Erlent á Airwaves 2 – Straumur mælir með

 

Braids

Tilraunakennt skrýtipopp frá indíhöfuðborg heimsins, Montreal í Kanada. Koma fram á Straumskvöldinu á Nasa á föstudagskvöldið klukkan 22:00.

 

Hot Chip

Spjátrungspoppararnir og raðíslandsvinirnir í Hot Chip svíkja engan á tónleikum og hafa aldrei misst dampinn á rúmlega áratugarferli. Þeir færðu okkur nýlega þetta meistaralega cover/mashup af Bruce Springsteen og LCD Soundsystem og við erum ægispenntir að sjá það live. Þeir koma fram á lokatónleikunum í Vodafone höllinni klukkan 10:20.

Uppfært: Í gær sögðum við að það þyrfti sérstakan miða á lokatónleikana í Vodafone höllinni. Það er helbert kjaftæði og einungis leiður misskilningur af okkur hálfu sem við biðjumst velvirðingar á. Þannig bara allir verða kátir í höllinni. 

 

LA Priest 

Hinn breski Sam Dust var áður í fyrrum airwaves spilandi bandinu Late Of The Pier en hefur nú farið sinn eigin veg í rafsækið og léttgeggjað tilraunafönk. LA Priest kemur fram í Gamla Bíói klukkan 00:20 eftir miðnætti á fimmtudagskvöldinu.

 

Hinds

Fjórar spænskar stelpur sem framleiða bílskúrsrokk af fáheyrðum sjarma. Minnir á amerískar lo-fi gítarhetjur eins og Mac Demarco og Best Coast. Þær spila á Gauknum klukkan 10:20 á fimmtudagskvöldinu og Sólon Bistro klukkan 19:00 á föstudagskvöldinu.

 

Beach House 

Draugalega draumapoppið þeirra þarfnast engrar frekari kynningar en við kynnum það bara samt. Það eru fáar sveitir í dag sem hafa afrekað það að gefa út tvær frábærar breiðskífur á jafn mörgum mánuðum eins og Beach House gerðu rétt í þessu. Þau spila í Silfurbergssal Hörpu klukkan 22:10 á laugardagskvöldinu.

 

Sophie

Í síðustu grein mæltum við með QT en hinn breski Sophie er félagi hans í hinni svokölluðu PC Music stefnu og gaf út eitt besta lag ársins 2013 að mati ritstjórnar Straums. Hann kemur fram klukkan 02:10 eftir miðnætti á laugardagskvöldinu á Nasa.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *