Bestu íslensku lög ársins 2012

30) Weekends – Kiriyama Family

      1. 04 Weekends

 

 

29) Grasping For Air – Útidúr

      2. Grasping for Air

 

 

28) Rónablús – Skúli Mennski ásamt Þungri Byrði

      3. 03 Rónablús

 

 

27) Sometimes – Oyama

      4. Sometimes

 

 

26) Thrown (FaltyDL Remix) – Kiasmos

      5. 02 Thrown (FaltyDL Remix)

 

 

25) Born to be Free – Borko

      6. 01 Born to be Free (single version)

 

 

24) Treat Her Kindly – Ólöf Arnalds

      7. 04 TREAT HER KINDLY 24BIT

 

 

23) Gasvinur – Per: Segulsvið

      8. gasvinurmaster

 

22) New Kids / Night Kids – Japanese Super Shift and the Future Band

      9. 04 New Kids_Night Kids

 

 

 

21) Gin og Greip – Boogie Trouble

      10. Gin og greip

 

 

 

20) Sérðu mig í lit? – Jón Þór

 

 

19) God’s Lonely Man – Pétur Ben

 

 

18) Crazy Sun – The Dandelion Seeds


 

17) No Need To Hesitate – Jóhann Kristinsson

      11. No Need to Hesitate

 

 

16) Letter To (…) – Hjaltalín

      12. 06 Letter To (...)

 

 

15) LoveHappiness (feat. RetRoBot) – M-band

      13. LoveHappiness (feat. RetRoBot)

 

 

14) Stofnar falla (Subminimal remix) – Samaris

      14. 06 Stofnar falla (Subminimal remix)

 

 

13) Sumargestur – Ásgeir Trausti

      15. 03 Sumargestur

 

 

12) Everything Got Stolen – Captain Fufanu


 

 

11) Don’t Push Me – Ghostigital With Sensational + Nick Zinner

      16. 02 Don_t Push Me

 

 

10) I’m All On My Own – Dream Central Station

Verkefni Hallbergs Daða Hallbergssonar var ein óvæntasta ánægjan í íslensku tónlistarlífi á árinu sem leið. Hann vinnur hér með hefð sem er nokkuð fastmótuð en nær að hrista af sér skuggann sem Singapore Sling varpar iðulega á þessa senu og skapa sér sérstöðu. All On My Own er angurvær en þó töffaraleg rokkballaða þar sem samsöngur Hallbergs og Elsu Maríu Blöndal kallast á við framúrskarandi gítarleik.

      17. 01 I'm All On My Own

 

 

 

9) Tipp Topp – Prinspóló

Reykvíska stuðhljómsveitin Prins Póló gaf út þetta hressa lag á árinu sem nefnist Tipp Topp og  fjallar um að vera hress og óhress, ástir og afbrýði, og mikilvægi þess að tala saman.  Tipp Topp er fyrsta lagið sem Prins Póló flytur eingöngu á Casio skemmtara. Línan um að detta í slölla inni á Hlölla er eitt það subbulegasta en jafnframt fallegasta sem heyrst hefur á árinu.

 

 

 

8) Way Over Yonder in the Minor Key – Just Another Snake Cult

Lo-Fi skrýtipoppsveitin Just Another Snake Cult er einstaklingsverkefni Þóris Heydal en hann gaf út hina frábæru og fjölbreyttu plötu Dionysian Season árið 2010. Fyrr þessu ári gerðist hann svo li-fo að hann gaf út ep plötu í formi kasettu, Birds carried your song through the night, sem hefur að geyma draumkennt hljóðgerflapopp. Á plötunni er ábreiða af laginu Way Over Yonder In The Minor Key eftir Billy Bragg og Wilco við texta eftir goðsögnina Woody Guthrie.

      18. Way Over Yonder in the Minor Key

 

 

7) Baldursbrá – Ojba Rasta

Að sögn hætti Arnljótur að syngja á unga aldri og byrjaði ekki aftur fyrr en með Ojba Rasta. Það var viturleg ákvörðun hjá honum (að  byrja aftur þ.e.) því Baldursbrá er framúrskarandi lag og ástæðan fyrir því er að stórum hluta söngur Arnljóts. Hann er angurvær og rómantískur en fer samt aldrei yfir í væmni. Lagið er bæði einstaklega íslenskt en hreinræktað döbb á sama tíma og fyrir það afrek fá Ojba Rasta sjöunda sæti listans.

 

 

6) Young Boys – Sin Fang

Sin Fang með Sindra Má Sigfússyni fremstan í flokki sendi frá sér fyrsta lagið af plötunni Flowers sem kemur út 1. febrúar á næsta ári um miðjan desember. Lagið heitir Young Boys og er eitt það besta sem sveitin hefur sent frá sér. Platan sem er þriðja plata Sin Fang var tekin upp af Alex Somers  sem áður hefur unnið með Sigur Rós og Jónsa og sá síðast um upptökustjórn á plötunni  Twosomeness með Pascal Pinion.

      19. 01 Young Boys

 

 

 

5) Ekki Vanmeta – Pascal Pinon

Pascal Pinion sýndu miklar framfarir á sinni annarri plötu og hafa nú bætt lágstemmdri elektróník við hljóðheim sem áður samanstóð helst af kassagíturum og sílafónum. Það er rökrétt framhald hjá stelpunum og Ekki vanmeta mig er líklega besta lag sveitarinnar hingað til.

      20. 01 Ekki Vanmeta

 

 

4) Tenderloin – Tilbury

Hljómsveitin Tilbury spratt fram fullsköpuð eins og skrattinn úr sauðaleggnum með sínu fyrsta lagi, Tenderloin, og skyldi engan undra vinsældir hennar. Óheyrilega vandað og grípandi indípopp með þjóðlagabragði. Dúnmjúkur hljóðheimur og fáheyrilega smekkleg notkun hljóðgerfla eru svo komman yfir í-ið.

 

 

3) Romeo – Nolo

Nolo eru ein duglegasta hljómsveit landsins og þeir gefa reglulega út smá- og stuttskífur á gogoyoko vefnum sem margar fá ekki þá athygli sem þær eiga skilið. Lagið Romeo er eitt það sterkasta sem sveitin hefur lagt nafn sitt við og er löðrandi í lágstemmdri lo-fi gleði og tilraunamennsku.

 

 

2) She Moves Through Air – Pojke

Sindri Már Sigfússon sem hefur verið fremstur í flokki í hljómsveitunum Seabear og Sing Fang hefur nú komið þriðja verkefni sínu á stað sem nefnist Pojke. Sindri gaf út lagið She Move Through Air í október og ljóst er að þriðja heimsklassa verkefni Sindra er orðið að veruleika. Í samtali við Straum fyrr á þessu ári sagðist Sindri hafa ætlað að semja raftónlist þegar hann samdi lögin fyrir Pojke. Sindri er eini lagahöfundurinn til að eiga tvö lög á listanum enda einn allra duglegasti tónlistarmaður Íslands um þessar mundir.

 

 

1) Glow – Retro Stefson

Á samnefndri plötu stigu Retro Stefson út úr skápnum sem fullþroska hljómsveit og hvergi kom það betur í ljós en í fyrstu smáskífunni, Glow. Hér er búið að beisla eylítið ungæðislegan kraftinn sem einkenndi fyrstu tvær skífur sveitarinnar og kjarna hennar helstu styrkleika. Lagið er margslungið en það fyrsta sem grípur mann er dansvænn ryþminn sem er hlaðinn mörgum lögum af áslætti. Versin eru nánast jafn grípandi og viðlagið og uppbyggingin er útpæld til að ná fram hámarksáhrifum á hlustandann. Bakraddir Sigríðar Thorlaciusar negla þetta svo endanlega og fleyta laginu upp í hæstu hæðir.

 

 

Konur í tónlist í kvöld

Í kvöld fara fram tónleikar í gamla Ellingsen húsinu úti á Granda undir yfirskriftinni konur í tónlist. Um er að ræða tónlistarviðburð haldin af konum og með konur í forsvari. Það er hljómsveitin Grúska Babúska sem heldur tónleikana, en auk hennar koma fram Sóley, Samaris, Mr. Silla og Dj Flugvélar og Geimskip. Húsið  opnar kl. 20.30, en tónleikarnir hefjast kl. 21. Aðgangur er ókeypis. Hlustið á lagið daradada með Grúsk Babúska hér fyrir neðan.

The Welfare Poets í Reykjavík

Annað kvöld mun bandaríska hip-hop hljómsveitin The Welfare Poets halda tónleika á Gamla Gauknum í Reykjavík. Tónleikarnir hefjast Kl 22:00 en auk The Welfare Poets koma fram; Ghostigital, Art Of Listening, RVK Soundsystem og 7berg. Aðgangseyrir er 2000 kr.

The Welfare Poets á rætur sínar að rekja til Puerto Rico og Cornell háskólans í New York þar sem hljómsveitin byrjaði. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa  í um fimmtán ár verið ötulir talsmenn gegn kúgun, mismunun og ójafnrétti í heiminum með tónlist sinni. Þeir hafa dvalið hér á landi síðan snemma í desember og  komið fram á fyrirlestrum, staðið fyrir vinnusmiðjum og tekið þátt í umræðum um mannréttindi flóttafólks hér á landi. Hér fyrir neðan er hægt að sjá brot af tónleikum The Welfare Poets í New York haustið 2009.

Bestu íslensku plötur ársins

 

 

 

1) Ojba Rasta – Ojba Rasta

Hin mannmarga reggísveit Ojba Rasta hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir sína fyrstu breiðskífu sem kom út fyrir skemmstu og hafa fylgt henni eftir með miklu tónleikahaldi. Platan sem er samnefnd sveitinni kom út hjá Records Records og var á meðal þeirra platna sem fengu hin árlegu plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs. Ojab Rasta er besta íslenska plata ársins hér á straum.is

 

2) Retro Stefson – Retro Stefson

Hljómsveitin Retro Stefson sendi frá sína þriðju breiðskífu í ár. Platan sem er samnefnd sveitinni sýnir talsverðan þroska í lagasmíðum. Minna er um gítara og meira um hljóðgervla en áður enda sá sjálfur Hermigervill um upptökustjórn á  plötunni.

viðtal við Retro Stefson  

      1. airwaves 3 1

 

 

3) Pascal Pinon – Twosomeness

Twosomeness var tekin upp af Alex Somers sem hefur áður unnið með Sin Fang, Úlfi, Jónsa og Sigur Rós. Hljómsveitin er  skipuð tvíburasystrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum og hefur verið virk frá árinu 2009. Twosomeness inniheldur 12 lög og eru textar fluttir á íslensku, ensku og sænsku.

Ekki vanmeta:  

      2. 01 Ekki Vanmeta

 

 

4) Sin Fang – Half Dreams EP

Sin Fang sendi frá sér þessa frábæru EP plötu til þess að stytta aðdáendum sínum biðina í nýja plötu sem kemur út í febrúar.

 

Viðtal við Sindra úr Sin Fang

      3. Airwaves 2 1 hluti

 

5) Dream Central Station – Dream Central Station

Þau Hallberg Daði Hallbergsson og Elsa María Blöndal eru í fararbroddi innan Dream Central Station og hafa verið að vinna að plötunni undanfarin ár. Hallberg var áður í hljómsveitinni Jakobínarínu og Elsa María í Go-Go Darkness. Öll lög og textar eru eftir Hallberg fyrir utan ábreiðu af laginu Feel so Good með Brian Jonestown Massacre.

 

 

 

6) Pétur Ben – God’s Lonely Man

Önnur plata Péturs Ben er mikið stökk frá hans fyrstu plötu – Wine For My Weakness sem kom út fyrir sex árum síðan. Pétur hefur notað tímann vel til að þróa lagasmíðar sínar og tekur hann áhrif frá ýmsum listamönnum sem hafa verið áberandi síðustu ár, blandar þeim saman og útkoman er eitthvað alveg nýtt.

 

 

7) Hjaltalín – Enter 4

Hljómsveitin Hjaltalín kom öllum að óvörum þegar hún sleppti þessari frábæru plötu frá sér í nóvember. Persónuleg plata sem fylgir á eftir plötunni Terminal frá árinu 2009.

 

 

 

8-9) Japanese Super Shift and the Future Band –  Futatsu

Hljómsveitin Japanese Super Shift and the Future Band inniheldur meðal annars tvo fyrrum meðlimi hljómsveitarinnar Lödu Sport. Skotheld plata undir sterkum áhrifum frá jaðarrokki tíunda áratugsins.

 

Viðtal við Japanese Super Shift and the Future Band

      4. Airwaves 4 2012

 

 

8-9) Jón Þór – Sérðu mig í lit

Tónlistarmaðurinn Jón Þór sem áður gerði garðinn frægan í hljómsveitum á borð við Isidor, Lödu Sport og Dynamo Fog gaf út sína fyrstu sólóplötu í ár. Platan heitir Sérðu mig í lit og er þetta í fyrsta skipti sem Jón Þór syngur á íslensku.

 

 

10) Samaris – Stofnar Falla EP

Önnur EP plata Samaris kom út í ár. Stofnar Falla fylgir á eftir plötunni Hljóma þú sem hljómsveitin sendi frá sér í fyrra. Á plötunni má heyra afbrigði af trip-hoppi tíunda áratugarins í bland við raftónlist nútímans ásamt sterkri rödd Jófríðar Ákadóttur.

Stofnar falla (Subminimal remix): 

      5. 06 Stofnar falla (Subminimal remix)

 

 

11)  Stafrænn Hákon – Prammi

Klump:

      6. 02 Klump

 

 

 

12) Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn

Sumargestur:

      7. 03 Sumargestur

 

 

13) Ghostigital – Division of Culture and Tourism

 

 

14) Tilbury – Exorcise

 

 

15) Borko – Born to be free

Born to be free:

      8. 01 Born to be Free

 

 

16) Moses Hightower – Önnur Mósebók

 

 

17) Nóra – Himinbrim

 

 

18) Futuregrapher – LP

 

 

19) Kiriyama Family – Kiriyama Family

 

 

20) M-Band – EP

LoveHappiness (feat. RetRoBot) 

      9. LoveHappiness (feat. RetRoBot)

21. desember: Apocalypse Christmas – Gruff Rhys

Rétt fyrir jólin í fyrra gaf tónlistarmaðurinn Gruff Rhys úr hljómsveitinni Super Furry Animals út jólaplötu trúleysingjans eða Atheist Xmas EP. Á plötunni eru þrjú lög og á meðal þeirra er lagið Apocalypse Christmas sem passar heldur betur við daginn í dag þar sem heimurinn átti að enda.

 

 

Lög ársins 2012

 

 

50) Under The Westway – Blur

 

49) Lost Songs – …And You Will Know Us By The Trail Of Dead

 

      1. 1-05 Lost Songs

 

48) New For You – Andrés

 

 

47) Blue Meanies – OPOSSOM

 

 

46) In The Yard – Bowerbirds

 

 

45) Survival Tactics (ft. Capital STEEZ) – Joey Bada$$

 

 

44) Don’t Leave Me (Ne me quitte pas) – Regina Spektor

 

 

43) Bad Girls – M.I.A.

