BESTU ÍSLENSKU LÖG ÁRSINS 2017

25) Þú munt elska mig þá – Vaginaboys
24) Vopanafjörður – Bárujárn
23) Random Haiku Generator – Sin Fang, Sóley og Örvar Smárason
22) Sætari Sætari – Smjörvi
21) Blastoff – Pink Street Boys
20) 444-DSB – Andartak
19) B.O.B.A – Jóipé X Króli
18) Tail – Balagan
17) Unexplained Miseries II – Sólveig Matthildur
16) Kontrast – Án
15) Moon Pitcher – Högni
14) Solitaire – Hermigervill
13) Joey Cypher (feat. Herra Hnetusmjör, Birnir & Aron Can) – Joey Christ
12) Arabíska Vor – kef LAVÍK
11) Featherlight – GusGus
10) One Take Frímann – Rattofer
9) Upp – GKR
8) Fullir Vasar – Aron Can
7) Blurred (Bonobo remix) – Kiasmos
6) Lónólongó – Andi

5) Evil Angel – Singapore Sling

4) Ruins – aYia

3) Sama Tíma – Birnir

2) Airborne – JFDR

1) Hvað með það? – Daði Freyr

 

Straumur 29. maí 2017

Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með Washed Out, Daphni, Smjörva, Bárujárn, Trans Am, Hayeden Pedigo og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Get Lost – Washed Out
2) Face to Face – Daphni
3) Falling – Forever
4) Sætari Sætari – Smjörvi
5) Ms. Communication (feat. Sun) – Da-P & theMind
6) Intentions (ft. Chachi) – The Pollyseeds
7) Vopnafjörður – Bárujárn
8) California Hotel – Trans Am
9) Rules Of Engagement – Trans Am
10) Brown Study – Vansire
11) To You (Andy Shauf cover) – BadBadNotGood
12) Good Night – Hayden Pedigo

Tónlist fyrir kafara

Platan Tónlist fyrir kafara eftir tónlistarmanninn Sindra Frey Steinsson öðru nafni Sindra7000 kemur út á vegum Möller Records í dag. Platan inniheldur 10 lög og er óður til ævintýrakafarans Jaques Cousteu, innblásin af heimildamyndum hans um undirdjúpin og ævintýri hafsins. Sindri Freyr er enginn nýgræðingur í tónlist og er meðlimur í hljómsveitunum Bárujárn og Boogie Trouble. Tónlist fyrir kafara er fyrsta sólóskífa Sindra. Hlusta má á plötuna sem er stórskemmtileg hér fyrir neðan.

Tónleikar helgarinnar

 

 

Miðvikudagur 14. ágúst

 

Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson munu leika á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Kirkjan opnar fyrir gesti kl. 20 og tónleikar hefjast svo á slaginu 20:30. Hljómsveitin Vök mun einnig koma fram, en hún gaf nýverið út sína fyrstu plötu, EP plötuna Tension.

 

 

Fimmtudagur 15. ágúst

 

Markús & The Diversion Sessions halda tónleika í Lucky Records klukkan 17:00

 

Jazz dúettinn Singimar spilar á ókeypis Pikknikk tónleikum 15. ágúst kl. 17:00 í gróðurhúsi Norræna hússins. Singimar er samstarfsverkefni Inga Bjarna Skúlasonar á píanó og Sigmars Þórs Matthíassonar á kontrabassa.

 

Hljómsveitin Markús & The Diversion Sessions efnir til stórtónleika í Gym & Tonic sal Kex Hostel, Tónleikarnir verða kveðjutónleikar fyrir bassaleikara hljómsveitarinnar Georg Kára Hilmarsson en hann heldur út í masters nám í tónsmíðum í lok ágúst. Hljómsveitin The Diversion Sessions tók upp stutt skífu árið 2012 og mun hún vera gefin út í takmörkuðu upplagi á tónleikunum. Um upphitun sjá hljómsveitirnar Hymnalaya og Nini Wilson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og kostar 1000kr inn.

 

Tónleikar á Café Flóru með Skúli mennska og fleiri listamönnum.

Tónleikarnir byrja kl 20 og það er ókeypis inn.

 

Two Step Horror og Rafsteinn spila á tónleikaröð Hressingarskálans. Enginn aðgangseyrir og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Hljómsveitirnar Godchilla og Klikk troða upp á Dillon fimmtudaginn. Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

 

Föstudagur 16. ágúst

 

 

BJÚDDARINN 2013, árlegt skemmtikvöld knattspyrnufélagsins Mjöðm Gallerý Knattspyrna (ef.), fer fram á skemmtistaðnum Harlem

 

Prógram:

Kippi Kaninus

Markús & the diversion sessions

DJ Margeir & Högni Egilsson

Mið-Íslands grínistarnir Bergur Ebbi & Jóhann Alfreð

Málverkauppboð

 

Hús opnar 22:00

Miðaverð: 1.000 kr.

