24. desember: Christmas (baby please come home) – Darlene Love

Eitt allra besta jólalag allra tíma er án efa lagið Christmas (baby please come home) með Darlene Love, sem kom upprunalega út á jólaplötu Phil Spector árið 1963, A Christmas Gift for You from Phil Spector sem oft er talin ein allra besta jólaplata sögunnar. Spector var viss um að platan myndi slá í gegn sem hún gerði ekki líklegast vegna þess að hún kom út 22. nóvember árið 1963 sama dag og John F. Kennedy bandaríkja forseti var myrtur og voru bandaríkjamenn í litlu jólaskapi þau jólin. Lagið sem er ný orðið 50 ára gamalt var sungið af Darlene Love á plötunni og þótti Spector lagið svo gott að hann ákvað að gera útgáfu af því sem hægt var að spila allt árið um kring. Lagið fékk nafnið Johnny (baby please come home) og var einnig sungið af Love en var ekki gefið út fyrr en árið 1977.


Hér er má heyra Love syngja lagið Johnny (baby please come home)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *