Ty Segall og Thee Oh Sees og fleiri á ATP

Nú rétt í þessu var tilkynnt að á All Tomorrow’s Parties hátíðinni næsta sumar eru Sleep, Thee Oh Sees, TY SEGALL and THE MUGGERS, Angel Olsen, Les Savy Fav og Tortoise nýjustu viðbæturnar við daskránna. Áður hafði verið tilkynnt um hryllingsmyndameistarann John Carpenter, sem  í fyrsta sinn á ferlinum flytur tónlist sína opinberlega á hátíðinni.

 

Rithöfundurinn, ljóðskáldið og tónlistarkonan Anika (Invada, Stones Throw) mun koma fram með líbísku söngkonunni og lagahöfundinum Yasmine Hamdan, Blanck Mass mætir en það er sólóverkefni sem Benjamin John Power úr Fuck Buttons ber ábyrgð á. Argentínska dúóið Mueran Humanos sem býr nú í Berlín kemur einnig en þau  gefa út hjá ATP Recordings.

 

Þá munu Örvar Smárason og Gunnar Tynes úr múm spila tónlist undir sýningu myndarinnar ‘Menschen am Sonntag’ (People on Sunday), þýskri þögulli kvikmynd frá 1930 sem er byggð á handriti Billy Wilder. Þá mun uppistandarinn Stewart Lee einnig koma fram.

 

Þetta verður í fjórða skiptið sem ATP hátíðin fer fram á Íslandi en hún verður eins og áður í Ásbrú og stendur yfir dagana 1.-3. Júlí.