemur fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukka 20:00 og það kostar 1500 kr inn.

 

Föstudagur 12. desember

Berndsen heldur útgáfutónleika á Húrra. Miðaverð er 1500 kr og húsið opnar 21:00.

Tónlistarmaðurinn Jesus Fucking Christ frá Noregi kemur fram á Dillon ásamt AMFJ og Laser Life. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

 

Laugardagur 13. desember

Sveinn Guðmundsson heldur tónleika klukkan 17:00 í Jógasal Ljósheima á fjórðu hæð Borgartúns 3.  Sveinn mun leika lög af plötu sinni „Fyrir herra Spock, MacGyver og mig“ í bland við ný lög. Það er frítt inn.

Nordic Events standa að vetrarpartý  í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Aðal númer kvöldsins eru Claptone frá Þýskalandi, ásamt þeim koma fram  Wildkats frá Skotlandi og Sísí Ey. Húsið opnar klukkan 1:00 og það kostar 4900 kr inn.

 

Fyrrum söngvari hljómsveitarinnar Stranglers, Hugh Cornwell, kemur fram á Gamla Gauknum. Ásamt honum koma fram Pétur Ben, Hljómsveit Smutty Smiffs, 302, ásamt nokkrum rokkabillý og pönk plötusnúðum.  Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 3500 kr. inn.

Tónlistarmaðurinn Kött Grá Pje kemur fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 1500 kr inn.

Ghostigital ásamt Finnboga Péturssyni koma fram undir forskriftinni “Teygjanlegur Sannleikur” í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn.

 

 

10. desember: Costa Del Jól – Skakkamanage

Fyrir jólin 2005 ákvað íslenska hljómsveitin Skakkamange að gefa heiminum gjöf í formi lags. Lagið sem hljómsveitin gaf heiminum fjallar um uppáhalds áfangastað íslensku þjóðarinnar um jól og ber nafnið Costa Del Jól.  Gleðileg Costa Del Jól.

Árslisti Straums 2014: 30. – 16. sæti

 

Fyrri árslistaþáttur Straums yfir 30 bestu plötur ársins er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 23:00 í kvöld. Farið verður yfir  30. til 16. sæti í kvöld og  næstu viku verður svo farið yfir 15. til 1. sæti.

Árslisti Straums 2014 – fyrri þáttur by Straumur on Mixcloud

30) tUnE-yArDs – Nikki Nack
29) Mourn – Mourn
28) Arca – Xen
27) Little Dragon – Nabuma Rubberband
26) Damon Albarn – Everyday Robots
25) Cashmere Cat – Wedding Bells EP
24) Metronomy – Love Letters
23) Yumi Zouma – Yumi Zouma EP
22) FKA twigs – LP1
21) Shamir – Northtown EP
20) Ben Khan – 1992 EP
19) Giraffage – No Reason
18) Mac DeMarco – Salad Days
17) Real Estate – Atlas
16) Stephen Malkmus & The Jicks – Wig Out at Jagbags