Just Another Snake Cult Sjónvarpsviðtal

Lo-Fi skrýtipoppsveitin Just Another Snake Cult gaf út hina frábæru og fjölbreyttu plötu Dionysian Season árið 2010. Fyrr þessu ári  gaf hljómsveitin út ep plötu í formi kasettu, Birds carried your song through the night, sem hefur að geyma draumkennt hljóðgerflapopp. Við kíktum heim til Þóris Heydal söngvara og lagahöfundar Just Another Snake Cult þar sem hljómsveitin æfði fyrir Iceland Airwaves. Just Another Snake Cult koma fram á  Reykjavík Backpackers klukkan 20:00 í kvöld, í Bíó Paradís klukkan 15 á morgun og svo eru tónleikar þeirra á Iceland Airwaves á Gamla Gauknum annað kvöld klukkan 20:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *