9. desember: Glussanótt – Stafrænn Hákon

Ólafur Örn Josephsson tónlistar­maður hefur gefið út ófá jólalögin undir listamannsnafninu Stafrænn Hákon. Fyrir jólin 2010 gaf Stafrænn Hákon út jólaplötuna Glussajól sem innihélt 10 þekkt jólalög sem Ólafur hafði sent vinum og vandamönnum sem jólagjöf í gegnum tíðina. Í gær kom svo nýtt jólalag út frá Stafrænum sem nefnist Glussanótt en þar er á ferðinni lagið Aðfangadagskvöld sem Helga Möller gerði frægt á árum áður í glussabúningi.

Hér er texti lagsins Glussanótt:

Það var eitt sinn um aðventu

Ég var á gangi’um vetrarnótt

Heyrði prest þá skríkja dátt

Að öðru leiti allt var hljótt

Ég leit um öx l og sveimér ei

ef ekki Drottinn þar, seisei

ég sá með glussasvuntu

við glussakar, og dífð’í þar

presti´á aðventu

 

Það var um miðja aðventu

Drottinn með glussasvuntu

Stóð yfir glussabrunni

Glussa heilögum hann jós

við engils-undirleik banjós,

sóknar, glussi gældi við prest

lalalala glussi gældi við prest

 

Seitlaði glussi álengdar

Seint gat sá glussi talist slor

Úr skjóli handan við gamlan Dodge

Ég fylgdist með föður vor

Drottinn þynnti glussa sinn

Jós yfir sóknarprestinn

Svo húð hans myndi nærast

Um glussabað

Hann Drottinn bað

Það presti var kærast

 

Það var um miðja aðventu

Drottinn með glussasvuntu

Stóð yfir glussabrunni

Glussa heilögum hann jós

við engils-undirleik banjós,

sóknar, glussi gældi við prest

lalalala glussi gældi við prest

 

Að lokum prestur í glussann grét

Drottinn í jötu lagði kút

Hann lagð´á bringu hans glussatjakk

Og glussavættan klút

Sá ég lokast glussakar

Og svo birtust bakarar

Með fullt fangið af kleinum

Þá Drottinn hvarf

En fagna varð

Glussanum hreinum

 

Það var heilög glussanótt

Glussi Drottins flæddi hljótt

Um sóknarprestsins enni

Seig var sú glussa-blessun

Aldrei gleyma því ég mun

hvernig, glussi gældi við prest

lalalala glussi gældi við prest

Ojba Rasta Sjónvarpsviðtal

Hin mannmarga reggísveit Ojba Rasta hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir sína fyrstu breiðskífu sem kom út fyrir skemmstu og hafa fylgt henni eftir með miklu tónleikahaldi. Við kíktum á nokkra meðlimi hljómsveitarinnar sem voru staddir í hljóðveri Gnúsa Yones History sem er staðsett í Vesturbæ  Reykjavíkur og spjölluðum m.a. við þá og Gnúsa um plötuna, reggí, Reykjavík Soundsystem kvöldin og þetta einstaka hljóðver.

Hljómsveitin heldur tónleika föstudagskvöldið 21. desember á Faktorý þar sem allur ágóði rennur til Mæðrastyrksnefndar. Á tónleikunum koma fram Ojba Rasta, Gnúsi Yones, Egill Ólafsson, Birkir B úr Forgotten Lores og leynigestir.

Jólastraumur 3. desember 2012

Við heyrum jólalög með Sufjan Stevens, First Aid Kit, Amaba Dama, Yeah Yeah Yeahs, Advance Base og mörgum öðrum í Jólastraumui með Óla Dóra frá 23:00 til 0:00 á X-inu 977!

Jólastraumur 2012 by Straumur on Mixcloud

1) Put The Lights On The Tree – Sufjan Stevens
2) I’ll Be Home For Christmas – Sufjan Stevens
3) Blue Christmas – First Aid Kit
4) Yo La La – Amaba Dama
5) Christmas In Oakland – Advance Base
6) Artificial Snow (Bedroom Take) – Atlas Sound
7) All I Want For Christmas – Yeah Yeah Yeahs
8) Wonderful Christmastime – The Shins
9) Got Something For You – Best Coast + Wavves
10) The Christmas Song – The Raveonettes
11) Christmas Party – The Walkmen
12) Practically Immaculate – Crystal Stilts
13) Christmas In a Chinese Restaurant – Diamond Rugs
14) Little Drummer Boy – Bright Eyes
15) Sleigh Ride – She & Him
16) You’ll Never Find My Christmas – Bishop Allen
17) Jesú Jólasveinn – Gang Related
18) Just Like Christmas – Low

Hér er hægt að hlaða niður lagalista í zip formi

Hér er hægt að hlusta á Jólaþátt Straums frá árinu 2011!

