Erlent á Airwaves 2 – Straumur mælir með

 

Braids

Tilraunakennt skrýtipopp frá indíhöfuðborg heimsins, Montreal í Kanada. Koma fram á Straumskvöldinu á Nasa á föstudagskvöldið klukkan 22:00.

 

Hot Chip

Spjátrungspoppararnir og raðíslandsvinirnir í Hot Chip svíkja engan á tónleikum og hafa aldrei misst dampinn á rúmlega áratugarferli. Þeir færðu okkur nýlega þetta meistaralega cover/mashup af Bruce Springsteen og LCD Soundsystem og við erum ægispenntir að sjá það live. Þeir koma fram á lokatónleikunum í Vodafone höllinni klukkan 10:20.

Uppfært: Í gær sögðum við að það þyrfti sérstakan miða á lokatónleikana í Vodafone höllinni. Það er helbert kjaftæði og einungis leiður misskilningur af okkur hálfu sem við biðjumst velvirðingar á. Þannig bara allir verða kátir í höllinni. 

 

LA Priest 

Hinn breski Sam Dust var áður í fyrrum airwaves spilandi bandinu Late Of The Pier en hefur nú farið sinn eigin veg í rafsækið og léttgeggjað tilraunafönk. LA Priest kemur fram í Gamla Bíói klukkan 00:20 eftir miðnætti á fimmtudagskvöldinu.

 

Hinds

Fjórar spænskar stelpur sem framleiða bílskúrsrokk af fáheyrðum sjarma. Minnir á amerískar lo-fi gítarhetjur eins og Mac Demarco og Best Coast. Þær spila á Gauknum klukkan 10:20 á fimmtudagskvöldinu og Sólon Bistro klukkan 19:00 á föstudagskvöldinu.

 

Beach House 

Draugalega draumapoppið þeirra þarfnast engrar frekari kynningar en við kynnum það bara samt. Það eru fáar sveitir í dag sem hafa afrekað það að gefa út tvær frábærar breiðskífur á jafn mörgum mánuðum eins og Beach House gerðu rétt í þessu. Þau spila í Silfurbergssal Hörpu klukkan 22:10 á laugardagskvöldinu.

 

Sophie

Í síðustu grein mæltum við með QT en hinn breski Sophie er félagi hans í hinni svokölluðu PC Music stefnu og gaf út eitt besta lag ársins 2013 að mati ritstjórnar Straums. Hann kemur fram klukkan 02:10 eftir miðnætti á laugardagskvöldinu á Nasa.

Iceland Airwaves dagskrá Straums

 

Sautjánda Iceland Airwaves hátíðin hefst á morgun og eins og undanfarin ár verður Straumur með víðtæka umfjöllun um hátíðina í útvarpinu og á vefnum, bæði fyrir og meðan á henni stendur. Í ár eins og í fyrra verður Straumur einnig beinn þátttakandi í hátíðinni sjálfri og stendur fyrir bæði off- og on venue dagskrá. Föstudagskvöldið á Nasa koma í okkar nafni fram sveitir eins og Vaginaboys, Braids, Fufanu og H09909 og alla daga frá miðvikudegi til sunnudags verður Off-Venue dagskrá í Bíó Paradís, yfirleitt frá hádegisbili fram að kvöldmatarleiti. Hér að neðan má sjá dagskrána á Nasa og Bíó Paradís og fylgist svo með á Straum.is fyrir daglega umfjöllun um hátíðina meðan á henni stendur.

 

Nasa, föstudagskvöldið 6. nóvember:

 

8:00 PM

VAGINABOYS

9:00 PM

PRESIDENT BONGO – SERENGETI

10:00 PM

BRAIDS (CA)

11:00 PM

FUFANU

12:00 AM

BATIDA (PT)

1:20 AM

HO99O9 (US)

2:20 AM

INTR0BEATZ

 

Off-venue dagskrá Straums í Bíó Paradís:

 

Miðvikudagur 4. nóv

 

12:00: Morning Bear (US)

13:00: One Week Wonder

14:00: Rythmatik

15:00: Wesen

16:00: Just Another Snake Cult

16:30: Næsarinn presents: Mild Fantasy Violence – a fine arts extravaganza (Opnun á listasýningu)

17:00: O f f l o v e (US)

18:00: Miri

 

 

Fimmtudagur 5. nóv

 

13:00 Laser Life

14:00 Gunnar Jónsson Collider

15:00 Sekuoia (DK)

16:00 Tonik Ensemble

17:00 MSTRO

18:00 GKR

 

 