 

 

 

 

Laugardagur 17. ágúst

 

Kveðjutónleikar Boogie Trouble á Gamla Gauknum.  Ásamt Boogie verða þarna Bárujárn, Bjór og Babies.

Hús opnar 21:00 – Tónleikar hefjast 22:00 og Aðgangseyrir er 1500 krónur en ágóði rennur óskiptur í að fjármagna væntanlega plötu hljómsveitarinnar sem mun líta dagsins ljós í vetur.

 

 

KVIKSYNÐI #6 í hliðarsal Harlem 

  • – Bjarki – Live set
  • – Hlýnun Jarðar
  • – ULTRAORTHODOX – Live set
  • – Bypass
  • – Captain Fufanu
  • Húsið opnar klukkan 23.00 og það er frítt inn!

 

 

 

 

Sunnudagur 18. ágúst

 

Tónleikar með sjálfum David Byrne og St. Vincent í Háskólabíó klukkan 20:00. Miðar eru til sölu á midi.is og það kostar 8990 í svæði B og 10999 í svæði A. Það þarf vart að kynna David Byrne eða St. Vincent (aka Annie Clark) fyrir tónlistaráhugafólki. Ferill þeirra er mislangur en afar farsæll. Þau leiddu saman hesta sína fyrir nokkrum misserum og tóku upp plötu. Afraksturinn leit dagsins ljós á síðasta ári og platan Love this Giant var af mörgum talin plata ársins 2012.

 

 

Tónleikar helgarinnar

Eins og flestar vikur er fjölbreytt úrval tónleika á höfuðborgarsvæðinu þessa helgi og hér verður farið yfir það helsta.

Miðvikudagur 7. ágúst

Tónlistarhópurinn Tónleikur mun halda sína stærstu tónleika hingað til á Rósenberg í kvöld. Tónleikur er hópur sem samanstendur af listamönnum sem öll eiga það sameiginlegt að semja sína eigin tónlist og í kvöld munu koma fram yfir tugur flytjenda; Martin Poduška, Raffaella, Ragnar Árni, slowsteps, val kyrja/Þorgerður Jóhanna, Tinna Katrín, Þorvaldur Helgason, Jakobsson, FrankRaven, Johnny and the Rest, Hljómsveitt og Forma. Fjörið hefst klukkan 20:30 og ókeypis er inn, en hattur verður á staðnum til að taka við frjálsum framlögum.

Hljómsveitin Eva verður öfug, hinsegin og alls konar á Kíkí í kvöld þar sem hún hitar upp fyrir Gay Pride gönguna sem verður um helgina. Leynigestur kvöldsins verður engin önnur en hin íðilfagra Ólafía Hrönn og mun hún flytja áheyrendum nokkur af sínum einstöku lögum. Öfurheitin hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

Daníel Friðrik Böðvarsson gítarleikari og Ingimar Andersen saxófónleikari leika djass frá 10 til 1 á Boston. Báðir eru þeir búsettir erlendis og taka hér höndum saman eftir langan aðskilnað og ókeypis er inn á viðburðinn.

Fimmtudagur 8. ágúst

Hljómsveitin Orfía, samstarfsverkefni Arnar Eldjárns og Soffíu Bjargar, spilar á ókeypis pikknikk tónleikum kl. 17:00 í gróðurhúsi Norræna hússins. Örn og Soffía stofnuðu hljómsveitina Orfía árið 2011 eftir að hafa starfað saman í hljómsveitinni Brother grass um árabil.

Hljóðverk eftir Berglindi Jónu Hlynsdóttir & Guðmund Stein Gunnarsson verður flutt af Hljómskálanum í Hljómskálagarðinum klukkan 18:00. Verkið er hljóðinnsetning og myndverk í almenningsrými sem nýtir Hljómskálann sjálfan, sögu hans, staðsetningu í borginni og umhverfi til þess að lífga við þessa táknmynd sem er í senn minnisvarði, hús og svæði sem hefur sérstakt menningarlegt og sögulegt gildi í borginni.

Opnunarhátíð Hinsegindaga verður haldin í Silfurbergi í Hörpu og hefst klukkan 21:00. Á stokk stíga ýmsir þjóðþekktir tónlistarmenn sem á einn eða annan hátt tengjast sögu hinsegin fólks, baráttu þess og listsköpun. Aðgangseyrir er 2500 krónur.