 

 

42) I Love It (ft. Charli XCX) – Icona Pop

 

 

41) Hey Jane – Spiritualized

 

 

40) Jasmine – Jai Paul

 

 

39) Mirror Maru – Cashmere Cat

 

 

38) Foliage – Marble Lion

 

 

37) Jack Rollin’ – Fort Romeau

 

 

36) Grown Up – Danny Brown

 

 

35) Elephant – Tame Impala

 

 

34) Cash, Diamond Rings, Swimming Pools – D E N A

 

 

33) 110% – Jessie Ware

 

 

32) I’ve Seen Footage – Death Grips

 

31) Heal – Child of Lov

 

30) Cali in a Cup – Woods

 

29) Do Ya Thing – Gorillaz (ft. Andre 3000 and James Murphy)

 

 

28) Hip (Eponymous) Poor Boy – Jack White

 

 

 

27) Freaking Out The Neighborhood – Mac Demarco

 

26)  Simple Song – The Shins

25) What’s In Your Head – Disclosure

 

24) Sweet Life – Frank Ocean

 

 

23) Your Drums – AlunaGeorge

 

 

22) The Full Retard – El-P

 

 

21) Sprawl ll (Soulwax Remix) – Arcade Fire

 

 

 

20) Eg-Ged-Osis – Lindstrøm

Lindstrom er fánaberi hinnar skandinavísku geimdiskó-bylgju og hans nýjasta plata, Smallhans, er hans besta í þónokkur ár. Eg-Ged-Osis fangar kjarna plötunnar og lætur þig gleyma hversdagslegri danstónlist og dreyma um kokteil-bar í skýjaborginni.

 

 

19) Summer Music – Advance Base

Bandaríska tónlistarmanninum Advanced Base hefur augljóslega orðið hugsað til sumarsins þegar hann samdi lagið Summer music sem er á plötu hans A Shut-In’s Prayer sem kom út í vor. Lagið opnar plötuna á öflugan hátt og setur tóninn fyrir það sem koma skal.

 

 

18) Rock Bottom – King Krule

Undrabarnið King Krule er einungis 19 ára gamall en býr yfir rödd sem á köflum minnir talsvert á Tom Waits. Rock Bottom er frábær nútímablús beint úr botni viskítunnunnar.

 

17) Gun Has No Trigger – Dirty Projectors

Í Gun has no Trigger hefur David Longstreth skapað míní-epík af fádæma öryggi og innlifun. Með eingöngu bassa, trommur og raddir að vopni framkallar hann gæsahúð á gæsahúð ofan í mögnuðum uppbyggingum og hádramatískum texta. Fallegustu raddanir ársins.

 

 

16) 1991 – Azealia Banks

Azealia Banks skaust upp á stjörnuhimininn með hinu snaggaralega dónalega 212 og með laginu 1991 kom í ljós að hún er ekkert eins smells undur. Takturinn er lágstemmdur en þó harður og Azealia spýtir út úr sér ungæðislegum rímum á hraða ljóssins.

 

 

15) Earthforms – Matthew Dear

Bandaríski raftónlistarmaðurinn Mathew Dear hitti naglann á nýbylgjuhöfuðið með þessum drungalega smelli sem minnir um margt á hina goðasagnakenndu sveit Joy Division.

 

14) Doused – DIIV

Brooklyn hljómsveitin DIIV gerði góða hluti á árinu með fersku gítarrokki sem er þó byggt á traustum grunni nýbylgjurokks. Grípandi gítarinn í Doused er einstaklega smekklegur og fjarræn rödd söngvarans Zachary Cole Smith passar eins og flís við rass.

13)  Genesis – Grimes

Grimes hefur tekið við krúnunni af Arcade Fire sem heitasta útflutningsvara Montreal borgar og lagið Genesis sýnir vel hvers vegna. Einstaklega frumleg rafræn samsuða úr ýmsum áttum þar sem austrænir tónstigar eru áberandi.

 

 

12) New York – Angel Haze

Hin eitilharða rapp-pía Angel Haze stimplaði sig eftirminnilega inn í harða Hip Hop samkeppni New York borgar á árinu. Hún staðsetti sig framarlega í kapphlaupinu með þessu lagi sem er samnefnt borginni.

 

 

11) Tapes & Money – Totally Enormous Extinct Dinosaurs

Hugvitsamlegt house eins og það gerist best. Nógu poppað til að grípa við fyrstu hlustun og draga alla út á dansgólfið en inniheldur samt ótal smáatriði til að uppgvöta við endurtekna spilun.

 

10) Placid Acid – Tourist

Upptökustjórinn Little Loud frá Brighton vakti áður athygli fyrir frábærar endurhljóðblandanir á lögum eftir listamenn á borð við Ariel Pink Haunted Graffiti, HEALTH og Memory Tapes. Little Loud kallar sig Tourist í dag og sendi frá sér EP plötuna Placid Acid á árinu. Titillagið á plötunni er eitt af betri lögum þessa árs.