Föstudagur 6. nóv

 

12:00: Sveinn Guðmundsson

13:00: Skelkur í Bringu

14:00: Hey Lover (US)

15:00: Máni Orrason

16:00: Antimony

16:30: Næsarinn presents: Mild Fantasy Violence – a fine arts extravaganza (Opnun á listasýningu)

17:00: Sykur

18:00: Agent Fresco

 

 

Laugardagur 7. nóv

 

14:00: Helgi Valur

15.00: Sumar Stelpur

16:00 Jón Þór

17:00: Bárujárn

18:00 Oyama

 

sunnudagur 8. nóv

 

15:00 The Anatomy of Frank (US)

16:00 Sturle Dagsland (NO)

Nick Zinner úr Yeah Yeah Yeahs remixar Fufanu

Nick Zinner gítarleikari New York hljómsveitarinnar Yeah Yeah Yeahs endurhljóðblandaði á dögunum lagið Your Collection með íslensku hljómsveitinni Fufanu með frábærum árangri. Your Collection er væntanleg smáskífa af plötunni Few More Days To Go sem kemur út á vegum One Little Indian þann 27 nóvember. Fufanu koma fram á Iceland Airwaves fimmtudaginn 5. nóvember í Iðnó klukkan 21:30 og föstudaginn 6. nóvember klukkan 23:00 á Straumskvöldinu á Nasa.

 

Síðasti Airwaves þátturinn í kvöld

Fjórði og síðasti þátturinn þar sem Straumur hitar upp fyrir Airwaves verður á dagskrá á X-inu 977 í kvöld frá 22:00 – 0:00. Birt verður viðtal við Hot Chip, Justman, Kött Grá Pjé og Lord Pusswhip kíkja í heimsókn, auk þess sem gefinn verður miði á hátíðina. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra mun fjalla um alla þá helstu listamenn og hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni í ár.

 

Straumur 2. nóvember 2015

Í Straumi í kvöld verður kíkt á nýtt efni frá Chance The Rapper, Eleanor Friedberger, Sophie, Chromatics, D.R.A.M. og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 2. nóvember 2015 by Straumur on Mixcloud

1) VYZEE – SOPHIE
2) L.O.V.E.- SOPHIE
3) Shadow (Michel’s Runway edit) – Chromatics
4) Signals (Throw It Around) – D.R.A.M.
5) I’ll Be Back Again – D.R.A.M
6) Angels(ft. Saba) – Chance the rapper
7) Dreams – Sofie Winterson
8) I Only Wanted You – Sofie Winterson
9) Wars – Eliza Shaddad
10) Galapagos – Kakkmaddafakka
11) He didn’t mention his mother – Eleanor Friedberger
12) You & I – Jeremih

Tónleikahelgin 28.-31. október

 

Miðvikudagur 28. október

 

Gangly og Vagina Boys koma fram á Húrra. Hurð opnar 20:00 og tónleikar hefjast 21:00. Aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Hljómsveitin múm mun spinna tónlist við þýsku kvikmyndina Menchen Am Sonntag í Mengi. Sýning og tónleikar hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Föstudagur 30. október

 

Markús & The Diversion Sessions, Sveinn og Koi koma fram á Stofunni. Ókeypis inn.

 

Laugardagur 31. október

 

Teitur Magnússon og Ojba Rasta stíga á stokk í Lucky Records. Teitur fer á svið 15:00 og Ojba Rasta klukkan 17:00. Ókeypis inn og léttar veitingar í boði.

 

Big Band Samúels Jóns Samúelssonar kemur fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þeir lofa sjóðandi heitri súper heitri rjúkandi  blöndu af afróbíti, eþjópískum jass,funk, brasílísku samba og ýmsu öðru sem sem á sér enga hliðstæðu í sólkerfinu. Tónleikar hefjast 22:00 og aðgangseyrir er 2900.

Airwaves 2015 þáttur 3

Þriðji þáttur af fjórum þar sem Straumur hitar upp fyrir Iceland Airwaves 2015 á X-inu 977 verður á dagskrá frá 22:00 -0:00 í kvöld. Teitur Magnússon og Oculus kíkja í heimsókn, birt verða viðtöl við hljómsveitirnar Hinds og Weaves auk þess sem gefinn verður miði á hátíðina. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra mun fjalla um alla þá helstu listamenn og hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni í ár.