 

 

Nótnabók Beck spiluð

Tónlistarmaðurinn Beck gaf nýlega út plötuna Song Reader: Twenty New Songs By Beck sem aðeins er hægt að nálgast  sem nótnabók. Tónlistartímaritið Uncut fékk tónlistarmanninn John Lewis til þess að spila alla plötuna á píanó. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á Lewis leika lögin Saint Dude og Sorry. Hér er hægt að hlusta á Lewis leika öll lögin af plötunni.

Öll í kór með FM Belfast

Hljómsveitin FM Belfast frumflutti fyrr í dag nýtt lag í tilefni af degi rauða nefsins hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Fjórtán manns syngja með hljómsveitinni í laginu sem nefnist Öll í kór. Þau sem syngja eru: Ásgeir Trausti, Diddú, Helga Möller, Hugleikur Dagsson, Jóhann Helgason, Lay Low, Ólöf Arnalds, Sigríður Thorlacius,Snorri Helgason, Sóley, Steindi Jr,  Steini í Hjálmum, Prinspóló og Valdimar. Örvar Þóreyjarson Smárason samdi textann við lagið. Myndband við lagið verður frumsýnt á degi rauða nefsins 7. desember.

Blúsinn í Fangið

Tónlistarmaðurinn Skúli Þórðarson betur þekktur undir listamannsnafninu Skúli mennski mun í kvöld halda tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í tilefni útgáfu  af sinni þriðju breiðskífu á jafnmörgum árum. Platan heitir Blúsinn í fangið og er ellefu laga blúsplata þar sem hljómsveitin Þung byrði spilar með Skúla. Þung byrði eru: Hjörtur Stephensen gítarleikari, Kristinn Gauti Einarsson trommuleikari, Tómas Jónsson píanóleikari, Valdimar Olgeirsson bassaleikari og Þorleifur Gaukur Davíðsson sem spilar á munnhörpu. Tónleikarnir hefjast á slaginu 21:00 og er hægt að kaupa miða á midi.is. Hlustið á lögin Rónablús og  Skjálfandi Skilvitablús af plötunni og horfið á viðtal sem við áttum við Skúla mennska í sumar hér fyrir neðan.

 

 

Rónablús

      1. 03 Rónablús

Skjálfandi Skilvitablús

      2. 07 Skjálfandi Skilvitablús

 

Straumur 26. nóvember 2012

1. hluti

      1. 229 1

2. hluti

      2. 229 2

3. hluti

      3. 229 3

1) Cheery – Chromatics
2) The Eco – Nicolas Jaar
3) T R I U M P H – WU LYF
4) What That Was – Majical Cloudz
5) Mirror Maru – Cashmere Cat
6) Cold Dayz (Maribou State Remix) – Ultraista
7) Trouble (Lunice Remix) – Totally Enormous Extinct Dinosaurs
8) Galice – Hype Williams
9) Let Me Be Him (Joe’s Dub) – Hot Chip
10) Feels Like We Only Go Bachwards (Tame Impala cover) – Young Dreams
11) Steve McQueen (Maps Remix) – M83

WU LYF hætta

Ellery James Roberts söngvari bresku hljómsveitarinnar WU LYF setti tilkynningu inn á Youtube síðu sveitarinnar í gærkvöldi þar sem hann tilkynnti um endalok sveitarinnar. Ásamt tilkynningunni lét hann fylgja með lagið  T R I U M P H sem er líklega síðasta lag sem WU LYF sendir frá sér. Hljómsveitin sem var stofnuð árið 2008 í Manchester gaf út sína fyrstu og einu plötu Go Tell Fire to the Mountain í fyrra við einróma lof gagnrýnenda. Hér er hægt að lesa tilkynninguna frá Roberts sem er meira en lítið áhugaverð – þar minnist hann m.a. á möguleika á heimsenda í næsta mánuði. Hlustið á síðasta lag WU LYF hér fyrir neðan sem er með því besta sem hljómsveitin hefur sent frá sér.

Nýtt frá Hjaltalín

Íslenska hljómsveitin Hjaltalín sleppti í dag frá sér tveim lögum sem verða á væntanlegri plötu sveitarinnar sem kemur út á morgun. Lögin sem heita We og Letter To verða á þriðju plötu Hjaltalín  Enter 4 sem fylgir á eftir plötunni Terminal frá árinu 2009. Platan mun fara í forsölu á tónlist.is og á heimasíðu Hjaltalín á morgun en kemur í verslanir í næstu viku. Hlustið á lögin hér fyrir neðan.