Tónleikar um helgina: 1.- 2. mars 2013

 

 

Af nóg er að taka fyrir  tónleikaþyrsta um helgina:

 

Föstudagur 1. mars: 

 

– Hljómsveitirnar Babies, Boogie Trouble og Nolo leiða saman hesta sína á tónleikastaðnum Faktorý. Öllum þeim sem vilja virkilega dansa sig af stað inn í helgina og óminnishegran er bent á að mæta stundvíslega og greiða aðgangseyri kr. 1000 við hurðina. Þeim sem mæta er lofað rúmum helgarskammti af gleði, dansi og glaumi. Efri hæðin á Fakotrý opnar kl. 22:00 og tónleikar byrja klukkan 23:00.

– Hin mannmarga reggísveit Ojba Rasta mun halda ókeypis tónleika á Hressó en sveitin mun stíga á svið um 23:00.

– Hljómsveitin Oyama heldur einnig ókeypis tónleika á Bar 11. Húsið opnar 21:00 og tónleikarnir hefjast 22:30

– Útgáfutónleikar Péturs Ben fara fram í Bæjarbíó Hafnafirði.  Miðaverð er 2500 krónur og hefjast tónleikar stundvíslega kl 21.00. Pétur Ben gaf á dögunum út sína aðra sóló plötu God’s lonely man og hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnenda auk þess sem hún var hlaut verðlaun Kraums og var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna.  Strengjakvartettinn Amiina leikur með þeim á þessum einu tónleikum og hljómsveitin The Heavy Experience leikur á undan en þeir gáfu einmitt út plötuna Slowscope á síðasta ári. 

– Skúli Mennski ásamt hljómsveitinni Þungri Byrði mun halda tónleika á  Dillon og taka nokkur vel valin lög. Þeir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.

– Fyrsta útgáfan frá nýju plötufyrirtæki, Lady Boy Records, leit nýverið dagsins ljós, en hana er hægt að fá í afar sérstöku formi – sem gamaldags kassettu. Forsprakkar útgáfunnar fagna áfanganum með veglegri tónlistarveislu á Volta, þar sem fram koma margir af fremstu raftónlistarmönnum þjóðarinnar, þar á meðal Futuregrapher, Quadruplos, Bix, Krummi, ThizOne og margir fleiri. 500 kr. inn. Hefst kl. 21.

Laugardagur 2. mars

 

– Kviksynði #5

Kviksynði kvöldin hafa undanfarin misseri fest sig í sessi sem helstu techno-tónlistar kvöld Reykjavíkur. Fram koma að þessu sinni Captain Fufanu, Bypass, Ewok og Árni Vector. Hefst kl. 23. 500 kr. inn fyrir kl. 1 og 1000 kr. eftir það.

– Hljómsveitin Bloodgroup mun spila á tónleikum á Bar 11 og frumflytja efni af sinni þriðju plötu Tracing Echoes. Húsið opnar klukkan 21:00 og aðgangur er ókeypis.

– Bræðrabandið NOISE er nú að leggja lokahönd á upptökur og hljóðblöndun af fjórðu  plötu bandsins sem lítur dagsins ljós í sumar og ætla af því tilefni að frumflytja nokkur lög af nýju plötunni á Dillon kl.23:00

Opnunartónleikar Volta í kvöld

Tónleikastöðum í Reykjavík hefur farið fækkandi undanfarið, það var sorglegt að sjá á eftir Nasa og nú styttist í að Faktorý verði rifinn vegna uppbyggingar á reit Hjartagarðarins. Þess vegna fagna því allir góðir menn þegar nýir tónleikastaðir opna og Straumur er þar ekki undanskilinn. Í kvöld opnar skemmti- og tónleikastaðurinn Volta á Tryggvagötu 22 með stórtónleikum þar sem fram koma Hjaltalín, Bloodgroup, Ojba Rasta og Sóley.

Þetta er mikill hvalreki fyrir tónlistarunnendur en Hjaltalín hafa hlotið mikið lof fyrir sína nýjustu plötu, Enter 4, sem meðal annars var valin plata ársins af tímaritinu Grapevine. Stórdöbbsveitin Ojba Rasta hefur einnig hlotið verðskuldaða athygli fyrir sína fyrstu plötu sem kom út á árinu og Bloodgroup gáfu út sína þriðju plötu Tracing Echoes fyrir örfáum dögum en hennar hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Þá hefur Sóley verið að sigra heiminn á liðnu ári með undurfögrum söng sínum.

Miklu hefur verið tjaldað til með staðinn sem er á tveimur hæðum með fatahengi, kokteilbar og setustofu á neðri hæð en bar, dansgólfi, reykherbergi og sviði með heimsklassa hljóðkerfi og hágæða ljósabúnaði á þeirri efri. Straumur hvetur alla þá sem geta haldið á hanska að láta sjá sig og styðja við þessa nýjustu viðbót í tónleikaflóru borgarinnar.

 

Fyrstu listamennirnir tilkynntir á Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 12 listamenn sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári. Þeir erlendu listamenn sem tilkynntir voru eru; Gold Panda, Goat, Omar Souleyman, Fatima Al Qadiri, Anna Von Hausswolf og No Joy. Hátíðin tilkynnti einnig um sex íslenska listamenn; Hjaltalín, Pascal Pinon, Valdimar, Tilbury, Ojba Rasta og Momentum. Hægt er að nálgast upplýsingar um þessa listamenn á heimasíðu Iceland Airwaves.

 

Bestu íslensku lög ársins 2012

30) Weekends – Kiriyama Family

      1. 04 Weekends

 

 

29) Grasping For Air – Útidúr

      2. Grasping for Air

 

 

28) Rónablús – Skúli Mennski ásamt Þungri Byrði

      3. 03 Rónablús

 

 

27) Sometimes – Oyama

      4. Sometimes

 

 

26) Thrown (FaltyDL Remix) – Kiasmos

      5. 02 Thrown (FaltyDL Remix)

 

 

25) Born to be Free – Borko

      6. 01 Born to be Free (single version)

 

 

24) Treat Her Kindly – Ólöf Arnalds

      7. 04 TREAT HER KINDLY 24BIT

 

 

23) Gasvinur – Per: Segulsvið

      8. gasvinurmaster

 

22) New Kids / Night Kids – Japanese Super Shift and the Future Band

      9. 04 New Kids_Night Kids

 

 

 

21) Gin og Greip – Boogie Trouble

      10. Gin og greip

 

 

 

20) Sérðu mig í lit? – Jón Þór

 

 

19) God’s Lonely Man – Pétur Ben

 

 

18) Crazy Sun – The Dandelion Seeds


 

17) No Need To Hesitate – Jóhann Kristinsson

      11. No Need to Hesitate

 

 

16) Letter To (…) – Hjaltalín

      12. 06 Letter To (...)

 

 

15) LoveHappiness (feat. RetRoBot) – M-band

      13. LoveHappiness (feat. RetRoBot)

 

 

14) Stofnar falla (Subminimal remix) – Samaris

      14. 06 Stofnar falla (Subminimal remix)

 

 

13) Sumargestur – Ásgeir Trausti

      15. 03 Sumargestur

 

 

12) Everything Got Stolen – Captain Fufanu


 

 

11) Don’t Push Me – Ghostigital With Sensational + Nick Zinner

      16. 02 Don_t Push Me

 

 

10) I’m All On My Own – Dream Central Station

Verkefni Hallbergs Daða Hallbergssonar var ein óvæntasta ánægjan í íslensku tónlistarlífi á árinu sem leið. Hann vinnur hér með hefð sem er nokkuð fastmótuð en nær að hrista af sér skuggann sem Singapore Sling varpar iðulega á þessa senu og skapa sér sérstöðu. All On My Own er angurvær en þó töffaraleg rokkballaða þar sem samsöngur Hallbergs og Elsu Maríu Blöndal kallast á við framúrskarandi gítarleik.

      17. 01 I'm All On My Own

 

 

 

9) Tipp Topp – Prinspóló

Reykvíska stuðhljómsveitin Prins Póló gaf út þetta hressa lag á árinu sem nefnist Tipp Topp og  fjallar um að vera hress og óhress, ástir og afbrýði, og mikilvægi þess að tala saman.  Tipp Topp er fyrsta lagið sem Prins Póló flytur eingöngu á Casio skemmtara. Línan um að detta í slölla inni á Hlölla er eitt það subbulegasta en jafnframt fallegasta sem heyrst hefur á árinu.

 

 

 

8) Way Over Yonder in the Minor Key – Just Another Snake Cult

Lo-Fi skrýtipoppsveitin Just Another Snake Cult er einstaklingsverkefni Þóris Heydal en hann gaf út hina frábæru og fjölbreyttu plötu Dionysian Season árið 2010. Fyrr þessu ári gerðist hann svo li-fo að hann gaf út ep plötu í formi kasettu, Birds carried your song through the night, sem hefur að geyma draumkennt hljóðgerflapopp. Á plötunni er ábreiða af laginu Way Over Yonder In The Minor Key eftir Billy Bragg og Wilco við texta eftir goðsögnina Woody Guthrie.

      18. Way Over Yonder in the Minor Key

 

 

7) Baldursbrá – Ojba Rasta

Að sögn hætti Arnljótur að syngja á unga aldri og byrjaði ekki aftur fyrr en með Ojba Rasta. Það var viturleg ákvörðun hjá honum (að  byrja aftur þ.e.) því Baldursbrá er framúrskarandi lag og ástæðan fyrir því er að stórum hluta söngur Arnljóts. Hann er angurvær og rómantískur en fer samt aldrei yfir í væmni. Lagið er bæði einstaklega íslenskt en hreinræktað döbb á sama tíma og fyrir það afrek fá Ojba Rasta sjöunda sæti listans.

 

 

6) Young Boys – Sin Fang

Sin Fang með Sindra Má Sigfússyni fremstan í flokki sendi frá sér fyrsta lagið af plötunni Flowers sem kemur út 1. febrúar á næsta ári um miðjan desember. Lagið heitir Young Boys og er eitt það besta sem sveitin hefur sent frá sér. Platan sem er þriðja plata Sin Fang var tekin upp af Alex Somers  sem áður hefur unnið með Sigur Rós og Jónsa og sá síðast um upptökustjórn á plötunni  Twosomeness með Pascal Pinion.

      19. 01 Young Boys

 

 

 

5) Ekki Vanmeta – Pascal Pinon

Pascal Pinion sýndu miklar framfarir á sinni annarri plötu og hafa nú bætt lágstemmdri elektróník við hljóðheim sem áður samanstóð helst af kassagíturum og sílafónum. Það er rökrétt framhald hjá stelpunum og Ekki vanmeta mig er líklega besta lag sveitarinnar hingað til.

      20. 01 Ekki Vanmeta

 

 

4) Tenderloin – Tilbury

Hljómsveitin Tilbury spratt fram fullsköpuð eins og skrattinn úr sauðaleggnum með sínu fyrsta lagi, Tenderloin, og skyldi engan undra vinsældir hennar. Óheyrilega vandað og grípandi indípopp með þjóðlagabragði. Dúnmjúkur hljóðheimur og fáheyrilega smekkleg notkun hljóðgerfla eru svo komman yfir í-ið.

 

 

3) Romeo – Nolo

Nolo eru ein duglegasta hljómsveit landsins og þeir gefa reglulega út smá- og stuttskífur á gogoyoko vefnum sem margar fá ekki þá athygli sem þær eiga skilið. Lagið Romeo er eitt það sterkasta sem sveitin hefur lagt nafn sitt við og er löðrandi í lágstemmdri lo-fi gleði og tilraunamennsku.

 

 

2) She Moves Through Air – Pojke

Sindri Már Sigfússon sem hefur verið fremstur í flokki í hljómsveitunum Seabear og Sing Fang hefur nú komið þriðja verkefni sínu á stað sem nefnist Pojke. Sindri gaf út lagið She Move Through Air í október og ljóst er að þriðja heimsklassa verkefni Sindra er orðið að veruleika. Í samtali við Straum fyrr á þessu ári sagðist Sindri hafa ætlað að semja raftónlist þegar hann samdi lögin fyrir Pojke. Sindri er eini lagahöfundurinn til að eiga tvö lög á listanum enda einn allra duglegasti tónlistarmaður Íslands um þessar mundir.