 

 

9) Andrew In Drag – The Magnetic Fields

Ameríska indísveitin Magnetic Fields er komin aftur á heimavöll með sinni nýjustu plötu sem er uppfull af skemmtilegu og útpældu synthapoppi. Ástarsöngurinn til klæðskiptingsins Andrew er svo grípandi klístraður að hann límist við heilabörkinn, og þá skiptir kynhneigð, fatasmekkur og líffræðilegt eða andlegt kyn hlustandans engu máli.

 

8) Life’s a Beach – Django Django

Skoski kvartettinn Django Django reis hátt á árinu og voru meðal annars tilnefndir til hinna virtu Mercury verðlauna fyrir sína fyrstu plötu. Life’s a Beach er með grípandi gítarkrók, frábæran samsöng og sólbrennt viðlag sem kemur mér alltaf í sumarskap, jafnvel í svartasta skammdeginu á Íslandi.

 

7) Time – Pachanga Boys

Lengsta lagið á listanum og eitt af helstu lögum sumarsins á öllum betri skemmtistöðum Reykjavíkur. Tekknó sem er allt í senn: bjart, hlýtt, lífrænt og fer beint í mjaðmirnar. Upplifunin er eins og að koma út af klúbbi á Ibiza snemma morgunns og halda dansandi út í sólina. Svo gott að þrátt fyrir lengdina heldur það áfram að hljóma í huganum löngu eftir að það klárast.

 

 

6) The House That Heaven Built – Japandroids

Margir hafa tilnefnt lagið The House That Heaven Built af annarri plötu kanadísku rokkhljómsveitarinnar Japandroids sem lag síðasta sumars og jafnvel ársins. Það ætti að koma fáum á óvart, lagið hefur flest til brunns að bera til að hljóta þann titil. Það er epískt með öflugt viðlag og fær mann til að gleyma stað og stund og njóta augnabliksins.

 

 

5) King Of The World – First Aid Kit

Lokalagið á annari plötu sænsku systrana úr First Aid Kit inniheldur sjálfan Conor Oberst úr Bright Eyes. Rödd Oberst passar fullkomnlega við raddir systrana enda hafði hljómsveit hans haft mikil áhrif á þær þegar þær voru að hefja sinn feril. Fullkomið lokalag á frábærri plötu og þó að Oberst komi inn í lagið rétt í lokin setur hann sterkan svip á það.

 

4) Baby – Ariel Pink’s Haunted Graffiti

Eitt af fallegri lögum sem komið hafa út í ár er lagið Baby í flutningi bandarísku hljómsveitarinnar Ariel Pink’s Haunted Graffiti. Lagið er ábreiða og kom fyrst út á plötu í flutningi bræðranna Donnie og Joe Emerson árið 1979.  Saga þeirra Donnies og Joes Emerson er áhugaverð. Þeir ólust upp á sveitabýli í Washington fylki í Bandaríkjunum og gerðu fátt annað en að vinna á býlinu og hlusta á útvarpið. Þeir drukku í sig áhrif frá bandarískri soul-tónlist og hófu fljótt að spila saman. Faðir þeirra hafði svo mikla trú á hæfileikum sona sinna að hann veðsetti býlið til þess að geta útbúið þar upptökuver fyrir þá.  Hann setti þeim þó eitt skilyrði sem var að þeir yrðu að semja sitt eigið efni. Platan náði aldrei neinum vinsældum og fjölskyldan missti stóran hluta af landareign sinni. Með árunum varð lagið Baby að einhverskonar týndri perlu meðal tónlistaráhugamanna og hefur Ariel Pink sagt að á öllum lagalistum sem hann hefur sett saman síðustu þrjú ár hafi lagið fengið að fljóta með því það sé stórkostlegt. Útgáfa Ariel Pink’s Haunted Graffiti á laginu fylgir upprunalegu útgáfunni mikið eftir og lagið gæti auðveldlega verið gamall smellur úr smiðju Motown tónlistarútgáfunnar þegar hún var á hátindi sínum um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar.

Hér er saga Emerson bræðra:

 

3) Inspector Norse – Todd Terje

Ef það væri diskótek í Alþjóðlegu geimstöðinni væri Inspector Norse aðalslagarinn á dansgólfinu. Byrjar á groddaralegu grúvi og geislabyssuhljóðum sem fá alla til að hoppa og skoppa og slekkur síðan á aðdráttaraflinu í seinni hlutanum og leyfir fólki að svífa um í þyngdarleysinu. Todd Terje hefur lengi verið í farabroddi í skandinavísku geimdiskó-senunni, bæði með eigin efni og endurhljóðblöndunum, en hér flýgur hann hærra en áður og er kominn á ansi góðan sporbaug í kringum jörðu.

 

2) Get Free (ft. Amber Coffman) – Major Lazer

Lagið Get Free með Major Lazer og söngkonunni Amber Coffman úr Dirty Projectors er fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu Major Lazer sem kemur út á næsta ári. Lagið sömdu Major Lazer, Coffman og David Longstreth, félagi hennar úr Dirty Projectors sem einnig spilar á gítar í laginu.

