24. desember: Christmas (baby please come home) – Darlene Love

Eitt allra besta jólalag allra tíma er án efa lagið Christmas (baby please come home) með Darlene Love, sem kom upprunalega út á jólaplötu Phil Spector árið 1963, A Christmas Gift for You from Phil Spector sem oft er talin ein allra besta jólaplata sögunnar. Spector var viss um að platan myndi slá í gegn sem hún gerði ekki líklegast vegna þess að hún kom út 22. nóvember árið 1963 sama dag og John F. Kennedy bandaríkja forseti var myrtur og voru bandaríkjamenn í litlu jólaskapi þau jólin. Lagið sem er ný orðið 50 ára gamalt var sungið af Darlene Love á plötunni og þótti Spector lagið svo gott að hann ákvað að gera útgáfu af því sem hægt var að spila allt árið um kring. Lagið fékk nafnið Johnny (baby please come home) og var einnig sungið af Love en var ekki gefið út fyrr en árið 1977.


Hér er má heyra Love syngja lagið Johnny (baby please come home)

23. desember: Got Something For You – Best Coast and Wavves

Kærustuparið Bethany Cosentino og Nathan Williams sem eru forsprakkar hljómsveitanna Best Coast og Wavves gáfu út jólalag saman fyrir jólin 2010. Lagið heitir Got Something for you og ber svo sannarlega með sér þá stemmingu sem einkennir gott jólalag.

22. desember: Sleigh Ride – She & Him

Þau M. Ward og Zooey Deschanel sem skipa dúettinn She & Him gáfu út jólaplötuna A Very She & Him Christmas fyrir jólin 2011. Platan er einstaklega vel heppnuð og mörg klassísk jólalög er þar að finna í skemmtilegum búningi She & Him, eitt þeirra er lagið Sleigh Ride.

18. desember: All I Want For Christmas – Yeah Yeah Yeahs

 

New York hljómsveitin Yeah Yeah Yeahs sendi óvænt frá sér jólalag fyrir jólin 2008. Lagið nefnist All I Want For Christmas og varð strax klassískt og minnir mikið á fyrsta efnið sem sveitin sendi frá sér í upphafi síðasta áratugar.  Hlustið á lagið hér fyrir neðan.