Önnur plata íslensku hljómsveitarinnar Pascal Pinon kemur út hjá þýska plötufyrirtækinu Morr Music á miðvikudaginn. Platan sem ber nafnið Twosomeness var tekin upp af Alex Somers sem hefur áður unnið með Sin Fang, Úlfi, Jónsa og Sigur Rós. Hljómsveitin er skipuð tvíburasystrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum og hefur verið virk frá árinu 2009.
Hljómsveitin kemur fram á sérstöku kvöldi Morr Music á Iceland Airwaves í Iðnó á miðvikudagskvöld. Þar munu einnig koma fram hljómsveitarinnar FM Belfast, Prinspóló, Sóley og Sin Fang. Twosomeness inniheldur 12 lög og eru textar fluttir á íslensku, ensku og sænsku. Hlustið á þrjú lög af plötunni hér fyrir neðan.
Ekki vanmeta – á íslensku
Þerney (one thing) – á ensku
Fernando – á sænsku