Föstudagur 9. ágúst

Retro Stefson og Hermigervill munu kveðja hinn ástsæla tónleikastað Faktorý. Segja má að hljómsveitin hafi stigið sín fyrstu spor á staðnum þegar hún kom fram á Airwaves hátíðinni 2006 þó að staðurinn hafi þá borið heitið Grand Rokk. Tónleikarnir hefjast klukkan 23:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Brimbrettarokksveitin Bárujárn efnir til tónleika til að fagna nýútkomnum geisladiski sínum. Tónleikarnir munu fara fram í kjallara skemmtistaðarins Bar 11 að Hverfisgötu 18 og hefjast leikar klukkan 22:00. Á tónleikunum verða öll lögin af disknum leikin, en auk þess hefur sveitin rifjað upp nokkur af sínum gömlu lögum og má því búast við löngu og sveittu prógrammi. Um upphitun sér hin stórefnilega brimrettarokksveit Godchilla og ljóðskáldið Jón Örn Loðmfjörð. Aðgangur er ókeypis en bjór og geisladiskar verða til sölu á tilboðsverði.

Strengja-og vélasveitin Skark gerir atlögu að tónleikaforminu í bílastæðahúsi Hörpu. Verk eftir Pál Ragnar Pálsson, Viktor Orra Árnason, György Ligeti, Alfred Schnittke og John Wilbye verða flutt en atlagan hefst klukkan 20:00 og aðgangseyrir er 2500 krónur.

Laugardagur 10. ágúst

Helgi Rafn, söngvari og lagahöfundur, flytur 10 ný “kammer pop” lög á íslensku og ensku fyrir raddir og strengi ásamt Bartholdy strengjakvartettnum frá London. Tónleikarnir verða í húsnæði Leikfélags Kópavogs, en það rými var valið svo hægt væri að skapa leikræna og nána stemmingu. Aðgangseyrir er 1200 krónur og hljómleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Sunnudagur 11. ágúst

Frá upphafi hefur Faktorý átt sér heitan draum um stefnumót við stórhljómsveitina Gus Gus. Nú mun sá draumur loks verða að veruleika því hljómsveitin hefur þáð heimboð á Faktorý. Til slíks viðburðar er ekkert kvöld meira viðeigandi en síðasta kvöld staðarins, sunnudagurinn 11. ágúst. Gestir ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi því hljómsveitin ætlar að spila gamla slagara í bland við nýtt óútgefið efni af væntanlegri plötu sveitarinnar. Uppselt er á viðburðinn en þeim lesendum sem eru virkilega heitir er bent á barnaland.

 

 

 

Tónleikar vikunnar

Þriðjudagur 16. júlí

R&B stórstjarnan Frank Ocean heldur tónleika í  Laugardalshöll. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það kostar 8.900 kr í stæði og 13900 í stúku, enn er hægt að kaupa miða á midi.is

Stroff, Skelkur í bringu og Sindri Eldon spila á neðri hæðinni á Faktorý. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Á jazzkvöldi KEX kemur fram kvartett kontrabassaleikarans Tómasar R. Einarssonar. Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar eru þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Samuel J. Samúelsson á básúnu og slagverk og Sigtryggur Baldursson á conga trommur. Tónlistin hefst kl. 20:30 og stendur í u.þ.b. 2 klst., með hléi. Sem fyrr er aðgangur ókeypis

 

Miðvikudagur 17. júlí

Hjómsveitin Chic undir styrkri handleiðslu stofnandans Nile Rodgers mun koma fram á tónleikum í Silfurbergi Hörpu. Hljómsveitirnar Moses Hightower og Sisi Ey munu opna kvöldið sem hefst klukkan 21:00. Enn er hægt að kaupa miða á midi.is og kostar 8.500 kr inn.

Raftónlistarpartý á Harlem -Tvíeykið MRC Riddims frá New York [nánar tiltekið Harlem] leikur á tónleikum á nýopnuðum innri sal Harlem (áður Volta). Ghostigital, AMFJ og Lord Pusswhip spila einnig í partíinu og Berglind Ágústsdóttir kemur sérstaklega fram með sín eigin lög í miðju setti MRC Riddims. Partýið stendur frá 22:00 – 01:00 og kostar 1000 kr. inn.

Ylja, Hymnalaya og Stormur halda tónleika á efri hæð Faktorý sem hefjast klukkan 22:00. Það kostar 1500 kr inn.