 

 

1) Glow – Retro Stefson

Á samnefndri plötu stigu Retro Stefson út úr skápnum sem fullþroska hljómsveit og hvergi kom það betur í ljós en í fyrstu smáskífunni, Glow. Hér er búið að beisla eylítið ungæðislegan kraftinn sem einkenndi fyrstu tvær skífur sveitarinnar og kjarna hennar helstu styrkleika. Lagið er margslungið en það fyrsta sem grípur mann er dansvænn ryþminn sem er hlaðinn mörgum lögum af áslætti. Versin eru nánast jafn grípandi og viðlagið og uppbyggingin er útpæld til að ná fram hámarksáhrifum á hlustandann. Bakraddir Sigríðar Thorlaciusar negla þetta svo endanlega og fleyta laginu upp í hæstu hæðir.

 

 

Bestu íslensku plötur ársins

 

 

 

1) Ojba Rasta – Ojba Rasta

Hin mannmarga reggísveit Ojba Rasta hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir sína fyrstu breiðskífu sem kom út fyrir skemmstu og hafa fylgt henni eftir með miklu tónleikahaldi. Platan sem er samnefnd sveitinni kom út hjá Records Records og var á meðal þeirra platna sem fengu hin árlegu plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs. Ojab Rasta er besta íslenska plata ársins hér á straum.is

 

2) Retro Stefson – Retro Stefson

Hljómsveitin Retro Stefson sendi frá sína þriðju breiðskífu í ár. Platan sem er samnefnd sveitinni sýnir talsverðan þroska í lagasmíðum. Minna er um gítara og meira um hljóðgervla en áður enda sá sjálfur Hermigervill um upptökustjórn á  plötunni.

viðtal við Retro Stefson  

      1. airwaves 3 1

 

 

3) Pascal Pinon – Twosomeness

Twosomeness var tekin upp af Alex Somers sem hefur áður unnið með Sin Fang, Úlfi, Jónsa og Sigur Rós. Hljómsveitin er  skipuð tvíburasystrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum og hefur verið virk frá árinu 2009. Twosomeness inniheldur 12 lög og eru textar fluttir á íslensku, ensku og sænsku.

Ekki vanmeta:  

      2. 01 Ekki Vanmeta

 

 

4) Sin Fang – Half Dreams EP

Sin Fang sendi frá sér þessa frábæru EP plötu til þess að stytta aðdáendum sínum biðina í nýja plötu sem kemur út í febrúar.

 

Viðtal við Sindra úr Sin Fang

      3. Airwaves 2 1 hluti

 

5) Dream Central Station – Dream Central Station

Þau Hallberg Daði Hallbergsson og Elsa María Blöndal eru í fararbroddi innan Dream Central Station og hafa verið að vinna að plötunni undanfarin ár. Hallberg var áður í hljómsveitinni Jakobínarínu og Elsa María í Go-Go Darkness. Öll lög og textar eru eftir Hallberg fyrir utan ábreiðu af laginu Feel so Good með Brian Jonestown Massacre.

 

 

 

6) Pétur Ben – God’s Lonely Man

Önnur plata Péturs Ben er mikið stökk frá hans fyrstu plötu – Wine For My Weakness sem kom út fyrir sex árum síðan. Pétur hefur notað tímann vel til að þróa lagasmíðar sínar og tekur hann áhrif frá ýmsum listamönnum sem hafa verið áberandi síðustu ár, blandar þeim saman og útkoman er eitthvað alveg nýtt.

 

 

7) Hjaltalín – Enter 4

Hljómsveitin Hjaltalín kom öllum að óvörum þegar hún sleppti þessari frábæru plötu frá sér í nóvember. Persónuleg plata sem fylgir á eftir plötunni Terminal frá árinu 2009.

 

 

 

8-9) Japanese Super Shift and the Future Band –  Futatsu

Hljómsveitin Japanese Super Shift and the Future Band inniheldur meðal annars tvo fyrrum meðlimi hljómsveitarinnar Lödu Sport. Skotheld plata undir sterkum áhrifum frá jaðarrokki tíunda áratugsins.

 

Viðtal við Japanese Super Shift and the Future Band

      4. Airwaves 4 2012

 

 

8-9) Jón Þór – Sérðu mig í lit

Tónlistarmaðurinn Jón Þór sem áður gerði garðinn frægan í hljómsveitum á borð við Isidor, Lödu Sport og Dynamo Fog gaf út sína fyrstu sólóplötu í ár. Platan heitir Sérðu mig í lit og er þetta í fyrsta skipti sem Jón Þór syngur á íslensku.

 

 

10) Samaris – Stofnar Falla EP

Önnur EP plata Samaris kom út í ár. Stofnar Falla fylgir á eftir plötunni Hljóma þú sem hljómsveitin sendi frá sér í fyrra. Á plötunni má heyra afbrigði af trip-hoppi tíunda áratugarins í bland við raftónlist nútímans ásamt sterkri rödd Jófríðar Ákadóttur.

Stofnar falla (Subminimal remix): 

      5. 06 Stofnar falla (Subminimal remix)

 

 

11)  Stafrænn Hákon – Prammi

Klump:

      6. 02 Klump

 

 

 

12) Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn

Sumargestur:

      7. 03 Sumargestur

 

 

13) Ghostigital – Division of Culture and Tourism

 

 

14) Tilbury – Exorcise

 

 

15) Borko – Born to be free

Born to be free:

      8. 01 Born to be Free

 

 

16) Moses Hightower – Önnur Mósebók

 

 

17) Nóra – Himinbrim

 

 

18) Futuregrapher – LP

 

 

19) Kiriyama Family – Kiriyama Family

 

 

20) M-Band – EP

LoveHappiness (feat. RetRoBot) 

      9. LoveHappiness (feat. RetRoBot)

Ojba Rasta Sjónvarpsviðtal

Hin mannmarga reggísveit Ojba Rasta hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir sína fyrstu breiðskífu sem kom út fyrir skemmstu og hafa fylgt henni eftir með miklu tónleikahaldi. Við kíktum á nokkra meðlimi hljómsveitarinnar sem voru staddir í hljóðveri Gnúsa Yones History sem er staðsett í Vesturbæ  Reykjavíkur og spjölluðum m.a. við þá og Gnúsa um plötuna, reggí, Reykjavík Soundsystem kvöldin og þetta einstaka hljóðver.

Hljómsveitin heldur tónleika föstudagskvöldið 21. desember á Faktorý þar sem allur ágóði rennur til Mæðrastyrksnefndar. Á tónleikunum koma fram Ojba Rasta, Gnúsi Yones, Egill Ólafsson, Birkir B úr Forgotten Lores og leynigestir.

1. í Airwaves – Straumur fer á flakk

Mynd: Alexander Matukhno

Það er alltaf mikil eftirvænting í loftinu fyrsta dag Airwaves hátíðarinnar og í ár var engin undantekning. Það er legið yfir útkrotuðum dagskrám og reynt að merkja við hljómsveitir sem maður er spenntur fyrir, skoða árekstra, og gá hvort að hægt sé að bæta þá upp með off-venue dagskránni. Fyrsta kvöldið voru nánast engin erlend bönd að spila en fréttaritari straums fór á gott flakk milli íslenskra hljómsveita þrátt fyrir nístingskuldann úti.

 

Leikurinn hófst á Kaffibarnum þar sem Gang Related höfðu komið sér fyrir úti í horni og sörf-rokkuðu fyrir bjórþyrsta hipstertúrista af mikilli innlifun. Reffileg riff og hressilegur samsöngur strákanna slógu góðan upptakt fyrir hátíðina og mér tókst að gleyma síberíska veðrinu úti og kúpla mig í rétta Airwaves-gírinn. Á eftir þeim tók stórsveitin Útidúr við með sitt hádramatíska indí popp. Þau léku mikið af nýju efni sem margt var undir sterkum áhrifum frá spagettívestratónlist Ennio Morricone, og tveir trompetleikarar sveitarinnar fóru á kostum.