 

 

1) In Decay – Phèdre

Ritstjórn straums er ekki yfir það hafin að bregða undir sig betri fætinum og fá sér eylítið í tána endrum og eins og lag ársins endurspeglar það. Það er hinn hedóníski óður Phèdre til nautnaseggja og gjálífis sem hefur ómað í óteljandi partýum síðan það kom út í byrjun árs. Hér er því sem smáborgarar kalla „lægstu hvatir“ fagnað og kjarni lagsins er ósnertur af kristnu siðgæði og músíkölskum mínímalisma. Lagið er afar grípandi og dásamlega dekedant. Úrkynjunin drýpur af hverju einasta orði og nótu og það er ekki hægt annað en að hrífast með og leggjast á hnén og tilbiðja gleðskapargyðjuna. Myndbandið undirstrikar þetta en því mætti best lýsa sem orgíu í anda rómverskra svallveislna þar sem tugir lítra af sýrópi og rauðvíni koma við sögu. Fullkomið í áramótapartýið.

 

Heimsenda mix

Samkvæmt tímatali Maya indjána verður heimsendir á morgun. Í tilefni þess settum við saman  lagalista með uppáhalds heimsenda lögunum okkar. Hlaðið honum niður hér fyrir neðan og hlustið á meðan að heimurinn endar.

Hlaðið niður hér: Heimsenda mix Straums

1) Waiting for the End Of the World – Elvis Costello

2) It’s The End Of the World – R.E.M.

3) The End of the World Is Bigger Than Love – Jens Lekman

4) A Hard Rain’s A-Gonna Fall – Bob Dylan

5) 4 Chords Of The Apocalypse – Julian Casablancas

6) We Will Become Silhouettes – The Postal Service

7) 99 Luftballons – Nena

8) Road to Nowhere – Talking Heads

9) London Calling – The Clash

10) Five Years – David Bowie

11) Apocalypse Dreams – Tame Impala

12) The Man Comes Around – Johnny Cash

13) Doomsday – Elvis Perkins in Dearland

14) Talking World War III Blues – Bob Dylan

15) The End – The Doors

16) The End Of The World – Skeeter Davis

17) Post Apocalypse Christmas – Gruff Rhys

Kraumslistinn 2012 – Verðlaunaplötur

Kraumslistinn 2012, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, var kynntur í gær. Árni Matthíasson, formaður dómnefndar, tilkynnti niðurstöðu um val verðlaunaplatna sem líkt og síðustu tvö ár eru sex talsins. Afhending verðlaunanna fór fram í húsnæði Kraums tónlistarsjóðs að Vonarstræti 4b að viðstöddum hópi gesta.

Tuttugu og einn tók þátt Í dómnefnd Kraumslistans 2012 en þar sátu:

Alexandra Kjeld, Andrea Jónsdóttir, Anna Andersen, Arnar Eggert Thoroddsen, Arndís Björk Ásgeirsdóttir, Árni Matthíasson, Ása Dýradóttir, Benedikt Reynisson, , Egill Harðarson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Guðni Tómasson, Haukur S. Magnússon, Helena Þrastardóttir, Helga Vala Helgadóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Höskuldur Daði Magnússon, Kamilla Ingibergsdóttir, Ólafur Halldór Ólafsson, Ólafur Páll Gunnarsson, Sólrún Sumarliðadóttir, og Trausti Júlíusson.

 

Kraumslistinn 2012 – Verðlaunaplötur

 

  • Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn

 

  • Hjaltalín – Enter 4

 

  • Moses Hightower – Önnur Mósebók

 

  • Ojba Rasta – Ojba Rasta

 

  • Pétur Ben – God’s Lonely Man

 

  • Retro Stefson – Retro Stefson

Árslisti Straums 2012

 

Fyrri þáttur: Plötur í 30. – 16. sæti

1. hluti

      1. 231 1

2. hluti 

      2. 231 2

3. hluti 

      3. 231 3

Seinni Þáttur: Plötur í 15. – 1. sæti

1. hluti

      4. 232 1

2. hluti
      5. 232 2

3. hluti
      6. 232 3

4. hluti
      7. 232 4

 

30) The Shins – Port Of Morrow

Hljómsveitin The Shins sendi frá sér sína fjórðu plötu á árinu sem margir höfðu beðið eftir með mikilli eftirvæntingu.  Fínasta plata hér á ferð þó að hún sé kannski engin Chutes Too Narrow eða Oh, Inverted World en þær eru það nú fæstar.

29) A.C. Newman – Shut Down The Streets

Söngvari The New Pornographers hér með sína þriðju sólóplötu sem gefur fyrstu tveimur lítið eftir í gæðum.

28) Purity Ring – Shrines

Fyrsta plata kanadísku hljómsveitarinnar Purity Ring var ekki alveg jafn sterk og fyrstu smáskífurnar gáfu til kynna. Frábær frumraun engu að síður.

