Myndband frá AlunaGeorge

Breska dúóið AlunaGeorge sendu í dag frá sér myndband við hið frábæra lag Your Drums, Your Love. Þau Aluna Francis og George Reid vöktu fyrst athygli fyrir myndband við lag sitt You Know You Like It. Myndbandið við Your Drums, Your Love var tekið upp í listagallerí í London af leikstjóranum Henry Scholfield. Hljómsveitin hyggst gefa út sína fyrstu plötu á næsta ári.

Hér er svo endurhljóðblöndun af laginu frá Lil Silva.

Týnt Boards Of Canada lag endurgert

Bandaríski tónlistarmaðurinn Travis Stewart, sem er betur þekktur undir nafninu Machinedrum, tók sig til og endurgerði óþekkt lag skosku raftónlistarsveitarinnar Boards Of Canada. Fyrir yfir 10 árum síðan fann Stewart upptöku í vondum gæðum af tónleikum hljómsveitarinnar á 10 ára afmæli Warp plötuútgáfunnar. Síðasta lag tónleikanna hafði hann aldrei heyrt áður og varð hann heillaður af því. Það var svo í sumar sem Stewart ákvað að “edit-era” upptökuna af laginu með það í huga að það  yrði sem líkast upprunalegu útgáfunni, heyra má í áhorfendum tónleikanna í laginu. Hlustið á útgáfu Machinedrum á laginu hér fyrir neðan.

 

Marilyn – Bat For Lashes

Tónlistarkonan Natasha Khan sem er betur þekkt undir listamannsnafninu Bat For Lashes gaf í dag út annað lagið af væntanlegri plötu sinni – The Haunted Man sem kemur út þann 15. október næstkomandi. Platan fylgir á eftir plötunni Two Suns frá árinu 2009. Khan gaf út fyrstu smáskífuna Laura fyrr í sumar. Marilyn er elektró popp eins og það gerist best.

Frumraun Ojba Rasta

Fyrsta plata reykvísku reggí hljómsveitarinnar Ojba Rasta kemur út næsta þriðjudag. Platan sem er samnefnd sveitinni kemur út hjá Records Records og hefst forsala á henni hjá Gogoyoko.com í dag. Platan verður bæði gefin út á geisladisk og vinyl. Auk laganna – Jolly Good, Baldursbrá og Hreppstjórinn sem sveitin hefur sent frá sér sem smáskífur eru fimm önnur lög á plötunni. Hlustið á lögin Gjafir Jarðar og Í ljósaskiptunum hér fyrir neðan.

Önnur plata Tame Impala

Áströlsku sýru rokkararnir í Tame Impala gefa út sína aðra plötu þann 5. október næstkomandi. Platan sem heitir Lonerism fylgir á eftir hinni frábæru Innerspeaker sem kom út árið 2010. Líkt og með þá plötu var Lonerism tekin upp af Keven Parker söngvara og lagahöfund sveitarinnar. Parker byrjaði að semja lögin á plötunni næstum um leið og frumburðurinn kom út og var hún að mestu samin og tekin upp á flakki um heiminn á meðan að hljómsveitin kynnti Innerspeaker.  Hlustið á þrjú lög af plötunni hér fyrir neðan

Be Above It

      1. Be Above It

Endors Toi

      2. Endors Toi

Why Won’t They Talk To Me

      3. Why Won't They Talk To Me_

 

 

 

Fyrsta plata Angry Bones

Reykvíska indie-rokk hljómsveitin Angry Bones hyggst gefa út sína fyrstu plötu sem fengið hefur nafnið Lots Of Voluntary Effort á næstunni. Hljómsveitin sem er frekar ný af nálinni hefur nú þegar gefið út tvær smáskífur af plötunni – Kim Peek og My Little Box sem hægt er að hlusta á og hlaða niður hér fyrir neðan.

The Raveonettes Rannsaka

Danska dúóið The Raveonettes gefa út sína sjöttu plötu – Observator í dag. Platan var samin af söngvara og gítarleikara hljómsveitarinnar Sune Rose Wagner á þriggja daga flakki hans um Venice Beach í Los Angeles. Hann hafði ákveðið að ferðast þanngað til að sækja innblástur en ferðalag hans endaði á þriggja daga drykkju og eiturlyfja túr sem má rekja til Þunglyndis sem þjáði hann vegna bakverkja. Lögin á plötunni eru innblásin af fólki sem hann fylgdist með á þessum tíma og þar kemur titillinn til sögunnar. Flestir þessa einstaklinga voru langt leiddir í neyslu og ógæfu. Platan var svo tekin upp á þriggja vikna tímabili í Sunset Sound Recorders í Los Angeles, sem var valið af þeirri ástæðu að Wagner vildi taka upp á þeim stað þar sem hljómsveitin The Doors tók upp flest sín bestu lög. Hlustið á þrjú lög af plötunni hér fyrir neðan.

Young and Cold:

      1. 01 Young And Cold

Sinking With The Sun:

      2. 05 Sinking With The Sun

Downtown:

      3. 07 Downtown

 

 

 

 

Lagalisti Vikunnar – Straumur 218

 

Hér er hægt að hlusta á þáttinn!

1) Cheap Bear – FIDLAR
2) @deathgripz – Death Grips
3) Latch (ft. Sam Smith) – Disclosure
4) Regalia – Savoir Adore
5) Anything Could Happen (Blood Diamonds remix) – Ellie Goulding
6) Young and Cold – The Raveonettes
7) Sinking With The Sun – The Raveonettes
8) Downtown – The Raveonettes
9) Heavy Water Riddim – Zed Bias
10) Default – Atoms For Peace
11) Softkiss (Pional remix) – Lemonade
12) Ashland Slumber – SFV Acid
13) It’s Cool – The Presets
14) Youth In Trouble – The Presets
15) How Do You Do (Todd Terje remix) – Hot Chip
16) New Life – Teen Daze
17) Be Above It – Tame Impala
18) Endors Toi – Tame Impala
19) Why Won’t They Talk To Me – Tame Impala
20) Kim Peek – Angry Bones
21) My Little Box – Angry Bones
22) Only You – Taken By Trees
23) Large – Taken By Trees