Flæðandi fönk og seiðandi sveimur

Ég hafði hvorki séð né heyrt af bandinu Funk that shit! fyrir hátíðina en það var eitthvað við titilinn sem kallaði í mig svo ég hoppaði upp á hjólið og brunaði niður á Amsterdam. Á sviðinu voru þrír skjannahvítir strákar um tvítugt að fönka eins þeir væru að leika undir blaxplotation mynd frá 1972. Verkfærin voru gítar, bassi og trommur og þrátt fyrir að frumleikinn hafi ekki beint verið í fyrirrúmi var þetta afskaplega vandað og mikil flugeldasýning í hljóðfæraleik og sólóum. Þá hélt ég aftur upp eftir til að sjá raftónlistarmanninn Prince Valium spila á efri hæð Faktorý. Hann sat á bak við tölvu og mixer og uppsetningin var ekki mikið fyrir augun. Tónlistin var hins vegar gullfalleg; draumkennt, melódískt og seiðandi Ambíent sem er án efa gott að láta gæla við hljóðhimnurnar í góðum heyrnartólum.

Jakob Fusion Magnússon

Næst var förinni haldið í Hörpuna að sjá reggísveitina Ojba Rasta. Hún er að mínu mati eitt fremsta tónleikaband Íslands í dag og stóð svo sannarlega fyrir sínu í Silfurbergi í gær. Mikil orka og einlæg spilagleðin skein af þeim og undirritaður hefur sjaldan ef nokkurn tímann heyrt þau spila í jafn góðu hljóðkerfi. Þegar þarna var komið við sögu þurfti ég frá að hverfa í hljóðver X-ins til að ræða hátíðina í útvarpsarmi Straums. Eftir það var haldið aftur í Hörpuna til að sjá Jack Magnet Quintet-inn hans Jakobs Frímanns. Hann bauð upp á fusion djass með afrískum áhrifum með einvalaliði hljóðfæraleikara en Bryndís dóttir hans sá um söng.

Fer vel af stað

Lokaatriði kvöldsins voru svo Retro Stefson í Silfurbergi og þau tóku salinn með trompi. Þau spiluðu nánast einungi efni af nýútkominni plötu sem er samnefnd sveitinni og nutu aðstoðar Hermigervils á svuntuþeysurum, Sigtryggs Baldurssonar á áslætti og Sigríðar Thorlacios í bakröddum. Stuðstuðullinn var feikilega hár og náði hámarki í danskeppni sem Unnsteinn stjórnaði í lok tónleikanna.

 

Heilt yfir var fyrsta kvöld hátíðarinnar vel heppnað þrátt fyrir að hitastigið úti hafi verið álíka hátt og í Alaska. Þá er mikill missir af Nasa en margar sterkustu Airwaves minningar mínar eru þaðan og stemmningin í Hörpunni er einfaldlega ekki sú sama. Silfurberg er þó ágætis sárabót og um margt góður salur, sérstaklega þegar kemur að hljómburði og ljósabúnaði.

Davíð Roach Gunnarsson

Áhugavert á Airwaves – Seinni hluti

Django Django

Skoska hljómsveitin Django Django er tilnefnd til hinna virtu Mercury verðlauna í ár fyrir sína fyrstu plötu sem er samnefnd hljómsveitinni. Þar er á ferðinni ein af bestu plötu ársins þar sem sækadelía, þjóðlagatónlist og synþapopp mætast í afar bragðmikilli súpu. Django Django spila í Silfurbergssal Hörpu á miðnætti á laugardaginn.

Shabazz Palaces

Shabazz Palaces er skipuð bandaríska rapparanum Ishmael Butler og tónlistarmanninum Tendai ‘Baba’ Maraire. Ishmael þessi kallaði sig einu sinni Butterfly og var helsta sprautan á bak við hina dáðu og djössuðu hip hop sveit Digable Planets í upphafi tíunda áratugarins. Hann er ennþá að rappa en að þessu sinni er tónlistin tilraunakenndari og textarnir pólitískari. Fyrsta breiðskífa þeirra, Black Up, var gefin út af Sub Pop útgáfunni í fyrra og hlaut frábæra dóma gagnrýnenda. Shabazz Palaces koma fram á Þýska Barnum á miðnætti á fimmtudagskvöldinu.

