Nýtt lag frá Ojba Rasta

Íslenska reggí hljómsveitin Ojba Rasta sendi á dögunum frá sér lagið Hreppstjórinn sem verður að finna á væntanlegri plötu sveitarinnar. Lagið er eftir Teit Magnússon hljómsveitarmeðlim en texti lagsins  á sér tvær uppsprettur báðar frá 19. öld; annars vegar er erindið brot úr Bragnum um Þorstein á Skipalóni, hins vegar eru viðlögin tvö erindi úr ljóði eftir Kristján Jónsson Fjallaskáld. Textinn var síðan mótaður og túlkaður af höfundi og flytjanda lagsins. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.