Airwaves þáttur 3 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Ecstasy In My House – Operators
2) Shithole – Weaves
3) Do You See Past – Weaves
4) Tick – Weaves
5) Munaðarhóf – Teitur Magnússon
6) Nenni – Teitur Magnússon
7) Vinur Vina Minna – Teitur Magnússon
8) Davey Crockett – Hinds
9) Chili Town – Hinds
10) Garden – Hinds
11) Into The Deep – Oculus
12) Bending Time – Oculus
13) With The (Oculus remake) – Exos
14) Man Don’t Care (ft. Giggs) – Jme
15) Somewhere – Sekuoia
16) Evenings – Sekuoia

Straumur 26. október 2015

Í Straumi i kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Grimes, Junior Boys, EL VY, Pat Lok, Laser Life, The Pains Of Being Pure At Heart og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!



Straumur 26. október 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Laid (James cover) The Pains Of Being Pure At Heart
2) Flesh, Without Blood – Grimes
3) Life In The Vivid Dream – Grimes
4) Big Black Coat – Junior Boys
5) Return To The Moon – EL VY
6) It’s A Game – EL VY
7) Your Lips (ft. Dirty Radio) – Pat Lok
8) Last Cigarette – Darwin Deez
9) Time Machine – Darwin Deez
10) Nissan Sunny – Laser Life
11) Huarache Lights (A/JUS/TED remix) – Hot Chip
12) Tutti Frutti (Hot Chip remix) – New Order
13) Wolfpack – TĀLĀ
14) Bad Blood – Nao

Erlent á Airwaves – Meðmæli Straums

 

Þar sem að 17. Iceland Airwaves hátíðin er rétt handan við hornið mun Straumur í aðdraganda hátíðarinnar vekja athygli á þeim listamönnum og hljómsveitum sem okkur þykir verðskulda lof og áhorf. Í þessari fyrstu grein af mörgum verður tæpt á fimm erlendum:

 

H09909

 

Tilraunakennt hip hop með grófri sandpappírsáferð í anda sveita eins og Death Grips og clipping. H09909 koma fram á sérstöku straums-kvöldi á Nasa á föstudeginum og stíga á stokk 1:20 eftir miðnætti. Við bæði mælum með, og vörum við hljóð- og myndefninu hér fyrir neðan.

 

QT

 

QT er í fararbroddi hinnar svokölluðu PC-Music stefnu. Tónlistin er eins og avant garde útúrsnúningur á Aqua og Whigfield. Helíumraddir, sykursætt popp og Hello Kitty sett í gegnum hakkavél þannig út kemur stórfurðurlegt stafrænt kjötfars. Hey QT er nokkurs konar flaggskip senunnar en á það má hlýða hér fyrir neðan. QT kemur fram á Nasa klukkan 22:50 á laugardagskvöldinu.

 

Skepta

 

Breskur Grime-rappari með tækni á lager og karisma í tunnuvís. Skepta stígur á stokk í Listasafni Reykjavíkur á miðnætti á föstudagskvöldinu.

 

Battles

 

Hnífnákvæmt stærðfræðirokk á hæsta mögulega hljóðstyrk. Sá þá 2007 og hljóðhimnurnar eru ennþá að jafna sig. Spila í Silfurbergssal Hörpu klukkan 23:50 á laugardagskvöldinu.

 

Ariel Pink

 

Ariel Pink hefur um árabil verið í miklu uppáhaldi hjá ritstjórn Straums fyrir fádæma hugmyndaauðgi og firnasterkar jaðarpoppsmíðar sínar. Það var löngu tímabært að loftöldurnar fleyttu honum á Íslandsstrendur. Ariel Pink spilar í Silfurbergssal Hörpu klukkan 01:00 eftir miðnætti á föstudagskvöldinu.

Babies á Húrra

 

Gleðiflokkurinn Babies stendur fyrir dansiballi á Húrra Laugardaginn 24. október. Babies hafa unnið sér talsverða hylli sem eins konar ballhljómsveit tónlistargrúskarans. Spilagleðin er smitandi og lagavalið fer um víðan völl en þó með sterkri áherslu á diskó og fönk frá 8. og 9. áratugnum. Dansinn byrjar að duna 23:30 og það er fríkeypis inn. Tónleikahaldarar vilja svo koma á framfæri leiðbeinandi skilaboðum um hegðun á viðburðinum:

Leyfilegt er að leita sér að framtíðarmaka á svæðinu og ölvun skal vera viðingarlega virt sem og óspillt. Slagsmál skulu alls ekki vera stunduð og virðing við náungann í hávegum höfð. Klæðaburður er undir hverjum og einum komið en heitt mun vera á svæðinu svo munið eftir handhægum viftum eða þá vel andandi flíkum.