Just Another Snake Cult

Lo-Fi skrýtipoppsveitin Just Another Snake Cult er einstaklingsverkefni Þóris Heydal en hann gaf út hina frábæru og fjölbreyttu plötu Dionysian Season árið 2010. Fyrr þessu ári gerðist hann svo li-fo að hann gaf út ep plötu í formi kasettu, Birds carried your song through the night, sem hefur að geyma draumkennt hljóðgerflapopp. Just Another Snake Cult koma fram klukkan 20:00 á Gamla Gauknum á föstudaginn.

 

Apparat Organ Quartet 

Orgelkvartettinn er fyrir löngu orðinn að stofnun í íslensku tónlistarlífi með tveimur plötum af rafrokkaðri orgeltónlist, meitlaðri sviðsframkomu og útpældri fagurfræði. Þeir spila þó ekki oft á tónleikum svo Airwaves er kærkomið tækifæri til að berja þessa snyrtilegu organista augum. Apparat stíga á stokk klukkan 22:10 í Silfurbergi á föstudagskvöldið.

Doldrums

Montrealbúinn Airick Woodhead hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir tónlist sem hann gefur út undir nafninu Doldrums. Kaótískt og brotakennt hávaðapopp hans ætti að vera ferskur andblær á Airwaves hátíðinni í ár en hann kemur fram klukkan 00:20 á fimmtudagskvöldinu í Iðnó.

Phantogram

Bandarísk indí-sveit sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hugmyndaríkt popp og stóran hljóðheim. Stíga á svið í Listasafni Reykjavíkur klukkan 21:00 á fimmtudagskvöldið.

Hjálmar og Jimi Tenor

Reggísveitina Hjálma þarf ekki að kynna þar sem hún hefur verið með vinsælustu sveitum landsins undanfarin ár. Að undanförnu hafa þeir þó verið að vinna að plötu með finnska raftónlistarséníinu Jimi Tenor sem hefur spilað ótal sinnum á Íslandi, síðast í ágúst, og m.a. unnið með Gus Gus. Það eina sem hefur heyrst af samstarfinu er lagið fyrir neðan og verður spennandi að heyra meira. Hjálmarnir og tenórinn stíga á svíð á miðnætti í Silfurbergi á föstudagskvöldinu.

Theesatisfaction

Hip hop sveit frá Seattle skipuð rapparanum Stasiu “Stas” Iron og söngkonunni Catherine “Cat” Harris-White. Þær voru uppgvötaðar eftir að hafa verið gestir á Black Up plötu Shabazz Palaces og fyrsta breiðskífa þeirra var gefin út af Sub Pop útgáfunni á þessu ári. Þær koma fram á undan Shabazz Palaces klukkan 23:00 á Þýska barnum á fimmtudagskvöldið.

Ojba Rasta

Þessi mannmarga reggísveit hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir sína fyrstu breiðskífu sem kom út fyrir skemmstu og hafa fylgt henni eftir með miklu tónleikahaldi. Ojba Rasta spila klukkan 21:40 í Silfurbergi í kvöld.

 

Davíð Roach Gunnarsson

 

Remix og myndband með Ojba Rasta

Lagið Jolly Good með reggíhljómsveitinni Ojba Rasta hefur nú verið klætt upp í spánýjan búning með endurhljóðblöndun og myndbandi. Það er svuntuþeysarasérfræðingurinn Hermigervill sem sér um remixið en hann hefur á síðustu tveimur plötum sínum klætt íslensk dægurlög í rafrænan búning og telst því sérfræðingur í faginu. Myndbandið er eftir Hauk Valdimar Pálsson en í því fylgjumst við með einmana mótorhjólakempu í asa stórborgar sem að hverfur inn í afrískt draumaland eftir að hafa reykt skrýtna sígarettu. Horfið á myndbandið hér fyrir neðan.

Frumraun Ojba Rasta

Fyrsta plata reykvísku reggí hljómsveitarinnar Ojba Rasta kemur út næsta þriðjudag. Platan sem er samnefnd sveitinni kemur út hjá Records Records og hefst forsala á henni hjá Gogoyoko.com í dag. Platan verður bæði gefin út á geisladisk og vinyl. Auk laganna – Jolly Good, Baldursbrá og Hreppstjórinn sem sveitin hefur sent frá sér sem smáskífur eru fimm önnur lög á plötunni. Hlustið á lögin Gjafir Jarðar og Í ljósaskiptunum hér fyrir neðan.