 

 

Fimmtudagur 18. júlí

Hljómsveitin Boogie Trouble spilar ljóðrænan diskó í gróðurhúsi Norræna hússins á ókeypis Pikknikk tónleikum kl 17:00.

NÆNTÍS VEIZLA í boði Sindra Eldon á Harlem Bar: TREISÍ, JÓN ÞÓR og SINDRI ELDON & THE WAYS koma fram auk þess sem Sindri mun Dj-a til lokunnar.

Gítarveisla í Bíó Paradís en þar stíga á stokk hljómsveitirnar Stroff, Skelkur í Bringu, Bárujárn og Dreprún. Tónleikarnir hefjast 22:00 og er frítt inn.

Sign og We Made God spila á efri hæð Faktorý. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 2000 kr inn.

 

 

Föstudagur 19. júlí

Hljómsveitin Hymnalaya hefur sent frá sér sína fyrstu breiðskífu, „Hymns“. Sveitin ætlar að fagna því með léttum ókeypis tónleikum í 12 Tónum á Skólavörðustíg sem hefjast klukkan 17:30.

Moses Higtower og 1860 spila á efri hæð Faktorý. Tónleikarnir hefjast klukkan 23:00 og það kostar 1500 kr inn.

 

 

Laugardagur 20. júlí

KEX Hostel, KEXLand og bandaríska útvarpsstöðin KEXP ætla að bjóða öllum á útitónleikana KEXPORT við Kex Hostel laugardaginn 20. júlí næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í portinu við Kex Hostel og hefjast kl. 12 á hádegi og lýkur um miðnætti. Alls munu 12 hljómsveitir koma fram á klukkutímafresti á þessum maraþon tónleikum. Fram koma: BABIES // BOOGIE TROUBLE // HJALTALÍN // KIPPI KANINUS // LOJI // MOSES HIGHTOWER // MUCK // NOLO // SAMÚEL J SAMÚELSSON BIG BAND // SÍSÍ EY // SYKUR //

 

Hjaltalín heldur tónleika á Faktorý, laugardagskvöldið 20. júlí. Um upphitun sér hljómsveitin Japam. Húsið opnar klukkan 22 og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 22:45. Miðasala fer eingöngu fram við hurð og er aðgangseyrir 1.500 krónur.

 

 

 

 

 

Straumur 15. júlí 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Ariel Pink, Soft Metals, Blóðberg, Jonathan Rado, Islands, Speedy Ortiz, King Krule og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977.

Straumur 15. júlí 2013 by Straumur on Mixcloud

1) Cha Cha Cha – Bárujárn
2) Hang On to Life – Ariel Pink and Jorge Elbrecht
3) Down Down The Deep River – Okkervil River
4) Despair (David Andrew Sitek vs Otis Pear Remix) – Yeah Yeah Yeahs
5) Teenagers In Heat – Holy Ghost!
6) Tell Me – Soft Metals
7) Easy Easy – King Krule
8) Keys – CFCF
9) Fun – Speedy Ortiz
10) Mkvl – Speedy Ortiz
11) Hand In Mine – Jonathan Rado
12) Wave Forms – Islands
13) Óskir – Blóðberg
14) Fugtive Air – Of Montreal
15) Forrest Gump – Frank Ocean

Lokauppgjör Airwaves – Laugardagur og Sunnudagur

Mynd: Óskar Hallgrímsson

 

Laugardagurinn á Airwaves hófst ekki vel þegar fréttir bárust af því að skoska sveitin Django Django hafi þurft að aflýsa tónleikum sínum í Hörpu vegna veikinda. Það var það atriði sem ég var einna spenntastur fyrir á hátíðinni en hafði þó þau áhrif að ég þurfti ekki að velja milli þeirra og Dirty Projectors sem áttu spila á sama tíma og ég var líka mjög spenntur fyrir.

 

Skógláp í kjallara

 

Laugardagskvöldið mitt hófst í myrkum kjallara 11-unnar þar sem skóglápararnir í Oyama, höfðu komið sér fyrir. Oyama spila melódískt hávaðarokk í anda My Bloody Valentine og svipaðra sveita sem voru upp á sitt besta í byrjum 10. áratugarins, og stóðu sig með stakri prýði. Ég þurfti ekki að leita langt í næsta skammt af tónlist því á eftir hæðinni hafði Just Another Snake Cult nýhafið leik. Síðast þegar ég sá hann var hann með stóra hljómsveit með sér en nú naut hann einungis liðfylgis fiðlu og sellóleikara en sjálfur sá hann um söng, syntha og ýmis raftól. Angurvært og tilraunakennt rafpoppið rann vel niður, þetta var oft á mörkum þess að vera falskt, en samt svo óheyrilega fallegt. Hann toppaði í síðasta laginu Way Over Yonder in the Minor Key.

