14. desember: Wonderful Christmastime – The Shins

Bandaríska hljómsveitin The Shins sendi frá sér ábreiðu af jólalagi Paul McCartney frá árinu 1979 Wonderful Christmastime fyrir jólin 2012. Lagið er að finna á safnplötunni Holidays Rule.

MP3

      1. Wonderful Christmastime

13. desember – Christmas Is A Coming – Leadbelly

Jólalag dagsins er Christmas Is A Coming af barnaplötu hins frábæra Huddie Leadbelly – Lead Belly Sings for Children. Myndbandið sem fylgir laginu  er  tekið úr jólamynd að nafninu Santa Claus frá árinu 1898. Þess má geta að Leadbelly var dæmdur í fangelsi fyrir morð og seinna fyrir morðtiltraun og lét Bob Dylan eitt sinn hafa það eftir sér að Leadbelly væri líklega eini fyrrverandi tugthúslimurinn sem sent hefði frá sér vinsæla barnaplötu.

 

12. desember: Santa Claus – The Sonics

Bandaríska bílskúrsrokk hljómsveitin The Sonics gaf út sína fyrstu plötu  Here Are The Sonics árið 1965 sem átti eftir að verða gríðarlega áhrifamikil í gegnum tíðina. Þegar platan var endurútgefin árið 1999 var þremur jólalögum bætt við plötuna sem tekin voru upp um svipað leyti. Þar á meðal var lagið Santa Claus sem byggt er á laginu Father John eftir hljómsveitina The Premiers.

11. desember: We Wish You a Merry Christmas – Jacob Miller

Reggae-tónlistarmaðurinn Jacob Miller sem fór fyrir hljómsveitinni Inner Circle gaf út jólaplötuna Natty Christmas tveim árum áður en hann lést árið 1978. Platan er oft nefnd þegar öðruvísi jólaplötur ber á góma en á henni er Miller í feikna raggae fíling. Jólalag dagsins er skemmtileg reggae útgáfa af We Wish You a Merry Christmas með Miller og félögum.

 

10. desember: Costa Del Jól – Skakkamanage

Fyrir jólin 2005 ákvað íslenska hljómsveitin Skakkamange að gefa heiminum gjöf í formi lags. Lagið sem hljómsveitin gaf heiminum fjallar um uppáhalds áfangastað íslensku þjóðarinnar um jól og ber nafnið Costa Del Jól.  Gleðileg Costa Del Jól.

8. desember: Happy Xmas (War Is Over) – The Flaming Lips & Yoko Ono

Í dag eru nákvæmlega 34 ár frá því að John Lennon var myrtur fyrir utan heimilið sitt í New York borg. Í tilefni af því er jólalag dagsins nýleg ábreiða The Flaming Lips & Yoko Ono á lagi þeirra hjónakorna Happy Xmas (War Is Over) sem kom út fyrir jólin 1971.

7. desember: Put The Lights On The Tree – Sufjan Stevens

Fyrir jólin 2006 gaf Sufjan Stevens út hið fimm diska lagasafn Silver & Gold, Songs for Christmas Volumes 1-5. Í safninu eru 42 jólalög bæði frumsamin og klassísk. Stevens endurtók svo leikinn fyrir jólin 2012 þegar hann gaf út safnið Songs for Christmas Volumes 6-10 sem var 59 laga. Jólalag dagsins er lag hans Put The Lights On The Tree sem var á fyrra safninu.

6. desember: Silent Night (Give Us Peace) – Teen Daze

Tónlistarmaðurinn Teen Daze sendi þessa silkimjúku hljóðgervla útgáfu af hinu klassíska jólalagi Heims um ból (Silent Night) fyrir jólin 2012. Þess má geta að bannað er að spila Heims um ból fyrr en á Aðfangadag í Ríkisútvarpinu.