27) DIIV – Oshin 

Brooklyn hljómsveitin DIIV sem hét upphaflega Dive var stofnuð árið 2011 sem sólóverkefni gítarleikara Beach Fossils – Zachary Cole Smith. Fyrsta stóra plata hljómsveitarinnar Oshin kom út í sumar. Platan er full af skemmtilega útpældu gítarrokki af bestu gerð.

26) Cloud Nothings – Attack on Memory 

Heiðarlegt gítarrokk af bestu gerð úr smiðju hins unga Dylan Baldi frá Cleveland. Attack on Memory er þriðja plata kappans og var hún tekin upp af upptökustjóranum goðsagnakennda Steve Albini sem spilaði víst Scrabble á símanum sínum á meðan á upptökum stóð.

25) Matthew Dear – Beams 

Þann 27. ágúst gaf bandaríski raftónlistarmaðurinn Matthew Dear út sína fimmtu plötu – Beams. Platan fylgdi á eftir hinni frábæru Black City sem kom út árið 2010.  Dear hefur látið hafa eftir sér að hann sé margbrotin persóna og að útkoman á plötunni sé eftir því og hann blandi saman hinum ýmsu stefnum á  Beams.

24) The Magnetic Fields – Love at the Bottom of the Sea

Hljómsveitin The Magnetic Fields snéri til baka í syntha rokkið sem einkenndi hljóm sveitarinnar á 10. áratugnum.

23) Wild Nothing – Nocturne

Tónlistarmaðurinn Jack Tatum sem gefur út tónlist undir nafninu Wild Nothing, fylgdi á eftir hinni frábæru plötu Gemini frá árinu 2010 með sinni annari plötu Nocturne í ágúst. Hinn draumkennda hljóm Gemini er einnig að finna á Nocturne.

 

22) Beach House – Bloom

Fjórða plata bandarísku draumpopp hljómsveitarinnar Beach HouseBloom þykir ekki mikil stefnubreyting fyrir sveitina frá  plötunni Teen Dream og er það einna helst það sem gagnrýnendur hafa út á hana að setja, en hún hefur hlotið samskonar lof og sú plata. Þess ber að geta að sami upptökustjórinn, Chris Coady, sá um upptökur á báðum plötunum.

21) Lotus Plaza – Spooky Action at a Distance 

Gítarleikari Deerhunter Lockett Pundt gaf út sína aðra sólóplötu á árinu. Platan er gríðarlega metnaðarfullt verk sem sannar að Bradford Cox er ekki eini frábæri lagahöfundurinn í  Deerhunter.

20) Chromatics – Kill For Love

Fjórða plata elektró hljómsveitarinnar Chromatics frá Porland kom út 26. mars. Platan sem fékk góða dóma hvarvetna þótti gríðarlega falleg og var borin saman við verk Joy Division og New Order.  Í maí gaf hljómsveitin útgáfu af plötunni án tromma á netinu.

19) Phédre – Phédre

Hljómsveitin Phédre frá Kanada byrjaði sem hliðarverkefni þeirra Daniel Lee og April Aliermo úr Hooded Fang og Airick Woodhead sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Doldrums. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu Phédre í febrúar á þessu ári. Platan er í senn hrá og gríðarlega fljölbreytt.

18) Django Django – Django Django

Skoska hljómsveitin Django Django gaf út sína fyrstu plötu snemma á þessu ári. Á plötunni mætast hinar ýmsu stefnur í bragðmikilli súpu – sækadelía, þjóðlagatónlist og synthapopp.

Viðtal sem við áttum við Django Django: 

      8. air 5 2 django

17) Jack White – Blunderbuss

Jack White gaf út sína fyrstu sólóplötu á þessu ári. Platan er beint framhald af því sem White gerði með sínu gamla bandi The White Stripes – bara aðeins þéttari trommur.

16) Ariel Pink’s Haunted Graffiti – Mature Themes

Önnur plata sveitarinnar Haunted Graffiti með Ariel Pink fremstan í flokki er með svipuðu sniði og sú fyrri. Hljómur hennar er jafnvel enn slípaðri en á Before Today sem kom út árið 2010 og vakti mikla lukku. Platan er þó ekki jafn heilsteypt verk og sú plata.

Útvarpspistill um Ariel Pink:

      9. Ariel Pink's Haunted Graffiti útvarpspistill

15) The Walkmen – Heaven

Hljómsveitin The Walkmen er löngu orðin að hornsteini  í bandarísku indie-rokki. Sveitin sendi frá sína 7. plötu – Heaven í vor og sagðist söngvari hennar Hamilton Leithauser vera undir miklum áhrfum frá Frank Sinatra á plötunni.

14) Poolside – Pacific Standard Time

Los Angeles dúóið Poolside sendi loksins frá sér sína fyrstu plötu á árinu. Á plötunni sem er 16 laga, er fullt af metnaðarfullu elektró poppi sem þeir hafa sjálfir nefnt sem neðarsjávar raftónlist.

13) Jessie Ware – Devotion

Söngkonan Jessie Ware fékk verðskuldað lof á árinu fyrir sína fyrstu plötu Devotion sem kom út í ágúst. Ware vakti fyrst athygli þegar hún söng með SBTRKT.

12) M. Ward – A Wasteland Companion

A Wasteland Companion er sjöunda plata M. Ward. Platan kom út í byrjun apríl og fylgir á eftir plötunni Hold Time frá árinu 2009. Á þessari plötu er Ward mun rólegri með einvala lið tónlistarmanna með sér.

 

11) Lindstrøm – Smalhans

Í síðasta mánuði sendi norski raftónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Hans-Peter Lindstrøm frá sér plötuna Smalhans sem er önnur plata hans á þessu ári. Lindstrøm gaf fyrr á árinu út plötuna Six Cups of Rebel sem þótti  tilraunakennd og ólík því sem hann er frægastur fyrir. Smalhans er algjör andstæða.

10) Crystal Castles – (III)

Elektró pönkararnir í Crystal Castles gáfu út þriðju sjálftitiluðu plötuna nýlega. Á plötunni gefa þau fyrri verkum ekkert eftir.

9) Tame Impala – Lonerism

Áströlsku sýru rokkararnir í Tame Impala gáfu út sína aðra plötu þann 5. október. Platan sem heitir Lonerism fylgdi á eftir hinni frábæru Innerspeaker sem kom út árið 2010. Líkt og með þá plötu var Lonerism tekin upp af Kevin Parker söngvara og lagahöfund sveitarinnar. Parker byrjaði að semja lögin á plötunni næstum um leið og frumburðurinn kom út og var hún að mestu samin og tekin upp á flakki um heiminn á meðan að hljómsveitin kynnti Innerspeaker.

8) Woods – Bend Beyond

Freak-folk hljómsveitin Woods sendi frá sér plötuna Bend Beyond þann 18. september. Platan er sterkasta Woods platan fram að þessu og er full af vönduðu þjóðlagapoppi með nútíma áherslum.

7) Grimes – Visions

Grimes hefur tekið við krúnunni af The Arcade Fire sem heitasta útflutningsvara Montreal. Frá því að platan Visions kom út í janúar hafa gagrýnendur keppst við að ausa hana lofi enda um frábæra plötu að ræða.

6) Dirty Projectors – Swing Lo Magellan

Dirty Projectors hefur þróast á skömmum tíma úr því að vera skúffuverkefni eins manns yfir í eina af metnaðarfyllstu tilraunarokkhljómsveitum samtímans. Í sumar gaf hljómsveitin út sína sjöttu plötu Swing Lo Magellan. David Longstreth söngvari og lagasmiður sveitarinnar sá um allar upptökur á plötunni, sem stóðu yfir í heilt ár. Hann samdi yfir 40 lög fyrir hana þótt aðeins 12 þeirra hafi ratað á endanlega útgáfu hennar.

Útvarpspistill um sögu Dirty Projectors:

      10. Útvarpspistill um Dirty Projectors

Viðtal við Amber Coffman úr Dirty Projectors

      11. Air 5 4 dirty

 

5) Totally Enormous Extinct Dinosaurs – Trouble

Orlando Higginbottom sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Totally Enormous Extinct Dinosaurs gaf út sína fyrstu stóru plötu Trouble 11. júní. Um er að ræða metnaðarfyllstu dansplötu ársins 2012.

 

 

4) Japandroids – Celebration Rock

Hljómsveitin sendi frá sér sína fyrstu plötu – Post Nothing  snemma árs 2009 og var hún plata ársins hér í Straumi. Hljómsveitin fylgdi eftir með plötuna Celebration Rock í sumar þar sem hún blandar saman klassísku rokki við indie rokk 9. áratugarins.

 

Viðtal straum.is við hljómsveitina Japandroids þegar hún spilaði á tónleikum í Reykjavík síðasta sumar.

Útvarpsviðtal við  Brian King söngvara Japandroids: 

      12. Japandroids viðtal

 

3) First Aid Kit – The Lion’s Roar

Sænsku systurnar úr First Aid Kit sigruðu hjörtu landa sinna með þessari frábæru plötu sem kom út í upphafi ársins. The Lion’s Roar er önnur plata First Aid Kit og um upptökur sá Mike Mogis úr Bright Eyes. Systurnar sýndu gríðarlega miklar framfarir í lagasmíðum á plötunni.

 

2) Frank Ocean – Channel Orange

Tónlistarmaðurinn Christopher Francis Ocean gaf út sína fyrstu sólóplötu í júlí. Ocean sem áður samdi tónlist fyrir listamenn á borð við Brandy, Justin Bieber og John Legend undir dulnefni varð meðlimur OFWGKTA árið 2010 og fór fljólega eftir það að vekja athygli fyrir eigið efni.

 

1) Advance Base – A Shut-In’s Prayer

Fyrsta plata tónlistarmannsins Owen Ashworth undir nafninu Advance Base er plata ársins 2012 í Straumi. Ashworth gaf áður út undir nafninu Casiotone for Painfully Alone en hann gaf út plötuna A Shut-In’s Prayer snemma í vor. Heildsteypt plata sem rennur vel í gegn.