 

Hnökralaus flutningur

 

Næst þurfti ég að gera hlé á tónleikadagskrá vegna næringar og ritstarfa en mætti þó galvaskur í Listasafn Reykjavíkur til að sjá Brooklyn-sveitina Friends. Þau spiluðu hressilegt rafpopp og voru nokkuð mörg að hamast á sviðinu en náðu þó ekki að fanga athygli áhorfenda sérstaklega vel sem líklega voru flestir komnir til að sjá nágranna þeirra úr Brooklyn, Dirty Projectors. Þau stigu á svið á miðnætti og höfðu salinn í hendi sér frá fyrsta lagi. Aðallega voru flutt lög af nýjustu plötu sveitarinnar, Swing Lo Magellan, og var flutningurinn svo að segja hnökralaus. Það var hreint út sagt magnað að verða vitni að flóknum raddsetningum og framúrstefnulegum útsetningunum á sviðinu að því er virðist án þess að neitt hafi verið spilað af bandi. Oft kölluðust raddir söngkvennanna á við tilraunakennd gítarsóló og gæsahúð og taumlaus gleði fylgdi í kjölfarið. Tónleikarnir náðu hámarki í hinu dramatíska en þó mínímalíska The Gun Has No Trigger og þetta voru án efa bestu tónleikarnir sem ég sá á Airwaves í ár.

 

Ég hljóp þá yfir í Hafnarhúsið til að ná Gus Gus sem ég hafði ekki séð síðan þeir spiluðu sína síðustu tónleika á Nasa. Gus Gus eru orðin vel sjóuð af tónleikahaldi og sveitin kann upp á hár að rífa upp stemmningu með vel skipulögðum uppbyggingum og ná oft að teygja lögin sín upp í meira en tíu mínútur án þess að nokkrum leiðist þófið eða dansinn hætti að duna.

 

Sunnudagskvöld

 

Þrátt fyrir að fáir höndli yfirleitt að fara út á sunnudeginum eftir fjögurra daga maraþon djamm og tónleikaviðveru þá hefur sunnudagskvöldið löngum verið eitt af mínum uppáhalds á Airwaves. Því miður voru ekki stórir tónleikar á Nasa eins og undanfarin ár en þó var ýmislegt í boði og sörf-rokksveitin Bárujárn var fyrst á dagskrá á Gamla Gauknum. Sindri er afskaplega skemmtilegur gítarleikari og hann fór hamförum í flottum sólóum og snaggaralegum riffum, ekki síst í laginu Skuggasveinn.

 

Þvínæst rölti ég niður á Þýskabarinn þar sem trúbatrixan Elín Ey var að koma sér fyrir. Hún hefur afskaplega fallega rödd en innhverf kassagítardrifin trúbadortónlistin var ekki alveg minn expressóbolli og ég vonaðist eftir meira stuði. Það mætti á svæðið með hinni ákaflega vel stílíseruðu Sometime og 90’slegri danstónlist þeirra. Á köflum trip hop-leg en stundum meira út í reif og stemmningin var á uppleið.

 

Bassinn tekinn í göngutúr

 

Síðasta atriði kvöldsins voru diskóboltarnir í Boogie Trouble sem hljóta að vera eitt mest grúvandi band á Íslandi um þessar mundir. Ingibjörg tók bassann í göngutúr og gítarinn minnti á útúrkókað diskófönk úr klámmyndum frá öndverðum áttunda áratugnum. Þau lokuðu kvöldinu með stæl en mig þyrsti í meira. Því var haldið yfir í Iðusali þar sem Rafwaves var enn í fullum gangi og Oculus dúndraði dýrindis djöflatekknói ofan í þær 20 hræður sem enn voru eftir og dönsuðu úr sér líftóruna.

 

 

Heilt yfir var þessi Airwaves hátíð frábærlega vel heppnuð þrátt fyrir að ýmislegt hafi unnið á móti henni. Þar mætti helst nefna veðrið og nokkrar afbókanir hjá stórum nöfnum. Hápunktarnir hjá mér í ár voru Doldrums á fimmtudagskvöldinu, Hjálmar og Jimi Tenor á föstudaginn og Dirty Projectors á laugardaginn. Þá verð ég að minnast á að ég sá hvorki né heyrði af mörgum risastórum röðum, sem oft áður hafa hrjáð hátíðina, og er það afar góðs viti.

Davíð Roach Gunnarsson