13. desember – Christmas Is A Coming – Leadbelly

Jólalag dagsins er Christmas Is A Coming af barnaplötu hins frábæra Huddie Leadbelly – Lead Belly Sings for Children. Myndbandið sem fylgir laginu  er  tekið úr jólamynd að nafninu Santa Claus frá árinu 1898. Þess má geta að Leadbelly var dæmdur í fangelsi fyrir morð og seinna fyrir morðtiltraun og lét Bob Dylan eitt sinn hafa það eftir sér að Leadbelly væri líklega eini fyrrverandi tugthúslimurinn sem sent hefði frá sér vinsæla barnaplötu.